Þjóðviljinn - 29.04.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 29.04.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 29. april 1975. Kjör kvenna rœdd í Neskaupstað í nánum tengslum við málefni verkalýðshreyfingarinnar Ráðstefna um kjör kvenna til sjávar og sveiia/ sem haldin var í Neskaup- stað sl. laugardag, 26. apríl, skoraði ma. á allt verkafólk að gera 1. maí aftur að sönnum baráttu- degi og tók undir hug- myndina um að konur legðu niður vinnu í einn dag á kvennaári til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags þeirra. Ráðstefnan var haldin í Gagnf ræðaskólanum í Neskaupstað og sátu hana rúmlega 40 manns, þám. hópur rauðsokka úr Reykjavík, sem kvöldið áður hélt velsóttan kynningarfund í Egilsbúð. Gerður G. Oskarsdóttir skóla- stjóri setti ráðstefnuna fyrir hönd starfshóps kvenna i Neskaupstað sem stóð að undirbúningi hennar. Efnt var til ráðstefnunnar i tilefni Kvennaárs Sameinuðu þjóðanna og er þetta fyrsta hérlenda ráðstefnan um málefni og kjör kvenna á árinu, sem haldin er utan Reykjavikur. Framsögumenn voru Hlin Aðalsteinsdóttir, Kristjana Sæ- mundsdóttir, Kamma Andrés- dóttir, Arni Þormóðsson, Sigriður Kristjánsdóttir og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, en að fram- söguerindum loknum var unnið i starfshópum og siðan voru almennar umræður um niður- stöður starfshópa og ræddar ályktanir ráðstefnunnar. Hlin Aðalsteinsdóttir gerði grein fyrir könnun á atvinnuþátt- töku kvenna i Neskaupstað og kom þar fram ma., að 58% kvenna á aidrinum 18 til 67 ára stunda atvinnu utan heimilis og af húsmæðrum eru útivinnandi 51,6%. Einnig var kannað hlutfall kvenna i opinberum störfum og kom i ljós, að i 47 nefndum á vegum bæjarins eru 40 konur og 117 karlar, þe. konur eru 25% starfandi einstakiinga i nefndum. En konur eiga sæti aðeins i um helming nefndanna og i 23 eru eingöngu karlar. Enginn trúnaðarmaður á vinnustað Kristjana Sæmundsdóttir sagði frá vinnu kvenna i frystihúsum og kom þar ma. fram, að konur þar eystra eru tiltölulega ánægðar með bónuskerfið vegna þess að það gefur meira kaup,' sem ekki veitir af meðan verkamanna- kaupið er jafn lágt og raun er á. Hinsvegar benti hún á, að vinnu- álagið, sem kerfið skapaði sliti fólki, ylli spennu á vinnustað og fáir entust til að vinna við það lengi. Þá taldi hún 'samstöðu verkafólks ekki nógu góða og átaldi, að enginn trúnaðarmaður þess er i frystihúsinu. Kamma Andrésdóttir talaði um stöðu útivinnandi húsmæðra og lýsti tvöföldu vinnuálagi þeirra. Þrátt fyrir það vildi hún skora á konur að taka meiri þátt i félags- störfum og i opinberum störfum til jafns við karla. Árni Þormóðsson fræddi um lifeyrissjóði verkafólks og þá fyrst og fremst um Lifeyrissjóð Austurlands Hann sagði ma. að lánastarfsemi hans hefði verið litil framað þessu og fengju aðeins sjóðfélagar lán, en umsóknum atvinnurekenda hefði verið hafnað. Húsnæðisskortur á Austurlandi er gifurlegur, en hæstu lán úr sjóðnum hafa aðeins numið 400 jþús. kr., þe. til bygginga eftir 1970, en önnur lán 250 þús. kr. til kaupa og bygginga sem byrjað var á 1965-70, og 150 þús. kr. svokölluð viðhaldslán. Árni taldi tvimælalaust, að eigandi sjóðsins væri verkafólk sjálft þrátt fyrr aðild atvinnurek- enda að stjórn hans, Ályktanir ráðstefnunnar í um kjör kvenna til sjávar Eftirfarandi ályktanir voru gerðar á ráðstefnu um kjör kvenna til sjávar og sveita, sem haldin var í Neskaupstað 26. apríl. Eftirvinnan skiptir sköpum 1. Ráðstefnan átelur þann drátt og það málþóf, sem ein- kennt hefur gerð nýafstaðinna kjarasamninga. Hún lýsir furðu sinni á að engin kona skuli hafa átt sæti i 9 manna nefndinni. Ráðstefnan telur varhugaverða þá stefnu sem tekin var i skatta- rriálum i kjarasamningunum. Það er staðreynd, að verka- fólk lifir ekki af dagvinnu- launum sinum og eftirvinnan skiptir sköpum um lifs- afkomuna. Lágmarkskrafa við ákvörðun launa hlýtur að vera að dagvinnan nægi til lifsfram- færis. Hið mikla vinnuálag verkafólks veldur þvi, að það fær ekki notið menningar og fræðslu til jafns viö aðra. Kemur þetta harðast niður á konum, sem að auki þurfa að sinna sinum heimilum. 2. Ráðstefnan vill vara við þvi rnikla vinnuálagi, spennu og óæskilegu andrúmslofti sem bónuskerfi i frystihúsum skapar og stuðlar um leið að sundrung verkafólks og sliti langt um ald- ur fram. Sambandsleysi 3. Ráðstefnan harmar það sambandsleysi sem rikir milli stjórna verkalýðsfélaganna og hins almenna félaga, sem birtist m.a. i þvi að upplýsingum um samninga, lifeyrissjóði og fleira er ekki dreift meðal félags- manna né þessir hlutir nægilega skýrðir. Viðan vantar trúnaðar- menn á vinnustöðum og fyrir kemur, að launafólk er utan stéttarfélags. Ráðstefnan bendir á þá leið til úrbóta, að halda fundi verka- fólks á vinnustöðunum og koma á fót starfshópum innan félag- anna. Sömuleiðis verði séð til þess, að það hafi aðgang að skrifstofu stéttarfélags sins utan vinnutima. Fœðingarorlof greiðist ekki iír Atvinnuleysis - trygginga rsjóði 4. Ráðstefnan telur sjálfsagt, að allar konur i atvinnulifinu fái þriggja mánaða fæðingarorlof á launum, en mótmælir þvi harð- lega að sjóðum verkafólks svosem Atvinnuleysistrygg- ingasjóði sé ætlað að standa undir slikum greiðslum. Eðli- legt er, að greiðslur falli undir almannatryggingakerfi. Sjálf- sagt er að fæðingarstyrkur gangi óskertur til kvenna. 5. Ráðstefnan bendir á það hróplega óréttlæti sem rikir i lifeyrissjóðsmálum lands- manna, þar sem allir lifeyris- sjóðir eru óverðtryggðir nema lifeyrissjóðir opinberra starfs- manna. Af þessum sökum gegna sjóðirnir ekki tilgangi sinum, en eru aðeins verðbólgu- valdur i þjóðfélaginu. Eigna- lausir sjóðfélagar njóta ekki einu sinni lánastarfsemi þeirra. Ráðstefnan telur lifeyrissjóðina i sinni núverandi mynd laun verkafólks, sem þaðeigi að ráða sjálft. Eigi allir landsmenn að sitja við sama borð hvað eftirlaun snertir, jafnt verkamenn sem ráðherrar, er nauðsyn, að allir lifeyrissjóðir verði sameinaðir innan Tryggingastofnunar rikisins. Forsenda þess er endurskipulagning Trygginga- stofnunarinnar með virkri og ábyrgri aðild launþegasamtak- anna. Jafnframt verður að endur- skoða byggingu ibúðarhúsnæðis á félagslegum grundvelli, auka hána og endurskipuleggja. Ráðstefnan telur eðiilegast, að hver launþegi borgi skatta af sinum tekjum sjálfur án tillits til hjúskaparstéttar og bendir á þá skerðingu á mannréttindum sem nú á sér stað i þessu sambandi við giftingu konu. Leggjum niður vinnu! 7. Ráðstefnan tekur undir hugmyndina um að konur leggi niður vinnu i einn dag á kvenna- ári til að benda á mikilvægi vinnuframlags þeirra. 8. Ráðstefnan skorar á allt verkafólk að gera 1. mai aftur að sönnum baráttudegi. Forskóli tengist skyldunámsstigi Um uppeldis- og skólamál: 1. Ráðstefnan leggur áherslu á, að forskóiafræðsla (dagheimili og leikskólar) tengist skyldunámsstiginu og harmar jafnframt ,,þá þróun að fóstrustörf og kennslustörf á skyldunámsstigi séu að veru- legu ieyti i höndum kvenna. Æskilegast væri að karlar og konur sinntu þessum störfum Árni Þormóðsson ...og svo konur sem giftast Sigriður Kristjánsdóttir frá Eskifirði flutti hvatningarávarp til kvenna og niinnti ma. á, að á þjóðhátið sl. ár hefði ekki komið fram, að tvö kyn byggðu þetta land. Hún talaði um vanmat á störfum húsmæðra og einkum störfum bændakvenna og vanfnat á vinnuframlagi kvenna yfirleitt, sem ma. lýsti sér i tilhögun skatt- heimtu. Þegar farið er yfir lista skattgreiðenda ár hvert, sagði Sigriður, eru strikaðir út þrir hópar af skattskrá, þe. þeir sem flust hafa burt úr héraði, þeir sem dáið hafa og svq konur sem hafa gifst. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir ræddi stöðu bændakvenna og taldi óviða meira vinnuálag á fólki en i sveit, þótt hagur sveitakvenna hefði vissulega batnað siðari ár með tilkomu heimilisvéla, sem fáir væru jafn vel að komnir og þær. Hún hvatti til að konur yrðu mikils meira ráðandi i bænda- samtökunum, enda væri þátttaka á þeim vettvangi sjálfsagður réttur þeirra. Skorað á kvenfélög t umræðum á eftir talaði ma. Sigrún Þormóðsdóttir um starf- semi kvenfélaga og benti á, að konur i þeim legðu oft fram mikið Neskaup og sveita jafnt. Þessa þróun má kenna lágum launum. 2. Ráðstefnan mótmælir harð- lega þeirri mismunun sem nú viðgengst i skólum landsins og skorar á foreldra, kennara og aðra uppalendur að vera á verði gagnvart mismunun kynjanna i öllu uppeldis- og fræðslustarfi. Nauðsynlegt er að drengir og stúlkur hafi sömu skyldum að gegna á heimilum og i skólum. Útrýma þarf þeirri mismunun sem nú viðgengst i handavinnu og iþróttum og i námsefni annarra kennslugreina. Tið kennaraskipti á landsbyggðinni hafa slæm áhrif á uppeldi og þróun skólamála. Meistarakerfi útilokar marga 3. Ráðstefnan bendir á að meistarakerfið útilokar marga frá iðnnámi, ekki sist konur. Flýtt verði niðurlagningu meistarakerfisins og jafnframt hraðað skipulagningu og eflingu verknámsskóla. 4. Ráðstefnan leggur áherslu á mikilvægi fullorðinsfræðslu, en bendir jafnframt á að hún nýtist tæpast þeim sem neyðast til að vinna meira en 8 stunda vinnudag.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.