Þjóðviljinn - 29.04.1975, Síða 16
MOOVIUINN
Þriðjudagur 29. apríl 1975.
Órói í
stjórnarliðinu
Að sögn fréttamanna bar langmest á kosningaáróðri kommúnista á
götum úti I Portúgal. Hér sést ein af götuskreytingum flokksins en
myndin er fengin úr Newsweek.
Verkalýðsflokkar i Portúgal:
MEÐ HREINAN
MEIRIHLUTA
LISSABON 28/4 Soares,
leiðtogi Sósíalistaflokksins
sem var aðalsigurvegari
kosninganna sem fram
fóru í Portúgal á föstudag,
lýsti því yf ir i dag, að hann
mundi ekki nota kosninga-
sigurinn til að knýja fram
breytingar á stjórninni,
sem er að mestu skipuð
herforingjum.
Ekki myndi hann heldur reyna
að fá hina pólitisku hreyfingu
hersins, MFA, til að afsala sér
þeim völdum sem hún hafði tekið
sér i mars og fengið helstu flokka
landsins til að samþykkja.
Fulltrúar hersins og Cunhal,
formaður Kommúnistaflokksins,
telja einnig, að kosningarnar
muni ekki breyta miklu i bráð um
stjórnarstefnu i landinu.
Flokkur Soares fékk um 38%
atkvæða en kommúnistar um 13
og systurflokkur þeirra, MDP,
rúmlega 4%. Ýmsir smáflokkar
lengst til vinstri fengu samtals
um 4% atkvæða en komu ekki
mönnum á þing.
Annar stærsti flokkurinn er
PPD, miðstéttaflokkur talinn
með stefnuskrá sem minnir á
hægri sósialdemókrata. Fékk
hann rúmlega 26% atkvæða. Eini
eiginlegi borgaraflokkurinn sem
nokkuð kveður að, Miðdemókrat-
ar, fengu 7,6% atkvæða.
Kosningaþátttaka var mjög
mikil eða tæplega 92% og um 7%
kjósenda skiluðu auðu. úrslitin
eru ýmist túlkuð sem sigur fyrir
sósialdemókratisma og þingræði
eða fyrir vinstri öflin i landinu.
Sjá nánar á bls. 5
Að loknum útifuridi Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna i. mai
Kjartan
Rúnar
Opinn f undur
á Hótel Borg
Alþýðubandalagið i Reykjavik heldur fund á
Hótel Borg 1. mai að lokhum útifundi Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna.
Ræðumenn verða: Kjartan ólafsson, ritstjóri, og
Rúnar Bachmann, rafvirki.
Fundurinn er almennur og öllum opinn.
Dagskrá nánar auglýst siðar.
Stjórn Alþýðubandalagsins Reykjavik
Járnblendiverk-
smiSjan samþykkt
Þingfundur i hádegi á laugardag vegna komu
forstjóra Union Carbide!!
Sá óvenjulegi atburöur
gerðist á laugardaginn'
var, aö þá stóðu f undir sem
hæst á alþingi um hádegis-
verðarleytið milli klukkan
tólf og eitt.
Pað er mjög sjaldgæft að
f undir séu haldnir á alþingi
á laugardögum yfirleitt og
einsdæmi um árabil, að
þingfundur standi yfir í
hádeginu á laugardegi, en
nú hófst f undur klukkan 10
árdegis og lauk ekki fyrr
en klukkan tæplega hálf
tvö.
A þessum sérstæða fundi var
frumvarp rikisstjórnarinnar um
járnblendiverksmiðju að Grund-
artanga við Hvalfjörð samþykkt
sem lög frá alþingi með 19 at-
kvæðum stjórnarliðsins og Al-
þýðuflokksins gegn 8 atkvæðum
Alþýðubandalagsmanna og Sam-
taka frjálslyndra, þrir stjórnar-
þingmenn sátu hjá og tiu þing-
menn voru fjarstaddir. Nánar
segir frá afgreiðslu málsins á siðu
12. Allar breytingartillögur voru
felldar, en 6 þingmenn stjórnar-
flokkanna i neðri deild viku meira
eða minna frá stefnu rikisstjórn-
arinnar og greiddu atkvæði með
einstökum breytingartillögum
Alþýðubandalagsmanna eða sátu
hjá. Þessir þingmenn voru Ragn-
hildur Helgadóttir, sem telur að
verksmiðjan stuðli að rikis-
kapitalisma og vill að hún sé að
öllu leyti erlend eign, Sverrír
Hermannsson, sem kvaðst and-
vigur einstefnu i staðarvali stór-
iðjufyrirtækja (suð-vesturland)
og, að „viðsemjandi vor hefði
matað krókinn” i samningunum
við Gunnar Thoroddsen, Sigur-
laug Bjarnadóttir, sem kvaðst
vera ákaflega langt frá þvi að
vera ákafur talsmaður erlendrar
stóriðju á íslandi og helst kjósa að
við gætum visað þeim kaleik frá
okkur (greiddi þó atkvæði með
frumvarpinu), Ingvar Gislason,
sem taldi að málið hefði alls ekki
verið nægilega kannað og ekki
fengið þá þinglegu meðferð sem
nauðsyn bar til, og loks ólafur G.
Einarsson, sem ekki gerði grein
fyrir afstöðu sinni en sat hjá
ásamt fleirum við atkvæða-
greiðslu um breytingartillögu
Magnúsar Kjartanssonar um að
fulltrúar islenska rikisins i stjórn
verksmiðjunnar skyldu kjörnir af
alþingi, en ekki skipaðir af ráð-
herra eða kjörnir á aðalfundi.
Talsmenn Alþýðubandalagsins
við lokaumræðu málsins voru
þeir Magnús Kjartansson og
Jónas Arnason.Þeir vöktu m.a. á
þvi athygli, að ástæðan til þess,
að rikisstjórnin kaus að halda
uppi þingfundum á svo óvenju-
legum tima, i hádeginu á laugar-
degi, væri sú að Gunnar Thorodd-
sen, iðnaðarráðherra.hefði stefnt
þremur forstjórum auðhringsins
Union Carbide til Reykjavikur á
mánudeginum (það er i gær) til
að undirrita samninginn um
verksmiðjuby gginguna.
Við birtum kafla úr ræðu
Magnúsar Kjartanssonar i opnu
Þjóðviljans i dag og á morgun
verður greint frá ræöu Jónasar
Árnasonar.
íslenska járn-
blendifélagið
stofnað í skyndil
A laugardaginn samþykkti al-
þingi lögin um járnblendi-
verksmiðju i Hvalfirði og i gær
var boðað til stofnfundar hluta-
félags um rekstur hennar i
iðnaðarráðuneytinu. Var þar
undirritaður aðalsamningur
milli rikisins og Union Carbide,
en stofnendur hlutafélagsins eru
sömu aðilar. Undir samningana
rituðu Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra og J. Clayton
Stephenson, forseti Evrópu-
deildar Union Carbide. Eignar-
hlutdeild rikisins i hluta-
félaginu, sem ber nafnið ts-
lenska járnblendifélagið h.f.,
er55 af hundraði hlutafjár, sem
er alls 3.614,4 miljónir króna.
Stjórn félagsins skipa: Gunn-
ar Sigurðsson, verkfr., form.
Eggert G. Þorsteinsson alþm.
Guðm. Guðmundsson, fram-
kvst. og Jósef H. Þorgeirsson,
framkvæmdastjóri. Varamenn
eru Páll Flygenring, yfir-
verkfr., Helgi G. Þórðarson,
verkfr., Bjarni Guðmundsson,
kennari og Hörður Pálsson,
bæjarfulltrúi. Af hálfu Union
Carbide eiga sæti i stjórninni
G.R. Barrow, C. Eide og E.B.
Pilcher.
Vietnam:
Stóri-Minh
tekinn við
Saigon 28/4 reuter — t dag sór
Duong Van Minh, öðru nafni
Stóri-Minh, embættiseið sem for-
seti Saigonstjórnarinnar. A sama
tima gcrðu flugvélar af banda-
riskri gerð árás á Than So Nhut
flugvöll i nágrenni Saigon.
Ekki er vitað hverjir flugu vél-
unum en þeim tókst að sprengja
upp vopnabúr á fiugveliinum og
valda þar miklum usla. Sumir
telja að við stjórnvölinn hafi setið
liðhlaupar úr Saigonhernum en
aðrir eru þeirrar skoðunar að vél-
arnar séu úr hópi þeirra sem
Saigonherinn skildi eftir i Da
Nang á dögunum og hafi flug-
menn úr Þjóðfrelsishernum eöa
frá Norður-Vietnam.
Heita má að Saigon sé nú i al-
gerri herkvi. Fyrir sunnan borg-
ina hefur þjóðvegi 4 verið lokað
en hann liggur til hrisgrjónarækt-
arsvæðanna i Mekongóshólmun-
um, helsta matarbúrs borgarinn-
ar. Hafnarborg Saigon, Vung
Tau, hefur verið umkringd og
þjóðfrelsisöflin eru i einungis 15
km fjarlægð frá borginni. Loks
hefur veginum til Bien Hoa, þar
sem stærstu bækistöðvar flughers
Saigonstjórnarinnar voru til
skamms tima, verið lokað og i
morgun var barist um brú eina á
þeim vegi en hún er i aðeins 5 km
fjarlægð frá miðborg Saigon.
Stóri-Minh hefur hvatt til þess
að vopnahlé verði þegar gert en
ekki er vist að honum gangi nokk-
uð betur en fyrirrennurum sinum
að semja við þjóðfrelsisöflin.
Bráðabirgðabyltingarstjórnin
hefur tekið honum fremur kulda-
lega og i dag sagði fulltrúi hennar
að stjórnin i Saigon yrði að lýsa
þvi ótvirætt yfir að hún stefndi að
friði og sameiningu landsins áður
en til viðræðna kæmi. Sendiherra
Stóri Minh, hinn nýskipaði forseti
Saigonstjórnarinnar. Tekst hon-
um að semja um vopnahlé?
Norður-Vietnam gekk i dag á
fund utanrikisráðherra frakka og
eftir þann fund tók hann mjög i
sama streng og fulltrúi BBS.
Hann kvað ihlutun Bandarikj-
anna vera helsta tálmann fyrir
friðarumleitunum sem og tilvist
hernaðarvélar Saigonstjórnar-
innar. Meðan Saigonstjórnin léti
þetta tvennt viðgangast þyrfti
vietnömsk þjóð enn að þola kvalir
og harðræði. Hann vildi hins-
vegar ekki svara þvi hvort kom-
ast mætti hjá bardögum um
Saigon.