Þjóðviljinn - 01.07.1975, Page 4

Þjóðviljinn - 01.07.1975, Page 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 1. júli 1975. DMÐVIUINN MÁLGAGN SÖSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skóiavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. ÞRÖNG KJARAHYGGJA EÐA PÓLITÍSKT MARKMIÐ Þegar verkalýðshreyfingunni hefur tek- ist að snúa vörn i sókn með þeirri við- spyrnu er fékkst i nýgerðum kjarasamn- ingum, þá er hreyfingunni mikil nauðsyn á að taka til umræðu og vega og meta þær baráttuaðferðir sem hún hefur beitt. Nota þarf þá stund milli striða er nú gefst til að ræða stöðu og styrk hreyfingarinnar og möguleika hennar til árangursrikrar sóknar. Sú umræða verður að mótast af jákvæðri sjálfsgagnrýni á starfshætti hreyfingarinnar og útúrsnúningar borg- arapressunnar, eins og þeir sem Morgun- blaðið hefur iðkað að undanförnu vegna greinar Paul Johnsons, eiga ekki að aftra mönnum frá að taka vandamálin til um- ræðu. Andstæðingar verkalýðshreyfingar- innar munu ávallt reyna að eigna verka- fólki alla sök á efnahagsvandanum, en innan hreyfingarinnar þurfa menn að gera sér grein fyrir hinu raunverulega vandamáli sem launafólk glimir við i hinu nýkapitaliska velferðarriki. Skýrsla um tekjudreifingu i rikjum Efnahags- og framfarastofunarinnar, O.E.C.D. sýnir að i velferðarrikjum er tekjudreifingin engu jafnari nú en fyrir 25 árum, þrátt fyrir alla framleiðsluaukn- ingu og efnahagslegar framfarir. Þessi staðreynd er alvarlegt umhugsunarefni fyrir verkalýðshreyfinguna og hlýtur að leiða af sér þá spurningu, hvort verka- lýðshreyfingin hafi i reynd gefist upp við það markmið að breyta tekju- og eigna- skiptingunni i þjóðfélaginu launafólki i vil. í pistli sinum i Þjóðviljanum sl. sunnudag bendir Ámi Bergmann á, að kjarninn i gagnrýniPaul Johnsons sé „að verkalýðs- hreyfingin sé stefnulaus, hún hafi gefið upp á bátinn pólitisk markmið, baráttu fyrir öðruvisi þjóðfélagi”. Siðan segir i greininni: „Með þvi að gefa að mestu upp á bátinn félagsleg, sósialisk markmið ein- skorðar hefðbundin verkalýðshreyfing sig við kaup og kjör. Þetta leiðir til þess að samstaða hennar rofnar, hún klofnar i heldur laustengda samsteypu hagsmuna- hópa, sem eiga oft i togstreitu innbyrðis. Þetta hefur viða svipt verkalýðshreyfing- una pólitisku afli og þar með hefur ó- breyttu skipulagi einnig verið borgið. Verkalýðshreyfingin hefur að mestu verið innlimuð i hið kapitaliska kerfi, verið bundin við að bregðast við þvi, afsala sér möguleikum á að breyta þvi eða koll- varpa. En svo þegar lögmál þessa sama kerfis, lögmál kapitaliskrar samkeppni — hver fyrir sig og andskotinn hirði þann aftasta — fara að virka innan ýmissa hluta verkalýðshreyfingar, þá fórna Morgunblaðsmenn heimsins höndum og kannast ekki lengur við sitt eigið af- kvæmi”. Þegar þessi lýsing er athuguð nánar i samhengi við þá kjarasamninga sem hér voru gerðir fyrir skömmu, þá má vissu- lega finna sameiginleg einkenni. Segja má, að i þvi stóra samfloti er náðist i sið- ustu samningum hafi samstöðuboginn verið spenntur til hins itrasta. í kjölfar samninganna hafa heyrst þær raddir að hinir lægst launuðu eigi ekki lengur sam- leið með sumum betur launuðu hópunum. Stéttarandstæðingurinn, atvinnurekenda- valdið og málgögn þess, reyna að hagnýta sér þetta og reka fleyga inn i raðir launa- fólks, en breiða um leið yfir, hve hinir rik- ustu hafa tekið mikið og aukið tekjubilið i þjóðfélaginu sér i hag. Jafnframt er alið á þvi að verkalýðshreyfingin skuli fara sér hægt i pólitiskum efnum, hún eigi aðeins að halda sig á vettvangi þröngrar kjara- hyggju. 1 þeim umræðum sem framundan eru, er verkalýðshreyfingunni nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að þröng kjarahyggja réttir ekki hlut verkalýðsins. Sögulegt hlutverk verkalýðsstéttarinnar er að koll- varpa hinu kapitaliska samkeppniskerfi og skapa i þess stað þjóðfélag jafnaðar og samvinnu er grundvallast á verkalýðs- völdum. Aðeins með pólitisku markmiði og skapandi umræðu nær verkalýðshreyf- ingin að rjúfa múra hinnar þröngu kjara- hyggju og breyta þjóðfélaginu launafólki i hag. Þá tækist jafnframt að vinna bug á þeirri sundrungu er þröng kjarahyggja veldur og veikir baráttuhæfni verkalýðs- ins. óre. KLIPPT. Slórorusfur viða á víglínunnt Asamf þcíui bomu 8 aðrir islenrbir fantfar scm dvaiíð hafa i fanyelsum Brela j Þiódvcriar báa*t ckbi víð vmtin sflridið fyrr cm ad vori Nýlcga réttlætti Morgunblaöiö banniö á Þjóöviljanum og handtöku blaöamannanna. Afstaða Þjóðviljans Aö undanförnu hafa borist fréttir frá Portúgal um striö þjóöfélagsátök, og hafa menn á Islandi að sjálfsögðu tekiö af- stöðu til þeirra átaka eins og veröa vill einkum vegna þess aö þar eigast við öfl sem eiga sér samsvörun vlðsvegar I heimin- um. Að marggefnu tilefni er nauðsynlegt að bæta þvl enn við þessa umræðu hver er afstaða Þjóðviljans til lokunarinnar á málgagni sósialista i Portúgal. Þjóöviljinn fordæmir þá lokun harðlega. en styður af einlægni framfarasókn sóslalískra flokka I Portúgal sem hafa samanlagt hreinan meirihluta kjörfylgis. Afstaða Þjóðviljans fer þannig ekkert á milli mála. Afstaða annarra En það er afstaða annarra afla I þessu landi sem hefur ver- ið býsna loðin að ekki sé meira sagt. Áróður vestrænna fréttastofa og dagblaöa um ástandið I Portúgal að undanförnu hefur minnt býsna mikið á áróður sömu aðila um ástandið I Chile áöur en herforingjastjórnin gerði þar byltingu með aðstoð bandariskra stjórnarvalda. Það hefur með öörum orðum borið mjög mikið á tilhneigingum til þess að telja fólki trú um, að I Portúgal væri allt á faraldsfæti og portúgölum hæfði best hæfi- legt einræði” eins og Morgun- blaðiö taldi grikkjum fyrir bestu, meöan þar var herfor- ingjastjórn við völd. Liöur I þessari sókn gegn lýöræðisöfl- unum í Portúgal er sifelldur áróöur um að allt sé kommún- istum að kenna sem þar I landi fer aflaga. Þannig er Kommún- istaflokknum kennt um ýmsar pólitiskar aðgerðir I Portúgal, enda þótt vitað sé að það er fyrst og fremst herjahreyfingin sem ber ábyrgðina. Milli herjahreyf- ingarinnar og Kommúnista- flokksins er býsna breitt bil, sem meðal annars sést af þvl, að herjahreyfingin telur að hún verði að skipuleggja stuðnings- lið sitt I stórum stíl um allt land- ið hvað sem stjórnmálaflokkun- um liði, en jafnvel með þaö fyrir augum að útiloka og banna slð- an stjórnmálaflokkana og starf- semi þeirra. En fyrir það er ekki að synja að innan Kommúnistaflokks Portúgals eru augljóslega á ferðinni allskonar fortlðarhug- myndir, stalínskar leyfar, og þvi fyrr sem honum tekst að hreinsa sig af þeim, þeim mun meiri likur eru á árangri hans og annarra sósialiskra afla I Portúgal. Afstaða NATO Fyrir nokkru var haldinn ut- anrikisráðherrafundur NATO og þar kom hins vegar afar vel I ljós hverjir það eru sem eru andvígir lýöræðislegri þróun I Portúgal: forseti Bandarikj- alþýðu n PJTíTfil Dagblööum lokaö anna sagðist þá efast um að portúgalir ættu lengur heima innan Atlantshafsbandalagsins vegna þess að portúgalir væru að feta sig áleiðis til sóslalism- ans. Ekki komu frá bandaríkja- forseta eöa öðrum slikum valdamönnum Atlantshafs- bandalagsins neinar minnstu efasemdir um aö portúgalir væru á rétti braut eða aö þeir féllu illa að NATO meðan þar var svivirðilegasta herforingja- einræði og kerfisbundin pólitlsk kúgun. Þá kom heldur aldrei fram I Morgunblaðinu á íslandi, að það hefði áhyggjur af vanda- májmn portúgala, og aldrei heýwist þess getiö að utanríkis- ráðherrar Alþýðuflokksins, Emil Jónsson eða Guðmundur I. Guðmundsson væru sérlega á- hugasamir um það að stjórnar- háttum I Portúgal yrði breytt. Alþýðublaðinu lokað í upphafi var hér minnt á af- stööu Þjóöviljans til lokunarinn- ar á málgagni portúgalskra sóslaiista. En það er fleiri blöð- um lokað: um þessar mundir hefur Alþýðublaðinu á Islandi verið lokað vegna fjárhags- örðugleika. Þar með er mark- aðskerfi auðvaldsins, auglýs- ingaþjóðfélagið, að skerða möguleika stjórnarandstööunn- ar á tslandi. Svokölluðum rlkis- styrkjum til dagblaðanna er út- hlutað þannig að Morgunblaöið fær jafnháa upphæö á þessu ári og Alþýöublaöið! Og kannski að okkur leyfist að minna á að þrátt fyrir lýðræðis- grimuna sem islenskir CIA-málsvarar reyna van- megna að breiða yfir ásjónu slna af og til, hefur einu Islensku blaði einu sinni verið lokað. Það var þegar bresku hernámsyfir- völdin fluttu ritstjóra Þjóðvilj- ans og einn blaðamann I tugthús I Bretlandi. Og nú alveg nýlega lýsti Morgunblaðið skilningi á þessum aðförum breska her- námsliðsins. Morgunblaðið og Ihaldsöflin um allan heim eru svarnir óvinir lýðræðis. Það sást á af- stöðu þeirra til Salazarsstjórn- arinnar I Portúgal, það kemur fram nú þegar Ihaldsöflin um allan heim keppast við að reyna aö sverta portúgalska alþýöu I augum heimsins. —S. ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.