Þjóðviljinn - 01.07.1975, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.07.1975, Síða 7
Þriðjudagur 1. júli 1975. ÞJOÐVII..IIVN — SIÐA 7 Upplausn í liði íhaldsins í Kópavogi: Forseti bæjarstjórnar segir sig úr bæjarstjórn Kópavogs Á fundi í bæjarstjórn Kópavogs á föstudag baðst Sigurður Helgason fráfar- andi forseti bæjarstjórnar lausnar frá störfum sem bæjarfulltrúi í Kópavogs- kaupstað. Við kosningu embættis- manna var Jóhann H. Jónsson (F) kosinn forseti bæjarstjórnar/ en Ólafur Jónsson (Ab) og Axel Jóns- son (S) kosnir varaforset- ar. Það hefur ekki farið leynt að undanförnu, að verulegur ágrein- ingur hefur verið innan Sjálf- stæðisflokksins i Kópavogi. Ný- liðar i starfi flokksins að bæjar- málum hafa verið að brjótast til valda i flokknum og ýta þeim eldri og reyndari til hliðar. Þessi ágreiningur hefur nú leitt til þess, að Sigurður Helgason lögfræðingur sem var forseti Nýtt vinstri- sinnað bókaforlag Sl. áramót var stofnað á Akur- eyri bókaforlag sem hefur að markmiði útgáfu sósialiskra fræða, alþýðubókmennta og ann- ars róttæks efnis. Það er ekki háð neinum samtökum, en stofnendur þess eru nokkrir einstaklingar. verkamenn og námsfólk. Nafn þess er OKTÓBER forlagið, póst- hólf 541, Akureyri. Þegar hafa komið út þrjú rit: Baráttuleið Alþýðunnar, sem fjallar um pólitiska stefnu og þjóðfélagssýn Einingarsamtaka kommúnista. Alyktanir og sam- þykktir stofnþings EIK og svo ályktanir og samþykktir fyrsta sameiginlega þings norrænna marx-leninista frá janúar 1975. Alls eru sjö bækur á útgáfulista OKTÓBER. Prent- og útgáfukostnaði er haldið i lágmarki. Bækur forlags- ins fást i Mál og Menningu Reykjavik og auk þess á ýmsum stöðum úti á landi. Einnig er hægt að panta bækur á forlagsverði með þvi að skrifa þangað. Njósnamál í Banda- ríkjununi WASHINGTON - Tveir menn, fæddir i Libanon, voru i dag handteknir i Bandarikjunum, ákærðir fyrir njósnir i þágu Sovétrikjanna. Heldur banda- riska innanrikisleyniþjónustan (FBI) þvi fram að mennirnir hafi ljósmyndað leyniskjöl, þar sem fjallað var um veikleika Nató, og komið ljósmyndunum i hendur starfsmanna við sovésku sendi- nefndina hjá Sameinuðu þjóðun- um. Telur FBI að ljósmyndirnar af leyniskjölunum séu nú tryggi- lega i höndum sovétmanna. Talsmaður FBI lét hafa eftir sér um þetta að hér væri um að ræða meiriháttar njósnamál. Þetta er fyrsta njósnamálið af slikum, sem kemur upp i Banda- rikjunum um tveggja ára skeið. F'yrir tveimur árum var undirfor- ingi nokkur úr flughernum staðinn að þvi að reyna að koma leyndarskjölum i eigu flughersins i hendur sovétmanna. Aróðursherferð fyrir bílbeltum -/....MIKLU BETRfl f\V KASTAST ÚT EF VEITTHVAÐ SKEÐUR Á vegum Umferöarráðs hef ur veriö ráðist í prentun 50 þúsund eintaka af bækl- ingi um bilbeltanotkun og mikilvægi þess, að akandi farþegar geri sér grein fyrir gildi bílbeltanna. Verður bæklingurinn send- ur út í sumar. Umferð um þjóðvegi landsins er aldrei meiri en i júli og ágúst. Tæplega 300 manns slösuðust i umferðarslysum á þessum tima i fyrra og fimm létu lifið. Dreifing fræðsluritsins hefst 5. júli og lýkur 30. ágúst. Mun lög- reglan annast dreifinguna. 1 rit- inu er innifalinn happdrættismiði og eru 25 vinningar, hver að verð- mæti 10.000 krónur. Vinningarnir Ein af myndunum I fræðsluritinu. eru gefnir af bifreiðatryggingafé- lögunum. Til hvatningar á notkun bilbelta hefur verið prentað stórt veggspjald, sem hengt verður upp viða á bensinstöðvum og öðr- úm áningarstöðum ferðamanna. Ber spjaldið yfirskriftina ,,Bil- belti getur bjargað”. í útvarpi verður einnig fjallað mikið um umferðarmál þessa tvo mánuði. Þátturinn „1 umferð- inni” verður á laugardögum. Kári Jónasson fréttamaður sér um þátt á hverjum föstudegi kl. 18.00 og verður hann siðan endur- tekinn á laugardagsmorgnum. Þá mun ,,Jónas og fjölskylda” einnig láta heyra til sin öðru hvoru og þá einkum um helgar. Fræðslurit fyrir erlenda öku- menn verður gefið út og þvi dreift á bilaleigur og til ökumanna sem koma með bifreiðar sinar til landsins. —gsp Sigurður Helgason stýrir fundi i bæjarstjórn Kópavogs. bæjarstjórnar siðasta ár, sagði af sér störfum sem bæjarfulltrúi flokksins á fundi bæjarstjórnar sl. föstudag. A siðasta ári stofnuðu nokkrir heittrúaðir hugsjónamenn innan Sjálfstæðisflokksins hlutafélag, sem þeir nefndu Þorra h.f. og hafði það sérkennilega hlutverk, samkvæmt stofnsamningi félags- ins, að „annast kaup og rekstur fasteigna, almenn lánaviðskipti, blaðaútgáfu svo og annan rekstur er styður að framgangi Sjálf- stæðisflokksins og stefnuskrár hans”. Starf sitt að þvi að efla Sjálf- stæðisflokkinn hófu þessir hug- sjónamenn með vel undirbúnu áhlaupi á safnaðarfundi i Digra- nesprestakalli þar sem þeir ætl- uðu i samráði við sóknarprestinn, aö taka öll völd i sinar hendur. Ekki varð þó árangurinn annar I það sinn en sá að fella meðhjálp- ara safnaðarins.vinsælan mann og vel látinn, úr safnaðarnefnd. Eftir þetta fyrsta afrek sitt höfðu þeir þorramenn hægt um sig um tima, enda sættu vinnu- brögð þeirra mikilli gagnrýni inn- an flokksins. Nú hafa þessir framgjörnu baráttumenn brotist til valda i samtökum flokksins og ákváðu á fundi i siöustu viku að setja sinn fulltrúa i bæjarráð en buðu Sigurði Helgasyni að vera annar varaforseti bæjarstjórnar. Þegar þorraklikunni varð ljóst að nú höfðu þeir gengið of langt, var of seint að bjóða sættir og Sigurð- ur stóð við ákvörðun sina að segja af sér störfum. Axel Jónsson hefur til þessa flotið á þvi að taka aldrei afstöðu i deilumálum innan flokksins, en nú mun honum vera orðið ljóst að hann er áhrifalaus i sinu flokksfé- lagi, enda e.t.v. næsta fórnar- lamb þorramanna. Nokkur uggur mun vera i þeim þorramönnum eftir þennan sigur innan flokksins, en þó sagði einn þeirra fagnandi eftir bæjarstjórn- arfundinn að nú yrði létt að þurrka út áhrif bæjarfógetans innan flokksins i Kópavogi. Sigurður Helgason hefur átt sæti i bæjarstjórn Kópavogs i 13 ár og áunnið sér traust allra sem með honum hafa unnið. Voru bæjarfulltrúar meirihlutans held- ur vandræðalegir þegar Sigurður sagði af sér en bæjarfulltrúar minnihlutans þökkuðu honum drengilegt samstarf. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins völdu sér það hlutskipti eftir siðustu kosningar að vinna með Sjálfstæðisflokknum og sitja nú uppi með kliku braskara, sem er allsráðandi i samstarfinu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.