Þjóðviljinn - 01.07.1975, Page 11
Þriðjudagur 1. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Olympíudagur í
Laugardalshöll
Víking-
ur tók
lands-
liðið!
Olympiudagurinn skilaði af
sér einu islandsmeti i lyfting-
um og telpna- og meyjameti i
hástökki kvenna. Þar með eru
upptalin afrek dagsins i
kcppnisgreinum nema ef vera
skyldi sigur Vikings yfir úr-
vali HSt i handknattleik karla.
Dagskráin innanhúss hófst i
Laugardalshöll klukkan 16.00
með blakkeppni milli íþrótta-
félags stúdenta og úrvalsliði
Bla ksa m bandsins. Sigruðu
stúdentar i fyrstu og þriðju
hrinu og úrvalið i annarri.
t júdói kepptu siðan 10 ungir
strákar i tveimur þyngdar-
flokkum. Þeir eru allir á för-
um til Þýskalands innan tiðar
til að dveljast þar i æfinga-
búðum á vegum Júdósam-
bands tslands. t léttari
þyngdarflokknum sigraði
Ómar Sigurðsson UMFK og i
þyngri flokknum varð Páll
Pálsson UMFG sigurvegari.
Þá fór fram skfðaganga i
Laugardalshöll! Var gengið á
hjólaskíðum, en það er fyrir-
bæri sem skiðamcnn nota
gjarnan á sumrin til að halda
sér i æfingu. Gengu þarna þrir
kappar, þeir Halldór Matt-
hiasson, Guðmundur Sveins-
son og Páll Guðbjartsson.
Körfuknattleikskeppni átti
að vera næst á dagskrá, en af
henni gat ekki orðið þar eð úr-
val Suðurnesja mætti ekki til
leiks og var Sveini Björnssyni,
formanni Olympiunefndar
ekki kunnugt um ástæður fyrir
þeirri breytni suðurnesja-
manna, sem áttu að leika gegn
unglingalandsliðinu.
Keppni i lyftingum var lifleg
og gaf af sér eitt islandsmet I
millivigt. Var það Skúli
öskarsson sem jafnhenti 145
kg-
Fimleikafélagið Björk sýndi
æfingar á gólfi, æfingar með
músik, fimleikastökk á
trampólin o.fl. Nútimafim-
Framhald á 14. siðu.
Haukarí
sífelldum
vandræðum
Haukar úr llafnarfirði eiga i
stöðugum crfiðleikum i 2.
deildinni. Nú siðast urðu þeir
að láta sér nægja jafntefli við
Völsung frá Húsavik 2-2.
Kærkomið stig kom þar til
húsvikinga sem fögnuðu enda
úrslitunum eins og sjálfir v-
þjóðverjar hefðu verið að velli
lagðir.
Völsungur skoraði 1-0 á
fyrstu minútu og á 30. min.
skoraði Hreinn Elliðason 2-0.
Itétt fyrir leikhié kom 2-1 með
marki Steingrims Halfdánar-
sonar. Strax I byrjun siðari
hálfleiks jöfnuðu Haukar með
inarki Björns Svavarssonar
og urðu lokatölur 2-2. Munaði
þó oft litlu að Haukar næðu
forskoti, þeir sóttu látlaust i
siðari hálfleik en tókst ekki að
nýta tækifærin. Þannig átti
Björn skot I samskeytin, Loft-
ur skaut yfir af marklinu
o.s.frv. Hreinn EUiðason,
besti maður húsvikinga
meiddist og var tekinn útaf og
var það inikil blóðtaka fyrir
Völsung.
Strax á 10. mln. skoruðu KR-ingar mark upp úr hornspyrnu frá hægri.
Bjarni Pálmason dómari dæmdi markið ólöglegt, trúlega vegna brots á
markverði en á þessari mynd er ekki að sjá annað en að Bjarna hafi
skjátlast. Ottó stekkur upp og truflar Ómar markvörð e.t.v. eitthvað,
en Atli Þór horfir á. FH-ingurinn á myndinni virðist sá eini sem truflar
Ómar eitthvað að ráði. Hafi Bjarni dæmt markið af vegna rangstöðu
má einnig sjá á þessari mynd, ef þetta atvik er ekki stækkað út I allan
myndflötinn að um rangstöðu var ekkiað ræða. (—mynd gsp.)
FH vann KR í hörðum leik með einu marki gegn engu
„Venjuleg slagsmál”
sagði Ólafur Daniv.
sem skoraði eina mark leiksins og var oft grátt leikinn af
geðstirðum varnarmönnum KR-inga
FH-ingartóku KR-inga á
lipurðinni í leik liðanna í
Kaplakrika sl. sunnudags-
kvöld. Þrátt fyrir leiðin-
lega grófan leik tókst
reykvíkingum aldrei að
brjóta unga og léttleikandi
FH-ingana niður og þeir
sigruðu með einu marki
gegn engu. Markið skoraði
ólafur Danivalsson í byrj-
un siðari hálfleiks með
þrumuskoti undan vindi
frá vitateig.
Það verður ekki annað sagt en
að skapið hafi hlaupið með KR-
ingana i gönur. Þeim gekk illa
strax i fyrri hálfleik, léku þá und-
an vindi, sköpuðu sér tækifæri en
tókst ekki að nýta eitt einasta.
Einu sinni fór knötturinn að visu i
netið en markið var dæmt af.
Mótlætið fór að þvi er virtist illa i
vesturbæingana, ekki sist i
varnarmennina og Magnús
markvörð sem á köflum höfðu sig
næstum að fiflum með óþarfa
ruddaskap og smáhrindingum
eöa spörkum.
Ólafur Danivalsson dansaði i
kringum þá léttur á fæti, dekkaði
Magnús og lék á varnarmennina
með þeim afleiðingum að hann
varð oft fórnarlamb geðvonsk-
unnar. Fyrir utan spörk
Magnúsar i hæla hans og bak var
ljótast að sjá kýlingar Ólafs
Ólafssonar, oft algjörlega að á-
stæðulausu og er vissulega timi til
kominn að sá leikmaður og fleiri
KR-ingar reyni að hafa betur
stjórn á skapi sinu.
Annars tók Ólafur þessu með
jafnaðargeði og eftir leikinn sagði
hann þetta litið annað en þessi
venjulegu slagsmál. „Þeir voru
jú að visu oft óþarflega grófir,”
sagði Ólafur, „en það kom verst
niður á þeim sjálfum. Skapið
hljóp með þá i gönur og slikt er
aldrei gæfulegt i fótbolta.”
FH-ingar léku gegn vindi i fyrri
Framhald á 14. siðu.
Frjálsíþróttakeppni OL-dagsins
Þórdís að nálgast
íslandsmet
Láru í hástökki
Hún setti nýtt telpnamet og
stökk 1.62m.---slæmt veður
eyðilagði keppnina í hlaupunum
Ilin 14 ára gamla og stórefni-
lega frjálsiþróttastúlka, Þórdis
Gisladóttir úr 1R nálgast óðum
tslandstnet Láru Sveinsdóttur I
hástökkinu og nú siðast á sunnu-
daginn setti hún nýtt glæsilegt
telpna-og meyjamet i hástökki,
stökk 1,62 m. á frjálsiþrótta-
keppni ÓL-dagsins. Veður til
keppni var hið versta, rok og
rigningjOg manni veröur spurn,
hvaö gerir Þórdis i keppni viö
bestu aöstæöur?
Annars setti veöriö svip sinn á
keppnina I frjálsum. Hlaupin
eyöilögðust vegna þess og i há-
stökkinu og kúluvarpinu voru
keppendur blautir og kaldir
meðan á keppninni stóö.
Arangur I einstökum greinum
varö sem hér segir.
1 1500 m. hlaupi sigraöi
Gunnar Þ. SigurÖsson FH á
4:18,8 min. i 200 m. hlaupi
kvenna sigraði Erna Guð-
mundsdóttir KR á 26.0 sek. Asa
Halldórsdóttir Arm. varð önnur
á 26,7 sek. Og Asa Gunnlaugs-
dóttir þriöja á 27,4 sek.
1 200 m. hlaupi karla sigraöi
Bjarni Stefánsson á 21,6 sek. og
Sigurður Sigurðsson varð annar
á 22,0 sek. I 200 m. hlaupunum
var alltof mikill meövindur á
beinu brautinni.
I kúluvarpi sigraöi Guðni
Halldórsson, kastaöi 15.64 m. og
i hástökki kvenna sigraði Þórdis
eins og áöur sagði en i ööru sæti
varö Björk Eiriksdóttir IR,
stökk 150 m. og Lára Halldórs-
dóttir stökk sömu hæö.
Erna Guðmundsdóttir KR
kemur i markiö sent sigurveg-
ari I 200 tn hlaupi.