Þjóðviljinn - 02.08.1975, Blaðsíða 1
’if'
Laugardagur 2. ágúst 1975 — 40. árg. —172. tbl.
VESTURFARARNIR
sjá síður
8,9 og 10
Einstæð
mynd
Fyrirhugaðar byggingaframkvœmdir Breiðholts i Nigeríu:
Bylting þar gœti haft áhrif á þœr
Eins og skýrt var frá i Þjóðvilj-
anum á sinum tima var ákveðið
að Breiðholt h.f. tæki að sér að
byggja nokkur hundruð einbýlis-
hús i Nigeriu sem undirverktaki
hjá þýsku stórfyrirtæki sem hefur
tekið að sér stór vcrkefni þar
syðra. En nú hefur verið gerð
byiting i Nigeriu og þeim
mönnum sem ákváðu þetta verk
verið steypt af stóli og nýir menn
teknir við stjórn, hvaða áhrif
hefur það á þessar fram-
kvæmdir?
— Við vitum það ekki ennþá, en
auðvitað gæti orðið breyting á,
sagði Sigurður Jónsson fram-
kvæmdastjóri Breiðholts h.f. er
við ræddum við hann i gær og
spurðum hann frétta af þessu
máli.
Sigurður sagðist halda að engin
breyting yrði á þessu máli, en
hann sagði að 8. til 10. ágúst nk.
væri væntanlegur hingað til lands
maður frá þýska fyrirtækinu og
þá myndu málin skýrast. — Ég
vonast til þess að hann viti þá
nákvæmlega hvernig málin
standa, sagði Sigurður.
—S.dór
Fyrir nokkru komu fram
upplýsingar um það að oiiuhring-
urinn EXXON fjármagnaði veru-
legan hluta flokksstarfsemi borg-
araflokkanna á italiu. Þessar
upplýsingar vöktu mikla athygli,
en það er viðar en á italiu sem
oliufélög greiða stjórnmálaflokk-
um stórfé.
í grein I Þjóðviljanum á morg-
un kemur m.a. fram að ESSO
hefur látið umtalsvert fjármagn
renna til Framsóknarflokksins i
formi fastra greiðslna. Þá hafa
starfsmenn á snærum framsókn-
ar veriðhafðir.á launaskrá oliufé-
lagsins.
1 greininni er fjallað um innri
fjármál framsóknar. Greinin
birtist á 6. siðu Þjóðviljans á
morgun.
Leggjast gegn
virkjun Blöndu
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
samþykkti á nýloknum fundi sin-
um einróma að leggjast gegn
virkjun Blöndu vegna þeirra
landspjalla sem hún myndi valda.
Sýslunefndin hvatti ráðamenn
raforkumála til þess að snúa sér
þegar að Jökulsárvirkjun eystri,
enda væri stærð hennar i sam-
ræmi við innlenda orkuþörf.
Nefndin leggur til að Héraðsvötn
við Villinganes verði virkjuð og
ekki verði virkjað i framtiðinni
með orkusölu til stóriðjureksturs
i samvinnu við erlenda aðila i
huga.
Hœglœtis-
veður um
allt land
Þegar við höfðum samband við
veðurstofuna siðdegis I gær, sagði
Knútur Knudsen veðurfræðingur
að hann byggist við að veðrið um
verslunarmannahelgina yrði
viðast hvar sæmilegt, sennilega
hæglætisveður um allt land, sagði
hann.
Þó má búast við að einhver úr-
koma verði viða, einkum á nótt-
unni. Knútur taldi að sólarlaust
yrði um allt land nema ef vera
skyldi með suðurströndinni, frá
Vik i Mýrdal og austur i öræfa-
sveit. Það var eina svæðið á land-
inu þar sem sást til sólar i gær,
í Þjóðviljanum i dag er sagt frá
þvi helsta sem um er að vera um
helgina og rætt við nokkra aðila
sem stunda hótel eða veitinga-
rekstur viða um land.
Fjárhags-
vandræði
borgar-
innar
Eins og við sögðum frá i
Þjóðviljanum i gær, verður
byggingarfélagið Einhamar
að hætta störfum i haust
vegna þess að félagið fær ekki
lóð hjá Reykkjavikurborg til
að halda áfram fram-
kvæmdum á.
Við höfðum i gær samband
við skrifstofustjóra borgar-
verkfræðings og spurðum
hvernig á þessum lóðaskorti i
borginni stæði.
Svaraði hann þvi til, að
sjálfsagt væri það niður-
skurðurinn á fjárhagsáætlun
borgarinnar i ár sem ætti
stærsta þáttinn i þvi að ekki
hefur verið hægt að hafa
nægjanlega margar lóðir
byggingahæfar i borginni.
Framkvæmdir við gatna- og
holræsagerð hafa verið
skornar niður og eins taldi
hann líklegt að fleira kæmi
þarna til.
Sagði skrifstofustjórinn að
ekki væri nóg að úthluta lóðum
til ibúðabygginga i nýjum
hverfum ef ekki væri hægt að
fylgja á eftir með félagslegar
framkvæmdir svo sem bygg-
ingu skóla og fleira. Slikt væri
ekki hægt um þessar mundir
vegna niðurskurðar fjárhags-
áætlunar.
Annars sagði hann að það
væri borgarstjórn sem tæki
allar ákvarðanir i þessum
málum, borgarverkfræðingur
væri aðeins ráðgefandi aðili.
—S.dór
ASÍ og BSRB:
Konaní
atvinnu
lífinu
ASl hefur ákveðið að gang-
ast fvrir ráðstefnu um stöðu
kvenna i atvinnulifinu i
Munaðarnesi dagana 26. til 28.
september. Ráðstefnuboð
hafa verið scnd svæðasam-
böndum innan ASÍ og er gert
ráð fyrir að þau sendi 40
fulltrúa i Munaðarnes, BSRB
20 fulltrúa og auk þess verða
um tiu fyrirlesarar á ráðstefn-
unni.
Búist er við þvi að um sama
leyti verði haldinn fundur
Norræna verkalýðssam -
bandsins i Munaðarnesi um
sama efni. Talsmaður
Norræna verkalýðssambands-
ins verður einn fyrirlesaranna
á ráðstefnunni.
1 vikunni fyrir Munaðarnes-
þingið verður haldinn almenn-
ur kynningarfundur i Reykja-
vik um stöðu kvenna i at-
vinnulifinu, og þess er vænst,
að eftir ráðstefnuna efni
svæðasamtökin til sérstakra
funda á sinum svæðum, þar
sem reynt verður að virkja
fleiri félaga til umræðna um
þessi málefni.
Fjármagnar Esso
Framsóknarflokkinn?
Ferðir og mót um verslunarmannahelgina í blaðinu í dag