Þjóðviljinn - 02.08.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.08.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Heilmikið hjá Ferða- félaginu yfir helgina Ferðafélag islands, (Jtivist og önnur samtök um ferðaiög hafa i mörgu að snúast yfir verslunar- mannahelgina. Hjá Ferðaféiagi islands fengum við þær upplýs- ingar að tvær ferðir i Þörsmörk yrðu farnar með samtals um 400 manns. Þá verður farið i Land- mannalaugar og vfðar og standa allar ferðirnar til mánudags- kvölds. Á vegum Ferðafélagsins verður farið i Kerlingafjöll og þaðan áfram á Hveravelli. Þeir sem vilja geta þá orðið eftir I Kerl- ingafjöllum og komið siðan aftur inn i ferðina i bakaleiðinni. Lagt verður af stað i þá ferð fyrir há- degi i dag. 1 gærkvöldi var lagt af stað i Skaftafell og tjaldað þar. Verða farnar gönguferðir um svæðið þar i kring. Að sögn Þórunnar Lárusdóttur verða um 500-600 manns á vegum Ferðafélags Islands um helgina. Ferðirnar eru þó ekki óvenju- margar heldur er ífólkið fleira að þessu sinni en oft áður og hefur að sögn Þórunnar verið fleira fólk i ferðunum I sumar heldur en undanfarin ár. — Hvað kostar svo að fara i ferðir með Fí? — Það eru 4.400 krónur fyrir fé- lagsmenn en 4.600 fyrir utanfé- lagsmenn. Sama verð er á öllum ferðum en þó er 100 króna afslátt- ur á þær ferðir sem hefjast á laugardögum i stað föstudags- kvölda. Og að lokum Þórunn? — Ekkert annað en að fólk búi sig vel, hafi hlýjan fatnað og sé undirbúið fyrir öll veður. Menn þurfa að geta notið ferðalaga þótt regn komi úr lofti. —gsp ,,Það er ekki óliklegt að hingað á mótið komi milli 5-10 þúsund manns” sagði Hendrik Tausen i spjalli um útimótið sem haldið verður i Vatnsdal um helgina. „Þetta er fjölskyldumót með fjöl- breyttri dagskrá alla mótsdagana þrjá og ef við miðum við Þjóð- Fjölskylduhátíð í Vatnsdalnum hátlðina hér i fyrra, en þá komu um 12.000 manns, er ekki óliklegt að fjöldinn nái allt að tiu þús- undum. — Hverjir standa að mótinu? — Það er Þjóðhátiðarnefndin frá þvi i fyrra ásamt öllum héraðssamböndum og iþrótta- bandalögum á Vestfjörðum. Við notum þarna öll þau mannvirki sem voru i fyrra. Danspallar, veitingaaðstaða, tjaldbúðapláss, snyrtiaðstaða og fleira. — Nokkuð athugað með veðrið? — Nei, ekki gaumgæfilega en ef það verður gott yfir helgina eins og margt virðist benda til er ég sannfærður um að það verður mikil umferð hér i Vatnsdalinn. —gsp „Renna alveg blint í sjóinn99 — segja ungtemplarar sem halda Galtalœkjarmótið „Við rennum alveg blint I sjó- inn með þetta mót upp á aðsókn- ina að gera” sagði Sveinn Skúla- son hjá islenskum ungtemplurum þegar við spurðum hann um Galtalækjarmótið sem þeir halda nú enn einu sinni. „Hins vegar erum við sannfærðir um að mótið Fræðslustjóra- embætti: Sjö sóttu um Suðurland heppnast vel. Við höfum aldrei kynnst áfengisvandamálum verulega á okkar samkomum og þá e.t.v. fyrst og fremst vegna þess að þetta er fyrst og fremst fjölskylduhátið og þær eru alltaf rólegri en hinar”. — Engin hugmynd um fjölda? — Nei, þó má kannski taka mið af siðasta móti, sem haldið var 1973. Þá komu um 8000 manns og ég á ekki von á að það verði færra nú. Þá voru einnig mót á Húsa- felli og á Laugarvatni en hvorugt þeirra verður haldið að þessu sinni. — Þið hafið dagskrá alla móts- dagana? Já, það er þétt dagskrá skemmtiatriða allan timann. Við höfum einnig lagt áherslu á að halda verðinu niðri, þetta er eins og ég sagði fjölskylduhátið og við seljum inn á 1.500 krónur fyrir hvern. Það þykir varla mikið fyrir þriggja daga vist á svæðinu og ókeypis á allar skemmtanir. Þeir sem eru undir tólf ára aldri fá siðan ókeypis. — Eigið þið ekki varanleg mannvirki þarna? — Jú, skemmtipallur, salernis- aðstaða og annað þess háttar er okkar eign og stendur þarna árið um kring. —gsp Tveir um Austurland 1 gær rann út umsóknarfrestur um embætti fræðslustjóra á Austurlandi og á Suðurlandi. Tveir sóttu um Austurland, Þeir Kristján Ingólfsson, námsstjóri, og Guðmundur Magnússon, skólastjóri i Reykjavik. Sjö sóttu um embætti fræðslu- stjóra á Suðurlandi: dr. Bragi Jósepsson, Friðrik Guðni Þór- leifsson, kennari á Hvolsvelli, Hjörtur Þórarinsson, skólastjóri á Kleppjárnsreykjum, Jón R. Hjálmarsson, skólastj'óri Skóg- um, séra Sigurður K.G. Sigurðs- son, stjórnarráðsfulltrúi, Reykjavik, Valgarð Runólfsson, skólastjóri, Hveragerði, og Þor- kell Steinar Ellertsson, fyrrver- andi skólastjóri á Eiðum. 2. til 4. ágúst verður vegaþjón- usta F.I.B. eins og hér segir: Vegaþjónustubifreið F.I.B. 1 Ot frá Selfossi og að Hellu. Vegaþjónustubifreið F.l.B. 2 Húnavatnssýsla. Vegaþjónustubifreið F.t.B. 4 Þingvellir Laugarvatn. Vegaþjónustubifreið F.l.B. 5 Borgarfjörður. Vegaþjónustubifreið F.I.B. 6(Jt frá Dalvik fer i Fljót og nágrenni. Vegaþjónustubifreið F.I.B. 7 Út frá Hornafirði. Vegaþjónustubifreið F.l.B. 8 Hvalfjörður. Vegaþjónustubifreið F.l.B. 9 út frá Akureyri. Vegaþjónustubifreið F.I.B. 13 Út frá Hvolsvelli. Ef þörf krefur verður þjónustan aukin t.d. á sunnudag mun Gufu- nes radió þá geta gefið nánari upplýsingar. Aðstoðarbeiðnum er hægt að koma á framfæri i gegn um Gufunes radió s. 22384, Brú radió s. 95-1112, Akureyrar radió s. 96-11004. Ennfremur er hægt að koma aðstoðarbeiðnum á fram- færi i gegn um talstöðvarbifreið- ar á vegum uti. Þeim, sem óska aðstoðar skal bent á að gefa upp númer bifreiðar og staðsetningu, auk þess hvort menn eru félagar. Húsnœðismálalög- gjöf endurskoðuð Gunnar Thoroddsen félags- málaráðherra skipaði i gær nefnd til að endurskoða gildandi hús- næðismálalöggjöf og þá sérstak- lega lög um Húsnæðismálastofn- un rikisins nr. 30 frá 12. mai 1970 með siðari viðaukum og breyting- um. Nefnina skipa: Ólafur Jensson, framkvæmda- stjóri, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður nefndarinnar, Benedikt Davfðsson, húsasmiður, Gunnar S. Björnsson, húsasmiða- meistari, Gunnar Helgason, for- stöðumaður, óskar Hallgrims- son, bankastjóri, Svavar Helga- son, kennari, og Þráinn Valdi- marsson, framkvæmdastjóri. Íþróttamótin á Austurlandi Endurvakin eftir 30 ár í meira en þrjátiu ár hafa — Er þá engin skemmtidag- iþróttamötin sem haldin voru á skrá? Egilsstöðum og næstu byggða- — Jú, á laugardagskvöldi lögum legið niðri. Nú á hins bjóðum við upp á fjölbreytt vegar að endurvekja þau. skemmtiatriði og státum okkur af þvi að þau eru öll „heima- „Við höfum um tuttugu ung- tilbúin”. Við flytjum enga reyk- mennafélög sem standa að víkinga hingað til þess að segja þessu móti” sagði Hermann brandara. A sunnudeginum Nielsen i samtali við Þjóð- verða „félagsmálatröllin” látin viljann. „Að þessu sinni verður spreyta sig i einu og öðru. Þá það haldið á Eiðum, verður einnig keppt i tunnu- — Þetta er fyrst og fremst kappróðrinum og öðru:, iþróttamót ekki rétt? leikjum sem farið verður i. — Jú við köllum þetta „Aust’ Af dansleikjum verður ekki urlands meistaramót” ^ Einmg mikið hjá okkur. Við höfum að verður keppt i knattspyrnu, visu diskótek fyrir börn og ung- handbolta, sundi og fl» ' linga i skólanum á Eiðum, FERÐAMENN Allar venjulegar ferðavörur og veitingar. Bensín og olíuafgreiðsla. Verið velkomin. Hvítárskáli viö Hvítárbrú Blönduská Blönduósi li Heitir réttir — Heitar pylsur -Smurt brauð f W Bensin og olíur Það er sjálfsagt að koma við í OLÍUSTÖÐINNI Þegar þér eigið leið um Hvalfjörð er Olíustöðin áningarstaður. Við bjóðum: SMARÉTTI SMURT BRAUÐ KAFFI TE SÚKKULAÐI ÖL GOSDRYKKI GOTT VIÐMÓT BENSiN OG OLIU OPIÐ KL. 8-23,30 ALLA DAGA. OLÍUSTÖÐIN HVALFIRÐI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.