Þjóðviljinn - 02.08.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.08.1975, Blaðsíða 16
DWDVIUINN Laugardagur 2. ágúst 1975 Gowon á leið til Bretlands? Kampala 1/8 Jakubo Gowon hers- höfðingi, forseti Nigeriu, sem steypt var af stóli i herforingja- byltingu s.l. þriðjúdag fór frá Kampala i Uganda tii Togo i dag i einkaþotu Idis Amins forseta Uganda. Gowon var steypt á meðan hann sat fund Einingarsamtaka Afriku, en honum lauk i Kampala i dag. Aður en Gowon fór átti hann langar viðræður við Amin forseta og breska stjórnarerind- rekann James Hennessy. Sam- kvæmt heimildum er álitið að Gowon muni jafnvel fara til Bret- lands til að hitta fjölskyldu sina, sem þegar er komin þangað. Amin giftur einu sinni enn Kampala 1/8 Forseti Uganda, Idi Amin, giftist i dag 19 ára stúlku, sem var meðbilstjóri hans I rally- keppninni sem haldin var fyrr i vikunni til heiðurs fulltrúum á fundi einingarsamtaka Afriku. Nýja brúðurin hans, Sara, er sögð önnur kona hans, en hinni kon- unni, Madina, er hann búinn að vera giftur siðan snemma á síðasta ári, er hann lýsti þvi yfir að hann væri skilinn við aðrar þrjár, sem hanntaldist þá vera giftur. Nýja eiginkonan er sögð vera meðlimur i sjálfsmorðssveit innan Ugandahers. Amin sýndi blaðamönnum brúði sina klædda i hvitt nokkru áður en hann fór að fylgjast með heræfingu sem kölluð var „frels- un Cape Town”. Heræfingunni var ætlað að sýna hvernig afriskir herir þurrkuðu út siðustu leifarnar af apartheid- stefnunni, sem samkvæmt nafn- giftinni átti að vera i Cape Town i Suður-Afriku. Borgþór Kærnested skrifar frá Helsinki: • • Oryggissáttmálinn hefur verið undirritaður Hernaðarbandalögin viðhalda spennu, sagði Tito Þriggja daga þinghaldi helstu ráðamann fiestra rikja, i Evrópu og Norður-Ameriku ei lokið og samþykkt um sam vinnu og öryggisþróun Evrópu hefur verið undirrituð. Þaí gerðist I Finlandiahúsinu hér i> Helsinki seinnipart föstudags Margar ræður hafa verið fluttar en innihaldið i flestum verið mjög svipað að örfáum undanteknum. Á fimmtudag var Brjesnef flokksleiðtogi i Sovétrikunum meðal ræðu- manna. Var ræðu hans vel tekið af mörgum, og meðal þeirra var Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta, sem sagðist vera mjög ánægður með orðalag Brjesnefs varðandi sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða. Hvers virði hefði slikur boðskapur ekki verið i Tékkóslóvakiu fyrir nokkrum árum? sagði Wilson á blaðamannafundi á fimmtu- daginn. Deilur vegna Kýpur Hið heita skap Ibúa Miðjarðarhafslandanna kom vel fram á fundinum. Á miðvikudaginnhafði Konstantin Karamanlis, forsætisráðherra Grikkja ráðist harkalega á Tyrki I ræðu sinni vegna fram- komu Tyrkja á Kýpur. Og á fimmtudag var Makarios erki- biskup á Kýpur mjög harðorður. Sagði hann Tyrki fara illa með griskumælandi fólk á hinum herteknu svæðum eyjarinnar. Tyrkir voru fjarverandi meðan Makarios hélt ræðu sina, enda hafa þeir mótmælt þvi, að hann mætti þar sem fulltrúi Kýpur. Þegar svo Demirel, forsætis- ráðherra Tyrklands talaði tók hann upp, það sem hann kallaði „hrein ósannindi” i ræðum Makariosar og Karamanlis, og kvað það nokkuð einkennilegt, að fulltrúi Grikklands skyldi yfirleitt geta verið þekktur fyrir að tala um ástandið á Kýpur. Það hafi verið vegna tilrauna Grikkja til að innlima eyjuna, sem Tyrkir hafi orðið að gripa til hemaðaraðgerða á sinum Leiðtogar risaveldanna Ford og Bresjnev. tima. Demirel kvaðst telja, að öryggissáttmálinn næði ekki yfir Kýpur eins og sakir stæðu i dag. Fulltrúar Grikklands og Kýpur sátu sem fastast undir ræðu Demirel. Brésnef og Ford Todor Zhivkov, flokksleiðtogi frá Búlgariu sagði um öryggis- sáttmálann, að nú ættu frjálsar samgöngur á milli landa, að geta átt sér stað, en minnti á að engu að siður yrði að taka fullt tillit til löggjafar hvers lands um sig, en sú skoðun hefur einmitt valdið nokkrum ágrein- ingi i viðræðunum. Það sem Brésnef lagði höfuð- áherslu á i ræðu sinni var, að Sovétrikin ætluðust til, að samkomulagið verði fram- kvæmt i reynd og muni sjálf vinna i þeim anda. Hin nýju sjónarmið i sáttmálanum verða að festa rætur i öllum sam- skiptum milli landa og jafngilda lögum i alþjóðlegum sam- skiptum. Brjesnef sagði, að Sovétrikin liti ekki á ráðstefn- una, sem neina heildarúttekt á afleiðingum sreustu heimsstyrj- aldar, heldur fremur sem inn- sýn i framtiðarþróun, þróun sem gerist innan ramma ráðandi aðstæðna. Þetta er það lengsta, sem við komumst I dag, en ætti að vera grundvöllur þess sem gerist á morgun, sagði Brjesnef. Forseti Bandarikjanna, Ger- ald Ford, talaði á föstudag. Hánn sagði m.a. að „peace” (friður) væri ekki sama og „a peace of paper” (pappirsörk) heldur yrði aðeins hægt að tryggja friðinn með varanlegu raunhæfu starfi. Hann kvað bandarisku þjóðina vera orðna þreytta á tómum orðum og vonum, sem aldrei komist i framkvæmd. Þess vegna eigum við að segja það sem við meinum og meina það sem við segjum, —^þvi annars stöndum við frammi fyrir reiði þegna vorra, sagði Ford. Hann kvaðst hafa verið spurður, hvers vegna hann væri hér I dag. Hann væri hér vegna þess að hann og landsmenn hans tryðu á sjálfstæði Evrópu og Ameriku, á sjálfstæði mann- kynsins. Ford vitnaði einnig i stjórnarskrá Bandarfkjanna, sem um þessar mundir er 200 ára gömiú. Tito, forseti Júgóslaviu minnti i ræðu sinni á þá stað- reynd, að hernaðarbandalögin stæðu i vegi fyrir minnkandi spennu i heiminum. Annars voru ræðurnar hver annarri llkar. Wilson og landhelgin Ég spurði Wilson, forsætis- ráðherra Breta, hvort hann byggist við átökum i sambandi við útfærslu islensku landhelg- innar i 200 sjómilur. Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar, að islenska rikisstjórnin vilji komast að samkomulagi við Breta I landhelgismálinu, og jafnvel þótt ekkert samkomulag næðist taldi hann óliklegt að sama ástand og fyrir tveimur árum kæmi upp á ný. tslenska sendinefndin hér hefur setið matarboð i norska sendiráðinu, og þar var land- helgismálið rætt. Samkvæmt þvi sem ég get komist næst, er afstaða Norðmanna nú breytt frá þvi sem var þegar við færðum út i 50 miiurnar. Það eina, sem Olav Palme, forsætis- ráðherra Sviþjóðar viídi segja um landhelgismál íslendinga, þegar ég beindi til hans spurn- ingu var, að Sviar væru alltaf reiþubúnir til að taka fullt tillit til sérstöðu Islendinga varðandi landhelgismál. Og eitt mannslif Það sem setti nokkurn skugga á ráðstefnuhaldið i lokin var, að einu mannslifi var fórnað á altari hennar. Þetta bar þannig að, að maður nokkur á hrað- skreiðum mótorbát, sem eftir öllu að dæma var á leið til lands úr skerjagarðinum, kom nær veitingastaðnum þar sem finnska rikisstjórnin hélt þjóðarleiðtogunum veislu heldur en til var ætlast. Bátur- inn sigldi ljóslaus og hefur maðurinn sennilega ekki tekið eftir stöðvunarmerkjum lög- reglunnar. Hófu þá öryggis- verðir skothríð að bátnum með þeim afleiðingum að i honum kviknaði og maður sá sem var einn á bátnum beið bana. Rann- sóknarlögreglan hér i Helsinki hefur nú mál þetta til með- ferðar, en li'tið eða ekkert hefur verið gefið upp upp um það sem gerðist. Júgóslavía fær lán til lagningar olíuleiðslu - HOTEL D30 herberg' VESTMANNAEYJAR . XjíKSiS? v/HEIÐARVEGsími98/1900. £ yjnstuka skipulagðar skodunar feroir um eldstöðvarnar Júgóslavia 1/8 Kuwait ætlar að lána Júgóslaviu 125 miljón doll- ara lán til að leggja oliuleiðslu frá Adriahafi, en hún á að flytja oliu til Mið-Evrópu. Þá munu 228 miljónir dollara i viðbót, til að fullgera leiðsluna, koma frá Júgóslaviu, Tékkóslóvakiu, Ung- verjalandi, Libiu og Alþjóða- bankanum. Oliuleiðslan mun tengja hafn- arbæinn Omisalj I Norður-Júgó- slaviu við innlendar oliuhreins- unarstöðvar og á henni verða greinar sem liggja til Tékkó- slóvakiu og Ungverjalands. Fullgerð mun leiðslan geta flutt um 36 miljónir tonna af óhreins- aðri oliu frá Mið-austurlöndum og Norður-Afriku til neytenda i Júgóslaviu, Tékkóslóvakiu og Ungverjalandi. Blaðberar Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum i eft- irtalin hverfi: Langagerði Einnig til afleys- inga i ágústmánuði i eftirtalin hverfi: Framnesveg Vesturgötu Sólvallagötu Asvallagötu Hringbraut Þjóðviljinn Simi 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.