Þjóðviljinn - 02.08.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
ifn um 1880. Myndin, sem tekin er af Sigfúsi Eymundssyni eöa Daníel
berlega.
hjálpar. Islendingar munu hafa
reynt að gera indiánum greiða á
móti, meðal annars með þvi að
útvega þeim ýmis verkfæri og
annan varning. Indiánar áttu oft
erfitt um vik með verslun, þar eð
þeir höfðu verið settir niður á sér-
svæði, og ekki ætlast til að þeir
versluðu utan þeirra.
Trúardeildur
— Ferðir islensku
mormónanna til Utah voru
hafnar ivið fyrr en hinar eigin-
legu vesturferðir til Manitoba,
Norður-Dakota og annarra svæða
i Kanada og miðvestri Banda-
rikjanna. Vottar eitthvað enn
fyrir islensku þjóðerni i Utah?
— Já, það held ég nú. Þar eru
ennþá til menn mæltir á islensku.
— Það urðu verulegar trúar-
deilur með islendingum fyrstu ár-
in þeirra i Vesturheimi, var ekki
svo?
— Jú, þar létu að sér kveða þeir
prestarnir séra Páll Þorláksson
og séra Jón Bjarnason, sem báðir
voru harðrétttrúaðir. Páll Þor-
láksson var hlynntur norsku
sýnódunni svokölluðu, sem var
mjög rétttrúuð norsk kirkju-
hreyfing. Urðu átök með þeim
séra Jóni, sem má segja að hafi
jafnframt verið átök áhrifa frá
norsku kirkjunni og erfða hinnar
lúthersku kirkju islendinga. Þetta
endaði með þvi að séra Páll yfir-
gaf Nýja-lsland ásamt með
mörgum fylgismanna sinna og
flutti til Norður-Dakota. Séra Jón
Bjarnason flutti um skeið heim til
Islands og varð prestur á Dverga-
steini við Seyðisfjörð. En á
tslandi er þá öldin orðin önnur og
séra Jón kann ekki við sig;
sóknarbörn hans eru með allan
hugann við sildina og gleyma að
koma i kirkju, og þegar landleg-
ur eru drekka þau brennivin. Séra
Jón þolir ekki við og fer vestur
aftur. Hann stofnar þá i Winnipeg
lúterskt kirkjufélag islendinga i
Vesturheimi og timaritið Samein-
inguna, sem var fyrsta kirkjuritið
á islensku, sem náði virðulegum
aldri.
islenskir únitarar
Svo breiddist nýguðfræðin mik-
ið út meðal vestur-islendinga, og
margir þeirra gengu enn lengra
og gerðust únitarar. Þess má geta
að ýmsir merkisklerkar hérlend-
is, sem um skeið þjónuðu i vestur-
isienskum prestaköllum, voru
þar únitaraprestar, þótt þeir
heimkomnir gerðust prestar
islensku þjóðkirkjunnar, eins og
ekkert væri sjálfsagðara. Þetta
hefði einhversstaðar þótt kynlegt,
þvi að margra dómi teljast
únitarar ekki kristnir menn, og
einn merkismaður úr þeim hópi
sagði við mig að hann myndi
stefna þeim, sem kallaði sig
kristinn. En islensku únitararnir
fyrir vestan munu raunar hafa
talið sig nýguðfræðinga.
Af framámönnum vestur-
islenskra únitara var hvað merk-
astur séra Rögnvaldur Péturs?
son. Hann átti mestan þátt i stofn-
un Þjóðræknisfélagsins 1919.
Hann safnaði og saman öllu sem
kom Stephani G. Stephansyni við,
ljóðum, bréfum og öðru, og kom
þessu öllu hingað heim.
Langflestir komu frá
Norðausturlandi.
— Hafa vesturislendingar ekki
dreifst um allar jarðir frá hinum
upphaflegu byggðum sinum?
— Þeir hafa flust viða, en
margir eru enn um kyrrt á gömlu
slóðunum. Winnipeg er og verður
þeirra höfuðborg.
— Frá hvaða landshlutum
fluttust flestir út?
— Langflestir frá
Norðausturlandi, Norður-Múla-
sýsluog Þingeyjarsýslum. Fæstir
fluttust út af Suðurlandi og
Suðvesturlandi. Það var einkum
þrennt, sem hjálpaðist að til að
ýta undir fólksflutninga úr landi á
þessum tima. 1 fyrsta lagi var það
Öskjugosið 1875. Margir héldu að
af völdum þess myndu heilar
sveitir fara i eyði til frambúðar,
eða að minnsta kosti i einhver ár,
og hver gat verið búlaus i þó ekki
væri nema eitt ár? 1 öðru lagi
höfðu margir lengi beðið þess
árangurslaust að fá að flytjast til
Brasiliu, en það brugðist, og þeir
fluttust þá til Kanada eða Banda-
rikjanna i staðinn. I þriðja lagi
voru það svo árin 1881—1889, sem
voru verstu hallærisár með hafis,
grasbresti og fiskileysi við Faxa-
flóann, en þá var sjórinn enn sótt-
ur þar aðallega á árabátum. Svo
komu til sögunnar keðjuverkanir.
Þeir sem komnir voru vestur,
skrifuðu heim og gylltu ástandið
þar fyrir þeim, sem heima sátu.
Framhald á 14. siðu.
Ekki minni
umferð en í fyrra
enda hefur sumarið verið mjög gott hér fyrir
norðan, sagði Magnús Gíslason í Staðarskála
— Það hefur verið mikii um-
ferð hjá okkur i sumar, sist
minni en var í fyrra, en þá var
hún talin vera með mesta móti,
bæði vegna þjóðhátiðarársins
og hringvegarins, sagði Magnús
Gislason I Staðarskála i Hrúta-
firði er við ræddum við hann um
ferðamálin f sumar.
— Það hefur verið einstak-
lega mikið af útlendingum sem
hafa komið hingað til okkar I
sumar, bæði einstaklingar og
hópferðir. Ég býst við að þetta
stafi af þvi hve seint hægt var að
ferðast um hálendið, en það var
mun síðar i ár en undanfarin ár.
Þess vegna hafa þeir meira
farið um byggð en ella.
— Nú er mikið talað um hve
dýrt sé að ferðast á tslandi,
Magnús, virðist þér islendingar
spara sér að borða á stöðum
eins og hjá ykkur og sé með
eldunartæki með sér sjálft.
— Það fer allt eftir veðri. Ef
vel viðrar má sjá marga fara
útúr bilum sinum hér nærri og
fá sér að borða, en ef veður er
slæmt koma menn hingað inn og
kaupa sér mat.
— Attu von á mikilli umferð
hjá ykkur um verslunarmanna-
helgina?
— Já, ég á von á þvi. Það er
alltaf mjög mikil umferð hér um
verslunarmannahelgina.
Undanfarin ár hefur það verið
þannig að salan hjá okkur hefur
verið þreföld miðað við venju-
lega helgi. Eflaust á hátiðin i
Húnaveri einhvern þátt i þessu.
Fólk sem þangað fer kemur hér
við á leiðinni norður.
— Annars var það svo i fyrra
að verslunarmannahelgin var
mun daufari en vanalega vegna
þjóðhátiðarinnar i Reykjavik.
En nú hafið þið þarna fyrir
sunnan verið i sólarleysi i
sumar, þannig að ég á von á þvi
að mikil umferð verði hér um að
þessu sinni, sagði Magnús.
—S.dór
Veðrið ræður miklu
um ferða-
mannastrauminn
sagði Steinunn Hafstað hótelstýra á Selfossi
— Það hefur verið frekar dauft
yfir ferðamannastrauminum
siðan um miðjan júni hér hjá
okkur, sagði Steinunn Hafstað,
sem rekur Hótel Þóristún á Sel-
fossi, og hún bætti við: Ég er
viss um að hið leiðinlega veður I
sumar hér sunnanlands ræður
þar mestu um, fólkið fer þangað
sem góða veðrið er svo maður tali
nú ekki um þegar svo lang-
varandi ótið er eins og verið hefur
i sumar. Ég byggi þetta á þvi að
ef kemur sólarglenna, þá lifnar
yfir þessu hér á hótelinu.
— Hvað ertu með mörg gisti-
rúm á hótelinu?
— Ég hef 35 gistirúm i 17 her-
bergjum. Fólk getur fengið hér
morgunmat en ég hef ekki
nægjanlega stórt húsnæði til að
reka fullkomna matsölu.
— Nú er þetta ekki nema 30
minútna akstur úr Reykjavik, að'
Selfossi, hvaða fólk er það helst
sem kemur og gistir hjá þér?
— Það er mjög mikið um út-
lendinga sem fá hér gistingu og
hafa miðstöð sina hér á hótelinu i
2-3 daga meðan þeir skoða sig um
hér i sýslunni. Þeir koma gjarnan
á bilaleigubil ur Reykjavik og
Framhald á 14. siðu.
t fyrstu ferð Utivistar var gengið á Keili. Hér er hópurinn að leggja af stað frá bflunum
Gisli Sigurðsson og Magna ólafsdóttir (Ljósm. JIB)
f fararbroddi
Óskabyrjun
hjá Útivist
Ferðir félagsins hafa frá upphafi verið
fjölmennar og vel heppnaðar
Félagið Otivist var stofnað i lok
mars sl. Starfsemin hófst siðan
um miðjan april og er markmið
félagsins að stuðla að útivist fólks
i hollu og óspilltu umhverfi.
1 samtali við Jón I. Bjarnason
kom fram að starfið hefur frá
upphafi verið öflugt. 71 þátttak-
andi var i fyrstu ferð og i þessar
tæpar sextán vikur sem félagið
hefur starfað hafa verið farnar
yfir 70 ferðir á vegum Útivistar.
Nokkuð á annað þúsund manns
hafa tekið þátt i ferðunum.
— Hvar er Útivist til húsa?
— Við höfum komið okkur fyrir
i Læjargötu 6 á 2. hæð, sagði Jón.
Siminn hjá okkur er 14606 og hér
getur fólk látið skrá sig i ferö-
irnar. Allir eru velkomnir i ferða-
lögin, jafnt félagsmenn sem utan-
félagsmenn.
— Er skálabygging
framundan?
— Já, við stefnum að þvi að fá
að byggja okkur skála inni i Þórs-
mörk, en enn hefur samþykki
ekki fengist. Þarna hafa félög
eins og t.d. Farfuglar, Ferða-
félagið, fyrirtækið Austurleið og
fleiri aðilar fengið aðstöðu og við