Þjóðviljinn - 02.08.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.08.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 KSÍ hefur tekið ákvörðun í deilu- máli Vals og ÍBK „Við erum þvingaðir til að fá annan leikdag — segja keflvíkingarnir //Viö erum aö því er mér sýnist þvingaðir til þess að finna okkur annan leik- dag"/ sagöi Arni Þor- grímsson, formaöur knatt- spyrnudeildar IBK um ákvörðun KSI i sambandi við leikdaga í evrópu- keppni liðanna. „Annars get ég ekki sagt neitt um hvað gert verður, við eig- um eftir að halda fund um málið". A fundi KSI i fyrrakvöld var tekin ákvörðun f deilumáli Vals og IBK um leikdaga fyrir evrópu- leiki liðanna i haust. Eins og kunnugt er áttu keflvikingar heimaleik sinn 17. sept. og Vals- menn sinn útileik á svipuðum tima. Hins vegar fengu Valsmenn skipt um röð leikjanna þannig að þeirra heimaleikur verður leikinn i fyrri umferð og stangaðist hann Engar róttæk- ar aö- gerðir og fyrirsjáanlegt er að íslensk lið verði dæmd frá keppni í evrópuleikjum vegna Laugar- dalsvallar A fundi hjá KSI í gær kom fram að ekki er fyrirhugað af borgaryfirvöldum að verða við kröfu UEFA um að skipt verði um gras á Laugardals- vellinum innan eins árs. Er það vegna fjárskorts að ekki á að ráðast i aðrar framkvæmd- ir I haust eða næsta vor, en að tyrfa eða sá í einstaka kal- blett. Hin harðorða krafa frá UEFA um nýtt gras á völlinn kom eftir aö skýrsla haföi bor- ist frá trúnaðarmanni UEFA á leik tslands-Frakklands um ástand vallarins. Var þaö Albert Guðmundsson sem var i þvi hlutverki og með skýrslu sinni kemur þessi ágæti borgarráösmaður sjálfstæðis- manna félögum sinum í mik- inn vanda. Fari svo að Reykjavikur- borg þrjóskist við að fara út i róttækar aögerðir með Laugardalsvöllinn er liklegt að íslensk lið verði næsta sumar dæmd frá evrópu- keppnum. —gsp þá á við leik IBK. Valsmenn fengu þá leiknum flýtt þannig að hannferfram 16. september, þ.e. daginn fyrir heimaleik keflvik- inga. I bréfi sem IBK sendi KSI var þessum skarkala Vals með leik- daga og breytingu á heimaleik og útileik mótmælt. KSl hafði i til- efni bréfsins samband við UEFA og kynnti sér málið og rétt Vals- manna til þess að breyta að vild. I framhaldi af upplýsingum úr alþjóöaregl. 'um knattspyrnumót ákvað KSI siðan að réttur Vals i Framhald á 14. síðu. Forystumenn knatt- spyrnumála þinga í „norrænu samstarfi” Næstkomandi miðvikudag munu fjórir fulltrúar frá hverju knattspyrnusambandi á Norður- löndunum þinga hér á tslandi. Koma hingað menn frá Dan- mörku, Sviþjóð, Noregi og Finn- landi auk boðsgestaKSt frá Fær- eyjum en þar hefur enn ekki verið stofnað formlegt knattspyrnu- samband. Rætt verður m.a. um leiktima i unglingalandsleikjum, auglýs- ingar á búninga, kvennaknatt- spyrnu, fyrirtækjaknattspyrnu, dómaramál, fyrirkomulag á deildakeppni,- Norðurlanda- keppni, gervigras, þjálfaramál rétt áhugamannaliða er leikmenn þeirra eru keyptir i atvinnu- mennsku o.m.fl. Þingið mun aðeins standa þennan eina dag en hingaö til lands koma erlendu fulltrúarnir á þriðjudaginn. —gsp Skaftárskáli Öl, sælgæti, heitar pylsur Bensín og olíur LÖGTÖK Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök lát- in fram fara án frekari fyrirvara, á kostn- að gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Aföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir aprfl, maí og júnl 1975, svo og nýlögðum viðbótum við söluskatt, lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1975, gjaldföllnum þungaskatti af disilbifreiðum sam- kvæmt ökumælum, almennum og sérstökum útflutnings- gjöldum, aflatryggingásjóösgjöldum, svo og trygginga- iðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykiavik, 30. júní 1975. GJALDKERI Starf gjaldkera hjá rafveitu Hafnarf jarðar er laust til umsóknar. Laun samkvæmt kjara- samningi Haf narf jarðarkaupstaðar við Starfsmannafélag Hafnarf jarðarkaupstaðar. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og f yrri störf skal skilað fyrir 23. ágúst til raf- veitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starf ið. RAFVEITA HAFNARFJARÐAR ’VERK BYGGT • VEL BYGGT *VERK BYGGT • VEL BYGGT. VERK BYGGT VEL BYGGT HUSBYGGJENDUR o o >- CQ Q' o o >- CQ o o CQ SVEITARFÉLÖG Verksmiðjuframleiðsla er byggingarmáti nútímans, sparar fé, fyrirhöfn og tvíverknað Hús byggðsamkvæmtbyggingakerfi Verk h.f. er ó- dýrasta og fljótlegasta byggingaraðferðin í dag, nú þegar hafa verið byggð á annað hundrað hús. GETUM AFGREITT NOKKUR HÚS FYRIR HAUSTIÐ. Gerum yður verðtilboð samdægurs. Höfum fjölbreytt úrval einbýlishúsa og raðhúsa- teikninga fyrirliggjandi, bygginganefnda og vinnu- teikningar. Verksmiðjuframleiðum steyptar útveggjaeiningar — glugga með ísettu tvöföldu gleri — þaksperrur — klædda þakgafla. Getum boðið hagkvæma f lutninga hvert á land sem er. Sjáum um uppsetningu að öllu leyti eða aðstoð- um við uppsetningu eftir óskum. Athugið að þér getið verðtryggt fé yðar með samningi. HAFIÐ SAAABAND VIÐ SOLUAAENN OKKAR STRAX. Verkhf. Laugavegi 120 (Búnaðarbankahúsinu við Hlemm) Simi 25600 lOOAfl >IB3A*100Afl 13A*lQOAg >lil3A*100Aa 13A*iOOA9 XÍI3A lOOAfl 13A < m r— 00 -< o O oo 00 < O O < m i— oo < O O æ t; 00 -< O O

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.