Þjóðviljinn - 02.08.1975, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 2. ágúst 1975
Mikill ferðamanna-
straumur til Eyja
Rœtt við Birgi Viðar Halldórsson
hótelstjóra i Vestmannaeyjum
— Ferðamannastraumurinn
hingað til Eyja hefur aukist mikið
i sumar, um sennilega ein 15% en
samt hefur nýting á gistirými hér
á hótelinu minnkað nokkuð, eða
úr 90% allt árið i fyrra niður i 60%
í sumar. Þetta er að visu ekki
neitt einsdæmi hér á Hóteli Vest-
mannaeyja, svipaða sögu er vlst
að segja af flestum hótelum
landsins i sumar, sagði Birgir
Viðar Halldórsson hótelstjóri i
Vestmannaeyjum er við ræddum
við hann um ferða-og hótelmálin
i Eyjum i ár.
— Sjálfsagt á veðriö i sumar
einhvern þátt i þessu, fólk er
hrætt viö að koma og gista vegna
þess hve flug héðan er ótryggt.
Það er kannski gott veður daginn
sem fólkið kemur og þá vill það
komast til baka sama dag i stað
þess að gista og eiga það á hættu
að komast ekki til baka næsta
dag. Ég á von á þvi að þegar nýja
Eyjaferjan kemur breytist þetta
til muna. Hún verður eflaust
mikil lyftistöng bæði fyrir okkur
sem rekum hér hótelið og eins
fyrir ferðamálin i Vestmanna-
eyjum yfirleitt.
— Er ekki meirihlutinn af þvi
fólki sem kemur til Eyja yfir
sumarið útlendingar að skoða
ummerki gossins?
Jú, það er óhætt að fullyrða að
þeir eru i mikl. meiri hluta. Eins
hefur það farið i vöxt að hingað
komi innlendir starfsmanna-
hópar, og fari i skipulagðar
Birgir Viðar Halldórsson
skoðunarferðir en gisti svo hér
yfir nótt og noti þá kvöldið til að
skemmta sér. Eins fer það vax-
andi að hjón komi hér og noti
skoðunarferðirnar og gisti yfir
nótt, enda erum við með eitt allra
ódýrasta hótelverð á landinu.
Sem dæmi get ég nefnt að eins
manns hótelherbergi hjá okkur
kostar 2100 — 2500 yfir nóttina
með morgunverði. Við leggjum
kapp á það að vera alltaf ódýr-
astir.
— Hvaö hafið þið uppá að bjóða
annað en gistingu?
— Við erum með veitingasal
fyrir 60-100 manns, vínstúku, sem
er eingöngu fyrir matargesti,
kaffiteriu sem tekur 60 manns i
sæti, diskótek, sem tekur 60-80
manns i sæti og þar er dansað öll
kvöld nema miðvikudagskvöld.
Loks erum við svo með enn einn
sal, sem tekur 60 manns i sæti og
hann er vinsæll fyrir fundi og
annað þvi um likt. Nú, þá sjáum
við um skipulagðar skoðunar-
ferðir um Heimaey og höfum þar
leiðsögumann sem talar 6 tungu-
mál.
— Hafið þið ekki reynt að fá til
ykkar ráðstefnuhöld, sem mikiö
hafa færst i vöxt hér á landi?
— Jú, og okkur hefur gengið
það ágætlega. Til að mynda
verðum við með eina slika nú i
ágúst. Þ.e. ráðstefna norrænna
útvarpsfréttaritara. t framtiðinni
munum við stefna að þvi i
auknum mæli að fá fleiri ráð-
stefnur og fundarhöld til Vest-
mannaeyja.
— Við höfum lagt allt kapp á að
gera hótelið hér þannig úr garði
að það verði 1. flokks og ég tel að
okkur hafi tekist það. Við fengum
þann dóm frá þeim sem veita
hótelleyfi að við hefðum gert mun
meira en krafist var af okkur
siðast þegar skoðað var og þeir
töldu allt i besta lagi.
— Nú verður þjóðhátiðin haldin
i Eyjum um helgina, verður ekki
allt yfir fullt hjá ykkur?
— Jú, mikil ósköp, og það
leiðinlegasta við þetta nú er að
þurfa að visa fólki frá, það er það
versta sem okkur hendir.
S.dór
Allt gistirými upp-
pantað sumarið ’76
sagði Einar Olgeirsson hótelstjóri á Húsavík
— Þetta hefur gengiö mjög vel i
sumar og sem dæmi get ég nefnt
að nýtingin hjá okkur i júli hefur
verið 90%, sagði Einar Olgeirs-
son, hótelstjóri á Hótel Húsavik,
en Einar tók við rekstri hótelsins i
byrjun þessa árs.
raunar get ég litiö sagt um það
ennþá, en við erum með ráða-
gerðir á prjónunum um að koma
hér upp sklðaparadis, ef svo má
að orði komast.
— Við gerðum aðeins tilraun
með að koma á skipulögðum
tvær lyftur, önnur ætluð byrj-
endum en hin fyrir þá sem lengra
eru komnir i Iþróttinni. Ég er þvi
viss um að hér má koma upp
sannkallaðri skiðaparadis.
— Er ekki mikið að gera hjá
ykkur i matsölunni, fyrir utan
€r sal Hótels Húsavikur
Gestir okkar yfir sumarið eru
mest útlendingar. Þessir hring-
ferðahópar sem fara um landið
koma hingað og fólkið gistir hér
hjá okkur. Mér finnst gott eða
slæmt veður ekki skipta verulegu
máli um aðsókn að hótelinu hér.
— Þið eruð með 1. flokks
aðstöðu á hótelinu?
— Já, við höfum það. Við erum
með matsal, stóran og góðan og
svo höfum við vinveitingar,
þannig að hér er um 1. flokks
hótel aö ræða.
— En hvernig er að reka hótel á
Húsavik yfir veturinn?
— Já, það er von þú spyrjir og
skiðaferðum til Húsavikur sl.
vetur og sú tilraun gafst það vel
að við gerum okkur vonir um að
þetta megi takast I framtiðinni.
Þaö verður þó aldrei nema mán-
uðina febrúar, mars og april,
vegna þess að frá 1 mai á næsta
ári og út allt næsta sumar er allt
upp pantað hjá okkur.
— En svo við tölum áfram um
skiðaferðirnar, þá hef ég hugsað
mér að það verði fyrst og fremst
fjölskylduferðir. Þetta hótel
hentar sérlega vel fyrir slikar
ferðir. Hér er mjög stutt i gott
skiðaland og ekki nema 5 minútna
gangur i skiðalyftur, en hér eru
gistigesti?
— Jú, mjög mikið og fer sifellt
vaxandi. Sannleikurinn er sá, að
Húsavik er mjög vaxandi ferða-
mannabær vegna þess hve vel
hann liggur við sem miðstöð fyrir
þá sem vilja skoða sýsluna. Það
er ekki nema klukkustundarakst-
ur héðan til Ásbyrgis, Hljóða-
kletta, Mývatnssveitar, rúmlega
klukkustundarakstur til Akur-
eyrar. Þú sérð að bærinn liggur
mjög vel við sem miðstöð fyrir
fólk sem vill skoða þessa staði,
taka dagsferðir héðan, sagði
Einar að lokum.
—S.dór
TILBOÐ
Tilboð óskast i að gera 2 grasvelli og 1
malarvöll á iþróttasvæði KR við Kapla-
skjólsveg, og einnig i uppsetningu girðing-
ar um iþróttasvæðið.
Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu
vorri gegn 5.000,- króna skilatryggingu.
VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf
ÁRMÚU 4 REVKJAVlK SlMI 84499
FERÐAFELAG ÍSLANDS
Sumarleyfis-
feröir í ágúst
I. Miðlandsöræfi 6.—17. ágúst
Ekið frá Reykjavík norður Sprenqisand.
Gæsavatnaleið til Herðubreiðarlinda.
Þaðan um Norðurland og Kjalveg til
Reykjavíkur. Skoðaðir margir af þekktustu
og fegurstu stöðum á hálendi Islands s.s.
Veiðivötn, Eyvindarver, Nýidalur, Vonar-
skarð, Gæsavötn, Askja, Herðubreiðar-
lindir, Hveravellir, Kerlingarfjöll, Hvítár-
vatn o.f 1-GIST í SKÁLUM OG TJOLDUM.
VERÐ KR. 19.000.-
II. Kverkfjöll — Snæfell
6.—17. ágúst
Ekið norður Sprengisand og um Gæsa-
vatnaleið til Herðubreiðarlinda og þaðan til
Kverkfjalla. Dvalið þar næstu daga og
skoðaðir m.a. íshellarnir, Hveradalurinn
og fleira. Þaðan haldið um Hvannalindir,
Álftadal, Haf rahvammagl júf ur, Laugar-
valladal og Hrafnkelsdal að Snæfelli Geng-
ið á Snæfell og hugað að hreindýrum, sem
oft eru á þessum slóðum. Heim verður
haldið um þjóðveginn sunnan jökla.
GIST í SKÁLUM OG TJÖLDUM. VERÐ
KR. 19.000.-
II. Hrafntinnusker — Eldgjá —
Breiðbakur 12.— 17. ágúst
öku- og gönguferð um svæðin vestan og
austan Landmannalauga. Síðan ekið að
Langasjó og um Breiðbak til Veiðivatna.
GISTING I SKÁLUM. VERÐ KR. 9.900,-
IV. Gæsavötn — Vatnajökull
14.—17. ágúst
Ekið til Gæsavatna og gist þar í tjöldum eða
skála. Farið á Vatnajökul með Snjókettin
um á föstudag eða laugardag, en ekið eða
gengið um nágrennið hinn daginn. Jökla-
ferðin og skálagisting i Gæsavötnum ekki
innifalin í verðinu.
VERÐ KR. 6.700.-
V. Norður fyrir Hofsjökul 21.—
24. ágúst
Ekið fyrsta daginn til Hveravalla. Þaðan
austur yf ir Blöndu og austur með Hofsjökli
um Ásbjarnarvötn, og Laugafell til Nýja-
dals. Þaðan farið í Vonarskarð eða á
Tungnafellsjökul. Heim á f jórða degi um
Sprengisand.
GIST í SKÁLUM. VERÐ KR. 6.700.-
VI. Aðalbláberjaferð í Vatnsfjörð
28.—31. ágúst
GIST I TJÖLDUM VIÐ FLÓKALUND.
Tímanum varið til berjatínslu eða skoðun-
arferða um nágrennið.
VERÐ KR. 6.700.-
LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA.
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA.
Ferðafélag Islands,
öldugötu 3,
símar: 19533 og 11798.