Þjóðviljinn - 02.08.1975, Page 4

Þjóðviljinn - 02.08.1975, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. ágúst 1975 DWÐVIUINN MÁLGAGN SÖSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Biaðaprent h.f. AÐ EIGA LAND Um mörg undanfarin ár hefur verslunarmannahelgin verið mesta ferða- helgi ársins á landi hér, og svo mun væntanlega enn verða i ár. Þúsundum saman hópast einstaklingar og fjölskyldur út á þjóðvegina og stefna ýmist á vit náttúrunnar, i heimsókn til vina og kunningja i fjarlægum landshlut- um eða þá að dyrum hinna fjölmörgu sumarhátiða og skemmtana, sem að venju er efnt til nú um þessa helgi. Ástæða er til að fagna þvi að sá hópur virðist nú fara vaxandi hér, sem kýs að ferðast um sitt eigið land og kynnast nán- ar dýrð þess og dásemd jafnvel þótt það kosti viðkomandi einhverja fækkun utan- landsferða um sinn. Fólki, sem býr i borgarsamfélagi nútimans, er flestu ærin nauðsyn á, að geta átt þess kost að leita sér hugsvölunar og endumæringar stökum sinnum i kyrrð óbrotinnar náttúm, sem er söm i dag og fyrir þúsund árum, — fjarri skarkala og ærustu hversdagsins. Þeir sem þekkja til hinna óhugnanlegu og margvislegu vandamála, sem fylgja landþrengslum og þröngbýlinu, sem flest- ar nágrannaþjóðir okkar eiga við að búa, þeir skilja best hviliku happi við Islend- ingar hrósum að eiga þetta stóra land, þótt óbyggðir þess hafi oft á fyrri öldum fremur verið taldar ógnvaldur en unaðs- gjafi. í nálægum löndum er mjög viða þannig ástatt, að fólk verður að ferðast óraveg vilji það komast i snertingu við lifmögn óbrotinnar náttúru. Hér þarf ekki einu sinni farartæki til. Menn geta lagt af stað á tveimur jafn- fljótum, sé fólk við bærilega heilsu, og það frá Reykjavik miðri. Og þeir eru margir i þröngbýli ná- grannalanda okkar, sem fátt myndu kjósa fremur en það að eiga kost slikrar búsetu sem við. Hér hefur á siðustu árum almennur skilningur einnig farið mjög vaxandi á þvi, hvers virði er að eiga viðáttur lands- ins að bakhjarli. Jafnframt hefur krafan um vandaða umgengni við landið fengið stóraukinn hljómgrunn, og þarf þó vissu- lega að verða enn meiri breyting á til batnaðar i þeim efnum en þegar er orðin., Nú þegar mesta ferðahelgi ársins fer i hönd er fyllsta ástæða til að hvetja alla, sem um landið fara til að sýna i verki skilning á nauðsyn góðrar umgengni, hvar sem leiðir liggja, svo að viðkvæmu náttúrufari verði i engu spillt. Þvi aðeins getum við til frambúðar með góðri samvisku varið rétt okkar til að ráða einir okkar stóra landi, að við i fyrsta lagi höldum áfram að byggja öll þau héruð þess, sem byggð hafa verið, og i öðru lagi, að við sýnum fullan skilning á nauðsyn þess að umgangast viðerni landsins með tilhlýðilegri virðingu, svo að niðjar okkar geti á komandi timum sótt á vit þeirra þá sálubót, sem við sjálf þiggjum með gleði i dag. k. KLIPPT... Góður óvinur Það er gamalreynt bragð i stjórnmálum, þegar illa gengur á heimavelli, að koma sér upp utanaðkomandi óvini og sam- eina liðsmenn sina i baráttu gegn honum. Liklega er engin þjóð i heimi eins vel upplýst um vankanta stjórnarfarsins i rikj- um Austur-Evrópu, og þá sér i lagi i Sovétrikjunum, og is- lendingar. Þökk sé Morgunblað- inu. í hvert skipti sem ihaldið gripur til óvinsælla efnahags- ráðstafana koma langhundar marga daga i röð i Morgunblað- inu um ógnina semstafar frá Sovétrikjunum og leppum þeirra. Og svo er sungið um nauðsyn varnarsamstarfs vest- rænna þjóða til þess að þjappa sjálfstæðismönnum um utan- rikisstefnuna. Um eitthvað verða menn að vera sammála, þegar allt er i upplausn. Sovétrikin hafa reynst Morgunblaðinu og sjálfstæðis- mönnum góður óvinur og haft lag á þvi að útvega þeim ætið nóg áróðursefni. Hannes Jónsson, þáverandi blaðafulltrúi vinstri stjórnar- innar, sagði i merkri grein i Timanum, að Island ætti enga óvini. Bara vini. Þetta nægði honum til þess að verða sendi- herra i Moskvu. Liklega hefur þessi grein farið fram hjá styrkonmatta. Höfum ekki hátt Það er alkunna að þeir sem i glerhúsi búa ættu að varast aö standa i steinkasti. Það er alveg hárrétt hjá Mogga að hann er duglegur að segja frá atburðum eins og innrásinni i Tékkó- slóvakiu, hernaðarofbeldi i Ungverjalandi og Austur- Berlin, gyðingaofsóknum i Sovétrikjunum og ofbeldi i Portúgal, eins og segir i Stak- steinum. Við fáum að vita um allt sem kommar gera ljótt i Mogganum. Hinsvegar er full- miklu logið, þegar Stakstein- ar halda þvi fram að Þjóðviljinn þegi gjörsaml. um þessa at- burði. Mig rámar að minnsta kosti i aö hafa lesið ýmislegt skynsamlegt um þessi mál i Þjóðviljanum. Hinsvegar man ég ekki til þess að hafa séð neitt nýlega um ástandið i Chile i Morgunblaðinu. Og við munum enn Vietnam og yfirleitt undir- lægjuskrif ritstjórnar Morgun- blaðsins þegar Bandarikja- stjórn hefur staðið I stórræðum viðsvegar um heim. Það er undarlegt að fasiskir stjórnar- hættir og allskonar ofbeldi bandariskrar heimsvaldastefnu viröast ekki fara nándar nærri eins mikið i taugarnar á Morgunblaðsmönnum og kommúnistabrölt. En auðvitað er þetta ekkert undarlegt. Það er bara svo erfitt aö vera sjálf- um sér samkvæmur, þótt maður hafi lýðræðishugsunarhátt og frjálsræðiskenningar aö leiðar- ljósi. Matthias og Styrmir — þeir eiga sér Hannes á engan óvin — enda sendiherra i Moskvu. Portúgal — ó, Portúgal Staksteinar komast aö þeirri niöurstöðu i gær að atburðirnir i Portúgal séu ekki einkamál þarlendra heldur angi ofbeldis, sem grúfir yfir sameiginlegum heimi okkar. Ekki er um að vill- ast að þarna er alheims- kommúnisminn kominn á kreik. Og svo er þess krafist, að Þjóð- viljinn taki umbúðarlausa af- stöðu til þeirra atburða, sem eru að gerast i Portúgal. Hér skýtur skökku við, þvi að fyrir nokkru hamaðist Morgunblaðið á Þjóö- viljanum og sakaði hann um að hafa tekið afdráttarlausa af- stööu meö stalínistanum Cunhal. Það er erfitt að gera Mogga til hæfis. Annan daginn er maður skammaður fyrir að hafa afstöðu en hinn fyrir af- stööuleysi. Guöbergur hefur ekkl þagaö um Portúgal. Þjóðviljinn hefur reynt að skýra atburðina i Portúgal frá ýmsum hliðum. Meðal annars höfum við verið svo heppnir að Guðbergur Bergsson, rithöfund- ur, sem dvalist hefur i Portúgal um tima, hefur sent blaðinu mjög fróðlegar yfirlitsgreinar. Hvað afstöðuna snertir teljum við of snemmt að gera ráð fyrir að byltingin sé farin i hundana. Við vonum að minnsta kosti að nokkur helstu markmiö byltingarinnar komist I fram- kvæmd. Það eru t.d. afnám fasismans og einokunarauð- valds, sem haldið hafa portú- galskri alþýðu I greipum sér í hálfa öld. Hvaö varðar efnahagslega uppbyggingu og lýöræöislega stjórnarháttu er allt I meiri óvissu. En það er ekkert launungarmál að Þjóöviljanum er það að minnsta kosti jafn- mikið áhugamál og Morgun- blaðinu að portúgalska þjóðin öðlist raunhæft frelsi, efna- hagslegt sjálfstæði og stjórnar- háttu sem gera henni kleift að ráða málum sinum sjálf. — ekh. Kissinger fékk formúluna hjá Einari 1 siöustu viku bauð Victor B. Ólason, forstöðumaður Menn- ingarstofnunar Bandarikjanna, nokkrum útvöldum að hlýða á Jonathan Moore, yfirmann stjórnmáladeildar John F. Kennedystofnunarinnar við Harvardháskóla, i stofnuninni. Moore þessi sem er prófessor i stjórnvisindum . hefur starfað i bandariska utanrikisráðuneyt- inu og á vegum Upplýsinga- þjónustu Bandarikjanna. Þarna voru mættir nokkrir huggulegir ihaldsstrákar og fulltrúar þjóðfélagsfræöideildar háskólans. 1 erindi Moores kom meðal annars fram að hann taldi að nokkrar breytingar hefðu orðið á utanrikisstefnu Bandarikjastjórnar eftir að Jonathan Moore. Fékk Kissinger formúluna hjá Einari? Ford tók við forsetaembættinu af Nixon. Jón Hákon Magnússon, sjón- varpsfréttamaður, beindi þeirri spurningu til Moores, i umræð- um, sem fylgdu i kjölfar erindisins, hvernig það gæti staðist að utanrikisstefnunni hefði verið breytt án þess að skipt hefði verið um utanrikis- ráðherra, en eins og kunnugt er þjónaði Kissinger lika Nixon. Moore átti ekki svar við þess- ari skarplegu spurningu á hrað- bergi og áður en hann fengi svarað gall við i Svani Kristjánssyni, stjórnmálafræði- lektor. „Skýringin á þessu liggur i augum uppi. Kissinger hefur auðvitað hringt I Einar Agústs- son og fengið hjá honum formúl- una fyrir þvi hvernig hægt er að sitja áfram á ráðherrastól þótt skipt sé um utanrikisstefnu”. Þetta þótti ihaldsstrákunum bráöfyndið. -^ekh. ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.