Þjóðviljinn - 02.08.1975, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 2, ágúst 1975
Veðrið
Framhald af bls. 9.
ætla aö skoða sig um i Arnes- og
Rangárvallasýslu. Siðan . halda
þeir gjarnan austur um og koma
svo við aftur i bakaleiðinni. Það
er mikið um þetta. Eins er
nokkuð um það að islendingar
hafa komiö, til að mynda fjöl-
skyldur með börnin sin og fengið
eitt hótelherbergið og haft það
sem miðstöð meðan það skoðar
sig um og ferðast um nágrennið.
Það hefur verið all mikið um
þetta um verslunarmannahelgar
undanfarin ár.
— Er ekki frekar dauft hjá þér
yfir veturinn?
— Nei, alls ekki. Það var t.a.m.
ágætt sl. vetur, sá vetur var
sá besti hvað aðsókn viðvikur
siðan ég byrjaði með hótelið.
Þetta voru menn sem sinna
þurftu ýmsum erindum i bænum
og ég var eiginlega hissa á hve
mikil aðsóknin var.
— Þú telur þá fullkominn
grundvöll fyrir hóteli á Selfossi
þótt svona stutt sé til Reykja-
vikur?
— Já, alveg tvimælalaust. Það
er orðið langt siðan ég sann-
færðist um það.
— Verður fullt hjá þér um
verslunarmannahelgina?
— Það tel ég alveg vist. Ég á
von á 11 fransmönnum sem verða
við veiðiskap uppi Sogi og svo eru
nokkrar fjölskyldur búnar að
panta hér pláss, fólk sem alltaf
kemur um þessa helgi. —S.dór
Bergsteinn
Framhald af bls. 9.
Sumir fluttu fyrst og fremst
vegna þess að frændfólk og
venslamenn voru farnir á undan.
— Atti of mikið þéttbýli sums-
staðar i sveitum ekki sinn þátt i
útflutningnum?
— Það var alltaf þannig að
þegar byggðin i sveitum fór yfir
visst hámark, var stutt i felli ef
eitthvað bar út af. Og um þetta
leyti var viða orðið fullþéttbýlt.
Menn komu sér upp heiðarbýlum
og kotum og byggðu á stekkum og
selum. Þessi nýbýli voru smá og
báru mörg ekki stærri bústofn en
svo að erfitt var að lifa af honum
jafnvel i sæmilegu árferði. En
þegar flutningarnir voru mestir
urðu þeir að einskonar faraldri,
tisku. Það er engu likara en heilar
sveitir hafi margar tæmst, eins
og siðar gerðist þegar fólksflutn-
ingarnir hófust til Reykjavikur.
Tiltölulega margir lang-
skólagengnir.
— Er nokkuð um það að islend-
ingar vestra hafi sótt i ákveönar
atvinnu- eða starfsgreinar, eins
og sagt er um sum þjóðabrot?
— Það hefur frá upphafi verið
stolt vesturislendinga hvað dug-
legir þeir hafa verið að koma
börnum sinum til mennta. Það er
þvi áreiðanlega tiltölulega margt
af langskólagengnu fólki af
islenskum ættum, svo sem læknar
og lögfræðingar. A bókmennta-
sviðinu hafa þeir tæplega skarað
fram úr, en hinsvegar látið nokk-
uð að sér kveða imálaralist,sem
má kalla undarlegt, þvi að þar
bjuggu þeir ekki að neinum erfða-
venjum að heiman. Friðrik
Sveinsson, bróðir Nonna rithöf-
undar, sem varð róttækur verka-
lýðssinni i Winnipeg, varð þannig
allkunnur listmálari. Þess má i
þessu sambandi geta að Sigriður,
móðir þeirra bræðra, fluttist
vestur á efri árum og giftist þar.
— Nú fluttu miklu fleiri islend-
ingar til Kanda en Banda-
rikjanna, gagnstætt þvi sem var
um aðra norðurlandabúa.
Hvernig stóð á þvi
— Helst þyrftu vesturislend-
ingar sjálfir að svara þessu. En
mér dettur helst i hug, að stjórnin
i Ottawa og einstakar fylkis-
stjórnir i Kanada buðu fátækum
ýmis konar fyrirgreiðslu, lán og
styrki, sem enginn bauð i Banda-
rikjunum. Ennfremur mætti
nefna dugnað og harðfylgi
islenskra agenta á vegum
Kanadastjórnar, sér i lagi frænd-
anna Sigtryggs Jónassonar og
Baldvins L. Baldvinssonar.
dþ.
KSÍ
Framhald af 13. siðu.
þessu máli væri algjör og mót-
mæli IBK voru ekki tekin til
greina. Var greitt atkvæði um
ákvöiðun KSl á stjórnarfundin-
um og voru þrir með en einn á
móti.
Aður en til þessarar ákvörðun-
ar KSt var gripið hafði verið
reynt að sætta deiluaðila með
sameiginlegum fundi en þær til-
raunir báru engan árangur.
Með þessari ákvörðun er gefið
grænt ljós með að islensk félags-
lið leiti sérsamninga um leikdaga
i evrópukeppnum. Þess vegna
geta keflvikingar ef þeim sýnist
svo leitað fyrir sér með nýjan
leikdag, skotist þannig fram fyrir
Val og fengiö þar með meiri að-
sókn en ella. Þá getur Valur
samið aftur um nýjan leikdag og
þannig gæti skollaleikurinn borið
þann árangur að fyrsti leikurinn i
evrópukeppninni fari fram i kvöld
eða á morgun eftir þvi hve
skeytasendingar ganga hratt
fyrir sig!!!
—gsp
Júnlus
Framhald af bls. 10.
Vopnafirði hefði átt mikinn þátt i
þvi að hleypa af stað vesturferð-
unum þaðan. En voru ekki fleiri
ástæður?
— Jú náttúruhamfarir áttu
mikinn þátt i þvi að hleypa flutn-
ingaskriðunni af stað. 1875 gýs i
öskju og viðar. Jökuldalsheiðin
og hluti Jökuldalsins verða
óbyggileg um tima og margt fólk
Víkurskáli
Vík í Mýrdal
* Veitingasala
* Bensínsala
* Olíusala
* Ýmsar ferðavörur
Hótel Húsavík
Ákjósanlegur
áningastaður
allt árið.
Hótel Húsavík
RÍKISÚT V ARPIÐ
SKÚLAGÖTU 4 — REYKJAVIK
Auglýsingasímar:
22274 og 22275
GÓÐA FERÐ!
þaðan flýr niður i Vopnafjörö.
Arin 1873—1875 höfðu ekki mjög
margir flust vestur þaðan, en þá
helst lausafólk, en litið var um
það að fjölskyldur i heilu lagi
tækju sig upp. En fólksflóttinn af
heiðinni niður i Vopnafjörð virðist
koma losi á heimamenn. Aður
höfðu margir talað um að flytja,
en gerðu nú alvöru úr þvi. 1876 fer
fyrsti stóri hópurinn úr Vopna-
firði til Ameriku. í honum var
margt fólk, sem flúið hafði ösku-
fallið, en einnig margt heima-
manna. Þeir, sem flosnaðir voru
upp á annað borð, áttu allt að
vinna, en engu að tapa. Þeir hafa
hrifið hina með sér, sem ef til vill
hafa verið rótfastari. Fjölda-
hreyfingin kviknaði. dþ.
Útivist
Framhald af bls. 9.
biðjum aðeins um svipaða fyrir-
greiðslu.
— Þið hafið farið margar góðar
ferðir, ekki rétt?
— Jú, það er vist alveg
áreiðanlegt... Sérstaklega man ég
þó eftir ferð á Húsafell um hvita-
sunnuna, — það var einstaklega
ánægjuleg ferð. Núna um
verslunarmannahelgina förum
við vlða, við erum með skipu-
lagðar ferðir i mörg landshorn
auk gönguferða um Reykjavikur-
svæöiö. Um helgina ber þó hæst
ferð á Vatnajökul, þar verða um
20 manns á labbi um jökulinn
þveran og endilangan.
— Falla oft niður ferðir vegna
þátttökuskorts?
— Nei, það kemur sárasjaldan
fyrir, eiginlega aldrei, vegna þess
að við förum hvort sem tap eða
gróði verður af ferðinni.
—gsp
SKIPAUTGCRB RIKISiNS
M.s. Hekla
fer frá Reykjavik
föstudaginn 8. þ.m.
austur um land i
hringferð.
Vörumóttaka:
þriðjudag, miðviku-
dag og til hádegis á
fimmtudag til Aust-
fjarðahafna, Þórs-
hafnar, Raufarhafn-
ar, Húsavikur og
Akureyrar.
Blómabúðin MÍRA
Suðurveri, Stigahlið 45-47, simi 82430
Blóm og gjafavörur í úrvali.
Opið alla daga og um helgar.
í?
vjlL
ÚTIVISTARFERÐIR
Sumarleyfis-
ferðir í ágúst
1. SNÆFELL—KVERKFJÖLL, 6.8, 7 dag-
ar. Flogið til og frá Egilsstöðum og ekið
þaðan að Snæfelli og i Kverkfjöll. Stór-
brotið landslag. Fararstjóri Jón I.
Bjarnason.
2. ÞEISTARREYKIR—NÁTTFARAVÍK-
UR, 13.8., 10 dagar. Flogið til Húsavikur
og ekið þaðan til Þeistareykja og gengið
um nágrennið. Siðan farið með báti
vestur yfir Skjálfanda og dvalið i
Naustavik. Gott aðalbláberjaland. Gist
i húsum. Fararstjóri Þorleifur Guð-
mundsson.
3. INGJALDSSANDUR, 22.8., 5 dagar.
Flogið vestur og dvalið i húsi á Ingjalds-
sandi. Gengið um umhverfið næstu
daga. Gott aðalbláberjaland. Farar-
stjóri Jón I. Bjarnason.
Ennfremur Vatnajökuls- og Þórsmerkur-
ferðir. Farseðlar á skrifstofunni.
Útivist
Lækjargötu 6, simi 14606.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður
og afa.
TRYGGVA ÞORSTEINSSONAR,
skólstjóra á Akureyri.
Sérstakar þakkir til skátanna á Akureyri fyrir ómetan-
lega aðstoð.
Rakel Þórarinsdóttir,
Bryndís Tryggvadóttir, Már Ingólfsson,
Þórdfs Tryggvadóttir, Guðmundur Ketilsson,
Viðar Tryggvason, Margrét Sveinbjörnsdóttir
og barnabörn.