Þjóðviljinn - 15.10.1975, Page 1
200 MÍLUR
Fiskveiöilögsagan viö
island varð 200 milur frá
grunnlínum um miðnætti í
nótt. Þar með stækkar
landhelgi Islands úr 216
þúsund ferkilómetrum í
758 þúsund ferkilómetra.
island er fyrsta Evrópu-
landið sem tekur sér 200
milna landhelgi.
Geir Hallgrímsson for-
sætisráðherra flutti ávarp
í útvarp í gærkvöld í tilefni
þessa áfanga i landhelgis-
málínu. I ræðunni gerði
hann grein fyrir sjónar-
miðum ríkisstjórnarinnar
og sagði að lokum:
/,Við islendingar skiljum
hve mikið er í húfi að vel
takist til um 200 mílna út-
færslu/ og þvi þurfum við í
sjálfu sér ekki hvatningar
við að fylgja þessari út-
færslu f iskveiðilögsög-
unnar í 200 mílur fram til
sigurs.
Við munum sem einstak-
lingar og þjóð halda
fullkomnu jafnvægi, beita
yfirvegaðri skynsemi og
dómgreind á hverju sem
gengur og við hverja sem
er að eiga. Lífsbjörg okkar
er í veði og málstaður
okkar svo sterkur að sigur
mun vinnast með fullum
yfirráðum Islands yfir
fiskimiðunum."
Stækkun landhelginnar I 200 mnur verftur ekki baráttulaus. Varftskipin eru ekki báin miklum vopnum,
en klippurnar sem hér sjást á mynd GSP, hafa reynst notadrjúgar, þótt ekki séu þær veigamiklar. A 3.
siftu blaftsins I dag er vifttal vift skipherrann á minnsta og elsta varftskipinu.
Áhafnir 119 skipa mótmœla fiskverði
Hætta eftir viku
Áhafnir 119 fiskiskipa
allt í kring um land
sendu sjávarútvegsráð-
herra svohljóðandi
skeyti í gærmorgun
vegna verðlagsákvörð-
unar á fiski:
„Við undirritaðar
skipshafnir 119 skipa
lýsum undrun okkar á
nýauglýstu fiskverði og
mótmælum harðlega
þeirri kjaraskerðingu,
sem þar kemur fram til
viðbótar undangengnum
kjaraskerðingum vegna
óhagstæðrar stærða-
flokkunar á fiski og ört
ef engin
breyting
verður á
minnkandi aflamagni,
mest vegna þess að
fiskimenn fá ekki raun-
verulegt verð til skipta.
Okkur er ekki unnt að
skilja, hvers vegna
fiskimenn, einir allra
stétta, þurfi að lækka í
launum, þegar laun ann-
arra stétta hækka, svo
sem fram kemur í ný-
lega hækkuðu verði
landbúnaðarafurða og á
ýmissi þjónustu.
Einnig lýsum við van-
trausti á fulltrúa sjó-
manna, útgerðarmanna
og oddamann, sem sæti
eiga i Verðlagsráði
sjávarútvegsins. Krefj-
umst við lagfæringar á
fiskverði okkur til hags-
bóta og teljum hæfileg-
an frest eina viku svo
róðrar ekki falli niður og
öll forsenda hlutaskipta
sé ekki algjörlega brost-
in." —úþ
27 skipstjórar vilja enga útlendinga
i landhelginni Sjá siðu 5.
Yfirgnœfandi meirihluti
BSRB vill verkfallsrétt
Talningu atkvæða úr
skoðanakönnun á verk-
fallsréttarf undum
BSRB lauk síðdegis í
gær. Um 30% félags-
manna i BSRB greiddu
atkvæði á f undunum og
84 til 85,5% þeirra lýstu
sig fylgjandi aukinni á-
herslu á verkfallsrétt
og fúsa til aðgerða 1.
növember.
SJÁ BAKSÍÐU
Þjóðviljinn 32 síður
Fram til sigurs! Forustu-
grein
— siða 4
Viðtal við Lúðvík Jósepsson
— siða 9
Viðtal við Ingvar
Hallgrimsson
— siða 10
Viðtal við Gils Guðmunds-
son
— siða 11
Fleiri viðtöl um landhelgis-
málið
— síða 12,13,15,19
Viðtal við sjávarútvegsráð-
herra
— siða 27 og 32.
Segir sig úr stjórn Lista-
safns íslands — sjá grein
eftir Kjartan Guðjónsson —
siða 24.
Helstu atburðir „þorska-
striðsins” 1972—1973
— siður 20 og 21.
Viðtöl og myndir úr Grinda-
vik i tilefni útfærslunnar
— siður 16,17 og 18
FiskveMÍimorK tomkv. reglugerd
W*t