Þjóðviljinn - 15.10.1975, Síða 5

Þjóðviljinn - 15.10.1975, Síða 5
26 togaraskipstjórar: Miðvikudagur 15. október 1975. ÞJÓDVILJINN — StÐA 5 Allir íslendingar ætlast til að útlendingar verði útilokaðir frá veiðum innan 200 niíliia Til rikisstjórnar Islands 26 togaraskipst jórar hafa sent forsætisráðherra íslands svofellt bréf. Nöfn skipstjóranna eru undirrit- uð. Til rikisstjórnar Islands, herra f o r s æ t i s r á ð h e r r a Geirs Hallgrimssonar. Við undirritaðir skipstjórar fögnum útfærslu fiskveiðiland- helginnar i 200 sjómilur. En jafn- framt mótmælum við öllum nauð- Kvennadómstóll um afbrot gegn konum Stofnaður hefur vcrið starfs- hópur sem fjallar um þau máL sem fulltrúar frá tslandi munu kynna við stofnun alþjóðlega kvennadómstólsins. Dómstóllinn mun væntanlega hafa aðsetur i Brussel og hefja starfsemi sina i byrjun desember næstkomandi. Þar vcrður fjallað um yfirgang og afbrot gegn konum i hinum ýmsu löndum. Málunum verður skipt niður i fimm málaflokka. Siðastliðna páska var i Paris haldin ráðstefna, þar sem saman komu 50 konur frá 20 löndum (Frakkland, Þýskaland, Sviss, Austurriki, ttalia, Spánn, Portú- gal, Danmörk, Sviþjóð, Noreg- ur, Puerto Rico, Saudi Arabia, Stóra-Bretland, trland, Holland, Belgia, Bandarikin, Mexico, Kanada og Bolivia (Suður- Amerika)). Tilgangur ráðstefnu þessarar var annars vegar að miðla upp- lýsingum um ýmis konar afbrot og yfirgang gagnvart konum i hinum ýmsu löndum, hinsvegar skipulagning alþjóðlegs kvenna- dómstóls þar sem afbrotamál þessi munu verða kynnt, tekin til umræðu og afstaða mörkuð. Þátttakendur ráðstefnunnar sögðu frá algengustu réttarskerð- ingu kvenna i heimalöndum þeirra sjálfra. Fram kom að margar þjóðir áttu við sams kon- ar vandamál að striða. Samþykkt var að skipta afbrotunum i 5 málaflokka: 1. Likamlegt ofbeldi og kynferð- isafbrot <sifjaspell, nauðgun, skækjulifnaður). 2. Valdbeiting viðvikjandi barn- eignum (glæpamennska við fóstureyðingar, vönun gegn vilja, ógreiður aðgangur að getnaðarvörnum eða alls eng- inn). 3. Yfirgangur innan fjölskyld- unnar (undirokun, ólaunuð heimilisstörf, mismunun i meðferð fjölskyldu-, trygg- inga- og skattalaga). 4. Fjárhagsleg þvingun (undir- launun, skortur á atvinnu- möguleikum, litil vörn gegn uppsögnum): 5. Stjórnmálaleg, trúarbragðaleg og/ eða hugmyndafræðileg undirokun (stjórnmálalegt ó- frelsi, skortur á frelsi til að stofna félagasamtök o.s.frv.). Dómstóllinn er hugsaður sem hvatning til að ná jafnrétti kynj- anna hvar sem er i heiminum. Hópurinn sem fjallar um þetta mál, vill ná til kvenna sem sjálfar hafa orðið fyrir andlegu og likam- legu ofbeldi i eða utan hjónabands (vigðri/ óvigðri sambúð), nauðg- anir, mismunun i vinnu eða menntun, smánarleg meðferð i réttarsalnum eða af lögreglu o.fl. Hópurinn er bundinn þagnar- skyldu og nöfn verða ekki birt nema með leyfi sendanda. Kvennadómstóll tengill Katrín Diðriksen, Bárugötu 7, Reykjavik. ungarsamningum innan hennar. Fiskaflinn við landið fer hrað- minnkandi miðað við sókn frá ári til árs, það sýna aflaskýrslur. Til- koma 50 nýrra skuttogara til við- bótar þeim sem fyrir voru hefur aðeins getað bjargað þvi, að heildarafli okkar hefur ekki farið hraðminnkandi undanfarin ár, en þessi nýju skip hafa sótt sinn afla á svæði sem útlendingum voru látin eftir vegna fækkunar á tog- araflota okkar á áratugnum milli 1960 og 70. Astæðan fyrir fækkun islensku togaranna var meðal annars sú, að um 1960 fóru þjóðir sem sóttu á tslandsmið að rikis- styrkja togaraútgerð sina. Við það versnaði samkeppnisaðstaða islenskra skipa til muna. Það, á- samt háum innflutningstollum hefur valdið þvi, að samkeppnis- aðstaða okkar hefur verið meira en 40% verri heldur en þeirra eig- in skipa á erlendum mörkuðum, ásamt meiri og minni löndunar- hindrunum þar, vegna þeirra eig- in skipa, sem hafa gengið fyrir i höfnum þeirra. Þorsk, ýsu, ufsa og karfamagn hefur stórum minnkað á miðunum undanfarin ár, og er nærri uppurið á stórum svæðum við landið. Af þessu ætti að vera ljóst, að áframhaldandi undanþágur til handa erlendum þjóðum stefna þjóðarhagsmunum og þvi að hægt sé að byggja tsland og halda hér uppi menningarlifi, i beinan voða. Enda sýnir það hvert stefnir, að eytt hefur verið hér 10—15% meiru en aflað und- anfarin 2 ár. Viö álitum að allir islendingar munti ætlast til að öll- um erlendum skipum verði bönn- uð veiði innan 200 milna fiskveiði- markanna og fiskstofnarnir rækt- aðir upp. En til þess þarf ein- beitni stjórnvalda sem töluvert hefur skort á til þessa. Það er nú fullsannað, að erlendar þjóðir eiga engan rétt til veiða á ts- landsmiðum. Meirihluti þjóða á Hafréttarráðstefnunn,i er nú fylgjandi þvi, að fiskveiðiland- helgi verði 200 sjómilur. Tima- bundin viðskiptavandamál ein- stakra aðila mega ekki ráða ferð- inni þegar um lifshagsmuni is- lenskrar þjóðar er að ræða. Við heitum á islenska rikisstjórn að standa fast á okkar málstað i þe'ssu lifshagsmunamáli okkar. og beita allri þeirri hörku með^ landhelgisgæslu og öðrum þeim ráðum sem við höfum tiltæk til að gera útlendingum ómögulegt að stunda veiðar við landið. Við heit- um á alla islendinga að standa fast saman um þjóðarhag. Auðunn Auðunss., Karlsefni, Hans Sigurjónss., Vigri, Sigurður Jóhannss., Harðbak Þráinn Kristinss., Narfa, Sverrir Valdimarss., Kaldbak Sigurjón Stefánss, Ingólfi Arnars. Sigurjón Jóhannss., Ólafi Sekk, Kristján Kögnvaldss., Dagnýju Gunnar Hjálmarss., Suðurnesi Stefán Aspar, Sólbak. ólafur Aðalbjörnss., Rauðanúp, Steingrimur Aðalsleinss.. Sigluvik, Sævar Brynjólfss., Hrönn, llagnar Fransson, Dagsjörnunni, Friðgeir Eyjólfss, llarðbak 2. Jóhann Sigurgeirss Skafta, Aki Stefánsson, Sléttbak, Ólafur Ólafsson, Trausta, Július Skúlason. Mai, Halldór Hallgrimsson, Svalbak, Sverrir Erlendss., Þormóði Goða, Guðmundur Jónss., Júni, Guðmundur Sveinss., Krossvik, Pétur Jóhannss., Aðalvik, Eðvald Eyjólfss., Jón Vidalin. Guðmundur Arnas., Drangey. Jóhann Þórðarson, Framtiðinni. ANDLITSTEIKNINGAR eftir Jóhannes Kjarval Nokkrar eftirprentanir ti sölu hjá okkur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.