Þjóðviljinn - 15.10.1975, Side 10

Þjóðviljinn - 15.10.1975, Side 10
10 siDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. október 1975. verndunarstjórnarmiða hér á landi og erlendis. ,,bað sem mér finnst ánægju- legast i þessum málum niina”, sagði Ingvar, ,,er, að sú ofveiöi fiskistofna sem ég skrifaði um i blöð og ræddi um i útvarpi á árunum 1971 og 1972 þegar út- fræslan i 50 milur var á döfinni, er nú orðin opinberlega viðurkennd staöreynd, Augu manna hafa opnast fyrir þvi að of hart er sótt að nytjafiskunum, hér við land, einkum þorski. Á þessum árum sem ég nefndi, voru undirtektir við slik sannindi litil, en nú er þetta komið á daginn. Ég benti þá á, að næst á eftir út- færslu i 50 milur, yrðum við að snúa okkur að skynsamlegri nýtingu okkar á þessum verð- mætum. Þvi miður hefur það ekki orðið-- ekki ennþá. Það var ekki gerð gangskör að þvi að koma á fót skynsamlegri nýtingu og siðan hefur hallað mjög á ógæfuhlið. Ég álit að skynsamieg nýting þessara verðmæta okkar sé grundvallaratriði i landhelgis- málinu. Ef allt fer i sama horf og áður undir okkar eigin stjórn, til hvers er þá barist?” llefurðu trú á að þegar og ef við fáum fljótlega yfirráð yfir 200 milna landhelgi, þá verði hún nýtt af viti? ,,Ég veit það ekki. Með tilliti til þeirrar ofveiði sem hér er, þá Ingvar Hallgrímsson fiskifrœðingur: 1928 1938 1948 1958 1968 1971 Við alþjóðlegt prófborð „utfærsla landhelginnar i 200 mílur hefur mest áhrif á fisk eins og loðnu þorsk og karfa/' sagði Ingvar Hallgrímsson fiski- fræðingur í samtali við Þjóðviljann fyrir skömmu. Við ræddum viö Ingvar um stöðuna i landhelgismálinu, ástand fiskstofna, viðgang fisk- veltur framtiðin alveg á þvi, að sókn útlendinganna létti. Að mínu viti er það algjörlega útilokað að halda til langframa úti jafn- stórum fiskiflota og islendingar eiga nú, nema þvi aðeins að heildarsókn minnki. Og sóknin verður a.m.k. að minnka að þvi marki sem nemur sókn út- lendinganna hingað. Astandið er i grófum dráttum þannig, að á sama tima og helstu nytjafiskar við tsland eru i lakara ástandi heldur en nokkru sinni, þá er aflageta skipastólsins i hámarki. Og þannig ástand kemur ekki heim og saman nema við getum aflétt þeirrri ásókn erlendra þjóða sem er á okkar miðum i dag.” Hvað er friðun? „Það verður fyrst og fremst að friða ungfiskinn” sagði Ingvar Hallgrimsson, og við spurðum hvort hann teldi liklegt af efna- hagspólitiskum ástæðum, að unnt yrði að friða hann nógu fljótt og nógu mikið, „Friðun er fórn. Fórn sem við gjöldum i dag, en vinnst upp seinna. Og með friðun á ég ekki við þá fölsku vernd sem oft er iðkuð, samanber ástandið i Barentshafi, sem við heyrum um þessa dagana. Þar er fiski- mönnum leyfilegt að veiða til- tekið magn af þorski. Þegar þvi er náð er veiðum samt haldið áfram, þorski hent dauðum i sjónn en aðrar tegundir hirtar. Ég er þvi miður svartsýnn — það kemur áð þvi að við vökn- um illilega upp við vondan draum. Veiðihæfni togara hefur liklega aukist um 40% siðan 1960. Og þvi er það ihugunarefni að afli i Norðuratlantshafi hefur ekki aukist að marki siðan 1960. Við veiðum hraðar heldur en fiskur- inn timgast. Okkar eigin umgengni um miðiti 1972 var skýrt frá þvi i blöðum að næstu 10 árin á undan, hefðu 770 landhelgisbrjótar verið teknir hér við land. Af þessum fjölda voru 700 brot framin af islenskum skipum. Þetta sýnir m.a., að við verðum að taka i lurginn á sjálfum okkur áður en langt um liður. Eftir að við fáum þessar 200 milur, verður nefnilega ekki við neina að sakast um ástand fiskistofnanna, nema bara okkur sjálfa. Hér þarf nýtt við- horf til lifrænna verðmæta, það þarf hugarfarsbreytingu. islendingar verða settir við alþjóðlegt prófborð. Stöndum við okkur eða ekki? Aður fyrr gátum við skammað útlendinga, en ef útfærlsan tekst vel, en nýting miðanna illa, þá getum við ekki kennt vondum útlendingum um.”' IJæmi um vonda stjórn Við báðuni Ingvar að nefna okkur dæmi um vonda stjórn á nýtingu fiskimiða við lsland - og einnig góða stjórn. ,,Já, dæmi um vonda stjórn gæti verið otvöxtur fiskiskipa- stólsins með tilliti til fiskmagns jiess sem veiða má. Dæmi um skynsamlega stjórn var t.d. friðun sildarinnar hér um árið og svo takmörkuð veiði á henni að loknu friðunartimabili. Einnig mætti nefna þá stjórn sem við höfum á humar og rækju- veiðum að hluta til. Ég vil lika nefna hvalveiðarnar. Þeim er vel stjórnað. Versta dæmi um stjórn- leysi er svo það, að við veiðum alltof mikið af ungfiski, og hann er veiddur áður en hann verður kynþroska. Það háttalag hefur þá afleiðingu að færri og færri dýr komast á kynþroskaaldur, og kostnaðarlega séð verður það lika mjög bagalegt, þvi að það er munur á, hvort við fáum t.d. 100 fiska i tonni eða 200 fiska.” Hefurðu ekki trú á að viðhorfin séu að breytast? „Þau eru að breytast. Viðhorf almennings eru að breytast. Og það er lika eðlilegt. Aflakóngarn- ir okkar, þessir makalausu menn sem moka upp fiskinum, beinlinis elta hann uppi eins og þeir viti jafnan hvar hann syndir nákvæmlega inn i trollið, þeir verða vitanlega varir við það þegar aflinn minnkar og fiskurinn smækkar, og hafa oft bent á ofveiðina. Og hin stjórnskipaða Land- helgisnefnd sýnist mér lita raunsætt á málið. Hún vinnur nú að undirbúningi löggjafar um fiskveiðar islendinga. Þar má engin hreppapólitik ráða.” FARYMANN TRILLUVÉLAR 9—11 hestafla 20—24 hestafla 26—32 hestafla. FYRIR VINNUVÉLAR 6 ha. við 3000 sn. 8 ha. við 3000 sn. 11 ha. við 3000 sn. 18 ha. við 2500 sn. 25 ha. við 2500 sn. ■L 'I SöyffflgiMgjiuiir •iMsxrti^^csiírö <§t (g@ Vesturgötu 16, simi 13280. Við lýsum yf ir eindregnum stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiði- lögsögunnar í 200 mílur í dag, 15. október og skorum á alla íslendinga að standa saman í þessu mesta lífshagsmunamáli íslensku þjóðarinnar. Við lýsum yf ir eindregnum stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiði- lögsögunnar í 200 mílur í dag, 15. október ogskorumáalla íslendinga aðstanda saman í þessu mesta lífshagsmunamáli íslensku þjóðarinnar. DRÁTTARBRAUTIN HF. NESKAUPSTAÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.