Þjóðviljinn - 15.10.1975, Side 11

Þjóðviljinn - 15.10.1975, Side 11
Miðvikudagur 15. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11 Gils Guðmundsson9 alþingismaður: Ekki ástæða til að bjóða samninga um veiðar innan fiskveiðilögsögunnar Engin ástæða er til þess að semja viö útlendinga um veiöar innan landhelginnar. — Myndin er af islensku varðskipi og bresku herskipi tekin i siðasta þorskastriði. -Gils Guðmundsson, alþingismaður, hefur setifi sem f ulltrúi íslands á þeim áföngum haf réttarráð- stefnunnar, sem haldnir hafa verið. Fyrsti hluti hennar átti sér stað i Caracas i Venúsúelu i fyrrasumar, en annar hluti hennar var haldinn síðast- iiðið vor í Genf í Sviss. Þriðji hluti hafréttarráð- stefnunnar verður svc haldinn í New York í mars til maí að vori. í tilefni útfærslu fisk- veiðimarkanna hér við land í 200 mílur hafði blað- ið tal af Gils, og spurði hann fyrst að þvi á hvern hátt mál yrðu lögð fyrir þriðja hluta ráðstefnunnar að vori. — Það er orðið töluvert ljósara en áður hvernig hægt er að stánda að málum, sagði Gils. A þessum tveimur áföngum, sem haldnir hafa verið, hafa komið fram mjög margar og býsna sundurleitar til- lögur. Þó var það ljóst þegar á leið, að hugmyndin um 200 milna auðlindalögsögu átti langmestu fylgi að fagna, og hefur verið jöfn og nokkuð hröð þróun i þá átt á undanförnum árum. Að þvi var siðan unnið, ekki sist af hópi strandrikja þar sem ís- land var eitt þátttökurikja, að undirbúa einn texta eða eitt frum- varp á grundvelli þessa hugtaks, og siðan yrðu þá þær þjóðir, sem vildu koma fram breytingum á þeim texta að flytja þær i breyt- ingatillöguformi. Mikilsverðasti árangur Genfar- fundarins i vor var sá, að undir lok hans tókst að koma saman sliku frumvarpi sem allir eru að visu ekki ánægðir með i öllum greinum, en er þó i megindráttum i samræmi við skoðanir mikils meirihluta þátttökurikja. f næsta áfanga verður þvi tekið til við þessi frumvarpsdrög þar sem frá var horfið. Nú þegar eru miklar likur til þess, að meira en tveir þriðju hlutar þátttökurikja sé fylgjandi þessu frumvarpi i aðaldráttum. Þó er enn tekist á um nokkur mikilsháttar atriði. — Attu von á þvi, að fram komi margar breytingatillögur? — Það liggur ekki ljóst fyrir ennþá, hve mikið verður flutt af breytingatillögum, en þær verða sjálfsagt ýmsar og kunna sumar að snerta auðlindalögsöguna. Trúlegt er að hugmyndin um al- þjóðlegan gerðardóm skjóti upp kollinum, sömuleiðis hugmyndin um sögulegan rétt, en hvorugt þessara atriðia er inni i frum- varpinu eins og það liggur fyrir. — Heldurðu að slikar breyt- ingatillögur næðu samþykki? — Ég tel að visu að sú hætta sé ekki mikil, en þó veit maður aldrei hvað kann að gerast i samningaþófi á siðustu stundu. En væntanlega verða strandrikin þarna vel á verði. — Hefur mikið borið á þvi, að þjóðir hafi skipt um skoðun á hafréttarmálum frá þvi fyrst var fraið að ræða þau mál á þessum ráðstefnum, og þá i þá veru, að þau séu nú samþykk 200 milna auðlindalögsögu, sem þau þá ekki voru áður? — Það virtist svo, einkum á fundinum i Genf, að sumar þjóðir hefðu algjörlega breytt um stefnu eða voru að búa sig undir að gera það. Mjög mikið munar að sjálf- sögðu um það, að bæði Bandarik- in og Sovétrikin aðhyllast nú 200 milna auðlindalögsöguhugtakið. Fulltrúi breta lýsti þvi yfir, að bretar væru ekki fjarri þvi að styðja þessa lausn mála. — Hvað með v-þjóðverja? — V-Þýskaland og fleiri Efna- hagsbandalagsriki hafa á hinn bóginn neitað að fallast á að auð- lindalögsöguhugmyndina nema þá svo útvatnaða með undanþág- um og öðrum afslætti að litið eða ekkert yrði eftir af gagnlegum hlutum fyrir strandriki i frum- varpinu. — Hvert verður svo framhald- ið? — Ég er þeirrar skoðunar að hafréttarráðstefnan komist að niöurstöðu áður en lýkur og þá i samræmi við þær meginhug- myndir, sem nú eru uppi i áður- nefndu frumvarpi. Hins vegar er nær óhugsandi að það verði i næsta áfanga og er spá min sú, að slikt gerist ekki fyrr en 1977 eða jafnvel siðar. Enn eru ýmis allstór göt á frumvarps- drögunum, og sjálfsagt verður nokkuð löng togstreita um sum á- kvæði þeirra. Það tefur fyrir, að niðurstaða fáist, að á það er lögð mjög rik á- hersla að ná sem viðtækastri samstöðu. Það er naumast talið fullnægjandi að tveir þriðju hlut- ar af þjóðum heims, eða riflega það, nái samstöðu, ef allt að þriðjungur rikja neitar að hlita þeim lögum, sem sett kynnu að verða. Giis Guömundsson, alþingis- maður. — Hvað heldur þú um aðstöðu okkar að koma útfærslu fiskveiði- lögsögunnar út i 200 milur nú? — Vegna hinnar hagstæðu þró- unar i hafréttarmálum undanfar- in þrjú ár, þar sem allt virðist stefna að alþjóðalögum um 200 milna auðlindalögsögu sem grundvöll, fæ ég ekki betur séð en staða okkar til þess að færa út i 200 milur nú sé miklu sterkari á alþjóðavettvangi en staða okkar var 1972, þegar við færðum fisk- veiðilandhelgina út i 50 milur. Með tilliti til þessa, virðist sist af öllu ástæða til að elta uppi breta, vestur-þjóðverja eða aðra til að bjóða þeim samninga um veiðar i islenskri fiskveiðilög- sögu. —úþ WICHHANN □ IE5EL 4 uf ÚTGERÐARMENN — SKIPSTJÓRAR Skuttogaraöldin er gengin i garð. Margir framsýnir islenzkir útgerðar- og skipstjórnarmenn hafa valið Wichmann AX vélarnar i nýju skuttogarana. AX vélarnar i nýju skuttogarana. AX vélin er þungbyggð, hæggeng L 375 sn/min tvigengis yentlalaus vél. — AX vélin er framleidd i stærðunum að 2,250 hö. (með skiptiskrúfu og forþjöppu). Sanikvæmt opiuberum upplýsingum um verkefni norskra skipasm iðastöðva, segir að i árslok 1972 hafi 17 skuttogarar verið i smiöum i Noregi. Þar af voru hvorki meira né minna en 14 með Wichmann aðalvél. n. LdlT Wichmann er einnig i fararbroddi hér á landi. Nú eru rúmlega 32.000 Wichmann hest- öfl i gangi i islenzka fiskiskipaflotanum. Um næstu áramót verða þau orðin rúm- lega 40,000. Þetta sýnir hið mikla traust sem framsýnir útgerðar- og skip- stjórnarmenn bera til Wichmann vél- anna. Hestorkutala og lengd á AX vélum: 4 AX 1000 hestöfl lengd 3.6 metrar 6 AX 1500 — — 5.0 — 7AX 1750 — — 5.5 — 9 AX 2250 — — 6.5 — Áratuga löng reynsla Wichmann bátavélanna hér á landi hefur sann- að ótvírætt að þær eru gangöruggar, sparneytnar og ódýrar í viðhaldi. Wichmann verksmiðjurnar fram- leiða skrúfuhring (dyse) sem hefur verið sett á mörg íslenzk fiskiskip og hefur hann reynst mjög vel. — Dráttarafl hefur aukizt og titringur minnkað til mikilla muna. Fyrsti skuttogari sem smíðaður er á íslandi, fyrir Þormóð Ramma á Siglufirði, er búinn WICHMANN diesel-vél Leitið nánari upplýsinga hjá aðal umboðinu. EINAR FARESTVEIT & CO HF., Bergstaöastræti 10, sími 21565

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.