Þjóðviljinn - 15.10.1975, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 15.10.1975, Qupperneq 15
Miðvikudagur 15. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Björn Guðmundsson formaður Útvegsbœndafélags Vestmannaeyja: veiðiheimildir 50 mílnanna Engar innan Björn Guömundsson, formaður útvegsbænda- félags Vestmannaeyja var spurður, hvort hann teldi að hann og aðrir út- vegsmenn teldu líklegt til árangurs að semja við breta um áframhaldandi veiðar innan 50 milnanna. „Nei, það finnst ,mér ekki.'/ið eigum alls ekki að semja við breta um veiðiheimildir innan 50 milnanna. , 1 júli i sumar gerðii Otvegs- bændafélagið i Vestmannaeyj- um reyndar samþykkt um að það ætti ekki að semja við þá um neinar veiðiheimildir innan 200 milnanna. Og við vonum i lengstu lög að stjórnvöld leggist ekki svo lágt, að semja við þá um veiðiheimildir innan 50 milnanna. Þessar tollaivilnanir Efna- hagsbandalagsrikjanna eru bara smápeningar miðað við þau verðmæti sem við látum þá kannski hafa i staðinn.’’ — Ertu nokkuð hræddur um að það verði erfitt að verja 200 milurnar? „Það má vera, að það verði erfitt, en ég held að við verðum að gera það samt, verja land helgina i lengstu lög. Mér finnst það fyrst og siðast algjörlega frágangssök að leyfa nokkra veiði innan við 50 milurnar. Útlendingarnir verða bara að fá að átta sig á að sá timi er liðinn að þeir geti verið hér uppi i kálgörðum hjá okkur. Við eig- um aöeins þrjár náttúru- auðlindir islendingar, fiskinn, fallvötnin og jarðhitann og við verðum að standa vörð um þessar auðlyndir! Kynnum við málstað okkar nægilega erlendis? „Ég held, að við ættum að fórna svolitlum fjármunum i að kynna okkar röksemdir.’ -GG. Kaupið bílmerki Landverndar kVerjum gggróöurl verndumt jandígfc) Til sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreiðslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustíg 25 Pipulagnir Nýlagnir, breytingar hita veitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir 7 á kvöldin). Jón Páll Halldórsson, framkvœmdastjóri, Isafirði: „20 mílna landhelgi yið Vestfirði” Þjóðvi I j inn ha f ði samband við Jón Pál Halldórsson fram- kvæmdastjóra Norður- tangans á Isafirði, og spurði hvað honum væri efst í huga nú þegar út- færsla landhelginnar í 200 mílur er að koma til framkvæmda. Kannski rekur menn minni til, að vestfirskir sjómenn mót- mæltu harðlega samningunum við breta 1973, þegar breskum togurum var gefið leyfi til að veiða upp að 20 milum undan Vestfjörðum i 10 mánuði ársins. „Fólk virðist halda að bretar veiði hér aðeins i einhverjum litlum hólfum,’ sagði Jón Páll „en þvi er miður ekki svo farið. Þeir eru alls staðar á okkar miðum.’ Og Jón Páll heldur áfram: „Vestfirðingar fagna allir sem einn þeirri ákvörðun að færa landhelgina út i 200 milur Um þá ákvörðun eru áreiðan- lega ekki skiptar skoðanir. Það var öllum vestfirðingum mikið fagnaðarefni, þegar land- helgin var færð út i 50 milur haustið 1972 en það olli þeim lika sárum vonbrigðum, þegar ári siðar var ákveðið að heimila breskum togurum veiðar upp að 20 sjómilum út af Vestf jörðum i 10 mánuði ársins. A þessu svæði, milli 20 og 50 milnanna, eru einmitt öll bestu fiskimiðin, hvort sem um linu eða togveiðar er aö ræða. Á þessu svæði hafa breskir togarar mátt stunda veiðar GEYMSLU HÓLF /Z GtYMSLUHOLF I ÞRVMUM STÆRDUM N/ ÞJONUSTA VIO VIDSKIPTAVINl I NVBYGGINGUNNI RANKASTÆTI 7 ^ SijmYinnubankinn allan ársins hring, nema þá tvo mánuði, september og október, sem aflavonin er minnst, en þá þurfa þeir að sigla út fyrir 50 milur. 1 framkvæmd var þvi nánast um útfærslu i 20 milur að ræða en ekki 50 milur. Allir sem eitthvað þekktu til gerðu sér grein fyrir þvi, að þetta myndi þýða meiri soknarþunga á fiskimiðin út af Vestfjörðum, heldur en þau mið þyldu Sú hefur lika orðið raunin á, og nú er það almennt viður- kennt, að þorskstofninn hér við land sé ofveiddur. Það á ekki sist við um Vestfjarðamið, en hér er uppistaðan i aflanum einmitt þorskur. Vestfirðingar hljóta þvi ai leggja á það höfuðáherslu að þegar þessu timabili lýkur nú i haust, verði alls ekki um fram- lengingu á þvi að ræða. Til þess eru vitin að varast þau, og ég treysti þvi að mis- tökin frá 1973 verði ekki endur- tekin með nýjum veiðiheimild- um fyrir erlend skip innan 50 milanna. Það gæti tekið mörg ár að vinna upp það tjón, sem af þvi gæti hlotist. Ef stjórnvöld telja sig geta náð samkomulagi við Efna- hagsbandalagsrikin með samningum um takmarkaðar veiðiheimildir utan 50 milnanna, tel ég að slikir samningar geti komið til greina i stuttan tima.’ En þú vonast til að útfærslan i 200 milur geti fært okkur 50 milna landhelgi? „Það er einmitt mergurinn málsins.’ -GG. Við lýsum yf ir eindregnum stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiði- lögsögunnar í 200 mílur í dag, 15. október og skorum á alla íslendinga að standa saman í þessu mesta líf shagsmunamáli íslensku þjóðarinnar. FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS Við lýsum yf ir eindregnum stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiði- lögsögunnar í 200 mílur í dag, 15. október og skorum á alla íslendinga aðstanda saman í þessu mesta lífshagsmunamáli íslensku þjóðarinnar. $ KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR Kleppsvegi 33, Reykjavík. Sími 3 83 83 Við lýsum yf ir eindregnum stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiði- lögsögunnar í 200 mílur í dag, 15. október og skorum á alla íslendinga að standa saman í þessu mesta lífshagsmunamáli íslensku þjóðarinnar. OLÍUSAMLAG.ÚTGERÐARMANNA NESKAUPSTAÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.