Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. október 1975. Þegar landhelgin er færð út i 200 sjómilur er ómaksins vert að rif ja upp átökin sem áttu sér stað við útfærslu landhelginnar i 50 sjó- milur fyrir liðlega 3 ár- um. Þegar útfærslan stóðfyrir dyr- um tóku forráðamenn bresku tog- araútgerðarinnar að velta þvi fyrir sér hvernig hentast væri að bregðast við aðgerðum landhelg- isgæslunnar og var ákveðið að láta togarana halda sig aðallega i tveimur hópum við ísland. Jafn- framt ákvað breska stjórnin að taka rannsóknarskip sin úr þjón- ustu Alþjóðahafrannsóknarráðs- ins, en breytti skipunum i „eftir- lits- og sjúkraskip” fyrir land- helgisbrjóta. Vinningar þegar eftir fyrsta daginn Þegar markalinan var færð út á miðnætti, aðfaranótt 1. septem- ber 1972 voru um 60 breskir togar- ar innan 50 milnanna, en 15—20 vestur-þýskir. Þegar linan var færð út voru 30—40 breskir togar- ar á veiðum út af Kögri. Höfðu flestir togaranna breitt yfir nafn og númer. En varðskipin voru þegar komin á vettvang og trufl- uðu veiðar bretanna. Á fyrsta degi útfærslunnar, sagði Lúðvik Jósepsson, sjávar- útvegsráðherra á blaðamanna- fundi: ,,Við höfum þegar vinn- inga á okkar hendi. 1 fyrsta lagi verða bretarnir að halda sig i tveimur hólfum og láta annað i friði. 1 öðru lagi veiða þeir afarlit- iðmeð slikum aðferðum.” Þenn- an dag kom fram sú stefna rikis- stjórnarinnar að þreyta bretana og láta þrautseigjuna ásamt is- lenskri veðráttu og samstöðu þjóðarinnar vinna sigurinn. Víraklippur dugöu vel Strax fyrstu daga landhelginn- ar kom virahni'fur landhelgis- gæslunnar i ljós, mikið þing sem átti eftir að gera landhelgisbrjót- unum marga skráveifuna. Lögðu 20 togarar á flótta þegar Ægir hótaði að beita kiippunum. Á móti kom hótun handan yfir hafið frá lafði Tweedsmuir, aðalsamn- ingamanni breta i landhelgis- striðinu, á þá leið að freygátur yrðu hafðar til taks utan landhelgismarkanna. En þá (5.9) hafði lika verið klippt á togvira fyrsta togarans. Þetta gerðist i morgunsárið norður af Horni. Varðskip gerði atlögu að ómerkt- um togara og skar siðan á annan togvirinn. Togarinn hafði ekki sinnt aðvörunum varðskips- frá 1. september 1972 til 13. nóvember 1973 manna og hafði áhöfnin hins veg- ar skemmt sér við að leika „Rule Brittannia” i senditæki skipsins — en sú skemmtan stóð skamma stund. 7. september kom fram á fréttamannafundi þriggja ráð- herra, að belgar væru reiðubúnir til þess að viðurkenna landhelgi íslands. Meginatriði þessa samn- ings við belga voru : Samið var til 19 mánaða. Belg- ar fengu sérstök leyfi á sex mán- aða fresti fyrir hvert skip, sem stundaði veiðar hér við land. 1 leyfisveitingunum kom fram að belgar viðurkenna að fullu lög- sögu islendinga yfir landhelginni. Samið var um sérstök veiðihólf fyrir belgisku bátana, en þeir eru flestir undir 250 tonn að stærð, alls 19 talsins. Með samningnum var komið i veg fyrir humar- veiðar belga hér við land, en þeir veiddu áður 10—12 þúsund tonn af humri á ári. Þetta samkomulag við belga vakti hvarvetna mikla athygli, enda sögðust bresk stjórnvöld undrandi yfir þvi að slikt gæti gerst. Rétt I sama mund og sam- komulagið var gert við belga fór fram talning á erlendum togurum við landið. Reyndust erlend skip aðólöglegum veiðum alls vera 38, en þau voru 65 við útfærsluna. Ekki verður sagt að timinn næstu mánuðina hafi verið við- burðarikur eftir fréttasiðum Guðmundur Kjærnested skipherra um borð i Ægi. blaðanna að dæma. En úti á mið- unum voru i sifellu að gerast at- burðir, þar sem landhelgisgæslan stuggaði við veiðiþjófunum. Var svo komið i janúarmánuði, að skipstjóri eins breska togarans talaði heim og sagði: ,,Við yfir- gefum Islandsmið innan 24 klst. ef við fáum ekki vernd.” Talaði skipstjóri þessi fyrir munn allra annarra skipstjóra á breska togaraflotanum. Voru þeir þá búnir að þola 17 viraklipping- ar, auk margskonar truflana að ógleymdum islenskum vetrar- veðrum um nokkra hrið og voru i þann veginn að gefast upp. Bresku útgerðarmennirnir lofuðu að visu að aðstoða veiðiþjófana, en það var ekki fyrr en undir vor- ið að til tiðinda dró i þeim efnum. Vert er að geta þess, að um miðjan október reyndi breski tog- arinn Aldershot að keyra á varð- skip, og nokkru siðar reyndi tog- ari að keyra niður gúmbát varð- skipsmanna. Þrátt fyrir ofbeldisaðgerðir breta var nokkrum viðræðum haldið áfram við þá, enda var um það sifelld krafa af hálfu sam- taka- og framsóknarráðherranna i vinstristjórninni. Út úr þessum viðræðum kom hins vegar ekki neitt og ákvað rikisstjórnin að hætta viðræðum við breta að ó- breyttu ástandi, er þeir settu hafnbann á islensk skip i breskum höfnum. Nauðsynlegt er að geta þess, að á þessum vikum kom fram, að breskar njósnaflugvélar, notaðar til þess að njósna um ferðir varð- skipanna, fengu að athafna sig á Keflavikurflugvelli. Var þvi háttarlagi mjög harðlega mót- mælt af islenskum yfirvöldum. Ekki verður fjallað um þessa fjóra siðustu mánuði. ársins 1972 án þess að getið sé sérstaklega þáttar stjórnarandstöðunnar, einkum Sjálfstæðisflokksins. Til Haag eöa ekki Fyrstu dagana eftir að land- helgin var færð út kom strax fram megn andstaða við stjórnina af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Kom hún meðal annars fram I þvi að Morgunblaðið neitaði á fyrsta degi útfærslunnar að birta ræðu sem ólafur Jóhannesson forsæt- isráðherra flutti á útfærsludag- inn. Jóhann Hafstein skrifaði grein i Morgunblaðið þar sem hann hélt þvi fram að lftið bæri i rauninni i milli breta og islend- inga i landhelgismálinu og vegna þessarar afstöðu ihaldsins gerðu bretar sér sifellt vonir um það að unnt væri að kljúfa stjórnmála- flokkana í landhelgismálinu. Kom þetta mjög fljótt i ljós i breskum blöðum. Það var þó ekki fyrr en eftir áramótin, i einu af fyrstu blöðum Morgunblaðsins á þjóðhátiðarár- inu,að þess var krafist, að út- færsla landhelginnar i 50sjómilur yrði lögð fyrir alþjóðadómstólinn i Haag. En kórónan á sköpunar- verkinu var það þegar Morgun- blaðið lagði til að rikisstjórnin færi fram á það við árásaraðil- ann, breta, að þeir lánuðu einn dráttarbátanna, sem þeir höfðu hér við land, til þess að aðstoða við flutninga vegna ástandsins i Vestmannaeyjum. Krafan um sendingu til Haag fékk litlar undirtektir fyrr en 14. mars. Þá hélt Hannibal Valdi- marsson ráðherra ræðu á fundi i siðvæðingarfélagi ungra kaup- sýslumanna. Þar lýsti hann fylgi við það að landhelgismálið yrði sent til meðferðar i Haag. Þjóð- viljinn og Timinn tóku þegar i stað eindregna afstöðu gegn áliti ráðherrans, auk þess sem annar ráðherra frjálslyndra, Magnús Torfi Ólafsson, lýsti andstöðu við að setja málið undir dómstólinn. Hannibal flutti tillögu um það á flokksstjórnarfundi frjálslyndra undir vorið að flokkurinn sam- þykkti utanstefnuna, en sú tillaga var felld. Á sama fundi tilkynnti Hannibal, að hann myndi láta af ráðherradómi, en Björn Jónsson tók við. Dregur aö uppgjöf og innrás Af og til reyndu bresku og þýsku togararnir að klóra i bakk- ann, þrátt fyrir ótta og þreytu. 3. april 1974 gera 24 þýskir og 6 breskir veiðiþjófar innrás i frið- aða svæðið á Selvogsbanka. A sama tima og þetta gerðist var stödd í Reykjavlk viðræðunefnd á vegum vestur-þjóðverja. Islenska viðræðunefndin neitaði að setjast að viðræðum nema togararnir hypjuðu sig út. Svo varð, og bret- arnir snautuðu á eftir. Um páskana kom til grófustu ofbeldisverka breta I landheiginni til þessa. Þeir reyndu að keyra niður næstminnsta varðskipið, Árvakur, og reyndu jafnframt að rlfa veiðarfærin af islenskum tog- urum. Islensku varðskipin höfðu þá klippt á togvira nokkurra er- lendra togara. Um miðjan mai var ljóst að uppgjöf bretanna var á næsta leyti. En laugardaginn 19. mai urðu kaflaskil I landhelgismálinu. Þá réðust þrjú bresk herskip inn I islensku landhelgina. Áður en til innrásarinnar kom höfðu um hrið staðið yfir við- ræður milli breta og islendinga um veiðar breta i landhelginni. Siðasti viðræðufundur hafði verið haldinn 3. mai og þá var staðan i viðræðunum þannig, að mikið bar enn á milli. Heimkomin hélt lafð- in blaðamannafund og lýsti þvi yfir að allt væri þetta Lúðvik Jósepssyni, harðlinumanni stjórnarinnar, að kenna. Morgun- blaðið tók að sjálfsögðu undir með lafðinni og ásakaði LUðvik um þrjósku og þrákelkni. 17. mai voru bresku togaraskipstjórarnir alveguppgefnir orðniroghéldu út fyrir 50 milna mörkin, þrátt fyrir tilraunir skipstjóra á hjálpar- skipunum til þess að stöðva flótt- ann. Nú lofuðu bresk stjórnarvöld að senda herþyrlur inn yfir flsk- veiðilandhelgina, en á laugardeg- inum 19. mai réðust herskipin sjálf inn fyrir. Við innrásina var það almenn krafa þjóðarinnar að viðræðum við breta yrði tafarlaust hætt og að kalla bæri islenska sendiherr- ann heim frá NATO og frá London en hér var að sjálfsögðu um að ræða bresk NATO-herskip. Jafn- framt var þess krafist — meðal annars i ályktunum Alþýðu- bandalagsins — að stjórnmála- sambandi yrði slitið við Bretland meðan herskipin væru innan landhelginnar. Heitt sumar Alþýðusambandið boðaði til útifundar um landhelgismálið 23. mal. Var það fjölmennasti úti- fundur sem haldinn hefur verið i Reykjavik, 25.000 manns voru á fundinum að sögn lögreglunnar. Laugardaginn 26. mai kom til beinna átaka á miðunum við her- skipin. Varðskipið Ægir kom að togaranum Everton að ólöglegum veiðum. Togaraskipstjórinn neit- aði að hlýða fyrirmælum varð- skipsmanna. Ægir skaut þá við- vörunarskotum að togaranum, en ekki dugði og hélt togarinn á brott. Það sem einkum vakti at- hygli við þennan atburð var af- staða stjórnarandstöðunnar. Geir Hallgrimsson sagði: „Það er mitt álit að ekki beri að grípa til svo örlagarikra ráða.” Gylfi Þ. Gisla- son sagði: „Nú óttast ég alvar- lega að við Islendingar höfum spillt okkar málstað.” 28. mal tilkynnti íslenska rikis- stjórnin að herskipainnrásin væri brot á reglum NATO og krafðist utanrikisráðherra, Einar Agústs- són, þess, að NATO stöðvaði inn- rásina i landhelgina. Á blaða- mannafundi lýsti ráðherrann þvi yfir að almenningsálitið á Islandi hefði snúist gegn Atiantshafs- bandalaginu. Og það var ekki ol' mikið sagt, en Morgunblaðið skrifaði aldrei meira um hernað- arihlutun rússa, en einmitt þessar vikurnar. Föstudaginn 1. júnl reyndu bresku ofbeldisöflin að sigla niður eitt minnsta varðskipið, Árvakur. Dráttarbátur sigldi á varðskipið, en síðan reyndi breskt herskip að Svavar Gestsson tók saman

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.