Þjóðviljinn - 15.10.1975, Page 32

Þjóðviljinn - 15.10.1975, Page 32
Miðvikudagur 15. oktdber 1975. Ganga sjómenn á land? Þjóðviljinn leitaði i gær um- sagnar óskars Vigfiissonar, for- manns Sjómannafélags Hafnar- fjarðar á skeyti 119 skipshafna isl. fiskiskipa til sjávarútvegs- ráðherra um nauðsyn þess að endurskoða nýákveðið fiskverð. Óskar sagði:—Mann brestur eiginlega orð til þess að lýsa þvi hvað þetta hefur að segja. Þarna standa saman að einu skeyti allar áhafnir stórra og smárra fiski- báta sem á sjó eru umhverfis allt land. Þetta er timælalaus van- traustsyfirlýsing á það hvernig fiskverðsákvörðun er tekin. — Manstu eftir jafn mikilli samstöðu meðal sjómanna? — Aldreisiðanforðumdaga, að sildveiðiflotinn sigldi i höfn. Þetta er þó mikið viðtækari samstaða, þvi um er að ræða allan flotann, á hvaöa veiðum sem hver einstakur bátur er, bæði báta og togara. Ég hef aldrei á minni sjómannstfð vitaö aðra eins samstöðu. Það hlaut lika að koma að þvi að mönnum væri nóg boðið. — Hvað er það i fiskverðsá- kvörðuninni, sem veldur þessari óánægju? — Það er bæði lækkun verðs á ákveönum fiskitegundum og stærðarflokkunin, sem vægast sagt er mjög illa að staðið. Við getum hvorki borið okkur saman við norðmenn né færeyinga hvað varðar fiskverð og stærðarflokk- un, sem er mun hagstæðara fyrir fiskimenn þar en hér. — Nú hafa verðlagsráðsmenn látið hafa það eftir sér, að verð á stærsta og besta fiski væri svona lágt vegna þess, að hann væri lát- inn halda uppi verði á lélegri fiski. — Ég mótmæli þessu harðlega. Mér er nokkuð vel kunnugt um verð á fiski td. i Færeyjum og i hvaða pakkningar hinir ýmsu verðflokkar fara. Ég hef margoft mótmælt þessu við okkar fulltrúa i verðlagsráði. — Það er talað um viku frest. Ef engin leiðrétting hefur verið gerð eftir viku, hvað þá? — Ég geri raö fyrir að þeir muni þá sigla inn. Þá held ég að allir menn gangi i land Við talningu atkvæða I skoðanakönnun BSRB. — Mynd AK 85,5% BSRB vildu verkfallsrétt Eindreginn stuðningur við forystu bandalagsins „Þessi úrslit eru feykilegur stuðningur við ákvörðun forystu BSRB um að leggja á- herslu á verkfallsréttar- máiin. Ég vænti þess að þau verði til þess að rikisstjórnin leiti sam- komulags við Bandalag starfsmanna rikis og bæja um löggjöf varð- andi verkfallsrétt. Þetta sagði Haraldur Stein- þórsson, varaformaður BSRB, er talningu i skoðanakönnun BSRB um verkfallsréttinn lauk siðdegis i gær. Mikil þátttaka var á verkfalls- réttarfundunum, sem urðu 55, 30% félagsmanna tóku þátt i at- kvæðagreiðslunni á fundunum og veröur það að teljast frábær þátt- taka. Alls greiddu 3248 atkvæði um spuminguna: Vilt þú að aukin á- hersla verði lögð á baráttuna fyr- ir verkfallsrétti opinberra starfs- manna? Já sögðu 2776 eða 85.5%. Nei sögðu 472 eða 14.5% Samtals greiddu 3 112 atkvæði um spurninguna: A að gripa til aðgerða 1. nóvember næstkom- andi ef samningar takast ekki i staö þess að leggja málið fyrir kjaradóm? Já sögðu 2614 eða 84%. Nei sögðu 498 eða 16%. Niutiu og fimm atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir á fundun- um. 50% skerðing námslána Allir fulltrúar námsmanna i stjórn Lánasjóðs islenzkra námsmanna lögðu niður störf i sjóðstjórn i gær i mótmælaskyni við aðgerðir og afstöðu stjórn- valdagagnvartL.l.N., sem þeir telja alófæran að gegna þvi hlutverki er honum ber við núverandi ástand. ,,Til að bæta gráu ofan á svart,” segir i bókun er þeir lögðu fram á fundi sjóðstjórnar i gær, „hefur fjármálaráðherra nú lagt fram fjárlagafrumvarp á Alþingi, sem felur i sér fólsku lega árás á kjör námsmanna. Ef þetta frumvarp nær fram að ganga þýðir það um það bil 50% skerðingu, frá þvi sem verið hefur undanfarin 2 ár, á námsaðstoð til þeirra 3500 námsmanna og fjölskyldna þeirra sem eiga lifsafkomu sina að verulegu leyti undir L.Í.N. meðan á námi þeirra stendur.” Segja fulltrúarnir viðkomandi ráðuneyti hafa haft fullkomnar upplýsingar um fjárþörf sjóð- sins og skuldbindingar fyrir- liggjandi mánuðum saman en ekki sé sjáanlegt að neitt hafi verið aðhafzt til þess að leysa þau vandamál. Muni þeir ekki hefja störf i sjóðstjórn fyrr en breyting hafi orðið þar á. HP Fimni bátar frá Þorlákshöfn stunda nú spærlingsveiðar og hef- ur þeim gengið sæmilega, afiað alls 2500 tonn i haust. Sem stendur stunda 4 bátar netaveiði og er búist við að tveir eða þrir I viðbót bætist við á næst- unni. Afli netabátanna hefur ver- ið all.góður fram að þessu. Það sama verður hinsvegar ekki sagt um afla þeirra fjögurra báta sem róa með troll. Afli hjá þeim hefur verið afar tregur til þessa. Heildarafli Þorlákshafnarbáta á bolfiski frá áramótum er orðinn 16.142 tonn. Enn sem komið er hefur engin sild verið söltuð i Þor- lákshöfn. —Þorsteinn Sjávarútvegsráðherra um fiskverðið nýja Hœkkun en ekki lœkkun! Póstur og Simi: Fjármála- óreiða á tveimur stöðum? Eftirfarandi orðsending barst Þjóðviljanum frá póst og síma- málastjórninni i gær: Að gefnu tilefni skal upplýst, að bókhald og fjárreiður póst- og slmastöðv- anna á Hvolsvelli og Reyðarfirði hafa veriö sendar viðkomandi sýslumönnum til rannsóknar. I tilefni af þessu höfðum við samband við Valtý Guðmundsson sýslumann Suður-Múlasýslu og spurðum hann um málið. Valtýr sagði að yfirheyrslur hefðu staðið yfir i tvo daga vegna þessa máls, og heföu 4 menn verið yfirheyrð- ir. A þessu stigi málsins vildi hann ekkert segja til um hvort einhver fjármálaóreiða væri hjá póstiog sima á Reyðarfirði; rann- sóknin færi fram samkvæmt ósk póst og sfmamálastjórnarinnar. Sagði sýslumaður að málið væri mjög erfitt i rannsókn, þar sem fara þyrfti yfir aragrúa skjala og þaö eitt væri vist að rannsókn þess myndi taka langan tlma, þótt vel væri haldið áfram. Við náðum ekki sambandi við Bjöm Björnsson sýslumann á Hvolsvelli f gær, en Þjóðviljinn mun fylgjast með þessum málum áfram. —S.dór Þjóðviljinn spurði sjávarút- vegsráðherra eftirþvi hvert hans álit væri á skeyti 119 skipshafna, svo og hvert hans álit væri á starfsemi Verðlagsráðs sjávar- útvegsins. Ráðherra sagði: —Ég gagnrýni ekki verðlagsráð sem slikt. Það sem ég hef gagnrýnt, er, aö þeir, sem töldu sig i vetur ekki geta borgað hærra verð fyrir fisk meöan og þegar verðákvörðun var tekin, gerðu það svo þegar til kastanna kom. Ég tel, að sú stefna, sem verö- lagsráð hefur fylgt, að hækka mest stærsta fiskinn og besta fiskinn, það sé auðvitað sú eina rétta stefna. Ef við ætlum að halda við háu verði á smáfiski erum við um leið að stuðla að auknu smáfiskadrápi. f sambandi við siðustu verð- ákvörðun, er það ekki rétt hjá sjó- mönnum, sem sent hafa þetta skeyti, að hér sé um kauplækkun, eða réttara sagt fiskverðslækkun að ræða. Heldur er hér um fisk- VQrðshækkun að ræða. Það er eftirtektarvert, að við áætlun á þorskaflanum einum, sem lögð var til grundvallar þegar verðákvörðun frá áramótum var tekin, er 41,8% yfirstærð eða 1. flokkur, 41.5 millistærð og 16.7 smáíiskur. En af 151þúsund tonnum af þorski.umreiknað i óslægðan fisk, sem skipað er upp eftir siðustu vertið, þá eru 20.200 tonn óflokkuð. En samkvæmt þvi sem greitt er þá er greitt 68,7% sem fyrsti -flokkur af þessum 130 þúsund tonnum,27,8% millistærð, en smáfiskur aöeins 3,5%. Þetta sýnir að fiskkaupendur hafa flokkað fiskinnn frjálslega og þetta er betra en það, fyrir sjómenn og útgerð, sem lagt var til grundvallar við verðákvörðun. Það er talið að fiskverðs- breytingim nú kosti rikissjóð 40- 45 miljónir króna fram að ára- mótum,en á ársgrundvelli er talið liklegt að það mundi kosta I auknum greiðslum um 2.100 miljónir vegna þess, að samsetn- ing aflans er önnur á haustin en aðra árstima. Verðlag á fisktegundum er mjög breytilegt. Pundið af frystum ufsa, miðað við sif-verð, er 63,50 krónur nú, en meðaltal af þorski, blokk og flök, er 119,75 kr. Þetta ætti að sýna mönnum að ufsaverðið er ákaflega erfitt i meðförum. Ég vil alls ekki taka undir það, að þeir menn, sem starfa i verð- lagsráði eigi skilið að fá slika umsögn, sem i skeytinu frá flotanum er gefin. —Það er talað um vikufrest til breytinga á fiskverðinu. Hvað viltu um það segja? —Mitt álit er það alveg umbúða- laust, að ég tel enga möguleika á þvi, að rikissjóður, sem er ekkert annað en sameign okkar sjálfra, geti tekið á sig meiri útgjöld, hvorki vegna fiskverðsbreytinga eða annarra breytinga. Við heyrum og sjáum að þjóðir i kring um okkur eru að gera harðar ráð- stafanir nú, oliukreppan er búin að kosta okkur nokkra miljarða á hverju ári, við höfum orðið að sætta okkur við mjög hækkað verð á innflutningi, en hins vegar lækkun á velflestum útflutnings- afurðum okkar. Kvennaverkfallið: Hagkaup hótar málsókn o Brunabótafélagið og Búnaðar- bankinn hóta uppsögnum Forráöamenn nokk- Forráðamenn Hag- urra stórra fyrirtækja kaups h.f. hafa hótað hafa brugðist ókvæða þvi að hefja mál á við kvennaverkfallinu. hendur þeim konum, sem leggja niður vinnu hjá fyrirtækinu 24. Á þann hátt hyggjást þeir ná aftur tapinu vegna óþæginda sem af verk- fallinu leiða. Eitt opin- bert fyrirtæki og banki hafa hinsvegar gengið svo langt að hóta upp- sögnum vegna verk- fallsaðgerðanna. Þar er um að ræða Bruna- bótafélag íslands og Búnaðarbankann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.