Þjóðviljinn - 19.10.1975, Síða 7

Þjóðviljinn - 19.10.1975, Síða 7
Sunnudagur 19. október 1975. ÞJÚÐVILJINN — StÐA 7 A þessu ári hafa tvær norskar verkalýðskvikmyndir verift frumsýndar i Noregi, sem er I senn ánægjulegt og nýstárlegt, þvi kvikmyndir um eða i þágu verkalýðs hafa ékki verið gerðar i Noregi frá striðslokum, ef frá er talin mynd Oddvars Einarson KAMPENOM MARDÖLA (1971). Sú fyrri VERKFALL („Streik”) er gerð eftir bók Thor Obrestad „Sauda! Streik!” og hefur ODD- VAR BULL TUHUS annast leik- stjórn og handritagerð. Kvik- myndin fjallar um ólöglegt verk- fall 240 iðnaðarverkamanna við Electric Furnace Company i Sauda við Vesturströnd Noregs. Sú siðari, HVER Á TYSSEDAL? (Hvem eier Tyssedal?”) er gerð af SÖLVE SKAGEN og MALTE WADMAN, og tekur fyrir kjara- baráttu 400 verkamanna við ál- verksmiðjuna i smábænum Tyssedal við Sudurfjorðinn. ólöglegt verkfall Tilkoma VERKFALLS gekk ekki átakalaust fyrir sig, Norska sjónvarpið fjármagnaði gerð kvikmyndarinnar og fól þeim Oddvar Bull Tuhus og Lasse Glomm að skrifa kvikmynda- handrit eftir fyrrnefndri bók um SAUDA-verkfallið sem átti sér stað 1970. Handritið var viður- kennt af hálfu sjónvarpsins og upptaka hófst. Þá greip Vinnu- veitendasamb. Noregs i taum- ana og taldi gerð myndarinnar hvetja til lögbrots þar sem verk- fallið hafði verið ólöglegt. Þar með stöðvaði útvarpsstjóri upp- tökurnar og það var ekki fyrr en rúmu ári siðar sem gerð myndar- Hver á hvað i þessu álviti? KVIKMYNDIR í ÞÁGU KJARA- BARÁTTU innar gat haldið áfram eftir mikið málastapp. VERKFALL er leikin kvikmynd en með miklum heim- ildarmyndarblæ. Verkafólkið leikur sig sjálft og eitt aðalhlut- verkið leikur Kjell Pettersen, en hann er einn af driffjöðrunum i verkalýðsbaráttu Sauda. Allar heimildir sem notaðar voru við gerð myndarinnar voru rækilega kannaðar og mestur timi og kostnaður fór i sjálfan undirbún- ing myndarinnar. Arangur þess- arar undirbúningsvinnu lætur heldur ekki standa á sér. Sam- bandinu milli verkamannanna innbyrðis jafnt sem streitu verka- lýðsfélagsins og vinnuveitend- anna er lýst á spennandi og sann- færandi hátt. Kvikmyndin er mjög heilleg og endursegir með stigandi spennu launabaráttu verkamannanna i smábænum Sauda, þar sem allt atvinnulif byggist á einni verksmiðju. Kvik- myndin tekur fyrir hinar ýmsu hliðar á ólöglegu verkfalli, sem vopn i kjarabaráttu verkalýðs, sem lögbrot og ólöglegt athæfi og hina sálrænu spennu sem skapast meðal allra aðilja. Kvikmynda- taka HALVOR NÆSS er i senn bæði hógvær og hnitmiðuð, hann reynir sjaldan frumlegar lausnir né annarleg sjónarhorn, heldur byggir myndrammann i kring um hið talaða orð af látleysi og ein- íöldum skýrleika. Það sem kannski vekur mesta furðu við þessa kvikmynd er að stór hópur leikaranna hefur aldrei fengist við leik áður, en leysir engu að siður hlutverk sin svo frábærlega vel af hendi að furðu gegnir. Þetta gefur kvik- myndinni sterkan og sannfærandi tón, sem svelgir áhorfandann i iðnu atburðanna. Verkafólkið leikur sjálft sig og atburðirnir eru ekki tilbúinn veruleiki heldur upprifjun á baráttu og hverdags- leika þess sjálfs. Engu að siður ber VERKFALL það með sér að hafa farið i gegnum þurrkofna borgaralegrar ritskoðunar og að ýmis uppgufun hafi átt sér stað áður en Norska Sjónvarpið og Norska Vinnuveitendasambandið gáfu kvikmyndafólkinu lausan tauminn. Þannig heldur fyrr- nefndur Kjell Pettersen þvi fram, að bæði hin mikla andstaða meðal verkalýðs i Sauda gegn heims- valdastefnu Bandarikjanna og eins samúð sú, sem verkfall þetta vakti viðs vegar i Noregi, hafi fariðforgörðum i kvikmyndinni. 1 sjálfu sér sljóvgar þetta ádeilu- brodd myndarinnar, en nær sam- timis til fleiri þjóðfélagshópa, og sem samtimaheimild er VERK- FALL óvéfengjanlega bæði áhugavert og fræðandi gagn i þágu kjarabaráttu verkalýðsins. Mengun og gróði HVER Á TYSSEDAL? 90 minútna 16 mm kvikmynd um kjarabaráttu verksmiðjufólks i Tyssedal i Noregi. Álverksmiðj- urnar i Tyssedal voru reistar skömmu eftir aldamót og voru á sinum tima þær stærstu og ný- tiskulegustu i Noregi en eru i dag með þeim minnstu og úreltustu. Tyssedal byggir sina afkomu á verksmiðjunum og um 400 manns af tæpum 1500ibúum þorpsins eru starfandi við þær. Frá upphafi eða 1912, hafa verksmiðjurnar verið i eigu erlendra aðilja. PECHINEY, franskt fyrirtæki starfrækti verksmiðjurnar frá 1914 til 1958 þegar BACO (Thc British Aluminium Company Limited) frá Bretlandi og ALCAN ( Alcan Aluminium Limited) frá Kanada keyptu verksmiðjurnar endanlega, en bæði siðastnefndu fyrirtækin höfðu átt hluta i verk- smiðjunni allt frá öðrum tug ald- arinnar. Ur „Hver á Tysseval?” Þessi tvö íyrirtæki eða DNN ALUMINIUM A/S eins og þau kalla sig sameiginlega, hafa sið- ustu 60 ár ekki aðeins grætt stórar peningafúlgur á verksmiðjunum, (peningar, sem Norðmenn hafa ekki séð snefil af), heldur hafa þeir einnig fullan yfirráðarétt yfir vatnsorkunni i Tyssedal. 1964 fékk DNN framlengingu á leigu- skilmálum vatnsorkunnar til árs- ins 2006. DNN hefur notað tæp 50% af vatnsorkukvóta sinum sið- astliðin ár. Afganginn hafa þeir seltá hinum frjálsa markaði. Þar sem orkuleigan er ekki visitölu- tryggð, hefur gróðinn stigið i hlut- falli við verðbólguna. Þetta gaf DNN 20 miljón norskra króna i hreinan ágóða 1974. DNN er i dag gjörsamlega úreltar og úr sér gengnar verksmiðjur, hættulegar heilsu manna jafnt sem dýra i nánasta umhverfi. Gróðurinn er brúnn á litinn i Tyssedal, barrtrén standa þurr og dauð i fjallshliðunum. Suðurfjörðurinn er einn mengaðasti fjörður i heimi. Tennur sauðfjárins eru óvenju stórar að vexti vegna flúor-mengunar frá verksmiðjun- um i firðinum, og slátra verður dýrum vegna næringarlevsis skepnanna. Blóm og jurtir verður að setja niður á ári hverju á nýj- an leik, þvi gróður lifir ekki leng- ur en svo i þessum jarðvegi. Margar húsmæður hafa hætt að þvo gluggana, þvi að þvottalögur- inn bitur ekki lengur á hinni möttu flúorskán gluggarúðanna. Inni i bræðsluofnasal verksmiðj- anna vinna verkamennirnir i mettuðu reyk — og gaslofti. Hit- inn — sem getur farið upp i 90 gráður celsius — veldur þvi að ógjörningur er að nota gasgrim- ur, i stað þess verða verka- mennirnir að notast við létt og ófullnægjandi gasbindi til að hlifa öndunarfærunum. Bræðsluofn- arnir geta auðveldlega sprungið — það hefur gerst — og það má teljast mildi að enn hafa ekki orð- ið dauðaslys, en margir hafa skaðbrennst við vinnu. Eftir 1960 jókst eftirspurnin á ári og það varð arðbærara að reisa nýjar verksmiðjur heldur en endurnýja þær gömlu. Minni framleiðslueiningar — eins og Tyssedal — sátu á hakanum. Upp úr ’70 þegar bera tekur á yfirframleiðslu og sölu- erfiðleikum verður vafasamt að slik starfræksla borgi sig. Starfs- mannafélag verksmiðjanna i Tyssedal undirbjó sig til baráttu. Kröfur þeirra voru þrenns konar: 1) Vatnsorkan verði i Tyssedal sem trygging fyrir vinnustaði i framtiðinni. 2) ALCAN og BACO byggi nýjar og betri verksmiðjur i Tyssedal. 3) Ef eigeendur verksmiðjanna verði okki við þessum kröfum, skerist norska rikið i leikinn og kaupi verksmiðjurnar og yfir- ráðaréttinn yfir vatnsorkunni. Baráttan stóð i tvö ár, eða frá 1973-75, þegar norska rikið kaupir verksmiðjurnar fyrir 175 miljónir norskra króna. (Auðhringarnir höfðu, i fyrstu krafist 300 miljóna norskra króna.) Eitt ár á filmu Kvikmynd Sölve Skagen og Malte Wadman fjallar um eitt ár þessarar baráttu Tyssedælinga. Þetta er heimildarkvikmynd, þar sem sjónvarpstækninni, er mikið beitt, meðal annars i viðtölum, málaflokkaskilgreiningu og efnismeðhöndlun, og notkun þul- ar. HVER A TYSSEDAL? reynir ekki að leyna áliti sinu á hlutun- um, heldur tekur mjög ákveðna afstöðu til málanna. Þeir félagar ganga út frá sjónarmiði verka- mannsins; yfirvofandi atvinnu- leysi og óöruggt ástand, likami hans illa farinn af margra ára striti og slæmum aðstæðum, um- hverfi hans mengað og niðurnitt. Kvikmyndin er þó ekki einlituð áróðursmynd heldur leikur meir á strengi stjórnmálalegrar iróniu. og skapar spenningu Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.