Þjóðviljinn - 19.10.1975, Síða 9

Þjóðviljinn - 19.10.1975, Síða 9
Sunnudagur 19. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Það er ægilega langt siðan unga vegriddara á tslandi hætti að dreyma um stælta gæðinga, hesta sem fleyttu þeim yfir móa og mýrar og gerðu ofurmenni úr veslingum þeirra — bill er i stað hests núna, en riddaranum bak við stýrið gengur það sama til og þeim i hnakknum: að upphefjast á einhvern hátt,. i stað hetju i brynju með hjálm og höggsverð, er kominn unglingur i leðurjakka með sigarettu og bensingjöfin er vopn hans. Við sjáum þá geysast á marg- falt ólöglegum hraða eftir mal- bikinu, farartækin eru af ýmsu tagi, en hestöflin mörg og ef tekst að róa taugakerfi unglinganna um stund, fá þá til að tala svolitið um sjálfa sig, þá veita þeir verð- mætar upplýsingar um felgu- stærð, hjólbarðavidd, spyrnu- kraft, blöndungsop og fjöðrunar- búnað hinna ýmsu bila og hvernig þessi einstaklingur bilaflotans eða hinn er álitinn bregðast við veltu, aftanákeyrslu, hliðarskelli eða einhverju þvi öðru sem fyrir bifreiðir getur komið. Sumir unglingar hafa á eim hvern hátt, t.d. með vinnu, komið höndum yfir fjársjóði sem þeir breyta i bila og aka svo hreyknir hjá. En mjög margir eignast ekki bila, ekki heldur mótorhjól og standa vonsviknir við vegkantinn þegar keppnin stendur — en fá áður en langt liður önnur áhuga- mál. Manndómsmerkiö En biladella gripur ekki aðeins börnin. Fullorðið fólk ver líka tekjum sinum og tima i að eltast við bila, tala um bila, dreyma um bila — og aka i bilum. Það er svolitið gaman að fylgj- ast með fordildinni kringum bila fullorðna fólksins. Unglingarnir skreyta sina bila, reyna að mála á þá þann glæsibrag sem kannski er ekki upphaflega fyrir hendi. Fullorðna fólkiö kaupir sér glæsi- braginn eða settleikann eða ,,ele- gansinn”. Það er greinilegt, að i heimi hinna fuílorðnu er bill mann- dómsmerki. Það er vitanlega verkefni fyrir sálfræðinga að fjalla ýtarlega um manndóms- merkið, en það er af ýmsum á- stæðum sem menn leggja mikið upp úr bil. Auðugur maður, t.d. læknir eða lagarefur, heildsali eða bygg- ingameistari berst sennilega ekki tiltakanlega á. Hann byggir sér reyndar kastala utan um eigin kropp, gerir sér voldugt hús, fær sé mikla loðkápu og svo verulega dýran bil, t.d. benz, range rover, kádiljálk osfrv. Þegar þessi mað- ur ekur um göturnar, þá sjá hinir borgararnir að þar fer maður sem slægur er i: Hann hefur há laun. Svo er það blekkingameistar- inn. Sá fýr er að mörgu leyti skemmtilegur. Hann hefur bara venjuleg laun, kannski varla það, en er hagsýnn. Kannski þarf hann ekki að halda uppi heimili, slepp- ur við að kaupa sér hús, og i stað- inn ekur hann i Arnarnes-dreka eða Laugarás-kagga. Þessi dellufýr er afarforvitnilegur fyr- ir sálfræðinga og hver man ekki IIEOP IM 1 l.rl* __ _ eftir kenningunni um stutta lók- inn. Að græða á bílum Múgamaðurinn á Arnarnes- drekanum þarf hinsvegar ekki að vera komplexeraðri en læknirinn á range rovernum eða skátinum. En hann elur með sér óraunsæja drauma um að hann komist i þeirra félagsskap. Hitt er svo eins iiklegt að manndómsmerki læknisins sé bill en ekki limur frjór. Meðal töffara á tslandi ganga stundum sögur um ævintýralega keppni einhverra manna i bilavið- skiptum. Það eru sagðar endal. sögur af einhverjum slánum sem hafa kept bil fyrir sama og ekkert, lagfært hann svolitið, kannski bónað, og siðan selt fyrir þrefalda þá upphæð sem þeir keyptu á.Það er sagt að fornald- arnáungar eins og einhver Batti rauði og Kristinn Finnbogason hafi orði rikir á þessu. Og hver vill ekki reyna? t ótrúlega mörg- um bilskúrum eru ungir menn nú að bóna bila eða sjóða i ryðgöt, pússa og mála yfir skellur. Kannski setja þeir teppi á gólfin og jafnvel gamla loftnetsstöng á brettið og sú nöturlega skitu- beygla sem ýtt var inn i skúrinn er orðin að ásjálegu tæki — og hún selst! Allt er keypt í svo litlum bæ sem Reykjavik er, virðist vera ótrúlegur fjöídi af mixurum — mönnum sem lag- færa bilskrjóða og selja siðan, eða mönnum sem endalaust reyna að halda lifi og hestöflum i gamalli blikkbelju. Mixaraherinn er vitanlega til- kominn af þvi, að nýir bilar eru geirslega dýrir, (geirslega er at- viksorð, myndað af nafninu Geir Hallgrimsson, einum auðugasta bilainnflytjanda hér á landi) það fæst hér varla brúklegur bill und- ir 1.2 miljónum vegna hinna hrikalegu tolla sem lagðir eru á bifreiöar. Mixararnir hafa ýms spjót úti til að ná sér i „hráefni” gamla skrjóða til að lagfæra. T.d. er upplagt að fara á uppboð. Fyrir hálfum mánuði eða svo, var haldið uppboð á bilum á veg- um einhvers opinbers aðila, kannski borgarfógeta. Uppboðið fór annars vegar fram við Vöku- portið i Artúnshöfða en hinsvegar vestur i Ánanaustum. Af auglýsingunni i dagblöðun- um var ekki annað að sjá en það sem fógeti væri að selja, væru nothæfir bilar, sumir nýir, eig- endur þeirra hefðu að likindum farið á hausinn og borgin nú að gera sér mat úr þrotabúinu. En það var ekkert af þvi taginu, sem auganu mætti i þvi óyndis- lega umhverfi i Artúnshöfðanum. A þessum stað, sem eitt sinn var fegursti staðurinn i landi Reykja- vikur, er nú bara drasl. Og það sem fógeti var að bjóða upp, voru einhverjir fyrrverandi bilar sem voru komnir nær þvi að breytast i fornaldarófreskjur, en að fáfróð- um manni um bila, dytti i hug að þeir ættu eftir að bruna eftir Miklubraut. Sægur mixara safnaðist um bil- flök sem voru að byrja að hverfa ofani jörðina. Uppboðshaldarinn hafði fyrir sig ungan skrifstofumann sem gerði sig embættismannslegan i fasi, og hafði hamar i hönd sér, litinn hamar sem hann hefur sennilega fengið að láni úr mekkanói sonar sins. Og menn buðu i svartan chevrolet, eitthvert fyrrverandi salatfat frá löggunni og kaupand- inn fékk það á sex þúsund krónur. Litill fiat sem greinilega hafði dá- ið voveiflega fór á 6.500 krónur og blaðskrifari þessi leit hissa upp á kaupandann. Að visu eru 6.500 krónur ekki há fjárhæð — en þó svona 10% af mánaðarlaunum barnakennara. Sérðu ekki hvað sætin i honum er góð, sagði mixarinn sem nú átti gamlan fiat, og fyrirlitningin i rödd hans leyndi sér ekki. I Ananaustum voru uppboðsbil- ar aðeins borubrattari, stóðu t.d. allir á fjórum dekkjum og sæg mixara dreif þar að og sumir voru jafnvel með vonarglampa i augum þar sem þeir studdu hönd á svona tvitugan volkswagen, rauðan og allryðgaðan og sumir beindu jafnvel augum að hérum- bil gangfærum fiat sem ljóslega bar af I þessum flokki. Sá bill var lika seldur á 20 þúsund og þótti gjafverð. óbilfróður maður á borð við blaðamanninn hefði sjálfsagt gef- ið þeim manni 20 þúsund sem vildi taka hræið af höndum hans, en svona er misjafn smekkur manna og útsjónarsemi. Kannski hafa þeir byrjað svona, Batti rauði og félagar. Kannski endar fiatkaupandinn i Arnarnesvillu og glens Útfararstjóri einn i Cavan var mjög gramur yfir þvi, að keppi- nautur hans hafði fengið að ann- ast útför þekkts manns þar i borg. Þegar jarðarförin fór fram hjá sagði hann við vin sinn: — Ef að maöurinn i likkistunni væri á lifi, þá væri það ég sem fengi jarðarförina hans. Ein handan járntjaldsins: Arið 1960. Maó sendi skeyti i örvæntingu sinni til Krúsjoffs: ,,Við sveltum! Sendið korn!” Krúsi svaraði: „Eigum ekkert umframkorn. Reyrið mittisólarn- ar fastar.” Hann fékk snarlega svar: „Sendið tvö hundruð milljón mittisólar — hvað sem það nú er!” Foreldrarnir voru af frjáls- lvndu sortinni og voru að fara i samkvæmi, þegar elsti sonur þeirra sneri sér að pabba sinum og sagði: á Laugarás-kagga og hreykir sér hátt. Bílasölur I stærri bæjúm á Islandi, Reykjavik, Akureyri, Hafnarfirði og kannski viðar, eru bilasölur margar. Sumir biladellumenn skipta stöðugt um bila, bilakaup- in eru þeim nauðsynlegur liður i útrás dellunnar. Það eru vitanlega þessir dellu- menn sem halda bilasölufyrir- tækjunum uppi. En vegna þess að hér á landi hefur aldrei tiðkast aö menn gengu á kaffihúsum eða krám og ræddu þar áhugamál sin, þá hittast biladellumenn mjög oft á hinum fjölmörgu bilasölum i bæjunum. 1 Reykjavik eru svo margar bilasölur, að það er dags- verk fyrir áhugasaman að fara á milli þeirra allra, hitta menn og bila, gera lausleg tilboð og velta vöngum. Talsverður fjöldi manna hefur það að tómstundagamni i- iðju- leysi, að hanga á bilasölum. Kall- ast á kersknisyrðum eða brönd- urum við sölumenn, skoða þá bila sem komið er með til að selja, gera jafnvel tilboð, en kaupa yfir- leitt aldrei neitt, vegna þess að fjárhagurinn er ekki á Arnarnes- mælikvarða. Það er eins misjafnt og menn- irnir eru fjáðir, hvernig þeir kaupa bila. Rikssbubbar kaupa kannski bil árlega af umboðs - sölu og greiða út i hönd. Aðrir' safna fé af þrautseigju og kaupa sér nýjan bil á fimm eða tiu ára fresti. Og sennilega eru þeir næsta fjölmennir, sem þannig fara að. En allir þurfa að losna við gamlan bil, þegar þeir fá sér nýjan. Ýmiss gangur er á þvi, hvernig menn greiða notaða bila sem fást á bilasölum. Algengt mun vera að 60-80% kaupverðsins séu greidd út, en af- ganginn fá menn lánaðan mis- jafnlega lengi, kannski i heilt ár, en sjaldan lengur. Peningalitill maður, sem remb- ist við að kaupa bil á 600 þúsund eða svo (góður bill mun vart mik- ið ódýrari) nær kannski að aura saman tvö til þrjú hundruð þús- undum. Það sem á vantar i út- borgun, eitt til þrjú hundruð þús- und, reyna menn að fá að láni og samþykkja þannig gjarnan vixla fyrir 50 eða 70% af bilverðinu. Af- ganginn greiða þeir siðar, og njóta við það aðstoðar verðbólg- unnar. Endalaus draumur Frá blautu barnsbeini skriða tuttugustualdarbörnin með hönd- ina kreppta um bil sinn. þau reka tunguna út i munnvikið og puðra og urra, likja eftir vélarhljóði. lenda i margvislegum ævintýrum með bila sina og ævintýraheimur ungu bilstjóranna er eins og raun- veruleiki þeirra eldri. Þegar bila- draumur unglingsins verður raunverul, heldur hann áfram að spinna ævintýrasögu sina, horfir á bil sinn daginn langan og vill betri bil, stærri bil, öflugri bil.... en til hvers? —GG — Heyrðu pabbi, ef þetta er ein af þessum konuskiptaveislum sem þið eruð að fara i, reyndu þá að finna þér einhverja sem getur lika eldað mat. — Loksins! Eftir langa mæðu tókst mér loks að fá Ellu til að segja já! — Til hamingju, gamli vin! Hvenær verður svo brúðkaupiö? — Hvaða brúðkaup? Gamli Mac frá Aberdeen var kominn heim eftir tveggja vikna ferðalag til Lundúna. Við grind- verkið að lóð nágrannans sagöi hann frá ferðinni: — Ég fer sko ekki til þessarar borgar aftur! Hugsaðu þér bara! Ég bjó á gistiheimili i Earls Court og það leið ekki sú nótt allan tim- ann, að ekki væri barið á dyrnar hjá mér um tvöleytið og sægur fólks stæði fyrir utan og hellti yfir mig fúkvrðum! — Og kvartaðirðu ekki! — Það er ekki til neins að reyna að ræða við svona fólk! Ég hélt bara áfram aðspila á sekkjarpip- una mina og lét sem ekkert væri...

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.