Þjóðviljinn - 19.10.1975, Side 11
,Sunnudagur 19. októbcr 1975. ÞJÓÐVILAINN — S ' \ 11
konfektkassamálarar. Hjá
þessum hættum sneiðir Frida
léttilega. Hún er dýpri og merki-
legri persóna en flestirhinna, hún
sækir myndefni sitt i reynslu og
tilfinningalif sem er feikilega
persónulegt, Og kannski mætti
gera þá samlikingu, að hún opni
sér æð þegar margir súrrealist-
anna eru að kreista blóðdropa
undan nögl. Frida sækir mynd-
efni sitt i þau lög vitundarinnar
sem flestum eru bannsvæði, hún
gengur innum dyr sém alla jafna
eru harðlæstar. Og það eru þvi
likaast, að hún rekist ekki á neina
hindrun á þeim óravegi sem hún
flytur myndtáknin um. Það er
merki snilligáfu henar.
Sjálft myndmál Fridu er fljótt á
litið einfalt. Það er raunsætt, og
þjóðlegt að þvi leyti að það sækir
til innlendrar hefðar og náttúru:
myndbyggingin er hrin og
augljós. Temun eru hinsvegar
margslúngin.
Dagbækur Fridu er kapituli
útaf fyrir sig. Þar er að finna
athyglisverðar heimildir um bak-
svið hennar, andlega liðan og list-
rænar viðmiðanir. Og bækurnar
eru fullar upp með myndlist.
Blýants- og vatnslitaskissurnar
eru sumar hverjar mögnuð
myndlist, og standa næst
stlrrealismanum af verkum
Fridu. Innanum i bókunum eru
tilraunir Fridu til að skrifa ljóð.
Beitir hún þar sjálfvirkri skrift
eins og mjög var i tisku, raðar
saman orðum sem standa ekki
I rökréttu samhengi, en mynda
þegar á heildina er litið
merkingarlegar samfellur.
Af dagbókunum má greinilega
ráða að gildismat og skap Fridu
leyfðu ekkert vil. Þó er það
greinilegt að oft hefur gripið hana
örvænting sem henni veitist erfitt
að sigrast á. Á einum stað er
mynd af manneskju i upplausn. Á
myndinni stendur skrifað: ,,Yo
soy la desintegración”. Ég er
upplausnin.
Og margur maðurinn hefði
áreiðanlega lagt upp laupann i
sporum Fridu Kahlo um það bil
sem.hún festir þessa mynd og
þessi orð á blað. Þá hafði nýlega
verið tekinn af henni fóturinn.
Hún minnist varla orði á
aðgerðina, en i dagbókina teiknar
hún mynd af fæti sem grænir
sprotar teygja sig uppúr. Og á
grænan borða, sem ennþá hángir
i svefnherbergi hennar, hefur hún
málað þessi orð: ,,Tré vonarinar,
vertu staðfast”.
Frida skrifar á einum stað:
„Skoðaður úr fjarlægð, er harm-
leikurinn einhver fáránlegasti
fylgifiskur mannkynsins”. Frida
leitaðist alla tið við að lita á eigin
harmleik úr fjarlægð, hún leitaðist
við að varpa honum á léreftið og
skoða hann þar hlutlægt. Myndir-
hennar eru vottur um að einungis
með þvi móti að kannast við ótta
sinn geta menn tekist á við hann
og yfirstigið á félagslegum
grundvelli.
Stuðst við ritgerð Teresu Del
Conde um Fridu Kahlo
SÖGUR
AF
ÍRUM
Enn spyrjum við Sean McCann
hvað hann hafi í pokahominu um
landa sina, ira. Fyrst koma nokk-
ur ummæli sem höfð eru eftir
framámanni einum sem Boyle
Roche hét, sir að nafnbót. Hann
sat á þingi.
x
Hr. forseti, hvernig gæti ég ver-
ið á tveim stöðum i einu nema ég
væri fugl?
x
Helmingurinn af þeim lygum
sem andstæðingarnir segja um
okkur eru ekki sannar.
x
Ég hefði átt að svara bréfi yðar
fyrir hálfum mánuði, en ég fékk
það ekki fyrr en i morgun.
x
Ógæfan er aldrei ein á ferð og
versta ógæfa dregur venjulega á
eftir sér enn verri.
x
Meðan ég rita þetta held ég á
sverði i annarri hendi og skamm-
byssu I hinni.
x
Út Ur þjáningakaleik Irlands'
hefur flóð öldum saman og hann
er ekki fullur enn.
x
Meðfram hinum ótroðnu braut-
um framtiðarinnar sé ég spor eft-
ir óséða hönd.
x
Sir Boyle gekk með fótarmein
og þurfti að láta sniða sér sér-
staka skó. Hann húðskammaði
skósmið sinn með svofelldum
orðum:
—- Þú ert ljóti andskotans tré-
hausinn, gerir þveröfugt við það
sem þér er sagt. Ég sagði þér að
láta annan skóinn vera stærri en
hinn, en þess i sað hefur þú látið
annan vera minni en hinn.
BASAR-----------------
í dag kl. þrjú er basar í
félagsheimili Bústaðakirkju
Handunnir munir, barnaföt,
lopavörur og ýmis fatnaður
á góðu verði
Lukkupokar fyrir börn
Komið tímanlega
Foreldrasamtök barna með
sérþarfir
(Áður Foreldrafélag
fjölfatlaðra barna)
Pappírsfjöll og lög-
Pappfrsfjallið vex undir Gösta Skoglund, sem stjórnaði tilraunasöfnum
á notuðum pappír i Stokkhólmi.
gjöf
Það er ágætt að sam-
þykkja góð lög/ en það er
ekki alltaf jafn auðvelt að
fylgja þeim eftir. Þann
fyrsta júlí áttu að ganga í
gildi lög sem kveða svo á,
aðbæjar- og borgarstjórnir
í Svíþjóð eigi að safna not-
úðum papír og dagblöðum
frá heimilum og skrifstof-
um og setja þau í endur-
vinnslu. Lög þessi eru að
sjálfsögðu tengd umræðu
um umhverfisvernd og
andúð á þeirri sóun og mis-
notkun á skógum sem
kemur fram i pappírs-
bruðli.
En samkvæmt laganna bókstaf
— sem bæjarstjórnir létu ekki
alltaf svo litið að lesa — áttu að-
eins þau bæjarfélög að vera
skyldug til að sinna sinum papp-
irsskyldum, sem höfðu tæknilega
möguleika á þvi.
Fram til þessa dags er það að-
eins bærinn Harnösand i Norður-
Sviþjóð, sem hefur tekist að lifa i
anda laganna bókstafs. Tilraun
var gerð i þá veru að safna pappir
frá 47.000 heimilum i úthverfum
Stokkhólms — sem hvert um sig
hendir um tveim kg. af pappir á
dag — og nam árangurinn 110
tonnum á einummánuði. Mark-
aðsverð fyrir notaðan pappir er
aðeins fimm aurar sænskir (1 kr.
80 Isl.) og þvi sitja margar bæjar-
stjórnir bara á sinum pappirs-
fjöllum og velta þvi fyrir sér
hvort það taki þvi að skipuleggja
flutning á pappirnum til endur-
notkunarverksmiðja. Og á meðan
setið er, læsir taugastrekkingur
sig um slökkviliðsstöðvarnar sem
óttast að eldur kunni að komast i
birgðirnar. (Sweden now)
VIÐ HOFUM
MEIRA EN 70 i1" ----
f FRAMLEIÐSLLI VELA
FYRIR HÖRKU ÁLAG OG LANGA NOTKUN
Fjöldi framsýnna útgerðar- og skipstjórnarmanna hafa valið Wichmann
vélar í skip sín á undanförnum árum.
Það er ekki tilviljun að skip með Wichmann vélar eru ár eftir ár í
röðum topp skipa.
Eftirtaldir skuttogarar eru búnir nýju AX vélunum:
mt. Bessi Súðavík Gerð 7AX 1750 hö
mt. Björgvin Dalvík , — —
mt. Framnes Þingeyri — —
mt. Guðbjartur ísafirði — —
mt. Gullver Seyðisfirði 5AX 1375 hö
mt. Krossvík Akranesi 6AX 1500 hö
mt. Stálvík Siglufirði 7AX 1750 hö
mt. Skapti Sauðárkróki 6AX 1500 hö
mt. Runólfur Grundarfirði 7AX 1750 hö
Nýsmíði f. Dalvík/Slippstöðin 7AX 2100 hö
Ennfremur cru eftirtalin nótaskip búin AX vélum:
mb. Gullberg. Vestmannaeyjum gerð 5AX , 1250 hö
mb. Huginn — — —
mb. Árni Sigurður Akranesi — —
mb. Skarðsvík Hellissandi — —
Ennfremur eru um 40 skip búin öðrum gerðum Wichmann véla.
Við reynum að leggja okkur fram hvað varðar alla þjónustu. 160 síðna leiðbeiningabók á
íslenzku fylgir AX vélunum. Við höfum sérþjálfaðan vélstjóra sem áv.allt er til reiðu. —
Varahlutalager Wichmann hér á landi losar 30 milljónir króna.
Útgerðarmenn, traust vél er styrk stoð undir gengi útgerðarinnar.
Leitið upplýsinga, athugið hvað Wichmann getur gert fyrir yður. Við
getum afgreitt vélar í stœrðunum 875—2700 hestöfl með stuttum fyr-
irvara, mjög hagkvœmt verð.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti 10A • Símar 21565-16995 • Telex 2119