Þjóðviljinn - 13.11.1975, Side 3

Þjóðviljinn - 13.11.1975, Side 3
Fimmtudagur 13. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 LÆKNARÁÐ BORGARSJÚKRAHÚSSINS: Verkalýðsfélag norðfirðinga: Stjórnarslit við breta ef þeir beita hervaldi Á félagsfundi i Verkalýðsfélagi noröfirðinga, sem haldinn var 11. ndv. sl. var eftirfarandi sam- þykkt gerð með atkvæðum allra fundarmanna. „Fundur haldinn i Verkalýðsfé- lagi norðfirðinga 11.11. ’75 fagnar útfærslu fiskveiðilögsögu Islands i 200 milur. Jafnframt varar fundurinn ákveðið við öllum samningum við útlendinga um veiðar innan 200mflna markanna þar sem fullsannað er nú, að þorskstofninn og fleiri fiskstofnar við ísland þola alls ekki þá ásókn, sem nú er. Fundurinn telur að mæta beri Krefst aðgerða í umferðarmálum Eftirfarandi bréf barst Þjóðviljanum í gær, og undir það rita allir læknar Borgarsjúkrahússins í Reykjavík: Hr. dómsmálaráðherra ólafur Jóhannesson, Arnarhvoli. Við undirritaðir læknar Borgarspitalans teljum okkur ekki lengur geta setið hjá thuga- semda og aðgerðalaust til varn- ar og upprætingar þess alvar- lega þjóðfélagsmeins, sem hin tiðu umferðarslys bera vitni. Atvinnu okkar og aðstöðu vegna höfum við e.t.v. betri möguleika en flestir aðrir þjóðfélagshópar til að meta og sjá það óbærilega böl og likamstjón, auk manns- lifsmissis sem af umferðarslys- um leiðir. Við beinum hér með þeim til- mælum til yðar, her. dóms- málaráðherra, að þér beitið áhrifum yðar, nú þegar, til að hert verði á umferðarkennslu, umferðaeftirliti og viðurlögum við umferðalagabrotum ásamt almennu kæruleysi i umferð. Okkur er ljóst, að e.t.v. þurfi lagabreytingu, til þess að auka valdsvið og áhrif löggæzlunnar og dómsvalds, en teljum að nauðsyn krefjist tafarlausrar stefnubreytingar i þá átt að tryggja næga og virka löggæzlu, með fyrirbyggjandi og refsandi aðgerðum, sem séu nægilega sterkar, til að stöðva núverandi agaleysi i umferðinni. Mikill áhugi á Kristnih aldinu á Akureyri Uppselt er á fyrstu sýningarnar vinnu leikhúsanna i Reykjavik og Leikfélags Akureyrar. Eyvindur Erlendsson boðaði til blaðamannafundar á Akureyri i fyrradag og skýrði þá frá þvi að leikritið hefði verið fimm vikur i æfingu og ætlun væri að hafa að minnsta kosti sextán sýningar á þvi á sem skemmstum tima, þvi að Gísli Halldórsson verður að- eins til áramóta á Akureyri. A þeim tima mun hann setja upp leikverk fyrir LA. Auk Gisla eru 16 leikarar i sýn- ingunni og er hlutverkaskipanin þessi: Séra Jón Primus Gisli Halldórsson, Umbi Gestur E. Jónasson, Biskup Jón Kristins- son, Tumi Jónsen Jóhann Ogmundsson, Frú Fina Jónsen Saga Jónsdóttir, Úa Sigurveig Jónsdóttir, Kona Tuma Jónsen Björg Baldvinsdóttir, Lángvetn- ingur Arni Valur Viggósson, Jódinus Alfberg Eyvindur Erlendsson, Saknússemm II Aðalsteinn Bergdal, Dr. Godman Sýngmann Guðmundur Gunnars- son, James Smith Þórir Stein- grimsson, Saungfólk Jóhann Ogmundsson, Kjartan Olafsson, Björg Baldvinsdóttir, Beitar- húsamenn Hermann Arason, Jakob Kristinsson. A blaðamannafundinum ræddi Eyvindur Erlendsson um það að of litiö væri skrifað um starfsemi Leikhússins á Akureyri i fjöl- miðla. Þetta ætti sinn þátt i þvi að áhorfendur tækju seint við sér og væri oft sýnt fyrir hálfu húsi nokkrum sinnum áður en þeir átt- uðu sig. Taldi Eyvindur að umtal fjölmiðla, illt eða gott, gagnrýni eða lof, gæti haft áhrif á þetta ástand. Það sýnist og vera eðli- legt að til þess sé ætlast að lands- málablöðin miði ekki leikhús- málaskrif sfn við Reykjavik, enda er þeim ætlað aðná til lesenda um allt land. — Steinar. Jón Prlmus — GIsli Halldórsson. Annað kvöld, föstudag 14. nóv., frumsýnir Leikfélag Akureyrar Kristnihald undir Jökli eftir Hall- dór Laxness. Mikill áhugi er fyrir sýningunni á Akureyri og er þeg- ar uppselt á fyrstu tvær sýning- arnar. Sveinn Einarsson, Þjóð- leikhússtjóri, setur upp sýning- una með aöstoð Eyvindar Er- lendssonar, Ieikhússtjóra akur- eyringa. Gisli Halldórsson leikur gestaleik I hlutverki Jóns Prímusar og Steinþór Sigurðsson gerir leikmynd. Hér er þvl á ferð- inni hið ágætasta dæmi um sam- Árni Björn vann haustmót TK Haustmóti Taflfélags Kópavogs er nýlokið. Keppt var i 2 flokkum, meistaraflokki og 2. flokki. í meistaraflokki var keppnin mjög hörð, þar bar sigur úr bitum Arni Björn Jónasson með 6 1/2 vinn- ing, i öðru sæti var Jóha”nes Jónsson með 6 vinninga. Saknússem II — Aðalsteinn Bergdal. Ríkið keypti Baldur Rikissjóður keypti togarann Baldur frá Dalvik sem rannsókn- arskip handa Hafrannsóknar- stofnuninni fyrir 340—350 miljónir króna. Kaupsamningur verður væntanlega undirritaður i dag. Einar Ingvarsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsráöherra, sagði Þjóðviljanum i gær, að um- samið kaupverð væri fyrir neðan tryggingarupphæð Trygginga- sjóðs fiskiskipa, og tryggingar- upphæðin væri jafnan verulega fyrirneðan verðnýs togara. Bjóst Einar við að nýtt skip af þeirri gerð, sem Baldur er mundi kosta a.m.k. 600 miljónir króna. Það er Utgerðarmaðurinn Aðal- steinn Loftsson á Dalvik sem átt hefur togarann og látið hann liggja bundinn við bryggju mán- uðum saman. í blaðinu á morgun verður væntanlega hægt að skýra nánar frá kaupum þessum. —úþ F é lagsfu ndur í Iðju: Hafnar samningum innan 50 mílna Félagsfundur Iðju félags verksmiðjufólks haldinn i Lindarbæ mánudaginn 10. nóvember 1975, fagnar út- færslu fiskveiðiiandhelginnar i 200 milur. Þar sem ástand fiskistofna við landið hefur aldrei fyrr verið jafnslæmt og nú. Þvi vill fundurinn eindreg- ið vara við undanþágum til handa erlendum fiskiskipum innan hinnar nýju landhelgi. öllum hugmyndum um samninga við aðrar þjóðir verðandi undanþágu til fisk- veiða innan 50 milna mark- anna mótmælir fundurinn harðlega. Fimmtudagsleikrit útvarpsins „Lifandi og dauður” Fimmtudagsleikritið er „Lifandi og dauðir” eftir norska rithöfundinn Helge Krog. Hann er fæddur árið 1889 i Oslo, sonur F.A. Krog málafærslumanns og Idu Ceciliu Thoresen, en hún var fyrsta konan I Noregi sem varð stúdent. Krog lauk hag-, fræðiprófi 1911 og var siðan blaðamaður við „Verdens Gang” og fleiri blöð. Blaða- mennskuna notar hann sem uppistöðu I gamanleikinn „Det storevi” (1919), sem gerði hann frægan á einni nóttu. Af öðrum gamanleikjum hans, sem sumir fela i sér talsverða þjóðfélags- ádeilu, má nefna „Pá solsiden” (1927), „Blapapiret” (1928), „Konkylien” ( 1929) og „Opbrudd” (1936). Það siðast nefnda er athyglisvert að þvi leyti að það lýsir hvernig nýi timinn þokar þeim gamla til hliðar. Þá samdi Krog einnig nokkur leikrit i samvinnu við aðra. Hann var flóttamaður i Sviþjóð á striðsárunum, en að striði loknu sendi hann frá sér tvo einþáttunga, „Kom inn” og „Lifandi og dauða” Auk leikrit- anna hafa komið út eftir hann nokkur ritgerðasöfn. Helge Krog lézt árið 1962. „Lifandi og dauðir” fjalla um tvo taugaveikisjúklinga, sem fá .ofskynjanir og imynda sér eitt og annað, sumt skemmtilegt, annað miður, eins og gengur og gerist. Þau leikrit, sem útvarpið hefur áður flutt eftir Krog, eru: „Afritiö” (1937, flutt aftur 1942 undir nafninu „Eftirritið”), „í leysingu” (1938), „Lifandi og dauðir” (1948), „Móti sól” (1956), „Hugsanaleikurinn” (1957) og „Kom inn” (1960). hótunum breta og annarra um að virða ekki hin nýju mörk eða 50 mllna mörkin mcð fullri hörku og láta það varða slit stjórnmála- sambands og lokun herstöðva NATÓ á tslandi ef beitt verður hervaldi gegn islensku land- helgisgæslunni. Fundurinn heitir á verkalýðinn i landinu, að standa vörð um hina nýju fiskveiðilögsögu, þvi fisk- veiðar og fiskvinnsla verða enn um langa framtið grundvöllur lifskjara i landinu.” Ennfremur var á fundinum á- kveðið að segja upp gildandi kjarasamningum landverkafólks. Verða þeir þvi lausir um áramót. Samningar sjómanna eru þegar lausir. Arni/—úþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.