Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. nóvember 1975. UM FJÖLMIÐLA GUNNAR GUNNARSSON SKRIFAR Fæðing islensks sjónvarps fyrir 10 árum hafði mikil áhrif á þá fjölmiðla sem fyrir voru i landinu. Blöðin og útvarpið lifn- uðu, bæði vegna samkeppni og vegna ýmissa hluta sem skyndi- lega urðu greinilegir eða greini- legri þegar sjónvarp fór að endurvarpa þeim. Mér virðist að fjölmiðlar séu virkari þátttakendur i daglegu lifi en áður — þeim takist ögn betur nú að sinna þvi sem menn verða að ætlast til af þeim, heldur en fyrrum. Sjónvarp ’hefur mikil áhrif, hvort sem það er gott eða vont. 1 fyrra þegar „Fiskur undir steini” eftir borstein Jónsson og Ólaf Hauk Simonarson rataði á skjáinn, varð ótrúlegt fjaðrafok. Hænuhausarnir snerust marga hringi, upphlaupið varð á öllum vigstöðvum og fiðurrokið gekk yfir hvert landsbarn. Hvað olli? Sjónvarp hafði sýnt mönnum framan i sjálfa sig frá nýju sjónarhorni, nýir menn höfðu beitt aðferð sem aldrei áður hafði verið leyfð hér á landi. Og þá gólar fiðurfénaðurinn, einstaklingarnir verða að ráð- lausum, varnarlausum múgi. Um daginn kom enn mynd eftir Ólaf Hauk og borstein á skjáinn. „öskudagur” var að ýmsu leyti mun „sterkari” mynd en „Fiskur undir steini”, miklu betur fallin til að hefja umræðu frá, hugsun myndarinnar bein- skeyttari. Ég efast um að menn fáist til að iyfta penna eða skerpa róm- inn vegnar þeirrar myndar. Sennilega er Velvakandi ánægð- ur með myndina. Sennilega skilur hann ekki myndina. Kannski hefur „Fiskur undir steini” verkað eins og ónæmis- sprauta: Hér. eftir er Þorsteini og Ólafi Hauki leyfilegt að filma það sem þeim dettur i hug, hita- sóttin er liðin hjá, nú er óhætt að táka til starfa. Upplýsingargildi „ösku- dags”, áróðursmáttur myndar- innar, kann að felast i þvi hve sundurlaus hún var. Þankar verkamannsins, vángaveltur hans um verkalýðsfélög og vinnuna koma hægt og slitandi undir sundurlausum mynd- skeiðum, áhorfandinn verður að hafa áhuga fyrir þvi sem hann sér, leggja sig ögn fram við áð draga ályktun af þvi sem sagt er, eigi hann að skynja hug- myndaheim verkamannsins að marki. Fallegar myndir, vel orðaðar athugasemdir um veruleik verkamannsins, ræða á dreif meðal fallegra mynda, mynda úr borginni, fjörunni, húsinu og heimilinu, og það kemst ekki rót á hænuhausinn, hann hefur jafnvel gaman af öllu saman, veltir vöngum og kemst hugsan- lega að réttri niðurstöðu. En vegna þess að höfundarnir fóru sér rólega og vegna þess að æðiskastið var nýlega afstaðið, þagði hænuhausinn yfir þvi sem honum flaug sem snöggvast i hug, og hann fór að tala um ann- að. Kynferðismál Útvarp, sjónvarp og blöð á Pétur Hraunfjörð Islandi eru sem kunnugt er ákaflega viðkvæm fyrir kynlifi og umræðu þar um. Hænuhaus^ ar umturnast fullkomlega ef talað er um kynlif eða kynlifs- athöfnum lýst á prenti eða i hljóðnema. Samt ber svo við, að þegar kvikmyndáhúsin i Reykjavik, helsti skemmtana- vettvangur hins breiða fjölda, sýna kynlifsmyndir, þá er uppselt marga daga i röð, sim- inn tekinn úr sambandi og um- ferðin við kvikmyndahúsið teppist. Skyldi vera munur á að horfa á fólk hafa samfarir i biói eða i sjónvarpi eða heyra þvi lýst i útvarpi? Mogginn hellir sér ekki yfir Stjörnubió þessa dagana þótt það sýni klám- mynd. En hann ræðst á Véstein Lúðviksson fyrir að lesa i út- varp kafla úr nýrri bók sinni þar sem mun vera minnst á kyn- mök. Velvakandi Moggans birti um daginn það svartasta bréf sem sést hefur lengi á prenti hérlendis. Þar er svo heiftar- lega ráðist á Véstein Lúðviks- son, að manni finnst ástæða til að reka meiðyrðalöggjöfina einu sinni inn i þennan afturenda útbreiddasta blaðsins á fslandi. Erlendar fréttir Hrogn ígulkerja lækning viö æðakölkun Samkvæmt APN-fréttaskeyti frá Vladivostoksem birtist i Fisk- aren, málgagni norskrar út- gerðar og fiskimanna, þá hafa rússneskir visindamenn, sem lengi eru búnir að rannsaka hrogn igulkerja, nú gert það heyrum kunnugt að hrognin hafi ekki aö eins mikið næringargildi, heldur búi þau lika yfir lækningamætti. Af þessari ástæðu er nú farið að kalla hrognin sjó-ginseng eftir hinu þekkta austurlenska ginseng-lyfi, sem unnið er úr rót- um ginseng-jurtarinnar. Samkvæmt fréttinni, þá hafa visindamennirnir fullyrt að igul- kershrognin geti meðal annars komið i veg fyrir og stöðvað æða- kölkun, sem mikið þjáir hinn hvita kynstofn. Við Kyrrahafs- strönd Sovétrikjanna hrygna igulkerin yfir sumarið eingöngu, og eru nú hrognin orðin mjög eftirsótt sökum framangreindra eiginleika. Hin lifræna hafrannsóknastofn- un i Valdivostok hefur um skeið unnið að þvi að rækta igulker og um leið breytt hrygningartima þeirra þannig að þau geti hrygnt á öllum timum árs. Þetta er sagt hafa tekist vel, með þvi að ala igulkerin i sér- staklega útbúnum geymum við bestuskilyrði. Hitastigi sjávarins i geymunum er breytt þannig, að sem bestur árangur verði við framleiðslu hrognanna. Og nú er hrognframleiðslan stöðug allt ár- iðhjá hinum ræktuðu igulkerjum. Við islendingar erum fiskveiði- þjóð, sem um langa framtið þurf- um að treysa á sjávarafla og nýt- ingu hans. Þessi frétt um igulker- in sem farið er að rækta i Vladi- vostok og þá miklu þýðingu sem rússneskir visindamenn telja að þau geti átt i að viðhalda mann- legri heilbrigði, ætti að leiða huga okkar islendinga að margskonar möguleikum sem hafið býður upp á, ef við öðlumst þekkingu á þvi að nota þá. tslenskir sjómenn hafa t.d. séð igulker koma upp i veiðarfærum, bæði stór og smá, en engum hér- lendum manni h^fur til hugar komið, að i þeim fælust mikil verðmæti. Mönnum hefur helst þótt hin göddum þakta kalkskel igulkersins girnileg til skrauts. En svo kemur fréttin um hin verðmætu hrogn þessa einkenni- lega sjávardýrs, sem menn héldu að væri ekki til neinna nota. Að siðustu vil ég varpa fram þessari spurningu: Geta ekki verið möguleikar fyrir okkur islend- inga að rækta hér igulker i sjó hituðum með hverahita? Liklega vantar okkur aðeins þekkinguna til þess. Færeyingar láta smíöa nýjan saltfisktogara Á sama tima og við islendingar höfum alveg lagt á hilluna þorsk- veiðar i salt, þá blómstrar þessi útvegur f Færeyjum meira en nokkru sinni áður og betur en veiðar til annarrar vinnslu. Færeyingar eiga tvo þúsund tonna togara sem eru innréttaðir og búnir vélum til þorskveiða i salt. Skipin heita Sundaborg og Sjurdaberg, sem rekin hafa verið með mjög góðri afkomu, að sagt er, siðustu árin. Nú er útgerð þessara skipa að láta smiða i Noregi eitt samskonar skip til viðbótar og hljóp það nýlega af stokkunum hjá Hasund mek. verksted i Ulsteinvik, en verður innréttað hjá skipasmiðastöðinni A.M. Liaaen í Alasundi. Skreiðarverkun og skreiðar- markaöir Samkvæmt fréttum frá Noregi er giskað á, að skreiðarútflutn- ingur norðmanna muni verða 15 þúsund tonn í ár, og þar af 10 þús- und tonn til Nigeriu. Meiri skreið eiga norðmenn ekki. Reiknað er með þvi, að á næstu árum verði skreiðarmarkaðurinn til Nigeriu kominn upp i' 18 þúsund tonn. Fyrir borgarastyrjöldina nam skreiðarútflutningur norðmanna til Nigeriu frá 18—20 þúsund tonn- um. Verðið á skrcið i Nigeriu er nú mjög gott, segja norðmenn, og eru skreiðarverkendursem verka fyrir þann markað bjartsýnir á útflutning þangað i framtiðinni. Skreiðarverkunin, þessi elsta fiskverkunaraðferð mannkyns- ins, er sögð geta keppt um hrá- efnisverð á fiski hvort sem er i saltfiskverkun eða vinnslu fros- inna fiskflaka, eftir þvi sem skreiðarútflytjendur i Noregi hafa látið sér um munn fara i við- tali við blöð. 1 fyrra var hagstæð veðrátta til skreiðarverkunar allsstaðar i Norður-Noregi, en i ár hefur veðráttan i Finnmörku verið óhagstæð til skreiðarverkunar sökum mikilla óþurrka. Finnmerkurskreið er þvi talin mikið lélegri i ár en hún var árið 1974. Verksmiðjutog- ari til rækju- veiða Færeyingar hafa nú keypt Grimsbýtogarann Ross Valiant sem er206 fet á lengd og smiðaður 1964. Hið færeyska nafn togarans verður V.U. Hammershaib. Kaupendur eru nú að láta breyta togaranum á skipasmiðastöð heima i Færeyjum, i verksmiðju- togara til rækjuveiða. Kaupverð togarans var 6 miljónir d. kr„ en reiknað er með að breytingin komi til meðað kosta i kring um 1 miljón d. kr. Skipinu er ætlað að stunda rækjuveiðar undan strönd- um Vestur-Grænlands, en þar eru góð rækjumið, sem eru talsvert stunduð af færeyingum. Settir verða sérstakir geymar i skipið, þar sem rækjan verður geymd lifandi i sjó, verði veiði það mikil að ekki hafist undan i suðu og vinnslu. Rækjan verður hraðfryst með blástursaðferð, en siðan pökkuð og sett i frystilest, sem á að rúma 250 tonn. Skipshöfn verður 21 maður. Rækjuveiðar færeyinga við Vestur-Grænland hafa gengið mjög vel i' ár, og mikið betur en á árinu 1974. Sem dæmi get ég nefnt kútterinn Suðurvarid frá Þórs- höfn, þar sem hásetahlutur var 95.000.00 d. kr. eftir átta mánaða úthald. 1 islenskum peningum verður þetta samkvæmt skráðu gengi nálægt 2.550.750.00 krónur. Færeyingar selja síldarflök til Danmerkur og Svíþjóðar Samkvæmt fréttum frá Fær- eyjum, þá byrjaöi fyrirtækið „Bakkafrost” i Glibre á österöy framleiðslu á niðurlögðum sildar- flökum i glösum fyrir fáum árum, við mjög erfiðar aðstæður. Þessi framleiðsla er nú sögð hafa slegið i gegn i Danmörku og Sviþjóð, en þangað hefur fyrir- tækið selt 100.000 glös á ári, siðustu árin. Hráefnið i þessa framleiðslu er sild sem veiðist inni á fjörðum i Færeyjum á haustin. fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld^, Ný gerð norskra björgunarbáta Norðmenn hafa nú tekið f notk- un nýja gerð björgunarbáta sem sérstaklega eru gerðir til þess að geta veitt skjóta hjálp þegar slys ber að höndum við norsku strönd- ina. Þá er þeim lika ætlað það hlutverk að sækja veika menn á haf út, um borð i skip. Bátarnir eru sagðir mjög vel búnir til slfkrar þjónustu. Um borð i þeim eru t.d. full- komin súrefnistæki. Bátar þessir eru smiðaðir úr hertu áli sem gerir það að verkum að viðhaldskostnaður' verður lltill, þeir eru algjörlega lokaðir, sjó festir tæpast á þeim. Bátarnir eru með lagi sem minnir á skemmtisiglingasnekkju. Þeir eru mjög grunnskreiðir og búnir tveim Volvo-penta diselvélum, sem gefa samanlagt 500 hestöfl. Með báðum vélum eru þeir sagðir geta náð 20 milna hámarkshraða. Búið er að smiða 7 slika báta fyrir norska björgunarfélagið og dreifa þeim á ströndina. Skipshöfn hvers báts er aðeins tveir menn, skipstjóri og vélstjóri. Sviar hafa látiðsmiða slika báta og nota sem hjálparbáta við landhelgisgæslu undan austurströnd Sviþjóðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.