Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. nóvember 1975. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÖSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmanri Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÖLL ALÞÝÐA TEKUR UNDIR ÞAÐ LÓFATAK Kl. 12 i kvöld renna út allir samningar sem gerðir hafa verið við erlendar þjóðir um veiðar i islenskri fiskveiðilandhelgi. Þá eiga öll erlend fiskiskip að vera horfin út fyrir 200 milurnar. Þau sem ekki verða það, og neita þar með að virða islensk lög, eru réttlaus með öllu og skulu færð til hafnar án nokkurs hiks þar sem brotlegir skipstjórar þeirra þoli dóm. Á íslandsmiðum eiga erlendir ráns- menn engan frið að hafa, og enga þjónustu af einu eða neinu tagi i islenskum höfnum, nema sjúkraþjónustu i alvarlegum veik- indatilvikum. Rétturinn til auðlinda hafsins við strendur landsins er okkar einna og lifs- hagsmunir islensku þjóðarinnar i bráð og lengd i veiði, að ekki verði hvikað frá þeim rétti. Það er verkefni allrar alþýðu að gera rikisstjórninni ljóst, að nú verði engin lin- kind, eða uppgjöf fyrir erlendu ofbeldi þol- uð. Það er lágmarkskrafa, sem öll alþýða landsins sameinast um, að alls engar und- anþágur verði veittar erlendum skipum til veiða innan 50 milna markanna, enda væru slikir samningar ekkert annað en opinbert háðsmerki aftan cið yfirlýsing- una um 200 milur. Bretar hafa i hótunum um ofbeldi og herskipainnrás, og sýna dæmafáa óbil- girni i samningaviðræðum. Þeir heimta samninga til mjög langs tima, fleiri breska togara á íslandsmið en nú stunda hér veiðar, og ný skip i stað gamalla, sem ganga úr sér. Auðvitað vita þeir vel, að slikar kröfur getur islenska rikisstjórnin undir engum kringumstæðum samþykkt. En með þessari miklu óbilgirni eru Bret- arnir að teyma islensku ráðherrana i átt- ina til sin, lengra og lengra, og hafa þegar fengið þá til að opna 50 milurnar upp á gátt, þótt það standi hins vegar i þeim Einari Ágústssyni og Gunnari Thorodd- sen, að semja við Breta um fjölgun breskra togara og veiðiheimildir til 10 ára. Við þessar aðstæður er það beinlinis á- takanlegt að sjá t.d. leiðarahöfunda Morg- unblaðsins allt að þvi grátbiðja Breta um samninga upp á nær hvern einasta dag að undanförnu. í gær veitist höfundur forystugreinar Morgunblaðsins hins vegar harkalega, að þeim hópi islenskra sjómanna, sem fyrir fáum dögum sat á þingi Farmanna- og Fiskimannasambands Islands og telur þá æsingamenn, sem þjóni hagsmunum ann- arra en íslendinga. Sem kunnugt er samþykkti þing Far- manna- og Fiskimannasambandsins ein- um rómi, að skora á rikisstjórnina að slita þegar stjórnmálasambandi við Bretland, ef bresk herskip verða send inn i islenska landhelgi til verndar breskum lögbrjót- um. Þá samþykkti þingið einnig sam- hljóða að rikisstjórn íslands bæri að til- kynna öllum NATO-rikjum, að herstöðv- um bandalagsins hér verði lokað fyrir allri umferð á vegum aðildarrikja banda- lagsins meðan breski flotinn sé innan is- lenskra fiskveiðilögsögu. Guðmundur Kærnested, skipherra, sem var fráfarandi formaður Farmanna- og Fiskimannasambandsins, sá maður, sem getið hefur sér hvað best orð i viðureign- ínni við erlenda veiðiþjófa, hann skýrði frá þvi i fréttatima islenska sjónvarpsins, að þessar samþykktir hafi reyndar verið gerðar með lófataki. öll alþýða landsins tekur undir það lófa- tak, en ritstjórar Morgunblaðsins, mál- pipur rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar, þykjast þess umkomnir að stimpla heilt þing islenskra skipstjórnarmanna sam- komu æsingamanna, sem vinni gegn hagsmunum islensku þjóðarinnar i land- helgismálinu! Sllk firn mega ekki gleymast Þeir Morgunblaðsmenn telja sem sagt, að Guðmundur Kærnested og félagar hans hafi litið vit á æðri stjórnmálum, gleymi þvi að „islenska þjóðin er svo litil og fá- menn”, og samþykki þvi tómt bull! En hvort halda menn, að þjóðin standi með Guðmundi Kærnested og félögum hans i hópi skipstjórnarmanna, eða með talsmönnum rikisstjórnarinnar við Morg- unblaðið i þessu máli? Það er fólksins i landinu að svara þeirri spurningu svo að eftir verði tekið. Þjóðviljinn vill nú af þessu tilefni aðeins minna á, að það var fyrst þegar vinstri stjórnin hafði opinberlega lýst þvi yfir, að stjórnmálasambandi við Breta yrði slitið á miðnætti þann 2. október 1973, að Bretar tóku þá ákvörðun að kalla herskip sin út úr islenskri landhelgi og gáfust upp á sjó- hernaði gegn okkur íslendingum. Klukkan 3 þann þriðja október voru herskipin kom- in út fyrir landhelgi. Þetta man Guðmundur Kærnested ugg- laust vel, en hitt má vera að ráðherrarnir og ritstjórar Morgunblaðsins séu búnir að gleyma þvi. Vonandi þá ekki Ólafur Jó- hannesson. —K. KLIPPT... Hverjir gœta hagsmuna okkar? Morgunblaðið vill tryggja frið á vinnumarkaði og á fiskimiö- um. Morgunblaðsfriðurinn er hinsvegar ekki réttlátur, raun- hæfur eða skynsamur. Þvi er verkalýðshreyfingin nauðbeygð til þess að snúast gegn Morgun- blaðsfriðnum, og á sama hátt hafa fjölmörg samtök i landinu og virtir einstaklingar andmælt friðarhugsjón blaðsins i land- helgismálinu. í eftirfarandi klausu ,úr for- ystugrein Morgunblaðsins i gær fer ritstjóri þess niðrandi orðum um Guðmund Kjærnested, skip- herra, og alla þá aðila sem stóðu Styrmir Guðmundur Kjærnested, er hann minni hagsmunagæslu- maður islendinga heldur en Moggaritstjórarnir? Matthias að landhelgissamþykkt Far- manna- og fiskimannasam- bandsins, og ber þeim á brýn að gæta ekki hagsmuna islendinga. Væntanlega verða þessi öfug- mæli i minnum höfð: ,,Á þessum timamótum i landhelgismálum okkar er á- stæða til þess að vara þjóðina við þeim röddum sem hvetja okkur til æsinga og átaka. Við virðumst of oft eiga erfitt með að skilja, að við erum ekki einir i heiminum og að islenska þjóð- in er svo litil og fámenn, að það skiptir meiru máli fyrir okkur aö eiga vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir. Það sjónarmið hefur komið fram að islending- ar eigi að slikta stjórnmálasam- bandi við breta og loka islandi fyrir allri umferð frá banda- mönnum okkar i Atlantshafs- bandalaginu ef bretar senda herskiþ á islandsmið. Hags- munum hverra mundu slikar aðgerðir þjóna? Engin rök er hægt að færa fram fyrir þvi að slikar aðgerðir mundu þjóna hagsmunum okkar islendinga. Þvert á móti sýnist augljóst að slikar aðgerðir mundu ganga gegn bæði viðskiptalegum hags- munum okkar og öryggishags- munum.” Sjúkrahúsvist sama og gjaldþrot Samferðarmaður skrifar i Al- þýðublaðið i gær og heldur þvi fram að sú athygli, sem mál bandarisku stúlkunnar Karen Ann Quinlan, hefur hlotið sé ekki byggð á réttum forsendum. Hér sé ekki fyrst og fremst um að ræða spurninguna um liknar- morð eða ekki, heldur hver borga eigi sjúkrahússreikning- inn. Það er nefnilega staðreynd að i mörgum löndum Vest- ur-Evrópu svo og i Bandarikj- unum getur löng sjúkrahúsvist riðið efnahags sæmilega stæðra fjölskyldna gjörsamlega að fullu. Hinir efnaminni hafa hinsvegar enga möguleika á fullkominni meðhöndlun á sjúkrahúsi. Samferðarmaður bendir á að eðlilegt sé að ætla að fyrir lög- manni Quinlan-hjónanna hafi fyrst og fremst vakað, að með þvi að úrskurður hlyti óhjá- kvæmilega að falla þannig að bann yrði lagt við liknarmorði i samræmi við allar læknisfræði- legar hefðir, væri sjálfgefið að ábyrgðin á sjúkrahúsreikningn- um hvildi ekki lengur á Quin- lan-hjónunum. Þeim hefur þvi með þeim dómsúrskurði sem faliið hefur verið bjargað frá gjaldþroti. Þetta kann að hljóma sem kaldranaleg rök- semdafærsla, en framhjá henni verður ekki litið, þegar sjúkra- húskerfi einkarekstursins á i hlut. A Islandi er nú haldið uppi . skefjalausum áróðri frá hægri öflunum um, að of miklu fé sé varið I opinberan rekstur. Þeir sem þennan áróður hafa i frammi komast ekki hjá þvi að leggja til stórfelldan niðurskurð á fé tii almannatrygginga og sjúkrahúsakerfisins. Þeir sem vilja byggja réttlætisþjóðfélag ættu að halda vöku sinni gegn þessum áróðri. Aður en varir gætu menn vaknað upp við það að auraráðin réðu úrslitum um lif og heilsu manns eins og ger- ist i Bandarikjunum. Framtíðar hrollvekja Samferðarmaður varar við þeim liknarmorðsumræðum, sem vaknað hafa vegna Quinlan-málsins. Viðurkenning á takmörkuðu réttmæti þeirra gæti leitt út i ógöngur: ,,Að fela læknum úrskurðar- vald væri lika að fela hundruð- um þúsunda manna um allan heim, sem eru misvandir að virðingu sinni, ákvörðunarvald um lif og dauða. Við hljótum að viðurkenna, að verði hvikað frá þeirri meginreglu læknavisind- anna, að alltaf skuli reynt i lengstu lög að hjálpa sjúklingi, hversu voniitlir eða vongóðir sem læknar eru, þá hafa lækna- visindin snúið af braut sinni og inn á varhugaverða stigu. Næsta skref kynni að verða umræður um það hvort stjórn- málamönnum eða öðrum ráða- mönnum skuli heimilað að hefja manndráp i takmörkuðum mæli, svo sem eins og að svæfa fólk, sem komið er yfir áttræðis- aldur — eða vangefin börn. Vilja nókkrir hugsa þetta til enda? Það eru aðeins rúm átta ár til ársins 1984, sem George Orwell ritaði bók sina um — og var framtiðarhrollvekjan, sem átti að vekja menn. Nú er sú framtið bráðum orðin samtið, og við skulum halda vöku okkar.” —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.