Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Sextán þátttakendur á fræðslunámskeiði í Ölfusborgum I byrjun síðustu viku hófst « ölfusborgum hálfs mánaðar námskeið á vegum Félags- málaskóla alþýðu. Hámarks- fjöldi þátttakenda á hverju siíku námskeiði er tuttugu manns/ en að þessu sinni tókst ekki að fullskipa hópinn og voru þátttakendur 16 talsins/ vtðs vegar að af landinu. — Auðvitað þykir manni það aumt að í verkalýðshreyfingu með fjörutiuþúsund meðlimi, skuli ekki fást tuttugu manns á námskeið sem þetta, sagði Bolli Thoroddsen skólastjóri er hann var sóttur heim i ölfus- borgir. — Við skrif uðum öllum verkalýðsfélögum á landinu bréf, þar sem við gáfum þeim kost á að senda fulltrúa á nám- skeiðin en ennþá er skilningur þeirra ekki meiri. Ég held að það sé ekki hægt að segja að kostnaður við að senda mann sé mikill og raunin er sú, að litlu félögin utan af lands- byggðinni eru duglegust við að taka þátt i uppbyggjandi starfi sem þessu, sagði Bolli. Hér fer á eftir viðtal við Bolla Thoroddsen og innan tið- ar munu einnig birtast viðtöl við nemendur á þessu nám- skeiði Félagsmá laskóla alþýðu. „Verkalýösfélögin eru allt of áhugalaus” Bolli sagði að fyrirhugað væri að byggja námskerfi skólans upp i önnum og væri þetta i annað sinn, sem hópur væri tek- inn inn i fyrstu önn.Um mánaða- mótin febrúar/mars verður siðan kennt a.m.k. eitt nám- skeið i annarri önninni og þá með þátttakendum, sem þegar hafa setið i fyrstu önn. Ennþá mun ekki ákveðið hvenær þriðja önn tekur við. — Hvernig veljast þátttak- endur á námskeiðin? Menningar- og fræðslusam- band alþýðu, sem stendur aö Félagsmálaskólanum, sendir bréf til allra verkalýðsfélaga þar sem gefnar eru nákvæmar upplýsingar um tilhögun og uppbyggingu námsins hér. Félögin eru hátt á annað hundr- að og mega að sjálfsögðu senda fleiri en einn ef þess er óskað. Við fjölgum námskeiðum ein- faldlega eftir þátttökunni og sjálfur vonast ég til þess, að ekki verði langt að biða þess að við störfum óslitið allt árið um kring með kennslu i einni eða annarri mynd. — Hvernig skiptist kostnaður við hálsmánaðar dvöl hér i ölf- usborgum? — Við gerum ráð fyrir þvi að verkalýðsfélögin greiði ferðir og uppihald fyrir fulltrúa sina auk vinnutaps. Sjálfir leggjum við til allan efniskostnað, kennslu- gögn og leiðbeinendalaun. Skól- inn leigir einnig nokkur orlofs- Segir Bolli Thoroddsen námsstjóri húsanna hér gegn mjög vægu verði en sjálfur kennsluskálinn er i eigu ASI og lánaður endur- gjaldslaust. Ætli samtals kostnaður fyrir verkalýðsfélag sem sendir einn mann sé ekki ca. 25.000 krónur til skólans og það hlýtur að þykja ódýrt slopp- ið. Þátttakendur víða að — Þeir koma viða að þessir 16 þátttakendur. — Já, það er rétt. Við höfum átta þátttakendur frá Reykja- vik, þrjá frá Vestfjörðum, einn frá Grimsey, einn frá Akureyri, tvo frá Samherja i V-Skafta- fellssýslu og einn frá Hafnar- firði. betta eru sex konur og tiu karlar. — Hefurðu hugmynd um hvað veldur svo dræmri þátttöku? — Ætli það sé ekki fyrst og fremst vegna litils skilnings meðal forystu verkalýösfélag- anna. Það virðist vanta tengsl eða betra samband milli forystumanna og hins almenna verkalýðsfélaga og ég er ekki frá þvi, að menn geri sér of litla grein fyrir þvi hve vanþekking háir mörgum við að leita réttar sins. Annars finnst mér að smærri verkalýðsfélögin standi sig betur en hin, sem hafa fleiri meðlimi, jafnvel þótt þar sé fjárhagurinnoftknappastur. Þar virðist skilningurinn meiri og t.d. má nefna að á þessi tvö námskeið, sem víð höfum haldiö hér i ölfusborgum hefur Sam- herji sent fjóra þátttakendur. Allt sem tengist verkalýðsmálum — Um hvað er helst fjallað i kennslunni? — Það er m.a. rætt um skipu- lagningu íslenskrar verkalýðs- hreyfingar og Alþýðusambands Islands, fjallað um starfsemi einstakra félaga, fjármál þeirra og rekstur. Þá er komið inn á Alþjóðasambönd og stofnanir og tengsl þeirra við ASI, rakin saga islenskrar verkalýðshreyf- ingar, rætt um fræðslumál inn- an verkalýðshreyfingarinnar, farið i vinnulöggjöfina, heil- brigði og öryggi á vinnustað, trúnaðarmanna á vinnustað og i verkalýðshreyfingunni og fleira i þeim dúr. Einnig er fjallað um ágrip af hagnýtri hagfræði, samningamál og samninga- tækni og áhrif hreyfingarinnar á islensk stjórnmál og félags- málaþróun i landinu. Við tökum sem sagt allt fyrir, sem tengist á einhvern hátt hagsmuna- baráttu og sögu verkalýös á Is- landi. — Það er strangur vinnudag- ur hér. — Já, við byrjum klukkan níu á hverjum morgni með þvi að hlusta á erindi um þann mála- flokk, sem tekinn verður fyrir þann daginn. Eftir hádegi er siðan unnið i smærri starfshóp- um að einhvers konar athugun eða úttekt á málinu og að loknu kaffihléi hittast menn aftur allir og bera saman bækur sinar. Starfshópar segja frá niðurstöð- um sinum og við reynum að hafa þann fund með nokkuð formföstu málfundasniði, þvi reynt er að flétta inn i kennsluna daglega einhvers konar fræðslu um fundarstörf og ræðu- mennsku. Kvöldin eru líka nýtt — Þá eru kvöldin laus. — Fyrir þá sem vilja eru þau það að hluta til. Við höfum að meðaltali annað hvert kvöld einhvers konar dagskrá, mynd- listarsýning er t.a.m. hér uppi i skálanum og Hjör- leifur Sigurðsson hjá Lista- safni alþýðu flutti með þvi smá spjall og fékk upp umræður um málverkin. Svava Jakobsdóttir kom hingað og las úr sögum sin- um og einnig höfum við kvik- myndakvöld sem að þessu sinni verður undir stjórn Þorsteins Jónssonar kvikmyndatöku- manns. Siðasta kvöldinu er eytt i kvöldvöku, sem fólkið sér um sjálft. Annars má segja að það taki sér enginn fri á kvöldin; menn eru að ræða málin fram og til baka og félagsmála- kennslan er oft tekin upp þegar degi tekur að halla. Við fengum ábendingu um það á fyrra námskeiðinu, að rétt væri að hafa kröftuga kennslu i málfundastarfi og ræðu- mennsku og við þykjumst hafa kippt þeirri veilu hraustlega i liðinn, þetta er rauður þráður gegnum alla dvölina hér. — Er*u ánægður með þennan hóp? — Svo sannarlega. Þetta er liflegur flokkur og andrúmsloft- ið að minu viti afar þægilegt og gott. Menn eru reiðubúnir til að leggja mikið á sig við námið, en gera sér þó- að þvi er virðist góða grein fyrir þvi, að mestan fróðleik er e.t.v. að hafa út úr þvi að kynnast og ræða málin. Hér er fólk úr öllum landshorn- um qg kynning eflist þannig milli ólikra staða og aðstæðna. Ég held að það sé mikilvægur þáttur i starfinu hér. — Hvað eru leiðbeinendur margir fyrir þessa nemendur? — Mér reiknast svo til að samtals verði þeir 22 á þessu námskeiði. þ.e.a.s. mun fleiri en nemendurnir. Við reynum að sækja þá inn i okkar raðir eins og frekast er unnt og er ágætt framboð leiðbeinenda i röðum verkalýðshreyfingarinnar. —gsp ÞETTA ER ÓMETANLEGUR ÞÁTTUR í FRAMGANGI HAGSMUNAMÁLA VERKAFÓLKS - SEGJA ÞÁTTTAKENDUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.