Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. nóvember 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 dag) til að ræða innihald hennar frekar. Æskilegast hefði verið að ná samningum fyrir 13. nóvember, en dráttur hafi orðið á þvi, þar sem hin nýja skýrsla Hafrannsóknarstofnunarinnar um ástand fiskistofna var svo seint tilbúin. A alþingi muni gefast tækifæri til að ræða málin, ef og þegar endanlegt samningsuppkast liggi fyrir. Þá geti þingmenn gert upp hug sinn. Sumir viðræðuaðila okkar erlendis hafi verið með ósmekk- legar yfirlýsingar i okkar garð, en það sé lika litt sæmandi hjá Lúðviki að vera með hótanir og ögranir i garð rikisstjórnar- innar og þingmeirihlutans.!! Þeir voru komnir að uppgjöf Jónas Árnason táiaði næstur. Hann minnti á, að i landhelgis- málinu væri tekist á um lifs- hagsmuni okkar. Undirstaða okkar efnahagslega sjálfstæðis væri i veði. Ekki ætti að vera neinn ágreiningur um það, að nauðsynlegt væri að sýna fulla hörku og láta i engu undan ofbeldishótunum. En ýmsar iskyggilegar blikur væru á lofti, og greinileg hætta á alvarlegu undanhaldi fengi rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar að ráða ferðinni. Jónas vitnaði máli sinu til sönnunar i ritstjórnargrein i Morgunblaðinu þann 12. þ.m. þar sem látið væri að þvi liggja, að hægt væri að ná meiri friðun með samningum en ella. Svona málflutning gætu bretar auð- vitað fært sér rækilega i nyt, með þvi t.d. að tvöfalda veiði- flota sinn hér og beita her- skipum þó ekki væri nema til að gefa málgagni islenska for- sætisráðherrans kost á að sanna, að það hafi haft rétt fyrir sér um að án samninga geti ástandið orðið enn verra en það hefur verið. Með slikum skrifum er mál- gagn forsætisráðherrans að magna upp ósvifni verstu and- stæðinga okkar, en veikja okkar eigin siðferðisstyrk að sama skapi. Staðan nú er svipuð og haustið 1973. Ég var þá á ferð i Grimsby i september, og kynntist vel af eigin raun þeim ugg, sem þá var i breskum togaramönnum við að eiga að hefja vetrar- veiðar á íslandsmiðum, eins og aðstæður voru. Þeir virtust alls ekki treysta sér til að eiga enn að mæta i senn islensku land- helgisgæslunni og veðraham islensks vetrar. Þeir voru komnir að algerri uppgjöf. En þá kom ferð Ólafs Jóhannessonar á fund breska forsætisráðherrans og bjargaði breskri togaraútgerð á Islandsmið um sinn. Þá var sem sagt tækifærið sem við áttum til stórsigurs ekki notað, og hættan er sú, að það verði enn siður notað nú. Að standa ! keng, eða ganga uppréttir Jónas vitnaði siðan i nýleg opinber ummæli Tom Nilssen, framkvæmdastjóra félags togaraskipsstjóra i Hull um að breskir sjómenn væru búnir að fá sig fullsadda af átökum hér á miðunum við landhelgisgæslu okkar á undanförnum árum. Taldi.Jónas, að islenska landhelgisgæslan hefði reyndar aldrei fengið að sýna til fulls hvað hún gæti. Hér vantaði ekkert nema röggsemi af háifu islenskra stjórnvalda. Þing- maðurinn sagði, að Guðmundur Kærnested. skipherra hefði á þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins talað fyrirmunn nærallra islendinga, en fyrir það hefði hann fengið kaldar kveðjur i forystugrein Morgunblaðsins þann 12. növ., og vitnaði Jónas i skrif Morgun- blaðsins þessu til sönnunar. Að lokinni tilvitnun i leiðara Morgunblaðsins sagði Jónas, að það hafi löngum viljað loða við einhvern hluta islendinga að standa þeim mun meira i keng gagnvart erlendu valdí, þvi gildari ástæður sem væru fyrir þvi að ganga uppréttir, — og sannaðistþetta enn á ritstjórum Morgunblaðsins. Hvaða heimildir fá varðskipin? Lúvik Jósepsson tók aftur til máls, og kvaðst vilja fá fyllri svör frá Ólafi Jóhannessyni um fyrirhugaða gæslu land- helginnar. Lúðvik spurði: Munu skipherrar varðskipanna fá heimild til að beita öliu afli, og öllum tækjum til að taka brot- ieg skip og klippa aftan úr öðrum samkvæmt eigin mati og eigin dómgreind? — Eða eiga þeir hverju sinni að þurfa að bíða tímum saman eftir fyrir- mælum úr landi frá yfirstjórn gæslunnar, að biða eftir fyrir- mælum úr landi, sem aldrei koma? Vegna þess, sem áður liggur fyrir um þessi efni, er nauðsyn- legt að rikisstjórnin tali hér alveg hreint út. Annars verður það ekki tekið alvarlega af nokkrum einasta manni, þótt sagt verði eftir á, að við höfum ekki verið færir um að verja landhelgina. Ég legg áherslu á, sagði Lúð- vik, að þetta vald verði i höndum skipherranna á gæslu- skipunum.en ekki að miðstöð i landi geti dregið þá timunum saman á þvi hvað skuli gera. Og það er æskilegt að áhafnir varð- skipanna fái að vita það nú beint héðan frá alþingi, hvert er þeirra verkefni. Ólafur Jóhannesson kvaðst i ræðu sinni hér áðan ekki láta neina kjósendahópa segja sér, hvort hann ætti að semja eða ekki. Þeir i rikisstjórninni þykjast þess umkomnir að taka lítið eða ekkert mark á fjölda- samþykktum fólksins i landinu varðandi landhelgismálið. Mér hefur þó heyrst að það væri þó einmitt predikað af þessum sömu mönnum varðandi ýms önnur mál, að ekki væri skyn- samlegt af stjórnvöldum að ganga þvert gegn vilja yfir- gnæfandi meirihluta kjósenda. En nú segist ólafur ætla að gera bara það sem honum sýnist, og er það heldur kulda- lega mælt. — En ég spyr: Vill rikis- stjórnin fallast á það, að engir undanþágusamningar taki gildi fyrr en þeir hafa verið sam- þykktir i þjóðaratkvæða- greiðslu? — Eða ætlar hún að hafa vilja þjóðarinnar að engu? Forsætisráðherrann vill ekkert segja um stöðuna i samning- unum, en þjóðin á heimtingu á að fá þessa vitneskju. ólafur Jóhannesson kom aftur i ræðustól, og sagði að við landhelgisgæsluna yrði fylgt sömu aðferð gagnvart erlendum skipum og innlendum. Þingmaður Alþýðu- flokksins vitir skipherra Karvel Pálmasonkom i ræðu- stól og tók undir kröfur Lúðviks um að rikisstjórnin svipti hul- unni frá þvi sem gerst hefur i samningaviðræðunum. Benedikt Gröndal sagði að aldrei hafi verið jafn sterk rök gegn undanþágusamningum og nú. Hann kvaðst hins vegar harma umræður á alþingi um starfsaðferðir landhelgisgæsl- unnar. Sighvatur Björgvinsson talaði siðastur. Hann sagði, að taka erlends veiðiskips nú væri mjög alvarlegt mál og gæti orðið afdrifarik. Kvaðst hann ekki trúa þvi, að til greina kæmi, að skipherrar varðskip- anna ættu að hafa slikt mál á valdi sinu. Það væri rikisstjórn- in, sem ætti að taka ákvörðun um slikt. Óeðlilegt og óæskilegt væri, að þeir einstaklingar, sem hafa á hendi trúnaðarstörf við framkvæmd stefnu á þessum vettvangi, sem pólitiskir yfir- boðarar þeirra hefðu markað, væru að taka þátt i deilum um stefnuna. (Ummælunum greini- lega beint gegn Guðmundi Kjærnested) ,,Ég veit ekki til að slikt framferði yrði líðið i strandgæslu nokkurs lands”, sagði Sighvatur Björgvinsson. Þeim sem framkvæmd markaðrar stefnu við land- helgisgæslu hafa með höndum ber að vinna ,,af fyllstu trúmennsku við sina yfir- boðara.” Færri njóta undan- þágu en lög heimila Rætt um greiðslu lífeyrisþega á afnotagjöldum Ríkisútvarps t gær kom til umræðu á alþingi fyrirspurn Vilborgar Harðardótt- ur um hversu margir eíli- og ör- orkuiífeyrisþegar njóti undan- þága frá greiðslu afnotagjalda af hljóðvarpi og sjónvarpi sam- kvæmt 31. gr. reglugerðar um rikisútvarp frá 1. nóv. 1972. Spurning Vilborgar var einnig um það, hversu mörgum væri heimii slik undanþága samkvæmt túikun yfirmanna rikisútvarpsins. Vilhjálmur Hjáimarsson, menntamálaráðherra svaraði fyrirspurninni og sagði, að sam- kvæmt lögum væri heimilt að undanþiggja þá sem njóta upp- bótará ellili'feyri greiðslu afnota- gjalda, enda séu útvarps- og sjón- varpstækin þá hagnýtt til einka- nota. Ráðherrann sagði, að það væru nú 883, sem nytu slfkrar undanþágu (þar af 248 eingöngu með útvarp), ennfremur 398 ein- staklingar, sem dveldu á stofnun- um og nytu undanþágu sam- kvæmt öðrum ákvæðum en 31. grein. Vilhjálmur taldi að einhver brögð væru að misnotkun i þess- um efnum, og kvaðst telja eðli- legra, að það væri Trygginga- stofnun rikisins, sem greiddi af- notagjöldin fyrir styrkþega, held- ur en Rikisútvarpið gæfi þau eft- ir. Ekki kvaðst ráðherrann geta svarað þvi, hve mörgum væri heimil undanþága samkvæmt nú- gildandi lögum um þetta efni, en kvaðst ætla að Rikisútvarpið missti nú 20—30 miljónir kr. á ári vegna þessara ákvæða. Vilborg Harðardóttir kvaðst þakka svör ráðherra, en i ljós hefði komið, að þessi undanþága næði alls ekki til allra, sem á þyrftu að halda, eða aðeins til innan við 900 einstaklinga utan stofnana. Tala þeirra sem njóta uppbótar á tekjutryggingu og elli- lifeyri væri hins vegar um 1700 manns. Reyndar væri eðlilegt að slik undanþága næði ekki ein- göngu til þeirra sem uppbótarinn- ar njóta, þvi að ellilifeyrir með tekjutryggingu væri nú innan við kr. 30.000,- á mánuði á einstakl- ing, og ekki væri auðvelt að greiða þessi afnotag jöld af slikum lifeyri. Þingmaðurinn taldi, að þær töl- ur, sem ráðherra hefði nefnt um Vilborg Harðardóttir tap rikisútvarpsins, vegna þess- ara lagaákvæða væru of háar, þvi að væri upphæð afnotagjaldsins (kr. 12.200,-) margfölduð með fjölda þeirra, sem undanþágu njóta samkvæmt upplýsingum ráðherrans, þá kæmi út mun lægri upphæð en þær 20—30 mil- jónir,sem ráðherrann hefði talað um. Þá sagði Vilborg að athugun sin hefði leitt i ljós, að tiltölulega mun fleiri lifeyrisþegar úti um land notfærðu sér ekki rétt sinn i þessum efnum en I Reykjavik. , Dry kkj umannahælið var tilbúið í maí Er þó enn ekki komið í notkun i fyrradag var tekin til umræðu á aiþingi fyrirspurn frá Helga Seljan um hvað valdi óeðlilegum drætti á' að hæli fyrir drykkju- sjúka á Vifiisstöðum verði tekið i notkun. Helgi gerði grein fyrir ástæðum fyrirspurnarinnar, en er hann hafði lokið máh sinu upplýsti þingforseti, að það hefðu verið mistök, að taka fyrirspurnina til umræðu, þar sem viðkomandi ráðherra væri ekki viðstaddur til að svara! Helgi Seljan skýrði frá þvi, að hælið hafi verið fullbúið i mai- mánuði sl., en stæði enn ónotað, þrátt fyrir ákaflega brýna þörf. Hæfur forstöðumaður hafi verið ráðinn, en af einhverjum óskilj- anlegum ástæðum hafi afhend- ingu og úttekt hælisins verið frestað mánuð eftir mánuð. AUGLýSING UM INNLAUSNARVERD VERÐTRVGGÐRA SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS FLOKKUR INNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ*’ 10.000 KR. SKÍRTEINI 1965 - 2. FL. 1966 - 2. FL. 1968 - 1. FL. 1968 - 2. FL. 1969 - 1. FL. 1970 - 2. FL. 20.01.76 - 20.01.77 15.01.76 - 15.01.77 25.01.76 - 25.01.77 25.02.76 - 25.02.77 20.02.76 - 20.02.77 05.02.76 - 05.02.77 KR. 130.094,00 KR. 110.891,00 KR. 91.267,00 KR. 86.319,00 KR. 64.569,00 KR. 43.927,00 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, nóvember 1975. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.