Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 af erlendum vettvangí Angóla Vopnin ráða úrslitum Síonismi er kynþáttastefna Umdeild samþykkt tgerð á allsherjarþingi SÞ Aðfaranótt þriðjudags sl. hlaut Afrikurikið Angóla sjálf- stæði. Þar meö lauk 5 alda nýlendudrottnun portúgala I Afriku. Sundurlimun portúgalska heimsveldisins i Afriku hefur gengið tiltölulega snurðrulaust hvað aðrar nýlendur þess snertir en öðru máli gegnir um Angóla. Portúgalir kveðja þessa nýlendu sina i miðri borgara- styrjöld sem sögð er ein sú grimmilegasta sem háð hefur verið i Afríku um langt skeið. Fylkingar þær sem berjast um völdin i landinu eru þrjár: MPLA (Alþýðuhreyfingin til frelsunar Angóla), FNLA (Þjóðfylkingin til frelsunar Angóla) og Unita (Þjóðlegu einingarsmtökin til fullkomins sjálfstæðis Angóla). Eins og sést á nöfnunum kenna þær sig allar við frelsi og sjálfstæði Angóla en i raun er það aðeins MPLA sem getur gert tilkall til þess með réttu að vera máls- vari alþýðu landsins. Hinar tvær ganga að meira eða minna leyti erinda afturhaldsafla i nágrannarikjum Angóla, einkum Zaire og Suður-Afriku, og/eða auðhringa þeirra fjöl- þjóðlegra sem fengiðhafa auga- stað á firnamiklum auðæfum landsins. Blaðamaður franska blaðsins Le Monde, Rene Lefort, var ekki alls fyrir löngu i Luanda þar sem MPLA ræður rikjum og ritaði grein um ástand mála i landinu fyrir blað sitt. 1 henni gerir hann ma. grein fyrir fylk- ingunum þremur og skal sá kafli rakinn hér i stórum dráttum. Alið á kynþáttarig Lefort segir að helsti munur- inn á fylkingunum sé sá að MPLA hafi tekist að fylgja stefnu sem alþýða landsins og allt upp i það sem nefnt hefur verið þjóðleg borgarastétt getur sætt sig við án tillits til kyn- þáttar. Hinar fylkingarnar reka báðar markvissa kynþátta- stefnu og stefna beinlinis að sundurlimun landsins eftir kyn- þáttum. Hafa þær lagt mikla áherslu á að magna kynþáttarig i landinu sem eins og flestar aðrar nýlendurer búið mörgum kynþáttum. FNLA styðst við kynþáttinn Bakongo sem býr bæði i norð- austurhluta Angóla og 1 Zaire. 1 Angóla er þessi kynþáttur I miklum minnihluta og þvi sér leiðtogiFNLA, Holden Roberto, enga von til þess að vinna sigur i almennum kosningum i landinu. Hann leggur þvi áherslu á að sigra i krafti vopnavalds. Unita hefur lengi verið veiga- minnst hreyfinganna þriggja og átt i vandræðum með að finna sér starfsgrundvöll. Leiðtogi Unita, Jonas Savimbi, reyndi fyrst eftir byltinguna i Portúgal að hasla sér völl meðal hvitra ibúa landsins en sú dýrð stóð ekki lengi þvi baráttan i landinu magnaðist hratt og hvitir menn tóku til fótanna. Ekki bætti það heldur úr skák að hvitir menn voru hvergi eins illa leiknir og einmitt á yfirráðasvæðum Unita. Savimbi sneri sér þvi að sinum eigin kynþætti, Umbundu, sem er sá stærsti i landinu og telur nær helming allra ibúa Angóla. Þar tókst honum betur upp, einkum með þvi að reka áróður fyrir þvi að aftur verði horfið til hinnar fomu ættbálkaskipunar sem að mestu leyti hefur riðlast fyrir tilverknað nýlenduskipaninnar og baráttunnar gegn henni. En vegna þessarar kynþáttahyggju eru völd Unita mjög bundin við héruðin Huambo og Ble þar sem umbundur eru i meirihluta. Hvort má sín meira, alþýða landsins eða erlendir málaliðar? Sækjast sér um likir Snemma i sumar bárust fregnir af þvi að Savimbi og Holden Roberto hefðu ruglað saman reitum sinum og gert leynisamning. Samkvæmt honum á að útrýma MPLA og skipta Angóla i tvennt um linu sem hugsastdregin frá Luanda i vestri til Malanje og Luso i austri: nyrðri hlutinn ásamt oliuflóanum Cabinda á að falla FNLA i skaut en suðurhlutann á Unita að fá. Siðan hafa fylkingarnar barist saman gegn MPLA. Undanfarnar vikur hafa borist æ tiðari fréttir af þvi að kyn- þáttahyggjan hafi orðið að þoka fyrir alþjóðahyggjunni af hag- kvæmnisástæðum: sjónarvottar að bardögum i suðurhluta landsins segja að uþb. þriðji hver herforingi og stór hluti óbreyttra hermanna i liði Unita og FNLA sé hvitur á hörund. Þar séu komnir málaliðar frá Suður-Afriku, portúgalskir fasistar og alþjóðlegur skrill af svipaðri tegund og fyllir raðir frönsku útlendingahersveitar- innar. Afstaða nágrannanna Lefort greinir einnig frá afstöðu nágrannarikjanna til fylkinganna. Hann segir að útrýming MPLA sé orðin einskonar meinloka hjá Mobuto forseta Zaire sem er hin versta auðvaldshækja og mikið uppáhald Bandarikjanna og auðhringanna. Honum hrýs hugur við þeirri framtiðarsýn að eiga eftir að deila 2.400 kilómetra löngum landamærum með framsækinni stjórn i Angóla. Þvi styður hann FNLA af ráðum og dáð sem ma. má sjá af þvi að höfuðstöðvar fylkingarinnar eru i Kinshasa. S-Afrika er heldur ekki hrifin af að i Angóla risi upp alþýðurlki sem orðið gæti frelsishreyfingu Namibiu (Suðvestur-Afrika) góður bakhjarl. Stjórnin i Pre- toriu væri mun ánægðari með að fá sem næsta nágranna ,,hóf- sama” stjórn i litlu riki við norðurlandamæri sin. Hún hef- ur þvi i æ rikara mæli tekið að sér þjálfun sveita Savimbis. Hendur Kenneth Kaunda i Zambiu eru hins vegar bundar af viðleitni hans við að ná einhverri málamiðlun við Suður-Afriku um pólitiskt jafn- vægi i suðurhluta álfunnar Hann er þvi ekkert yfir sig spenntur fyrir þvi að i viðbót við stjórn Frelimos i Mósambik risi upp róttæk stjórn i Angóla auk þess sem róttækni MPLA samrýmist ekki „húmanisma” Kaunda. Hver styður MPLA? MPLA á engu siður sina hauka I horni en hinar fylking- arnar. Sovétrikin háfa lengi stutt hreyfinguna en eftir öllum sólarmerkjum hefur sambúð þeirra og MPLA stirðnað nokkuð siðustu mánuði hvað sem fullyrðingúm Iditmins liður. Talsmenn MPLA hafa litið viljað segja um þessi tengsl en Lefort hefur þó eftir einum þeirra að þau séu að vissu leyti háð sambúð Sovétrikjanna og Bandarikjanna, þe. eftir þvi sem kærleikar stórveldanna aukast minnkar áhugi Sovétrikjánna á stuðningi við MPLA. Hreyfingin hefur þvi að undanförnu lagt allt kapp á að. tryggja sér stuðning framsæk- inna rikja sem óháð eru stór- veldunum. Að sögn portúgala hafa júgóslavar verið þjóða iðnastir við vopnasendingar til MPLA sl. fjóra mánuði. Einnig hafa gamlir bandamenn MPLA I Afriku — Tansania, Mosambik, Alsir og Ginea-Conacry — aukið mjög stuðning sinn við hreyfinguna að undanförnu. Fordæmi vietnama Þótt margt sé i óvissu i Angóla er þó óhætt að fullyrða eitt: deilurnar um völdin i landinu verða ekki héðan af leystar nema með vopnavaldi. Allar tilraunir portúgala, Einingarsamtaka Afrikurikja ofl. til að koma á sáttum hafa runnið út i sandinn. Bardagarn- ir magnast dag frá degi og yfir- lýsingar Savimbis og Robertos verða æ herskárri, þeir hamast við að hvetja til allsherjarstriðs. En hver fer með endanlegan sigur af hólmi er ekki gott að spá um, til þess er vigstaðan of flókin og óljós. Lefort segir að MPLA hafi töglin og hagldirnar i 12 af 16 héruðum landsins og flestum stærstu borgunum. A þessu svæði sé nær allur iðnaður og námugröftur landsins og áður hefur verið minnst á oliuna i Cabinda. Siðan hann skrifar þetta eru þrjár vikur liðnar og samkvæmt fréttum hefur MPLA orðið að hörfa nokkuð á suðurvigstöðvunum (sjá kort sem birtist sl. þriðjudag). Ekki er ljóst hver ræður borgunum Benguela og Lobito en ef þær hafa fallið FNLA og Unita i skaut er það mikið áfall fyrir MPLA. En Lefort segir að MPLA sé þess fullviss að stuðningur alþýðu landsins, stjórnviska leiðtoganna og baráttuhugur hersveitanna sé það sem ræður úrslitum þegar i harðbakkann slær og á öllum þessum sviðum standi MPLA betur. Lefort bendir ma. á að auk eldri leiðtoga hreyfingarinnar eins og forsetans Agostinho Neto sé nú risin upp heil kynslóð forystu- manna sem tekið hafa út sinn pólitiska og hernaðarlega þroska i skæruhernaði sl. 14 ára auk þess sem hreyfingin hafi mikið lært af þeirri reynslu sem fengist hefur af opinberri stjórnsýslu undanfarinna mánuða. En hvað ef hreyfingin tapar úrslitaorustunni? Lefort svarar þessari spurningu með tilvitnun i einn af yngri leiðtogum MPLA, Nito Alves: — Þá erum við fullfærir um að feta i fótspor vietnömsku þjóðarinnar...... —ÞH New York reuter — Allsherjar- þing Samcinuðu þjóðanna sani- þykkti með 72 atkvæðum gegn 35 ályktun þar sem sionismi er iagð- ur að jöfnu við hvers konar kyn- þáttastefnu. 35 riki sátu hjá. Tillaga þessi mun vera komin frá arabarikjunum en auk þeirra naut hún stuðnings sósialiskra rikja og fjölda þróunarlanda. Riki Vestur-Evrópu, Bandarikin og að sjálfsögðu Israel voru á móti. Samþykkt þessi vakti mikla reiðiöldu meðal vestrænna stjórnmálamanna en óskiptan fögnuð araba og ekki sist PLO, samtaka palestinuaraba. Banda- riska öldungadeildin samþykkti ályktun þar sem hvatt er til þess Sunnudaginn 27. október var haldinn aðalfundur i Alþýðu- bandalagsfélagi Fáskrúðsfjarð- ar. Kristján Garðarsson bifreið- arstjóri var endurkjörinn for- maður félagsins, en aðrir i stjórn voru kjörnir þeir, Ingólfur Arnar- son, formaður Verkalýðsfélags Fáskrúðsfjarðar, Hjördis Agústs- dóttir, húsmóðir, Baldur Björns- son, bankamaður, Ragnhildur Jónsdóttir, verkakona og Þór- ormur Óskarsson, bifreiðarstjóri. t skýrslu fráfarandi stjórnar kom fram að starfið hafði verið blómlegt á liðnu starfstimabili m.a. haldnir 15 félagsfundir. Fé- lagið hlaut mest kjörfylgi ailra flokka við siðustu hreppsnefndar- „Við getum verið búnir að semja um það við þá úti að leggja svo og svo mikið ofan á vöruverð- ið. Verðlagsyfirvöld skipta sér ekki af þvi!” Þannig fórust einum manni úr framkvæmdanefnd Landssam- bands iðnaðarmanna orð á blaða- mannafundi á miðvikudag. er verið var að ræða verðlagsmál. Kom fram, að framleiðendur iðnaðarvöru herlendis þurfa að gera grein fyrir þvi i smæstu at- riðum hyernig verð hverrar framleiddrar einingar hér innan- lands verður til. og skila þeirri greinargerð til verðlagsyfir- valda. Þótti iðnrekendum þetta ó- sanngjarnt miðað við þann hátt að bandariska stjórnin endur- skoði þátttöku sina i allsherjar- þinginu. Einnig var það útbreidd skoðun meðal þingmanna beggja deilda að taka bæri til endurskoð- unar fjárframlög Bandarikjanna til Sþ og sérstofnana þeirra. Olof Palme hélt ræðu á þinginu og bað menn að missa ekki stjórn á sér þótt allsherjarþingið sam- þykkti „óheppilegar og óviturleg- ar” tillögur. Slikt væri engin á- stæða til að snúa baki við Samein- uðu þjóðunum og samstarfinu innan vébanda þeirra. Alyktunin sem samþykkt var tekurekkitil siónisma sem hluta af gyðinglegri trú heldur einungis til siónisma sem pólitiskrar stefnu. kosningar, eða þrjá menn kjörna af sjö. Starfa þeir sem minnihluti innan hreppsnefndar þar eð Framsókn og Sjálfstæðisflokkur- inn kusu að leggjast I eina sæng. Á fundinum voru ræddar fyrir- ætlanir um vetrarstarfið og m .a. teknar til umræðu ályktanir nýaf- staðinnar kjördæmisráðstefnu Alþbl.-félaganna á Austurlandi um uppbyggingu fræðslustarf- semi innan einstakra félaga i samvinnu við önnur félög i fjórð- ungnum. Var kjörin fræðslunefnd á fundinum með það fyrir augum. Fleira er og á döfinni hjá félag- inu. sem ekki er ástæða til að komi frarn að si nn i. —m.ki- sem hafður er á um innfluttar iðnaðarvörur, og hægt er að leika þann leik með, sem i inngangi er sagt af. Við þessar upplýsingar hljóta að vakna ótal spurningar. Hvað er samið um? Hversu almennur er slikur verslunarmáti? Hvað verður um hluta innflytjandans af kostnaðarviðbótinni, sem á er lögð erlendis? Fylgjast verðlags- yfirvöld ekki með verði innfluttra vara á frjálsum markaði erlend- is? Fá verðlagsyfirvöld ekki fregnir af þvi hvað vörur kðsta hjá erlendum framleiðendum? Gefur slik vfirlýsing ekki tilefni til opinberrar rannsóknar á verð- myndun innfluttrar vöru? _____(',þ AIþýðubandalagið, Fáskrúðsfirði: Gott starf á liðnu tímabili Hvað er lagt á vöruverð erlendis?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.