Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 12
'2 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 28. október 1975. Vatnajökulsbókin: Myndir Gunnars og texti Sigurðar Ct er komin fögur myndabók um Vatnajökul með texta eftir Sigurð Þórarinsson. Ljósmyndar- inn er Gunnar Hannesson, en Gisli B. Björnsson sá um útlit bókarinnar. Bókin er gefin út samtimis á islensku og ensku með samvinnu Kynningar/ Iceland Review og Wáls og menningar/ Iieimskringlu. Búðarverð er 3.120 kr. með söluskatti. Um 2ja ára skeið hefur verið unnið að gerð Vatnajökulsbókar með myndum Gunnars Hannes- sonar og texta eftir Sigurð Þórar- insson. Verkinu er nú ioks lokið og bókin komin út i tveimur útgáf- um, á ísiensku og ensku. Langt er liðið síðan greint var frá þvi að bók þessi væri væntanleg og þvi mikið orðið um fyrirspurnir til út- gefenda, þvi Gunnar Hannesson er þegar orðinn landsfrægur ljós- myndari — og ekki er þörf á að kynna Sigurð Þórarinsson jarð- fræðing. Það er Kynning hf., fyrirtæki það sem um langt skeið hefur gef- ið út timaritið Iceland Review, sem staðið hefur að útgáfunni, en hinsvegar hefur Mál og menning/ Heimskringla keypt islensku út- gáfuna. Textinn er settur i Reykjavik, en litgreining mynda og prentun bókarinnar fór fram erlendis. Allar myndir bókarinnar, um 70 að tölu, eru i litum. Nánari grein verður gerð fyrir þessari fögru bók siðar hér i blað- inu. Q SAMKEPPNI Hugmyndasamkeppni um aðalskipulag Seltjarnarneskaupstaðar. Bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar hefur ákveðið að efna til hugmyndasam- keppni um endurskoðun aðalskipulags Seltjarnarneskaupstaðar samkvæmt 5. greinOl b. samkeppnisreglna Arkitektafé- lags íslands. Keppnisgögn verða afhent hjá Bygginga- þjónustu Arkitektafélags Islands, Grens- ásvegi 11. mánudaga — föstudaga kl. 17.00-18.00 frá og með 14. nóv. 1975, gegn kr. 5.000.00 skilatryggingu. Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi. Skrifstofustúlka Óskum eftir að ráða stúlku til vinnu við vélabókhald og almenn skrifstofustörf. Laun eftir 14. launaflokki. Umsóknum skal skilað fyrir 17. nóvember nk. til rafveitustjóra, sem vdtir nánari upplýsingar um starfið. Kalveita Hafnaríjarðar Hvað gefa sjómenn útgerðinni mikið? Jafnvel i lélegustu róðrum gefa sjómenn útgerðarmönnum tugi þúsunda með þvi að tekið er af þeim verðmætahlut, sem þeim ber, og sett I sjóði útgerð- arinnar. Gisli Guðmundsson, fréttarit- ari Þjóðviljans á Suðureyri, gerði könnun á þvi hversu mikið sjómenn þyrftu að láta af hendi úr einum róðri til stofnlána- sjóðs, sem lögfestur var 1968. Gisli byrjar pistil sinn svo: ,,í fyrstu fimm róðrunum i nóvember varð afli súgfirðinga þessi: Kristján Guðmundsson 19,6 tonn. Sigurvon 19,7 tonn og Ólaf- ur 15,3 tonn. Flesta dagana var verið út af Horni og Hælavikur- bjargi, fiskur fremur smár og seinunninn. Verð samkvæmt verðskrá nú er39,20 kr fyrir stór fisk, 31,70 kr. fyrir millifisk og 16.60 fyrir smáfisk. Verðið er miðað við óslægðan fisk með haus. Af einu kilói af stórfiski fær þvi útgerðin nú i stofnfjársjóð 5,88 kr., af millifiski 4,75 og áf smáfiski 2,49 kr. Haustið 1968 lofsungu útvegs- menn þá stjórn, sem þá var við völd fyrir að lögfesta stofnfjár- sjóðsgjaldið margumtalaða. Þá var það 10%, nú er það 15% um- fram verðskrárverð.” Þessu næst greinir Gisli frá athugun, sem hann gerði á þvi hversu mikið færi I stofnfjársjóð úr einum hinna fimm róðra súg- firðinga hjá hverjum báti og siðan hver skerðing verður á hásetahlut við það. „Sigurvon aflaði 6,1 tonn. Afli skiptist þannig, að 265 kg voru af stórfiski, sem gefur 1588,20 kr i stofnfjársjóð, 3735 kg millifisk- ur, sem gefa 17.741.25 kr og 2100 kg af smáfiski, sem gefa 5.229 krónur. Upphæðin öll hjá Sigurvon er þvi 24.528,45 krónur. Kristján Guðmundsson fisk- aði þennan dag 5,4 tonn. 400 kg voru stórfiskur, sem gefa 2.352 kr I stofnfjársjóð, 3.185 kg milli- fiskur, sem gefa 15.128,75 krón- ur og 1.815 kg smáfiskur sem gefa 4.519,35 krónur i þennan sjóð. Samtals i stofnfjársjóð af aflaverðmæti þessa báts 22.000.10 krónur. Ólafur fiskaði þennan dag 3,8 tonn. Afli skiptist þannig, að 200 kg voru stórfiskur, sem gefa 1.176 kr i stofnfjársjóð og 2.675 kg millifiskur, sem gefa 12.706.25 kr, 925 kg smáfiskur, sem gefa 2.303,25 krónur. Sam- tals af afla þessa skips i stofn- fjársjóð 16.185,50 krónur.” Siðan segir Gisli: „Nú eiga sjómenn hlut. úr þessum þúsundum. Skiptipró sentan er i dag 32, sem skiptist i 11 staði. Hlutatjón á Sigurvon varð þennan dag 713,55 krónur á hlut, á Kristjáni 640 krónur á hlut og á Ólafi 470,85 krónur á hlut. Svona litur þetta eina dæmi út.Þó er þetta bara litill hluti a þvi, sem sjómenn gefa útvegs- mönnum. Hvað yrði þá ef allir sjóðir, sem i er lagt af fiskverð- inu væru reiknaðir út tilskipta? Mönnum mundi ofbjóða sú upp- hæð. Hvað segja nú sjómenn á al- þingi um þetta fyrirkomulag á arðráninu? Þeir réttu nefnilega upp hendina 1968, þeir sem kalla sig sjómenn, og greiddu atkvæði- með þessum arðránslögum?” —úþ Tillaga FFSÍ fœr góðan hljómgrunn Slita stjórnmálasambandi komi bretar með herskip Þing Farmanna- og fiskt- mannasambandsins tók undir þá áskorun Guðmundar Kjærnested, sem sagt var frá i blaðinu fyrir helgina, að slita bæri stjórnmála- sambandi við breta og loka hliðum NATO-stöðvarinnar ef bretar kæmu hingað með herskip sin eftir 13. nóvember. Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps tok kröftuglega undir' þessa samþykkt með ályktun sem gerð var á fundi félagsins sl. sunnudag. Þar segir: „Fundur i verkalýðs- og sjómannafélagi Miðneshrepps Sandgerði, haldinn 9/11 1975 fagnar framkomnum tillögum Farmanna- og fiskimanna- sambands fslands um að Island sliti stjórnmálasambandi við breta komi bretar með herskip i islenska landhelgi til verndar breskum togurum og að hliðum varnarstöðvar NATO verði tafar- laust lokað láti bretar verða af þessum hótunum. Þessi ályktun var samþykkt samhljóða. MJFQaOfl^DDQOtM] Gutenbergs- sýningin á Kjarvalsstöðum Gutenbergsýningin á Kjar- valsstöðum hefur verið vel sótt og hefur einkum hin gamla Gut- enberg-prentvél vakið athygli manna, en gestir geta fengið afhent sýnishorn af prenti úr vélinni. I kvöld, fimmtudagskvöld 13. nóv„ mun Haraldur Sigurðsson, bókavörður, flytja erindi á Kjarvalsstöðum um bókaútgáfu Guðbrands biskups, og upphaf bókaútgáfu á Islandi. Erindið hefst kl. 21. Sýningin er opin daglega frá kl. 16 til 22, nema laugard. og sunnud. frá kl. 14 til 22. Félag islenska prentiðnaðar- ins og Germania standa að sýn- ingunni sem efnt er til i tilefni fjögurra alda afmælis bókaút- gáfu Guðbrands Þorlákssonar, biskups. Tvö ný frímerki 19. nóvember gefur póst- og simamálastjórnin út ný fri- merki. Tilefnið er 100 ára af- mæli Thorvaldsensfélagsins, en sama dag verður gefið út fri- merki um skógrækt. Hið fyrr- nefnda er 27 kr. að verðgildi, en hitt 35 kr. Það var Friðrika Geirsdóttir á Auglýsingastofu Kristinar, sem teiknaði merki skógræktar- innar, en á hinu er að sjálfsögðu mynd af höggmynd eftir Bertel Thorvaldsen. Norrœn reglu- gerð fyrir ökukennslu nauðsynleg Nýlokið er i Vasa i Finnlandi fulltrúaráðsfundi Norrænna ökuskólasambandsins og nor- rænu námskeiði i sambandi við fundinn um ökukennslu. A Norðurlöndunum eru nú 3.010 ökuskólar, sem hafa á sinum snærum 4.550 starfsmenn og 6.650 bila til ökukennslu. Full- trúi Islands á fundinum var Jón Sævaidsson. Á fundinum var staðfest að. tilmæli Norðurlandaráðs nr. 35 — 1970 um samræmdar norræn- ar reglur um ökukennslu hefðu ekki leitt til neinna raunhæfra aðgerða af hálfu rikisstjórna. I ályktun fundarins voru stjórnir hvattar til þess að hefjast. handa, sérstaklega hvað varðar að setja reglur um útbúnað æf- ingabila og skyldupróf ökukenn- ara, en á þessu er brestur-i Nor- egi, Finnlandi og Sviþjóð. Jafnframt ákvað fulltrúaráð- ið að efna til framhaldsnám- skeiða fyrir.ökukennara á Norð- urlöndum i hálkuakstri, akstri i myrkri og á þjóðvegum. Bókagjafir til háskólans Háskólanum hafa aö undan- förnu borist nokkrar bókagjafir og eru fleiri slikar væntanlegar. Frá vestur-þýska visinda- sjóðnum (Deutsche Forsch- ungsgemeinschaft) bárust Há- skólabókasafni að gjöf sjötiu bindi sem miðuð eru við þarfir þýskukennslu i skólanum og al- menn not fræðimanna i öðrum greinum. Háskólabókasafn valdi bækurnar, en vestur-þýski sendiherrann hafði frumkvæði og milligöngu um gjöfina. Sendiherra Austur-þýska Al- þýðulýðveldisins á Islandi hefur nýlega gefið Háskólabókasafni um hundrað austur-þýskar bæk- ur, sem voru hér á bókasýningu á Kjarvalsstöðum. Hér er um að ræða sigild bókmenntaverk, rit um þýska tungu, listir, sögu og þjóðfélagsmál. Ritin eru föl ti) heimlána og til sýnis á hand- bókasal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.