Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. nóvember 1975. Halldór Olafsson bókavörður og ritstjóri, ísafirði Fæddur 18. maí 1902 — Dáinn 2. nóvember 1975 1 dag verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju Halldór Ólafs- son, ritstjóri og bókavörður. Með Halldóri er genginn maður sem gott er að minnast. Hann fæddist að Kaldrananesi i Strandasýslu hinn 18. mai 1902, og voru foreldrar hans hjónin Ólafur Gunnlaugsson bóndi þar og kona hans Kristin Jónatansdóttir. Hann andaðist á Landakotsspit- ala 2. þ.m. Halldór flutti búferlum ásamt móður sinni til fsafjarðar árið 1918 og bjó þar til æviloka að und- anskildum árunum 1936 til 1943, en þá dvaldi hann fyrir austan fjall, i ölfusi og Flóanum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Akureyri árið 1922. Hann stundaði algenga vinnu til sjósoglands, en tók jafnframt mikinn þátt i bar- áttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum, var i stjórn Verkalýðsfé- lagsins Baldurs og i stjórn Verka- lýðssambands Vestfjarða. Þegar séra Guðmundur Guð- mundsson frá Gufudal afhenti Verkalýðssambandinu blað sitt Skutul til fullrar eignar og um- ráða, árið 1928, varð Halldór rit- stjóri þess og gegndi þvi starfi i tvö ár, en árið 1930 yfirtók Alþýðuflokkurinn blaðið. Næstu árin var Halldór ritstjóri fjölritaðs blaðs, Baldurs, sem gefið var út af kommúnistum. Arið 1934 varð Halldór varafull- trúi i bæjarstjórn Isafjarðar, en kosningunum það ár lauk með þvi að fjórir fulltrúar voru kosnir af lista Alþýðuflokksins, fjórir af hálfu Sjálfstæðisflokksins, en oddasætið hlaut fulltrúi Komm- únistaflokksins. Á ýmsu gekk i stjórn bæjar- mála og svo fór að ári siðar 1935, voru að nýju háðar bæjarstjórn- arkosningar og lauk þeim með sigri Alþýðuflokksins, sem fékk fimm fulltrúa kjörna, Sjálfstæðis- flokkurinn fjóra, en fulltrúi kommúnista hlaut ekki kosningu. Nokkru siðar flutti Halldór frá ísafirði, eins og áður segir, en hann kom aftur árið 1943 og gerð- ist þá ritstjóri Baldurs og siðan Vestfirðings. Gegndi hann rit- stjórnarstörfum til dauðadags. Arið 1946 varð Halldór bóka- vörður við bókasafn ísafjarðar, en lét af þvi starfi fyrir aldurs sakir fyrir tveim árum. Halldór varð bæjarfulltrúi á vegum Alþýðubandalagsins 1958 ogsatibæjarstjórn tilársins 1970. Þá vann Halldór að margvis- legum trúnaðarstörfum fyrir Sósialistaflokkinn og Alþýðu- bandalagið, var m.a. formaður i kjördæmaráði flokksins á Vest- fjörðum. Þetta stutta yfirlit um æviferil Halldórs Ólafssonar segir ekki nema hálfa sögu hans. Þegar Halldór fluttist fyrst til Isafjarðar, sextán ára gamall, voru stéttaátökin i bænum óvenju hörð. Þannig hlaut Verkalýðs- félagið Baldur, sem stofnað var árið 1916, ekki viðurkenningu sem stéttarfélag fyrren árið 1923. Með sanni má segja, að óviða hafi stjórnmálabaráttan verið á þessum árum og næstu áratugum háð af meiri hörku en á Isafirði. Maður getur næstum sagt að á stundum hafi hún verið háð á ill- vigan hátt. Flokkarnir sem svo hart börð- ust þar vestra voru íhaldsflokk- urinn (siðar Sjálfstæðisflokkur- inn) og Alþýðuflokkurinn, en innan raða hans voru allsundur- leitar skoðanir og svo fór að hinir róttækari innan flokksins stofn- uðu deild i Kommúnistaflokki Is- lands. Halldór var sósialisti af lifi og sál og skipaði sér i sveit með hinum róttæku. Fyrir bragðið varð hann oft fyrir óvægnum árásum andstæðinga, en svaraði ætið af mikilli hógværð. Eins og áður segir var Halldór um skeið i stjórn Verkalýðsfé- lagsins Baldurs og i stjórn Verka- lýðssambands Vestfjarða. A veg- um þess ferðaðist hann viða um Vestfirði. í desemberhefti Vjnn- unnar 1948 er grein um Verka- lvðsfélae Patreksfiarðar, rituð af Jóni. I grein þessari segir Jón ma: „Loks var það haustið 1928 — 16. október — að 55 verkamenn og konur stofnuðu núverandi Verka- lýðsfélag Patreksfjarðar. Það var Halldór Ólafsson, ritstjóri frá ísafirði, sem efndi til stofnfund- arins og aðstoðaði við félags- myndunina.” Þessi tilvitnun sýnir vel hversu drjúgan þátt Halldór átti i þvi að treysta samtök verkalýðsins þar vestra. Aðalþátturinn i starfi Halldórs var þó ritstjórn hans, penninn varð baráttutæki hans. Enda var hann prýðilega ritfær maður, honum var einkar vel lagið að setja á blað hugsanir sinar, glöggar og vel igrundaðar. Hjá honum kom vel fram kjarni hvers máls. Jafnframt þvi að vera ritstjóri Baldurs og siðar Vestfirðings annaðisthann útgáfu blaðanna og var furðulegt hversu vel honum tókstað sjá um fjárreiður þeirra. Ég kynntist Halldóri fyrst að ráði árið 1943 þegar hann kom aftur til ísafjarðar og tók að sér ritstjórn Baldurs, en ég sat þá i bæjarstjórninni. Allt frá þessum tima varð samvinna okkar mjög náin og ekki eru það ýkjur þegar ég segi, að Halldór reyndist mér ráðhollur maður. Halldór var vel gefinn og skemmtilegur i viðræðu, i fari hans var góðvildin áberandi, blaðagreinar hans voru hógværar og málefnalegar, bágt á ég með að trúa að nokkur hafi borið til hans persónulegan kala þótt oft hafi kastast i kekki i pólitiskum deilum. Halldór ólafsson vann braut- ryðjendastarf ásamt ýmsum öðrum á Vestfjörðum. Oftast er slikt starf erfitt og fór hann ekki varhluta af þvi. En hann leysti það starf sitt og önnur prýðilega af hendi. Að honum er mikil eftirsjá. Haukur Helgason Halldór ólafsson, sem i dag er til moldar borinn á' Isafirði, var fæddur á Kaldrananesi i Stranda- sýslu vorið 1902. Sennilega hafa fá ár á okkar öld enn fært þjóðinni slikt mannval, sem einmitt þetta merkilega ár, 1902, árið sem landvarnarhreyf- ingin reis á legg og ungir menn fylktu liði til lokaáhlaups i sjálf- stæðisbaráttunni við Dani. Á sliku ári var sælt að lita ljós heimsins, svo norður þar á ann- nesjum við ysta haf, sem i húsi við Laugaveginn ellegar i byggðum Eyjafjarðar. Þá spruttu lifsgrös i túninu heima. Fyrstu minningar Hall- dórs Ólafssonar voru frá Kúvik- um, þar sem hann dvaldi nokkur ár I bernsku, á siðustu árum gamla Jakobs. J Thorarensen, sem þar stýrði verslun i 60 ár. Um aldir voru Kúvikur annar tveggja verslunarstaða við Húnaflóa. Þar var oft beðið skipakomu, — á haf- Isvori I ótta og von, þegar hin hvita þyrping norðurhafa bannaði fátækum búandmönnum allar bjargir, og fiskur og hákarl nutu friðunar undir heljarfargi. Margt árið varð sigling engin og menn lifðu á landsins gæðum án kaup- staðarvöru og krams, eða dóu drottni sinum. Frá vörinni I Kúvikum var margur maðurinn færður til skips til að mæta örlögum sinum á Brimarhólmi eða i Spunahúsinu i Kaupinhafn, — færður til skips til að deyja fyrir kóngsins mekt, fjarri birtu heimahaga. Það var alltaf nóg af sakamönnum á Ströndum. Að Kúvfkum sóttu menn um langan veg á landi og sjó, norðan af Hornströndum, innan úr Hrútafirði og austan um Flóa. Þar urðu menn oft að lúta lágt fyrir erlendu valdi, en þar gerð- ust einnig ævintýr, og nýjar vonir kviknuðu. Þar hvislaði Asgeir á Kollafjarðarnesi leyndarmálinu I eyra Torfa bróður um innihald bréfsins góða frá Höfn, — rösk- lega hálfri öld fyrr en Halldór okkar Ólafsson lék þar i túni. A slikum stað komast menn ekki hjá þvi aðheyra kalllands og sögu. Nú er dauft yfir Kúvikurkaup- stað. Þar sem áður var ólgandi lif, heyrist nú hvorki grátið né hlegið. Hákarlshjallurinn fellur að foldu, og grasið grær yfir stétt- ina, þar sem áður lá leið inn i furðuheim krambúðarinnar. En það er fagurt við Reykja- fjörð, óviða fegurra. Ég kom þar á haffsvori fyrir fáum árum. Þessi stóri fjörður var spegil- sléttur og á lygnan hafflötinn sló rauðri slikju frá hnigandi sól, en hvitir turnar sigldu tignarlega á þessu Rauðahafi undan Kúvikurstað. — Þá minntist ég Halldórs. Halldór Ólafsson fór ungur frá Kúvikumyfir fjörðinn að Gjögri, veiðistöðinni þar sem lagt var út með Andrarimur í andans nesti en ögn af sykri úr Kúvikurkaup- stað var munaðaraukinn eini. Fáir urðu feitir af þeim sykur- skammti, en hákarlalýsið gerði menn sterka og seiga. Við Gjögur var Halldór löngum kenndur siðar á ævinni. Samt fór hann þaðan 16 ára gamall, og barsttil ísafjarðar, þar sem hann siðan þreytti fang. Þá voru 2 ár iiðin siðan Skúli Thoroddsen dó, og Alþýðuflokkurinn var stofn- aður. Halldór gekk ungur til starfa i röðum verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins, og skipaði sér i hóp hinna róttækustu. Þar stóð hann undir merkjum i svo sem 50 ár, hógværari og hávaðaminni en flestir aðrir, sem alltaf á sinum stað, — þoldi bæði blitt og stritt, en hvikaði aldrei. Spurði aldrei um eigin hag, heldur hitt eitt, hverig best yrði þjónað málstað verkalýðshreyfingarinnar, sósial- isma og þjóðfrelsis, — þeim mikla málstað, sem hann batt tryggðir við ungur, — minnugur þeirra, sem nú og fyrr þoldu nauð, og með vonina um komandi reisn alþýðu i brjóstinu, stundum veika, stundum sterka. Það voru lifgrösin frá Kald- rananesi og Kúvikum sem voru runnin Halldóri i merg og blóð, og gáfu honum kraft til að striða ó- bugaður allt til hinsta dags. Það var mikið mannval, sem Alþýðuflokkurinn átti á ísafirði á árunum fyrir og um 1930. Úr þessum friða hópi var Halidór Ólafss. gerður að ritstjóra Skut- uls, málgagns flokksins á ísafirði árið 1928, þá komungur maður, og sýnir það best hvert mannsefni hann hefur verið talinn af félög- um sinum, sem til þekktu. Hér verður ekki rætt um klofn- inginn 1930 I verkalýðshreyfing- unni, né þann aðskilnað fyrri fé- laga, sem þar varð með margvis- legum afleiðingum. Þær svipt- ingar allar bitnuðu illa á Halldóri Ólafssyni, svo sem mörgum öðrum, en Halldór var þeirrar gerðar, að hann hlaut jafnan að fylgja þvi einu, sem hann vissi sannast og réttast. Halldór frá Gjögri var ritstjóri Skutuls árið 1928, þá róttækasta blaðsins á Isafirði. Nú i haust, nær 50 árum siðar, var hann enn ritstj. pólitísks málgagns á Isa- firði, Vestfirðings, blaðs Alþýðu- bandalagsmanna, nú sem fyrr í minningu félaga Ég sá Halldór Ólafsson fyrst ungan mann á Isafirði. Þá var hann nýbúinn að ljúka gagnfræðaprófi á Akureyri. Halld. hefur vist notið þess mikið. Hann var menntaðri, betur að sér en fólk er flest og hóf strax afskipti af verka- lýðsmálum. Að lýsa Halldóri er ekkisvolétt þvi að hann var fjölþættur maður þó dulur væri. Það vissu ekki nema þeir, sem voru honum best kunnugir, hvað hann var fjöl- breyttur. Hann var fórnfús I eðli sinu og trúði á það, sem hann vann fyrir, og lét ekki af þvi. Hann fórnaði aldrei hugsjón sinni fyrir hagsmuni. Halldór var enginn hávaðamaður. Hann hélt ræður, sem voru rökfastar, talaði frekar lágt en skýrt. Ég fór stundum opinberlega með gamanvisur eftir Halldór. Hann var mjög laginn að búa til visur en gumaði aldrei af þeim. Skáldskapur hans hefur alveg fallið i gleymskudýpi. Guðmundur Hagalin varð mest fyrir barðinu á okkur, hann var svo spéhræddur. Hann hélt einu sinni ræðu á lokuðum kratafundi. Það var fyrir kosningar og einn af okkar strákum laumaðist inn og hann var nú ekki óskýr sá. Hann fékk eintakið af ræðunni og það var eitthvað á þessa leið: Við erum allir fátækir, við erum allir verkamenn. Nú, eins og við séum ekki allir verkamenn? Svo gerði Halldór Ólafsson gamanvisur eftir þessu og ég fór með og hermdi eftir Hagalin: Margir draga i efa enn að við séum verkamenn. Sjálfsagt get ég sannað hér að svoddan skoðun heimska er. Vcrkamenn, verkamenn. Við erum allir verkamenn. Verkamenn, verkamenn. Allir verkamcnn. Finnur fæddist örbirgð i, fékk hann snemma að kenna á þvi hvað það er að sækja sjó, seinna margan bita dró. Verkamenn o.s.frv. Þetta var Finnur Jónsson, seinna alþingismaður og ráð- herra. Svo er hann nú Hannibal. Hann er fæddur i Arnardal. Rölti á eftir rollum þar, reiddi torf og mykju bar. Verkamenn osfrv. Eftir það hann sótti sjá. Svo varð kokkur Merkúr á. Kokkmenskuna vanur við, vatt sér niður um skælettið. Verkamenn o.s.frv. Þetta verkaði allt, já, neikvætt á þá. Fólki þótti gaman. Það hlustaði frekar á okkur ef við höfðum eitthvað skemmtilegt. Við urðum að tjalda þvi sem til var. Baldi þetta blessað ljós, besta skilið ætti hrós. Smalamennsku vanur við, vel'ur liann að sér kvenfólkið. Verkamenn o.s.frv. Baldi var smali svona, gekk á milli og var sérstaklega laginn að reyna að fá kvenfólk til að kjósa. Siðast er það sjálfur ég, sist eru efnin glæsileg. Fátækastur eflaust er allra manna i bænum hér. Fátækur, fátækur. Ósköp og skclfing fátækur. Fátækur. fcg er fátækur. Horaður þó ekki er eins og glöggt má sjá á mér. En þessi istra er aðeins hjóm, ekkert nema blekking tóm. Fátækur o.s.frv. Kratarnir voru i upphafi við völd á tsafirði með okkar fulltingi. En svo kom ágreiningur upp og þá kom fram hvernig hver maður var i raun. Halldór var einn af þeim sem var marxisti i húð og hár og lét ekki af þvi. Þeir sem vildu hugsjóninni best voru lengst til vinstri. Aftur voru frekar hagsmunamenn hinum megin, sem hugsuðu meira um að koma slnu eigin fram, og brutu þá hugs- jónina þegar þvi var að skipta. Fyrir 1930 voru allir með i Alþýðuflokknum. Það að heita bolsévikki var engin skömm. Kratarnir kölluðu Isa- fjörð bolsabæinn eða rauða bæinn og báta Samvinnu- félagsins rússa. Þeir skömmuðust sin ekki fyrir það. Það var stórt skref að koma á Samvinnufélaginu 1927, þeir voru mest með 7 báta, þetta var glæsilegt á þeirra tima visu. Vinstri mennirnir I Alþýðuflokknum vildu halda áfram að bæta Samvinnufélagið, koma t.d. á betri vinnu- stöðum fyrir fólkið, en þvi var öllu snúið gegn þeim, það var m.a.s ekki hægt að tala á fundum þvi að kratarnir fengu æsingafólk til þess að gera hávaða svo að ekki var hægt að heyra hvað okkar menn sögðu. Aðferðin hjá kröt- unum var heimskuleg. Þeir beittu harðvitugri baráttu heldur en Ihaldið hafði áður gert til að halda sjálfu verka- fólkinu niðri. 1 upphafi var mikill hugur i fólki að leggja sig fram I Samvinnufélaginu en kratarnir hagnýttu það til alls annars. Forystumennirnir voru miðlungsmenn sem hugsuðu mest um að hafa völd. Sterkustu og bestu mönn- unum var eiginl. haldið frá, mest af einhvers konar elju- rig hjá Finni Jónssyni. Honum var veitt fulltingi af fjöld- anum og komst á þing og svo varð hann ráðherra ofan á allt það. Nú veit enginn hvað hefur orðið af Samvinnu- félaginu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.