Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 13. nóvember 1975. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 13 „ÍÞRÓTTA- MÁL” verður framvegis sent til allra þeirra.sem áhuga hafa á fróðleik um líkamsmennt 1 desember 1973 réöist iþróttakennarafélag íslands i ótgáfu á eigin málgagni, „iþróttamál”. Hefur blaðið komið út reglulega síðan og veitt ýmsan fróðleik um likamsmcnnt, uppeidi og i- þróttir auk annars efnis, sem tilhlýðilegt hefur þótt að birta í blaðinu. Hefur það verið sent til meðlima félagsins I laus- blaðaformi, þannig, að hvert vélritað blað telst eitt tölu- blað. Sérstakar möppur eru síðan hafðar utan um blöðin, sem nú eru orðin samtals «8. Akveðið hefur verið að gefa fleirum kost á að fá blaðið heldur en i- þróttakennurum einum. Talið er að hagnýtt gildi með áskrift sé til dæmis fyrir þjálfara og aðra þá, sem með einhvers konar leiðbeinendastarf fara. Auk þess er vonast til, að á- hugamenn um heilsurækt ger- ist áskrifendur. Útgáfutfmi er óreglulegur en ekki er óal- gengt að þrjátiu til fjörutíu blöð komi út árlega. t þeim 68 tiilublöðum, sem nú hafa komið út eru rúmlega 130 skrifaöar siður og fylgja þær allar meö til þeirra, sem fara I áskrift núna, en það kostar krónur fimmtánhundr- uö á ári. Til dæmis um inni- hald blaðsins má nefna eina af lyrstu greinum, sem fjallar um þaö, hvort iþróttakennar- ar geti komið i veg fyrir bak- veiki meö einföldum fyrir- byggjandi æfingum. Einkum eru það iþrótta- kennarar sem skrifa greinar I blaðið, en öörum er það einnig heimilt ef efniö þykir fram- bærilegt. Má nefna til dæmis, að þeir Karl Henediktsson þjálfari og Garöar AUonsson, form. Badmintonsambandsins hafa báöir ldtið frá sér fara efni i blaöiö. —gsp Evrópukeppni landsliöa: Englar nötrandi l gærkvöldi fór fram leikur milli tékka og portúgala i 1. riðli EM i fótbolta. Með sigri i þeim lcik skjóta tékkar cng- lendingum aftur fyrir sig og komast að öllum likindum i úrslitakeppnina á meöan enska stórveldiö þarf að sitja heima. Sem kunnugt er sigruðu tékkar englendinga fyrir skömmu 2-t. Þótti það gifur- legt áfall fyrir enska liöið, sem liafði ekki tapað leik i langan tima — allt frá þvi Don Revie, einvaldur liðsins, tók við þvi. Portúgalska liðið er álitiö léttur andstæðingur fyrir tékkana og vist er að cnglend- ingar munu skjálfa á beinun- um á meðan beðið er úrslita. Tap tékka er þeirra eina von. Staðan i riölinum fyrir þennan lcik er þessi: England 5 3 1 1 10-2 7 Tékkar 4 3 0 1 11-4 6 Portúgal 3 111 2-5 3 Kýpur 4 0 0 4 0-12 0 —gsp Til þess að trufla æfinguna scm minnst tókum við myndina áður en hún liófst, en það kostaði lika það að marga vantar á myndina, sem voru rétt ókomnir, en hann er samt stór, ÍR-hópurinn, sem var að æfa i litia iK-húsinu við Túngötu. Unnu öll mót sumars- ins og áttu 16 manns í landsliðinu ótrúlega góöur árangur hjá frjálsíþróttafólki ÍR á sl. sumri — hið mikla unglingastarf félagsins hefur borið ávöxt Þvi hefur oft verið haldið fram, að ef unglingastarf iþróttafélag- anna er i lagi, muni árangur eldri flokkanna ekki láta á sér standa þegar þar að kemur. Þessa kenn- ingu hefur Guðmundur Þórarins- son, frjálsíþróttaþjálfari 1R sann- að svo ekki verður um villst. Hann hefur unnið einstaklega vel að unglingaþjálfuninni hjá 1R, auk þess sem hann hefur svo einnig séð um þjálfun afreks- fólksins i mörg undanfarin ár. t dag stendur hann uppi sem sigur- vegari með hópinn sinn. Frjáls- iþróttafólk tR var i algerum sér- fiokki hér heima á sl. sumri. Við skulum lita á útkomu sumarsins: Viðavangshlaup félagsins fór nú fram i 60. sinn i röð og var þátttakan mjög mikil. Fyrstur i mark varð ÍR-ingurinn Sigfús Jónsson og félagið sigraði i 3ja fimm og tiumannasveitunum, og vann nú Coca-Cola bikarinn fyrir fimmmannasveitogSilla & Valda bikarinn fyrir tiumannasveitir til eignar. Félagið átti fleiri islandsmeist- ara i frjálsum iþróttum en nokkuð annað félag eða héraðasamband á árinu. Bikarkeppni FRt vann félagið nú i fjórða sinn i röð og með tals- verðum yfirburðum, og nú vann sama féiagið i fyrsta sinn alla þrjá bikarana, sem um er keppt en þar af vann félagið karlabikar- inn til eignar. Meistaramót Reykjavikur vannst og með yfirburðum. 16 af meðlimum félagsins kepptu f islenska landsliðinu, sem sigraði i Kalottkeppninni i Noregi og stóðu þeir sig allir með stakri prýði. Á árinu 1975 hafa 14 ný islands- met séð dagsins ljós i frjálsum iþróttum, en þar af hafa IR-ingar sett 13 þeirra og átt helming i báðum boðhlaupsmetunum. Dug- legust allra hefur Lilja Guð- mundsdóttir verið en hún hefur sett 9 einstaklingsmet og 1 boð- hlaupsmet. Við spurðum Guðmund Þórar- insson að þvihverju hann þakkaði þennan góða árangur öðru frem- ur og sagði hann að einstaklega góð samstaða og samvirina innan hópsins ætti eflaust stærsta þátt- inn i velgengni sumarsins. Menn hefðu æft vel og lagt sig alla fram um að gera sem best. En ungl- ingastarfið hjá frjálsiþróttadeild 1R á liðnum árum ætti stærsta þáttinn f þvihvevel félaginu hefði gengið undanfarin ár og hve stór- an og sterkan hóp frjálsi'þrótta- fólks félagið ætti, en nær allir keppendur þess i fullorðinsflokki eru aldir upp hjá félaginu. Guðmundur sagði að nú væri æft 7 sinnum i viku, þ.e. aila daga vikunnar,. 3 i IR-húsinu, 3 i Bald- urshaga og einu sinni i Laugar- dalshöll. Æfingar hafa verið auknar frá þvi sem verið hefur enda er Ólympiuár á næsta ári og margir stefndu að þvi að ná ÓL-lágmörkum. Mætti þar nefna þau, Ingunni Einarsdóttur, Elias Sveinsson, Friðrik Þór. Óskar Jakobsson og þaö af IR-ingunum sem dveljast erlendis, Lilju Guð- mundsdóttur, Agúst Asgeirsson og Sigfús Jónsson. Allt þetta fólk ætti mikla möguleika á að komast á ÓL. Þá sagði Guðmundur einnig að mjög mikið af efnilegu frjáls- iþróttafólki væri að koma upp hjá deildinni en um þessar mundir stunda nær eitt hundrað börn, 12 ára og yngri æfingar hjá frjáls- iþróttadeild 1R. — Úr þeirn hópi eigum við eftir að fá marga góða frjálsiþrótta- menn, biddu bara og sjáðu hvort það reynist ekki rétt, sagöi Guð- mundur Þórarinsson þjálfari þegar við kvöddum hann eftir að hafa fylgst stundarkorn með einni af sjö vikulegum æfingum hjá hópnum. —S.dór. „Ég leik aldrei framar með v-þýska landsliðinu” V-þýska knattspyrnuhetjan Gflnther Netzer harðneitar að leika framar með v-þýska landsliðinu, eftir að hann var settur út úr 16 manna hópnum fyrir landsleik gegn búlgörum i næstu viku. Netzer, sem leikur um þessar mundir með Real Madrid, segist harðákveðinn i að standa við þessi orð sin, — það sé búið að l?ika hann nægi- lega grátt til þess aö hann segi endanlega skilið við landsliðið. V-þýski landsliðseinvaldurinn Helmut Schoen lét sér ekki nægja að setja Netzer út, heldur sparkaði hann lika Paul Breitn- er úr hópnum, en hann er einnig leikmaður með Real Mádrid. Þykir mörgum sem þeir félag- ar sæti óbeinni refsingu fyrir að yfirgefa Þýskaland og fara út i atvinnumennsku i öðru landi: framkoma einvaldsins hafi á stundum verið þannig. Netzer hefur áður sagt skilið við landsliðið. Það var árið 1970 eftir misklið við forráðamenn. Hann tók þá afstöðu sina til endurskoðunar niu mánuðum seinna og hóf þá aftur.að leika með liðinu. t siðustu HM-keppni var hann nær alltaf á vara- mannabekk og þóiti mörgum það furðuleg ráðstöfun. ' —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.