Þjóðviljinn - 17.12.1975, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Miðvikudagur 17. desember 1975.
Aukning virkjaðs vatnsafls
á Vestfjörðum um 250%
Mjólkárvirkjun II sem
var tekin í notkun um
síðustu helgi var ákveðin
haustið 1973 af Magnúsi
Kjartanssyni iðnaðarráð-
herra og stjórn Rafmagns-
veitna ríkisins.
Virkjunin nýtir fallorku vatna á
hálendi Vestfjarða, i um 500
metra hæð yfir sjávarmál, en
miðlunarmannvirki hafa verið
byggð við 3 vötn þar, Langavatn,
Hólmavatn og Tangavatn. Frá
Langavatni liggur um 3800 metra
löng þrýstivatnspipa úr stáli
niður að stöðvarhúsi við sjávar-
mál.
Fallhæð þessarar nýju virkjun-
ar er sú mesta, sem nýtt hefur
verið hér á landi. Virkjunin er
fullgerö til notkunar, en eftir
stendur ýmislegur frágangur,
aðallega utanhúss, sem verður að
biöa næsta vors. Gamla stöðin er
með 2400 kW vélaafli, en vatn til
hennar er tekið úr um 200 m hæð
yfir sjó.
Þegar tekið er tillit til annarra
vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum,
Fossár við Bolungavik, Engidals
og Nónhorns við ísafjörð, sem eru
samtals með um 1500 KW vélaafl-
, þýðir hin nýja virkjun, Mjólká
II, aukningu virkjaös vatnsafls á
Vestfjörðum úr 3900 kW i 9600 kW
um nær 250%.
A Vestfjöröum er erfiðara um
rafvæðingu en i öðrum landshlut-
Stöövarhúsið fyrir Mjólkárvirkjun I og II eru sambyggð.
1 Efni til hita og vatnslagna í miklu úrvali g
um, vegna veðurfars, linubygg-
inga yfir há og brött fjöll og
sæstrengslagna yfir djúpa firöi.
Af þeim sökum er óhjákvæmilegt
að hafa varastöðvar, disil-
stöðvar, á nær öllum fjörðum.
Slikar disilstöðvar eru nú á 9
stöðum á hinu samtengda svæði
frá Flókalundi við Vatnsfjörð til
Súðavikur við ísafjaröardjúp.
Vélaafl þessara varastöðva er nú
um 5.400 kW, þar af um 2.200 kW
sunnan Arnarfjarðar til öryggis
fyrir Bildudal, Sveinseyri,
Patreksfjörð og Barðaströndina,
vegna bilana, sem kynnu að
verða á sæstreng yfir Arnarfjörð.
Mesta álagsnotkun á þessu suður-
svæði er nú um 1900 kW og er þvi
byggðin þar betur búin varaafli
en yfirleitt tiðkast.
Raforkunotkun á Vestfjöröum
var á árinu 1974 um 30 miljón
Kwst. Með tilkomu Mjólkár II
verður framleiðslugeta vatns-
aflsvirkjana á svæðinu um 46
miljón Kwst á ári.
Aætlað er að aukning raforku-
notkunnar á Vestfjörðum verði
mjög ör á næstu árum. Raf-
magnsveitunum er þvi ljóst að
brýna nauðsyn ber til aukinnar
orkuöflunar á allra næstu árum.
Nú þegar er ákveðið að auka
orkuvinnslugetu Mjólkár I þegar
á næsta ári, með svonefndri
Hofsárveitu, og eykst þá vinnslu-
J\[fjar áíári manégí á\ným
SHAFICA KARAGULLA
Nýjar viddir i mannlegri skynjun
eftir hinn tyrkneska sérfræðing i tauga- og
geðsjúkdómum dr. Shafica Karagulla.
Rannsóknir þessa heimskunna sérfræðings
og læknis svara hinum áleitnu spurningum
allra hugsandi manna.
Hvað er að baki allra þeirra mörgu óræðu
fyrirbrigða er birtast á hinn margvisleg-
asta hátt. Æðri skynjun er að hennar áliti
miklu útbreiddari en menn hingað til hafa
látið sig renna grun i.
Að þessum hæfileikum ber mönnum þvi að
leita i fari sinu svo skynjanlegt verði
hversu undravert tæki og dásamlegt mað-
urinn er, og þessir eiginleikar eru okkur
öllum gefnir i rikara mæli en mann órar
fyrir.
MdútðófflnJJIÓEÖIífl
Þingholtsstræti 27. Simar 13510 — 17059.
getan um 7 miljón kWst á ári og
verður i heild um 53 milj. kWst.
Kostnaður Hofsárveitu er
áætlaður um 150 milj.kr.
Aætlanir sýna þó aö þetta ár-
lega vinnslumagn verður fullnýtt
á árinu 1973. A þvi ári verður þvi
önnur og aukin orkuöflun að
koma til, ef ekki á að verða
nauösynlegt að gripa til vara-
stöðvanna dislistöðvanna, til
stööugrar vinnslu.
Rafmagnsveiturnar hafa gert
áætlanir um aukið vatnsafl inn á
svæðið og koma þá tveir valkostir
til greina, eða báöir þeirra i hæfi-
legri timaröð.
Annars vegar er það virkjun
Fjallfoss í Dynjandisá, en þar er
um 8300 kW virkjun að ræða og 53
milj. kWst. vinnslugetu á ári.
Hinn valkosturinn er tenging
Vestfjarðakerfisins við Noröur-
linu, við Hrútafjörö, en þar meö
væru Vestfirðir komnir I sam-
band við hinar stóru virkjanir
sunnan- og noröanlands.
Virkjanir og disilstöðvar eru
stór þáttur i raforkumálum Vest-
fjaröa, en fleiri fjárfrekar fram-
kvæmdir þarf til. Flutningskerfi
raforkunnar innan svæðisins þarf
að auka að miklum mun til að
ibúar og atvinnufyrirtæki á svæð-
inu geti hagnýtt þá orku, sem
framleidd er. Nú stendur yfir
bygging nýrrar háspennulinu frá
Mjólkárvirkjun til Breiödals við
önundarfjörð. Ætlast er til að
þeirri framkvæmd verði lokiö á
næsta ári, en kostnaöur er hér
áætlaður um 280 milj. kr. Þá
kemur fleira til, svo og styrking
innanbæjarkerfa, en allt kostar
þetta miklar fjárhæðir.
Páll Skúlason.
Heimspekirit
eftir Pál
Skúlason
Nýlega sendi bókaútgáfan
Hlaðbúö frá sér bók eftir Pál
Skúlason prófessor við Háskóla
Islands. Nefnist hún Hugsun og
veruleiki og er meginefni bókar-
innar Utvarpseftii sem flutt voru i
febrúar og mars 1975.
Bókin er kynning á fáeinum
þáttum úr hugmyndasögunni og
fjallar hún um ráðgátur sem á
flesta leita og oröið hafa við-
fangsefni heimspekinga. Má
nefna sem dæmi: hvernig menn
bregðast við óvissunni um heim-
inn, sem sprettur af vitund þeirra
um eigin tilvist, hvemig þeir
reyni að leysa hinar margvlslegu
mótsagnir tilveru sinnar og
hvernig þeim takist að skilja
veröldina. 1 bókarauka er að
finna lýsingu á heimspeki og
fjallað um tengsl visinda við
hversdagslega reynslu.
Bókin er skrifuð á aðgengilegan
og einfaldan hátt án þess að slak-
að sé á kröfum um fræðilega ná-
kvæmni. Hún hentar því jöfnum
höndum sem almennt lesefni og
handbók við heimspekinám.
Gerið skil í
Happdrœtti
Þjóðviljans