Þjóðviljinn - 17.12.1975, Side 8
8 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. desember 1975.
í rannsóknanefnd öldungadeildar Banda-
rikjaþings um samsæri CIA gegn fimm
erlendum leiðtogum áttu eftirtaldir
öldungadeildarþingmenn sæti: Frank
Church, demókrati frá Idaho, formaður
nefndarinnar, John G. Tower, repúblikani
frá Texas, varaformaður nefndarinnar,
Philip A. Hart, demókrati frá Michigan,
Walter F. Mondale, demókrati frá Minne-
sota, Walter D. Huddleston, demókrati frá
Kentucky, Robert Morgan, demókrati frá
Norður-Karólinu, Gary Hart, demókrati
frá Kolóradó, Howard H. Baker jr., repú-
blikani frá Tennessee, Barry Goldwater,
repúblikani frá Arizona, Charles McC.
Mathias, republikani frá Maryland og
Richard Schweiker, repúblikani frá
Pennsylvaniu.
Hér fer á eftir úrdráttur úr
skýrslu þeirri, sem nefnd á veg-
um öldungadeildar Bandarikja-
þings lét frá sér fara eftir rann-
sóknir á samsærum (þar á meðal
morðsamsærum) bandarísku
ieyniþjónustunnar CIA gegn
fimm háttsettum mönnum er-
lendum, þar af fjórum rikisleið-
togum. Skýrslan var gerð opinber
og birt I fjölmiðlum, þrátt fyrir
það að Bandarikjastjórn og Ford
forseti sjálfur þrábæðu rann-
sóknanefndina að birta skýrsluna
ekki. Nefndin tekur fram, að
henni hafi ekki tekist að afla af-
dráttarlausra sannana fyrir þvi
að Bandarikjaforsetar hafi gefið
beinar skipanir um launmorð á
erlendum rikisleiðtogum, en gef-
ur meðal annars þá skýringu á
þvi, að langur timi sé liðinn frá
flestum umræddra atburða og
telur einnig ekki óhugsandi að
stjórnin hafi leynt fyrir henni
ýmsum heimildum þar að lút-
andi. Fullvist er hinsvegar, að
CIA-menn sjálfir litu svo á, að
þeir hefðu fullt umboð eða jafnvel
beinar skipanir hlutaðeigandi
Bandarikjaforseta til að myrða
umrædda erlenda leiðtoga.
Þannig benda sterkar likur til
þess að Eisenhower forseti hafi
fyrirskipað að Lumumba yrði
myrtur og að þeir Eisenhower og
Kennedy forseti hafi fýst þess að
Castro yrði komið fyrir kattarnef.
Ennfremur er fullvlst að Nixon
gaf CIA fyrirskipun um að hindra
að Allende forseti kæmist til
valda i Chile, og skildist ráða-
mönnum CIA að þeim væru öll
brögð leyfileg i þeim tilgangi. 1
gegnum skýrsluna gengur það
eins og rauður þráður að frá sið-
ferðissjónarmiði höfðu æðstu
ráðamenn Bandarikjanna ekkert
við morð á erlendum stjórnmála-
leiðtogum að athuga. Skýrslan
tekur til atburða, sem gerðust i
stjórnartfð forsetanna Eisen-
howers, Kennedys, Johnsons og
Nixons. — Leturbreytingar eru
Þjóðviijans.
Haustið 1960 voru tveir starfs-
menn CIA beðnir þess af yfir-
mönnum sinutn að myrða
Lumumba. 1 þeim tilgangi var
eitur sent til Kongóog ráðstafanir
gerðar til þess að kanna, hvernig
komast mætti að Lumumba.
Snemma árs 1961 var Lumumba
svo drepinn af kongóskum keppi-
nautum sinum. Ekki kemur það
fram af þeim sönnunargögnum,
sem fyrir liggja, að Bandaríkin
hafi átt neinn þátt i drápinu.
Samsæri gegn Castro,
Trujillo, Diem
Starfslið á vegum Bandarikja-
stjórnar stóð að samsærum gegn
lifi Castros á árunum 1960-1965.
Bandariskum glæpamönnum og
kúbönum fjandsamlegum Castro,
var beitt i sambandi við þessi
samsæri, og Bandarikin hvöttu þá
og hjálpuðu þeim um tæki og efni.
Dóminiskir, andófsmenn skutu
Trujillo til bana 31. mai 1961.
Bandarikjastjórn studdi þessa
andófsmenn yfirleitt frá ársbyrj-
un 1960 og allt fram til þess að
morðið var framið. Sumir starfs-
menn stjórnarinnar vissu að
andófsmennirnir ætluðu sér að
drepa Trujillo. Bandariskir em-
bættismenn létu þeim i té þrjár
skammbyssur og þrjá riffla, en
neituðu þeim að visu siðar um
vélbyssur. Vitnisburðir rekast á
viðvikjandi þau atriði, hvort hlut-
ÁLEITSIG VINNA
SAMKVÆMT FYRIRSKIPUNUM
ÆÐSTU MANNA
BANDARÍKJANNA
aðeigandi embættismenn létu
vopnin I té I þvi skyni að þau yrðu
notuð til morðsins og hvort þau
voru i raun og veru notuð til þess.
Diem og bróðir hans, Nhu, voru
drepnir annan nóvember 1963,
þegar suðurvietnamskir hers-
höfðingjar gerðu stjórnarbylt-
ingu. Svo virðist sem að i upp-
reisnaráætlun hershöfðingjanna
hafi ekki verið ráð fyrir þvi gert
að drepa Diem, þótt svo æxlaðist i
atburðanna rás, og einnig er svo
að sjá að Bandarikin hafi ekki
stuðlað að drápi hans eða átt
neinn þátt i þvi.
Schneider
Schneider hershöfðingi dó af
skotsárum 25. okt. 1970, en sárin
hlaut hann þremur dögum áður er
hann varðist mönnum, sem
reyndu að nema hann á brott.
Schneider, sem var yfirhers-
höföingi landhers Chile, vildi
fylgja fyrirmælum stjórnar-
skrárinnar og var andvigur þvi að
herinn gerði stjórnarbyltingu,
var álitinn þröskuldur i vegi til-
rauna til að hindra, að Salvador
Allende tæki við embætti sem for-
seti Chile. Bandaríkin studdu og
reyndu að koma af stað stjórnar-
byltingu hersins til að hindra að
Allende kæmist til valda. Enda
þótt CIA héldi áfram stuðningi við
valdaránssamsærismenn allt til
þess að Schneider var skotinn,
benda skýrslur til þess að hætt
hafi verið að styðja i verki þann
hóp, sem reyndi að ræna hers-
höfðingjanum 22. okt., en sá at-
burður hafði i för með sér dauða
Schneiders. Ekki virðist heldur
að neitt af þeim útbúnaði, sem
CIA lét samsærismönnum i Chile
i té, hafi verið notað við þetta
Urdráttur úr skýrslu
rannsóknanefndar
öldungadeildar
Bandaríkjaþings
um samsæri
CIA gegn fimm
erlendum leiðtogum
tækifæri. Engar sannanir eru fyr-
ir áætlun um að myrða
Schneider eða að bandariskir em-
bættismenn hafi sérstakl. gert
ráð fyrir þvi að Schneider yrði
skotinn, þegar reynt yrði að ræna
honum.
Eitraðir vindlar og
skeljasprengjur
Burtséð frá þessum fimm til-
fellum hefur nefndin aflað sér
sannana fyrir þvi, að háttsettir
stjórnarembættismenn ræddu og
hafa ef til vill gefið áhrifaaðilum
innan CIA heimild til þess að gera
yfirleitt ráð fyrir launmorðum
sem mögulegri starfsaðferð. I
viðræðum um þetta var mögu-
leikanum á launmorðum ekki
ákveðið visað frá.
Nefndin hefur komist að þeirri
niðurstöðu að embættismenn
Bandarikjastjórnar hafi átt
frumkvæði og tekið þátt í sam-
særum um að myrða Patrice
Lumumba og Fidel Castro.
Samsærið um að drepa
Lumumba var gert siðarihluta
árs 1960, og stóðu að þvi
embættismenn Bandarikja-
stjórnar. Fljótlega komst það á
það stig að eitur var sent til
Kongo i þeim tilgangi að það væri
notað til morðsins.
Tilraunirnar til að myrða
Castro hófust 1960 og héldu áfram
til ársins 1965. Til greina kom að
nota eitraða vindla, sprengjur
faldar I skeljum og eitur-
mengaðan kafarabúning, og voru
tilraunir gerðar með þessar að-
ferðir, en ekki kom til þess að
reynt væri að beita þeim. Glæpa-
menn úr undirheimum Banda-
rikjanna voru hér hafðir með i
ráðum og i þvi sambandi voru
framleiddar eiturpillur, ráð-
stafanir gerðar til þess að koma
þeim til Kúbu, útvegaðir mögu-
legir morðingjar þar i landi og
ennfremur er svo að sjá að
pillurnar hafi verið sendar
þangað. 1960 kom inn i málið
kúbani, sem upphaflega hafði
ekki ætlað sér að eiga hlut að
morðum á framámönnum þar, en
féllst um siðir á að verða við
beiðni CIA um að reyna að myrða
Raul Castro ef tækifæri gæfist. I
svokallaðri AM/LASH-aðgerð,
sem CIA var með á prjónunum
frá 1963 og út árið 1965, studdi CIA
og hvatti kúbana nokkurn, sem
vitað var að vildi myrða Castro,
og sá honum fyrir útbúnaði til að
koma morðinu i kring.
Vissu að áætlað
var að ræna
Schneider
Aldrei kom til þess að eitrið,
sem Patrice Lumumba var ætlað
væri byrlað honum, og engar
sannanir eru fyrir þvi að Banda^
rikin hafi átt nokkurn þátt i þvi er
kongóskir óvinir hans drápu
hann. Tilraunirnar til að myrða
Castro mistókust.
Ljóst er að bandariskir
stjórnarembættismenn vildu að
Trujillo yrði steypt af stóli og
gerðu bæði að hvetja andstæðinga
hans og bjóða þeim byssur. And-
stæðingar þessir vildu steypa
Trujillo af stóli og höfðu með i
áætlunum sinum að myrða hann.
Bandariskir embættismenn sáu
þessum andófsmönnum einnig
fyrir skammbyssum og rifflum.
Bandariskir embættismenn
hvöttu vietnamska hershöfðingja,
sem gert höfðu samsæri um að
steypa Diem af stóli, og starfs-
maður CIA i Vietnam afhenti
hershöfðingjanum peninga eftir
að farið var að hrinda samsærinu
i framkvæmd. Bandariskir
stjórnarembættismenn óskuðu
hinsvegar ekki eftir þvi að Diem
væri myrtur og stungu ekki upp á
þvi.
Skýrslur sýna að bandariskir
stjórnarembættismenn hvöttu
chiliska andófsmenn, sem gert
höfðu samsæri um að ræna Rene
Schneider hershöfðingja, en
bandariskir stjórnarembættis-
menn vildu Schneider ekki feigan
og hvöttu ekki til þess að hann
yrði drepinn. Vissir háttsettir
stjórnarembættismenn vissu
samt sem áður að umræddir
andófsmenn fyrirhuguðu að ræna
Schneider hershöfðingja.
Glæpamenn ráðnir
Eins og Colby forstjóri (CIA)
lét um mælt er hann vitnaði
frammi fyrir nefndinni, þá er
alltaf hætta á að erlendur leiðtogi
láti lifið þegar reynt er að gera
stjórnarbyltingu. Viðvikjandi
málum þeim, sem við höfum at-
hugað, var mismunandi mikil vit-
neskja fyrirliggjandi um slika
hættu. Margir vissu að andófs-
menn i Dóminiku vildu Trujillo
feigan. Forustumenn stjórnar-
byltingarmanna i Suður-Vietnam
höfðu um skeið I huga að myrða
Nhu, bróður Diems forseta, og
háttsettari menn i Bandarikja-
stjórn fréttu af þvi. CIA og ef til
vill Hvita húsið vissu að stjórnar-
byltingarforingjar i Chile höfðu i
hyggju að ræna Schneider hers-
höfðingja, en gerðu ekki ráð fyrir
þvi að hann yrði drepinn, þótt
ljóst hefði mátt vera að hætta
Miðvikudagur 17. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
FIÐEL
CASTRO
Fidel Castro var leiðtogi
kúbanskra byltingarmanna i
langri og sigursælli baráttu
þeirra gegn einræðisherranum
Fulgenico Batista, sem naut
stuðnings Bandarikjanna.
Bandarikjastjórn efldi fjandskap
gegn stjórn Castros eftir að hún
þjóðnýtti eignir bandariskra
auðhringa á Kúbu. Bandarikin
reyndu að einangra Kúbu
viðskiptalega, en stjórn Castros
svaraði með þvi að taka upp stór-
felld viðskipti við Sovétrikin. 17.
april 1961 gerðu kúbanskir and-
stæðingar Castros innrás á suður-
strönd Kúbu (við Svinaflóa) með
stuðningi Bandarikjanna, en biðu
algeran ósigur. Margskonar
skemmdarverkaaðgerðum gegn
Kúbu var hleypt af stokkunum á
vegum CIA. Allt frá valdatöku
stjórnar Castros i upphafi árs
1959 hefur Bandarikjastjórn litið
á hana sem einn sinn hættuleg-
asta andstæðing, en undanfarið
hefur að minnsta kosti á yfir-
borðinu dregið úr fjandskap
Bandarikjanna við Kúbu.
Fidel Castro.
PATRICE
LUMUMBA
NGO DINH
DIEM
RENÉ
SCHNEIDER
Patrice Lumumba var fæddur
1925. Varð leiðtogi helstu sjálf-
stæðishreyfingar belgiska Kongó
og höfuðskipuleggjandi hennar.
Varð forsætisráðherra landsins,
sem nú heitir Zaire, þegar það
varð sjálfstætt i júni 1960 Banda-
rikjastjórn taldi hann ekki nógu
vinsamlegan Vesturveldunum og
CIA gerði ráðstafanir til að
myrða hann, að sögn CIA-manna
að ósk Eisenhowers forseta.
Sjálfur lagði Lumumba áherslu á
hlutleysisstefnu og sagði eitt
sinn: „Við erum ekki
kommúnistar, kaþólikkar eða
sósialistar, heldur afriskir þjóð-
ernissinnar.” Pólitiskir and-
stæðingar hans hröktu hann frá
völdum i september 1960 og hand-
tóku hann i desember sama árs.
13. febr. 1961 tilkynnti þáverandi
Kongóstjórn að hann hefði verið
drepinn i Katanga. Sterkar likur
benda til að það hafi verið gert að
tilhlutan Tsjombes, valdsmanns i
Katanga, sem var mikill vinur
Vesturlanda og vestrænna
auðhringa.
Patrice Lumumba.
Ngo Dinh Diem var forseti
bandarisku leppstjórnarinnar i
Suður-Vietnam 1955-63. Hann var
fæddur 1901, rómverskkaþólskur
að trú. Komst til mikilla metorða
i þjónustu frönsku nýlendu-
stjórnarinnar, en varð siðan
ósáttur við hana Neitaði tilboði
Vietminh um samstarf (að sögn
bauðVietminh honum sæti i rikis-
stjórn), Stjórnaði með ógnum og
ofsóknum, ekki sist gegn
búddasinnum. Bandarikjastjórn
komst um siðir að þeirri niður-
stöðu að best væri að losa sig við
Diem, sökum þess að hann
reyndist ófær um að sigrast á
þjóðfrelsisöflum og að óvinsældir
hans meðal landsmanna voru
augljósar. Auk þess þótti ráða-
mönnum i Washington hann ékki
nógu þjáll i taumi. Diem var
drepinn 2. nóv. 1963 er hers-
höfðingjar i þjónustu hans gerðu
uppreisn gegn honum með vitund
og vilja Bandarikjastjórnar.
Ngo Dinh Diem.
RAFAEL
TRUJILLO
René Schneider var fæddur
1913 og var hermaður allt frá
æskuárum. Varð yfirhershöfðingi
landhers Chile i október 1969, eftir
að herdeild i Santiago, höfuðborg
landsins, gerði samblástur að
hvatningu afturhaldssamra hers-
höfðingja. Sýndi aldrei merki
þess að hann aðhylltist vinstri-
stefnu i stjórnmálum, en lagði
áherslu á að halda hernum fyrir
utan stjórnmál og refsaði mörg-
um chileskum herforingjum, sem
höfðu afskipti af þeim. Banda-
rikjastjórn vildi ryðja honum úr
vegi, þar eð hún áleit að ef það
tækist, væri hægt að fá chiliska
herinn til að snúast gegn Allende
og hindra að hann yrði forseti.
Schneider var skotinn til bana 22.
okt. 1970 og voru þar að verki
samsærismenn gegnAlþýðueiningi
Allendes, sem voru i sambandi
við CIA.
René Schneider.
Rafael Leonidas Trujillo var
fæddur 1891 ogkomsttil metorða i
þjóðvarðarliði Dóminiku i skjóli
yfirmanna bandariska land-
gönguliðsins, sem þá hélt landinu
hermundu. Hann varð forseti 1930
og sat að völdum til dauðadags.
Hann er einn af illræmdustu og
viðurstyggilegustu einræðisherr-
um i sögu Rómönsku-Ameriku og
lét myrða fólk svo tugum þúsunda
skipti. Eins og ihaldssamir og
afturhaldssamir einræðisherrar
yfirleitt var hann lengi vel mikill
hollvinur Bandarikjanna og naut
stuðnings þeirra að þvi skapi, en
upp úr miðjum sjötta áratug
aldarinnar fór hann að sýna viss-
ar sjálfræðistilhneigingar og
komst þá i ónáð hjá ráðmönnum i
Washington.' Meðal annars kom
hann á góðri sambúð Dóminiku
við Kúbu, eftir að byltingarmenn
Castros náðu þar völdum, hafði i
huga að koma á stjórnmálasam-
bandi við Sovétrikin og lét út-
varpsstöð Dóminiku útvarpa
fréttum frá Tass.
Var skotinn til bana af
dóminiskum andófsmönnum 30.
mai 1961. Andófsmenn þessir
voru i sambandi við CIA.
Rafael Leonidas Trujillo.
5 FRAMÁMENN Á SVÖRTUM LISTA BANDARÍKJASTJÓRNAR
væri á þvi i sambandi við brott-
námstilraunina..
Starfsmenn CIA notfærðu sér
menn i tengslum við undirheima
glæpastarfscminnar til þess að
rcyna að koma morðinu á Fidel
Castro i kring.Treyst var á þessa
undirheimamenn vegna þess að
þvi var trúað að þeir hefðu sér-
þekkingu og sambönd, sem lög-
hlýðnir borgarar hefðu ekki.
Erlendir borgarar með glæp-
samlega fortið voru lika i
þjónustu CIA i tveimur öðrum
málum, sem við höfum athugað.
Erlendur maður með glæpsam-
lega fortið var þannig notaður til
að benda á aðra menn úr undir-
heimutn Evrópu, sem hugsanlegt
væri að CIA gæti notað til ýmissa
verka, þar á meðal launorða, ef
þörf krefði. t Lumumba-málinú
voru tveir glæpamenn i þjónustu
CIA i Kongó....
Spillandi áhrif
á stjórnina
Niðurstaða okkar er sú, að
Bandarikin megi ekki ráða undir-
heimapersónur til að framkvæma
aðgerðir fyrir leyniþjónustuna,
vegna sérhæfileika þeirra sem
glæpamanna. Slikthefur spillandi
áhrif á stjórnina og hefur auk
þess eftirtaldár hættur i för með
sér.
Notkun undirheimamanna til
„skitverka” gefur þeim vald til
að beita stjórnina þvingunum og
komast hjá málsókn fyrir glæpi
sina, bæði þá sem þegar hafa
verið framdir og þeir eiga eftir að
fremja. Til dæmis notuðu þeir
glæpamenn, sem voru með i sam-
særunum gegn Castro, þá aðild til
að sleppa við málsókn....
Sú hætta er fyrir hendi að
Bandarikin verði, án þess að vita
það sjálf, meðsek i glæpsamleg-
um aðgerðum og að glæpamenn
hagnýti sér sambönd sin við
stjórnina til að koma áieiðis eigin
fyrirætlunum og hagsmunamál-
um....
Samstarf Bandarikjastjórnar
við glæpalýð eyðileggur virðingu
fyrir stjórninni og lögunum og
grefur undan lýðræðislegum
valdastofnunum....
CIA-samsærin rædd
á hæstu stöðum
Þau spillingaráhrif, sem sam-
starf við undirheimamenn hefur á
stjórnina, komu greinilegast i ljós
þegar Robert Kennedy dóms-
málaráðherra, sem varði miklum
hluta starfsævi sinnar til baráttu
gegn skipulagðri glæpastarfsemi,
lét hjá liða að banna samstarf við
slika glæpamenn þegar hann i
mai 1961 frétti að CIA hefði beitt
Sam Giancana fyrir sig við
myrkraverk á Kúbu.
I mai 1962 var dómsmálaráð-
herranum sagt að launmorð hefði
verið innifalið i umræddri áætlun,
sem honum var sagt að hefði
verið frestað að hrinda i fram-
kvæmd. Samkvæmt þvi sem CIA-
maður nokkur skýrði nefndinni
frá, varð dómsmálaráðherrann
reiður og sagði þeim, sem fluttu
honum skýrslu um þetta, að
héðan af mætti ekki nota undir-
heimamenn án þess að ráðfæra
sig við hann fyrst. Hann lagði
hinsvegar ekki bann við þvi að
undirheimamenn væru notaðir til
slikra verka..
Ekki leikur vafi á þvi að at-
hafnir CIA almennt gegn þeim
stjórnum, sem hér um ræðir, voru
ræddar á hæstu stöðum i stjórn-
inni. Hinsvegar leikur mikill vafi
á þvi hvort forsetarnir sjálfir
lögðu blessun sina yfir eða fyrir-
skipuðu launmorð á erlendum
rikisleiðtogum....Efni þvi, er
nefndin hefur safnað, eru líka
takmörk sett. Mörg ár eru liðin
siðan atburðirnir gerðust, all-
nokkrir af þeim, sem mest komu
við sögu, eru látnir.og þótt núver-
andi stjórn hafi fullvissað okkur
um að öll þau gögn, sem ein-
hverja þýðingu hafa, hafi verið
lögð fram, er alltaf hugsanlegt að
enn séu ófundnar heimildir, sem
niðurstöður mætti draga af...
Bandarikjaforsetar ábyrgir
Hvort sem Bandarikjaforseti
gaf skipun um launmorðin eða
ekki, hlýtur hann sem æðsti
handhafi framkvæmdavalds
stjórnarinnar að vera endanlega
ábyrgur fyrir helstu aðgerðum
stjórnarinnar á valdatimum sin-
um... Hvort sem Bandarikjafor-
setar vissu um morðsamsærin
eða ekki, og jafnvel þótt undir-
menn þeirra kunni að hafa látið
hjá Hða að upplýsa þá fyllilega
um þau, þá breytir það ekki þvi
að forsetarnir hefðu átt að vita
um samsærin.... Framtið lýð-
ræðisins er undir þvi komin.i að
þessu megi treysta....
Það er ljóst að Allen Dulles,
forstjóri CIA, gaf fyrirskipun um
morðsamsærið (gegn
Lumumba)... Forsetinn (Eisen-
hower) og fullrúi hans um
öryggismál létu i ljós fjandskap
við Lumumba með sterkum
orðum, og i framhaldi af þvi gerði
CIA ráðstafanir til að hrinda
morðinu i framkvæmd. Af þessu
er svo að sjá að Dulles hafi álitið
að hann hefði leyfi til að fremja
morðið til þess að láta að þeirri
ósk forsetans að ryðja Lumumba
af hinu pólitiska sviði.
Fyrirskipaði Eisenhower
að Lumumba skyldi
myrtur?
Robert Johnson vitnar að hon-
um hafi skilist að forsetinn hafi
fyrirskipað að Lumumba yrði
myrtur, og hafi þetta gerst á
fundi þjóðaröryggisráðsins. Þetta
bcndir til þess að forsetinn hafi
fyrirskipað morðið cða gefið
heimild til þess....
Starfsmenn CIA, sem áttu hlut
að morðsamsærunum, vitnuðu að
þeir hefu verið i engum vafa um
að fyrirskipanir þeirra væru
komnnar frá hæstu stöðum...
Forsetarnir og helstu ráðgjafar
þeirra voru mjög andvigir stjórn-
um þeirra Castros og Trujillos,
vildu hindra að Allende kæmist til
valda og höfðu illan bifur á
hugsanlegum áhrifum
Lumumba. Þeirspöruðu ekki stór
orð, þegar þeir gáfu fyrirskipanir
um aðgerðir gegn þessum
leiðtogum... Kennedy dóms -
málaráðherra lagði áherslu á að
„lausn Kúbumálsins hefði alger-
an forgang.” Helms (háttsettur i
CIA og um skeið forstjóri) vitnaði
að mikil áhersla hefði verið lögð á
að „losna við Castro og stjórn
hans” og Bissell (annar CIA-
maður) vitnaði að honum hefði
verið skipað að „hrista af sér
lendalúsina varðandi Kúbu-
málið...” Sumir undirmanna
þeirra (æðstu ráðamanna i CIA
og Bandarikjastjórn) vitnuðu, að
þeir hefðu skilið það svo að óskað
væri eftir að morð væri framiö og
að þeir skyldu koma þvi i kring án
þess að vera að angra yfirmenn
sina frekar með spurningum...
McCone (um skeið forstjóri CIA)
komst svo að orði i skýrslu dag-
settri f jórtánda april, 1967:.
„Komið Castro fyrir"
„Gegnum árin hefur verið
fjallað um Kúbuvandamálið með
orðatiltækjum eins og að „koma
Castro fyrir”, „setja Castro af,”
„slá Castro niður” og svo fram-
vegis. Þetta þýddi að stjórn
kommúnista á Kúbu yrði steypt
af stóli...”
(Einn nefndarmanna, Mathias
öldungadeildarþingmaður, dró
fræga likingu úr mannkynssög-
unni þessu viðvikjandi, er hann
yfirheyrði Richard Helms. Mat-
hias benti á, að þegar Hinrik ann-
ar Englandskonungur komst að
þeirri niðurstöðu að Tómas erki-
biskup Becket væri orðinn honum
til vandræða, likt og Cástro ráða-
mönnum Bandarikjanna, hefði
konungur sagt: „Hver yill losa
mig við þeðnan erfiða prest?”
Konungur sagði ekki berum orð-
um: „Farið og drepið hann.” En
menn konungs tóku þetta sem af-
tökuskipun og framfylgdu henni.
Helms viðurkenndi greiðlega að
þeir CIA-menn hefðu skilið frem-
ur óljóst orðalag yfirmanna sinna
á sama veg.)
Stór orö ekki spöruð
Eins og fyrr er frá skýrt, er
engin sönnun fyrir þvi, að
nokkurntima hafi verið stungið
upp á morði til að framfylgja
þeirri skipun forsetans (Nixons),
að hindrað skyldi að Allende
kæmist til valda i Chile. Nefndin
telur samt sem áður, að sú ráð-
stöfun framkvæmdavaldsins
(forsetans) að gefa CIA frjálsar
hendur um þetta mál, kunni að
hafa átt þátt i hinum sorglegu
endalyktum Schneiders hers-
höfðingja, sem ekki var ætlast til
að hann mætti...
Við höfum ekki getað fundið
sannanir fyrir þvi að Eisenhower
hafi vitandi vits heimilað morðtil-
ræði við Lumumba, sökum þess
að sönnunargögn eru ekki þess
eðlis að þau taki af öll tvimæli.
Hinsvegar virðist svo sem að stór
Framhald á næstu siðu