Þjóðviljinn - 17.12.1975, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. desember 1975.
OPIÐ BRÉF til
Jennu ogHreiðars
frá nemendum
í íslenskum samtímabókmenntum við
Menntaskólann á ísafirði
Við undirrituð, nemend-
ur í íslenskum samtíma-
bókmenntum við Mennta-
skólann á (safirði, skorum
hér með á höfunda bókar-
innar Adda trúlofast, að
sjá sóma sinn í því að taka
hana af markaðnum nú
þegar.
Viðhorf okkar er rökstutt
í meðfylgjandi greinar-
gerð og bendum við sér-
staklega á kaflann um
uppeldisgi Idi.
Virðingarf yllst.
Kristinn Einarsson
Guðný ísleífsdóttir
Dóróthea Jóhannsdóttir
Eiríkur Böðvarsson
Páll Sveinbjörnsson
Valgerður G. Jónsdóttir
Elfa Ármannsdóttir
Helga María Jónsdóttir
Margrét Gunnarsdóttir
Katrin Jónsdóttir
Greinargerð:
ADPA TRÚLOFAST
eftir Jennu og Hreiöar
(valdir kaflar úr ritgeröum nem-
enda).
Umhverfi sögunnar
Sagan er af Oddu. Hún á heima
I kauptúni, sem samanstendur af
heimili hennar og sjúkrahúsinu.
Hún er i menntaskóla i Reykja-
vik, en Reykjavik samanstendur
af miðbænum og flugvellinum.
(H)
Það umhverfi og samfélag sem
Adda lifir i er slétt, fellt og fallegt
eins og sagan er reyndar öll. Litiö
þorp þar sem aldrei gerist neitt
allir eru góðir og vingjarnlegir,
engir svartir saúðir.. Höfundar
vilja gera Reykjavik að sama
fyrirmyndarsamfélaginu og
heilaspunakauptúnið er, en geta
það ekki nema að fara sem
minnst út fyrir herbergi Oddu.
(D)
Umhverfið, það samfélag sem
Adda lifir og hrærist i, er mjög ó-
fullkomð, reyndar óraunverulegt
á flestan hátt. (Ei)
Adda lifir i samfélagi þar sem
allir eru góðir og reynir hún að
vera eins og umhverfið vill hafa
hana. (M)
Hjónaband foreldra Oddu er
fullkomið, á það fellur hvorki
blettur né hrukka, frekar en ann-
að i bókinni. (G)
Hér er tiplað á þvi tæpasta, það
er að segja samfélagsmynd full-
komleikans. (P)
Umhverfi sögunnar er á allan
hátt mjög þokukennt. Persónur
láta sig umhverfið engu skipta.
Þær semja sig að umhverfinu, en
reyna engin áhrif að hafa á það.
(Kr)
Adda kemur ekki umhverfinu
við, það hefur engin áhrif á hana,
frekar en að hún væri blind og
heyrnarlaus. (P)
Þarna er sjónarmið, sem ég tel
vera mjög vafasamt. Barn, sem
fær það inn i höfuðið á sér, að um-
hverfiö sé þvi óviðkomandi, er að
minum dómi illa á vegi statt.
(Kr)
Samfélagið er aukaatriði i sög-
unni (H)
Umhverfis- og náttúrulýsingar
eru þvi sem næst engar. (G)
Þaö er eitthvað drepið á lands-
lagslýsingu, þegar Páll fer dag
nokkurn að rúnta með kvenna-
búrið sitt. Veðri og tima er lýst
nákvæmlega, það virðist vera á-
lika mikilvægt og atburðirnir
sjálfir. (E)
Persónusköpun
Persónusköpun er vægast sagt
meingölluð. Aðalpersónurnar llða
um eins og I þoku og við kynn-
umst þeim litið sem ekkert. Aðal
persónurnar eru tvær, þ.e. Adda
og Páll. Adda er 17 ára gömul,
góð, falleg, eljusöm, hlédræg,
skilningsrlk, tillitssöm o.s.frv.
(Kr.)
Hún klæöist alltaf látlausum
fötum og stráir gæsku sinni út um
allt eins og hrísgrjónum. (E)
Adda berst aldrei fyrir neinu,
og hún hefur engan sjálfstæðan
persónuleika. Hún er vanaföst og
þjáist af feimni. (M)
Páll er „fyrirmyndar drauma-
prinsinn”, sem kemur þeysandi
inn á sjónarsviðið á hvitum hesti
og reddar öllu... Hviti, hreini og
fallegi læknasloppurinn er aðals-
merki hans. (E)
Páll er hávaxinn, snyrtilegur,
augun djúp, mild og blá. Traust-
ur, vanafastur, rólegur og kurt-
eis. Páll er imynd hins fullkomna
manns sins tima. (P)
Minna mátti það ekki vera.
Bara að ég heföi ekki nema eitt af
þessu öllu til að bera, þá væri ég
ánægður. (Ei)
(Adda og Páll) eru með eins
dæmum liflausar persónur, það
dettur hvorki af þeim né drýpur
alla bókina út I gegn. (G)
Samband öddu og Páls er
einnig slétt og hrukkulaust eins
og þau. Hvergi er minnst á ást i
sambandi við þau... Lesandinn
fær litla eða enga samúð eða til-
finningu fyrir þeim. Þau birtast
eins og sálarlaus hylki eða útstill-
« ingarbrúður nánast gallalaus og
hafin vfir umhverfið. (K)
Höfundar treysta börnum ekki
til að lesa sögu, þar sem fyrir
koma pesónur með flókna per-
sónugerð. (Kr)
Aukapersónur þær, sem fram
koma i bókinni,eru svona til upp-
fyllingar. Sumar til að auka
spennu bókarinnar, hinar til að
leyfa öddu og Páli að njóta sin i
„góðverka- og björgunarstarf-
semi”. (G)
Lamaðir og fatlaðir eru notaðir
til að undirstrika umhyggju og
hlýju öddu i garð náungans. Sig-
rún og Bragi eru notuð til saman-
burðar við aðalpersónurnar. (Kr)
Gunnar, bróðir öddu, er eina
raunhæfa persónan. Hann er svo-
litill prakkari, opinn og heil-
brigður. (V)
Persónurnar eru algerir
furðurgripir þrátt fyrir tiðarand-
ann.(G)
Oröfæri og stíll.
Sagan skiptist i fimm kafla,
sem allir miða að þvi, að undir-
búa lesandann undir endinn...
Bygging sögunnar er mjög ein-
föld. Hún skiptisti: 1. Inngang, 2 .
Miðkafla, 3. endir. Efniviðnum er
siðan klesst utan á þessa bygg-
ingu. (Kr)
Ris sögunnar er þegar skeytið
um dauða móður Páls kemur...
Efnið I bókinni er útþynnt, þetta
er eins og færibandsframleiðsla.
Þema bókarinnar er sakleysi.
Það er ekki neinn húmor sem
gætir, nema þegar Gunnar kaupir
mjólkurostinn og lætur öddu
borga... (E)
Bókin er laus við alla spennu,
lesandinn veit allan timann að
þau (Adda og Páll) ná hamingju-
samlega saman i endann. (D)
Sagan er huglæg i gegnum hug
Öddu. Höfundur stendur fyrir ut-
an en veit allt. (V)
Söguþráðurinn liggur eins og
bein lina út i gegnum söguna og er
eins einfaldur eins og frekast get-
ur verið. (P)
Still sögunnar er einfaldur,
orðaval er liflaust og máliö er
þvingað Persónurnar tala ekki
saman eins og venjulegt fólk sem
þekkir hvert annað. (H)
Aldrei er minnst á orðið ást, þó
að um eins konar ástarsögu sé að
ræða. Adda og Páll virðast vera
afskaplega þvinguð og virðuleg i
samskiptum sinum af ástföngnu
fólki að vera. (D)
Ekkert virðist vera lagt upp úr
þvi að auka oröaforða lesend-
anna, enda hlutirnir alltaf nefndir
sömu oröum þrátt fyrir að is-
lenskan bjóði upp á fjöldann allan
af einföldum góðum orðum. (G)
Að minu áliti ættu höfundar
bókarinnar að lesa einhverja bók,
sem skrifuð er á kjarnyrtri og
góðri islensku, I von um að þau
gætu aukið orðaforða sinn (3)
Uppeldisgildi
Bókin Adda trúlofaster i stuttu
máli sagt glansmynd af lifinu og
liklega skrifuð i þeim tilgangi að
búa til allsherjarformúlu fyrir
ungar stúlkur til að lifa eftir. (K)
Þessa bók má kalla kepnslubók
i fyrirmyndar hjónabandsað-
draganda. Hér er verið að sýna og
kenna ungum stúlkum hvernig
þær eiga að haga sér i vali maka
og hvernig þær eigi að undirbúa
sig sem best undir komandi
hjónaband. Þær eiga að sitja i
föðurhúsum og læra matseld og
hannyrðir til hins ýtrasta. (P)
Adda fer i menntaskóla en ætl-
ar sér ekkert að nota þá menntun,
nema til að halda uppi gáfulegum
samræðum við háskólamenntaða
vini Páls, þ.e. ef Páll getur eign-
ast vini; fullkomleiki hans er þvi-
likur. (G)
í allri bókinni gefur Páll ekki
öddu svo mikið sem einn koss,
ekki einu sinni þegar hann dró
henni baug á fingur, sem væntan-
lega hefur verið gæfuhringur.
(Ei)
Siðan kemur eins og þruma úr
heiðskiru lofti: trúlofunin. Manni
dettur nú einna helst i hug maður
sem kaupir sér skó en mátar þá
ekki... öllu má nú ofbjóöa. Stúlka
sem fengi inn i sig svona „grill-
ur” yrði fyrir miklum vonbrigð-
um, bæði með hana veröld og þá
ekki siður mannskepnuna. (G)
Sú stúlka, sem læsi þessa bók
og reyndi að taka hana sér til
fyrirmyndar, myndi hljóta and-
legt og likamlegt skipbrot fáum
dögum eftir giftingu. (P)
Uppeldisgildi sögunnar er ekk-
ert... Sagan gefur algjörlega
ranga mynd af lifinu. (H)
Svona bækur eru einungis til-
valdar til þess að ýta undir mis-
rétti kynjanna, fordómum á kyn-
lifi, læknasnobbi svo eitthvað sé
nefnt. (D)
Þessi bók er grátlega léleg og ó-
raunhæf og fær ekki staðist
hvorki þátið, nútið né framtið.
(G)
Mér finnst það vera mikill á-
byrgðarhlutur að gefa út barna-
og unglingabækur og ætti að rit-
skoða þær rækilega áður en þær
eru gefnar út. Ég er alveg
hneyksluð á fullorðnu fólki að láta
svona frá sér. (V)
Ef ungar stúlkur sem lesa bók-
ina tækju þetta allt trúanlegt og I-
mynduðu sér aö svona gengi þetta
fyrir sig, er hætt við að þær
myndu biða ægilegt skipbrot
seinna á lifsleiðinni. Til að koma i
veg fyrir slikt held ég að best væri
að fjarlægja bókina af markaðin-
um. (E)
Þessi bók flytur saklausum
stúlkubörnum falskan boðskap og
er þar af leiðandi mannskemm-
andi, eins og þjóöfélagiö er byggt
upp I dag. (P;
Skemmd matvæli eru fjarlægð
af markaðinum, er þvi ekki rök-
rétt að þessi bók fari sömu leið,
þvi að hún er mannskemmandi.
(Kr)
Framhald af 9. siðu.
orð hafi verið viðhöfð ... og að þau
hafi leitt til þess að Dulles hafi lit
ið svo á að óskað væri eftir morði
(af hálfu forsetans). I viðræðun-
um hafði verið talað að „koma
Lumumba fyrir” og þar hafði
komið fram „ákaflega sterk til-
finning fyrir nauðsyn á beinum
aðgerðum”. Ennfremur hefðu
engar þær aögerðir verið úti-
lokaðar, sem gætu haft það i för
með sér að Bandaríkin „losnuðu
við” Lumumba.
Þegar tilraunirnar voru gerðar
til að myrða C'astro, lögðu stjórn-
ir þeirra Eisenhowers og
Kennedys yfirmáta mikla áherslu
á það að grafa undan áliti stjórn-
ar Castros og steypa henni af
stóli. Skömmu eftir að Castro
komst til valda, gaf Allen Dulles
fyrirskipun um að „það yrði ræki-
lega athugað” hvort ekki mætti
„þurrka Castro út”i...Bissell
segir svo frá:
„Móðursjúkir út af
Castro"
„Allt þetta timabil var stjórnin
óskaplega viðkvæm vegna þess
ósigurs, sem stjórnin taldi að
Bandarikin hefðu beðið þegar
innrásinni i Svinaflóa var
hrundið, og vildi neyta allra
bragða til að losna við Castro.”
Annar CIA-maður segir að ein-
hverptima haustið 1961 hafi
Bissell verið
... húöskammaður i ráðu-
neytisherbergi Hvita hússins.
Þeir sem skömmuðu hann voru
bæöi forsetinn (Kennedy) og
dómsmálaráðherrann (Robert
Kennedy). Þcir sögðu við hann,
að hann sagði, að hann sæti bara
á rassgatinu og gerði ekkert til
þess að losna við Castro og stjórn
hans.”
Landsdale hershöfðingi upp-
lýsti stofnanirnar, sem hlut áttu
að Operation MONGOOSE (dul-
nefni á einni aðgerðinni gegn
Castro) um að þær væru i „striðs
ástandi og við höfum fullt umboð
til aðgerða samkvæmt þvi.”
McNamara, þáverandi varnar-
málaráðherra, staóiesti að „við
vorum beinlinis móöursjúkir út af
Castro á tima Svinaflóainnrásar-
innar og upp úr þvi.”
Margar þeirra áætlana, sem
voru ræddar og oft samþykktar
fólu i sér ofbeldisaðgerðir gagn-
vart Kúbu. Sú aðgerð sem leiddi
af sér Svinaflóainnrásina, var
meiriháttar árás, að vissu marki
á vegum hersins, og hún hafði
verið samþykkt af æðstu
stjórnarembættismönnum, þar á
meðal tveimur forsetum (Eisen-
hower og Kennedy). Eftir það
hvatti Kennedy dómsmálaráð-
herra Sérhópinn (Special Group)
ofsalega og sagði að „lausn
Kúbuvandamálsins hefði algeran
forgang i dag,” og að „hvorki
skyldu til þess sparaðir pening-
ar, timi, tiiraunir eða mannafli.”
Dómsm álaráöherrann sýndi
persónuiegan áhuga á að afla
manna til þessara aðgerða og
skapa möguleika á Kúbu sjálfri,
mælti stundum með einstökum
kúbönum við CIA sem hugsanleg-
um liðsmönnum og hitti sjáifur
bæði I Washington og Florida
kúbanska útlaga, scm voru virkir
í ieynistriðinu gegn stjórn
Castros.
Rætt um aö eitra fyrir
kúbanska verkamenn
Operation MONGOOSE fól
meðal annars i sér að reyndur
yrði áróður og skemmdarverk til
að spana kúbönsku þjóðina til
uppreisnar gegn Castro. Meðal
þeirra aðgerða, sem æöstu stjórn-
málamenn tóku til athugunar,
var að gera verkamenn á
sykurekrum Kúbu óvirka um
uppskerutimann með þvi að nota
gegn þeim eiturefni, sprengja upp
brýr og iðjuver, fremja
skcmmdarverk á vörum, ætluð-
um Kúbu, i öðrum löndum, jafn-
vcl rikjum sem voru I bandalagi
við Bandarikin og gera árásir á
iðjuver, námur og hafnir....
Snemma árs 1961 var
McGeorge Bundy (einn æðstu
manna i stjórnum Kennedys og
Johnsons) upplýstur um áætlun
CIA þess efnis að skapa mögul.
til morða (á kúbönskum leiðtog-
um). Bundy gaföi ckkcrt við þetta
að athuga,og meira aö segja getur
verið að hann hafi látið velþóknun
i ljós, og benda ummæli Bissells
til þess.... Bissell er sagður hafa
sagt við Harvey (einn samstarfs-
manna sinna): „Hvita húsið
hefur tvisvar hvatt mig til að
skapa slíka möguleika (á
morðum)...”
Skjöl benda til þess, að i mai
1962 hafi Kennedy dómsmálaráð-
herra verið sagt að CIA hafi reynt
að myrða Castro fyrir Svinaflóa-
innrásina. Að þvi er CIA-menn,
staddir á fundinum, sögðu, lét
dómsmálaráðherrann i ljós
óánægju með það að honum hefði
ekki verið sagt frá þessu fremur
en hitt að hann lýsti vanþóknun
sinni á morðáætluninni sem
slikri. Engin sönnun er fyrir þvi
að dómsmálaráðherrann hafi
bannað CIA að ciga hlut að morð-
samsærum í framtiðinni....
Ein þeirra áætlana, sem
varnarmálaráðuneyið lét Lands-
dale hershöfðingja i té viðvikj-
andi MONGOOSE var dulnefnd
„Operation Bounty”. Þar var
lagt til að dreifimiðum yrði hent
niður á Kúbu, þar sem lofaö væri
verðlaunum fyrir að myrða æðstu
menn landsins. Lansdale visaði
að vlsu áætlun þessari á bug, en
hún bendir engu að siður tii þess
að i fleiri stofnunum en CIA hafi
verið menn, sem litu svo á, að
launmorð væru afsakanleg til-
tæki...