Þjóðviljinn - 17.12.1975, Side 13
Miðvikudagur 17. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
KK?
Smámiðahapp
drætti Rauða
krossins
Nú er að byrja um þessar
mundir nýr flokkur i smámiða-
happdrætti Rauða Krossins, 3.
flokkur, ’75.
1240 glæsilegir vinningar: 350
ilmvatnssett i gjafapakkningu,
520 3ja punda sælgætisgjafa-
pakkningar, 350 baðsett i gjafa-
pakkningu, 200 dýrir vasa-
kveikjarar, 10 fullkomnar
hrærivélar, 10 ferðir til Kanari-
eyja.
Miðinn kostar ennþá aðeins 25
kr. og er innsiglaður, þannig að
strax sést hvort vinningur hafi
komið upp.
Vegna eðlis miðanna og vinn-
inganna eru þeir tilvaldir til að
senda með jólakortum, eða til
að hafa i jólapakkanum, og
styðja góðan málstað um leið.
Miðarnir eru seldir i verslun-
um um land allt á vegum deilda
Rauða krossins, og hagnaði ein-
ungis varið til innanlandsstarf-
semi.
Finnlandsstyrkir
Stjórn Menningarsjóðs ís-
lands og Finnlands kom saman
til fundar 1. desember sl. i Hels-
ingfors til þess að ákveða fyrstu
úthlutun styrkja úr sjóðnum.
Umsóknarfrestur var til 30.
september sl. og bárust alls 60
umsóknir, þar af 51 frá Finn-
landi og 9 frá Islandi. Úthlutað
var samtals 34.900 finnskum
mörkum, og hlutu eftirtaldir
umsækjendur styrki sem hér
segir:
Leikfélag Seltjarnarness 6.000
mörk vegna heimsóknar leik-
flokks á vegum Bandalags á-
hugaleikara i Finnlandi til Is-
lands til að sýna leikritið
„Stúlkan” eftir Walentin
Chorell.
Arni Bergmann, blaðamaður,
4.000 mörk til Finnlandsferðar
til að safna efni i greinaflokk um
finnsk menningarmál.
Jón úr Vör, rithöfundur, 4.000
mörk til að kynna sér nútima-
ljóðlist i Finnlandi og á Alands-
eyjum.
Haukur Ingibergsson, skóla-
stjóri og Þórir P. Guðjónsson
kennari, 2.000 mörk hvor vegna
námsferðar til Finnlands.
Irja-Leena Erikson, ritstjóri,
2.000 mörk til islenskunáms
vegna þýðinga á islensku sjón-
varpsefni.
Maj-Lis Holmberg, fil.lic.,
2.500 mörk til að þýða ljóð eftir
Jón úr Vör.
Stofnun i norræn-
um málvisindum, Helsingfors,
5.000 mörk vegna námsferðar
stúdenta til tslands sumarið
1976.
Dansleikhúsið Raatikko 3.400
mörk til að vinna að dansleik-
sýningu, er ber nafnið „Salka
Valka”.
Fiðluleikarinn Helena
Lehtelá-Mennander 2.000 mörk
til að fara tónleikaför til Is-
lands.
Solmu Mákela, sjónhverf-
ingameistari, 2.000 mörk vegna
sýningar á auglýsingaspjöldum
fjölleikahúsa, hugsanlega i
tengslum við listahátið i
Reykjavik.
Meiri slysavörn
í umferðinni
Niunda sambandsþing
Bindindisfélags ökumanna sem
haldið var i Reykjavik um
siðustu mánaðamót gerði m.a.
ályktanir, þar sem þeim tilmæl-
um er beint til stjórnvalda að
slysavarnir verði auknar i um-
ferðinni, m.a. með þvi að endur-
skoða reglur um gerð og búnað
bifreiða og færa þær i það horf
sem tiðkast t.d. i Sviþjóð og i
Bandarikjunum.
Jafnframt taldi þingið að
hækka þyrfti vátryggingarupp-
hæðir af bifreiðum og greiðslur
til þeirra sem fyrir likamstjóni
verða i umferðarslysum, og
verðtryggja þær bætur.
Gústaf Larsson
Þóroddur Guðmundsson
Gotlensk ljóð
Þóroddur Guðmundsson íslenskaði
Út er komið litið ljóðakver,
Gotlensk ljóð, og eru þetta þýð-
ingar Þórodds Guðmundssonar,
frá Sandi á nokkrum kvæðum
eftir Gustaf Larsson. Þóroddur
skrifar stuttan inngang með
ljóðakverinu, og segir þar að
Gustaf Larsson sé höfuðskáld
gotlenskunnar, 82 ára að aldri.
Höfundur kvæðanna býr á fæð-
ingarstað sinum á austurströnd
Gotlands. 1 kverinu eru tiu ljóð
þýdd úr gotlensku og niu ljóð
þýdd úr sænsku.
Prentsmiðjan Hólar hf. prent-
aði.
Frá nemendafélagi Menntaskólans á Laugarvatni
Innrásin afhjúpar
árásareðli NATO
Mimir, nemendafélag Mennta-
skóians að Laugarvatni, áiyktar:
— Lýsum yfir stuðningi við út-
færslu fiskveiðilögsögunnar.
— Mótmælum innrás breskra
heimsvaidasinna i islenska fisk-
veiðilögsögu.
— Skorum á ríkisstjórn Isiands
að slita nú þegar stjórnmálasam-
bandi við breta og Keflavíkur-
herstöðinni verði lokað.
— Innrás breska fiotans, sem
er i NATO, afhjúpar glögglega
árásareðli NATO, og það, að
NATO virðir að vettugi rétt minni
þjóða til þjóðlegs sjálfstæðis.
— Lýsum yfir stuðningi við rétt
strandrikja til að banna siglingar
herskipa innan 200 milna og koma
þar með i veg fyrir siglingar
hernaðarbandalaganna.
— Hörmum það frumhiaup
rikisstjórnarinnar og alþingis að
semja við v-þjóðverja um veiðar
innan 200 milna i andstöðu við álit
fiskifræðinga.
— Skorum á ríkisstjórn og al-
þingi að hefja nú þegar, i fram-
haldi af útfærslu fiskveiöilögsög-
unnar i 200 mllur, víðtækar frið-
unaraðgerðir á Islenskum fiski-
stofnum og efla tækjakost land-
helgisgæslunnar.
F.h. Mimis.
Guðmann Þorvaldsson stallari.
Og málfundafélag
sósíalista Laugarvatni
ályktar:
Þar sem ekki náðist samstaða
um ályktun um landhelgismálið
innan Mímis, skólafélags
Menntaskólans að Laugarvatni,
sendir Málfundafélag Sósialista á
Laugarvatni frá sér eftirfarandi
ályktun:
1. Styðjum eindregið útfærslu
fiskveiðilögsögunnar i 200 sjómil-
ur. Jafnframt gerum við okkur
grein fyrir, að isl. einokun-
arauðvaldið á sér ekki annað
markmið með útfærslunni en að
auka arðránshlutfall sitt.
Það er þvi ljóst að heyja verður
harða baráttu gegn einokunar-
auðvaldinu og gróðasókn þess
fyrir verndun fiskistofnanna.
2. Skorum á ríkisstjórn Islands og
Alþingi að slita þegar i stað
stjórnmálasambandi við breta,
vegna innrásar breskra heims-
valdasinna i islenska fiskveiði-
lögsögu.
3. Innrás breska flotans afhjúpar
glögglega árásareðli NATO og
það að NATO virðir að vettugi
rétt minni þjóða til þjóðlegs sjálf-
stæðis. Við skorum þvi á rikis-
stjórnina og Alþingi að segja
Island úr NATO og reka herinn úr
landi tafarlaust.
4. Lýsum stuðningi við tillögu
rikja þriðja heimsins á hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna til
að ráða siglingum innan 200
milna frá ströndum sinum og
koma þar með i veg fyrir sigling-
ar flota hernaðarbandalaganna.
Við kref jumst þess að rikisstjórn-
in styðji riki þriðja heimsins i
þessari tillögu sinni.
5. Fordæmum þá svikasamninga
sem rikisstjórnin hefur gert
við heimsvaldasinna Vestur-
Þýskalands.
6. Skorum þvi á alla alþýðu ts-
lands að taka saman höndum og
berjast kröftuglega gegn rán-
yrkju auðvaldsins og kúgun stór-
þjóða i garð rikja þriöja heimsins
og minniháttar heimsvaldarikja.
Gegn rányrkju auðvaldsins! gegn
heimsvaldastefnu!
Fyrir hönd M.F.S.:
Arnór Sighvatsson
Gunnar A. Gunnarsson.
Stjórn Happdrœttis Háskólans:
Aðeins heilbrigð við-
skipti við Alþýðubankann
Stjórn Happdrættis Háskólans
hefur sent frá sér eftirfarandi
fréttatilkynningu vegna þess að i
fjölniiðlum hefur verið látið að
þvi iiggja að það eða forstjóri
þess tengdist útlánaniálum Al-
þýðubankans með vissum hætti:
I umræðum fjölmiðla undan-
farna daga um málefni Alþýðu-
bankans h.f. hefur þvi itrekað
verið haldið fram, að Happdrætti
Háskóla tslands tengdist máli
þessu og hefur þá stundum verið
látið liggja að þvi, að
Happdrættið væri meðal skuldu-
nauta Alþýðubankans h.f.
Stjórn Happdrættis Háskóla ts-
lands þykir af þessum sökum rétt
að taka fram eftirfarandi.
1. Happdrætti Háskóla íslands
skuldar ekki neinni lánastofnun
nú frekar en endranær.
2. Fé það, sem Happdrættið
hefur undir höndum á hverjum
tima, er að sjálfsögðu varðveitt i
bankareikningum þar til það er
greitt út i vinninga eða þvi ráð-
stafað til framkvæmda Háskóla
tslands. Meginhluti þessa fjár er
nú geymdur i fjórum bönkum,
þ.ám. Alþýðubankanum h.f. en
mest fé er i Landsbankanum
3. Hinn 10 þ.m. ritaði stjórn
Happdrættis Háskóla Islands bréf
til bankaráðs Alþýðubankans h.f.
og óskaði eftir upplýsingum um
það, hvort og þá hvernig
Happdrætti Háskóla tslands
tengdist útlánastarfsemi bank-
ans.I svari bankaráðsins 15. þ.m.
kemur fram, að Happdrættið hafi
Framhald á 14. siðu
Viku-
dvöl
á
Hótel
Húsavík
er meðal vinninga i
Happdrœtti
Þjóðviljans 1975
Hótel Húsavik er vandað nýtísku
hótel sem er starfrækt allt árið.
Þaðan er m jög gott að stunda skíða-
iþróttir á vetrum, og á sumrin er
stutt að fara þaðan til að skoða f jöl-
breytta náttúrufegurð i Þingeyja-
sýslum.
HAPPDRÆTTI
ÞJÓÐ VILJANS
GRETTISGÖTU 3
Opið alla
daga fró kl. 9 til 19