Þjóðviljinn - 24.12.1975, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. desember 1975.
DlOÐVIUINN
MÁL'GAGN SÖSfALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
ÍJtgefandi: útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri; E^inar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
ÁJÓLUM
Stjórnarvöldin höfðu ákveðið að skrá-
setja skyldi alla heimsbyggðina, með öðr-
um orðum að taka skyldi viðtækt manntal.
Manntalið gat siðar orðið traustur grund-
völlur fyrir skattlagningu yfirvaldanna
svo að þau gætu kostað eigin bilifi og vig-
vélar og annað hernaðarbrölt. Löghlýðnir
borgarar lögðu á sig langar ferðir til þess
að láta skrá sig. Var þó margur farkobtur-
inn fátæklegur og hefði þótt hæggengur á
öld bilismans i neysluþjóðfélaginu. Jósep
smiður lagði við ösnu sina og Maria heit-
kona hans, sem þá var þunguð, steig á
bak, og þau héldu áleiðis til manntals-
skrifstofunnar. Þegar þangað kom reynd-
ist ekki vera rúm fyrir þau i mannabú-
stöðum, gisistaðina höfðu þeir rikari lagt
undir sig og þci urðu þau að láta fyrirber-
ast i gripahúsi. Um nóttina fæddi Maria
sveinbarn. Var það vafið reifum og lagt i
jötu, þvi engin var vaggan i þessu sauða-
húsi.
Nú i dag, á aðfangadag jóla, er þessarar
yfirlætislausu barnsfæðingar enn minnst
vitt um heim, enda þótt senn séu liðin 2000
ár siðan þessir atburðir gerðust — fyrir
botnum Miðjarðarhafsins, eins og nútima-
fréttamenn komast að orði.
Þessara atburða er enn viða minnst
vegna þess að vandamál mannkynsins eru
enn i dag þrátt fyrir allt býsna lik þeim
sem þau Jósep og hin þungaða heitkona
hans áttu við að striða á sinum tima. Enn
er það svo að miljónum saman verður
mannkynið að láta sér nægja að hafast við
i gripahúsum, sumum jafnvel sýnu lakari
en þeirra hús forðum, Jóseps og Mariu.
Enn er það svo að börnin fæðast án þess að
unnt sé að búa þeim sæmilegt rúm, þau
eru enn lögð i ámóta vöggur og forðúm,
jötur eða þess háttar. Og hvað eiga þau að
borða? Börn deyja og veikjast daglega um
allan heim vegna hungurs og langvarandi
hungursjúkdóma. En á sama tima — einn-
ig eins og forðum, hreiðrar auðstéttin um
sig i glæsilegum höllum, enn leggur hún á
ofurþunga skatta til þess að standa undir
vigvélum og morðtólum. Miljörðum á
miljarði ofan er varið til hernaðarbrölts
um allan heim, einkum meðal stór-
veldanna. Þessum auðæfum mætti að
sjálfsögðu verja til þess að metta hinar
svöngu miljónir, en það er ekki gert.
Valdastéttin þarf enn vopn og vigvélar til
þess að verja veldi sitt.
Þannig eru vandamálin nú um margt
furðulik þeim sem þungbærust voru fyrir
árþúsundum. Þó hefur eitt breyst og það
er býsna mikilvægt atriði: Fólkið gerir sér
æ betur grein fyrir orsökum rangsleitn-
innar. Fleiri og fleiri eru þar af leiðandi
reiðubúnir til þess að leggja til atlögu við
arðrán, kúgun og misrétti. Þessir full-
trúar jafnréttis og frelsis láta hvarvetna i
sér heyra og þeir láta sér ekki nægja orðin
tóm, á hverjum einasta degi fréttist af
nýjum landvinningum i frelsisbaráttu
alþýðunnar. Vissulega er viðsvegar reynt
að færa frelsið i fjötra og stundum tekst
það, en aðeins skamma hrið. Þvi að nú-
orðið hefur alþýðan fundið ráð til þess að
höggva á þá fjötra sem hún er bundin. Þau
ráð felast i samtakamættinum og visinda-
legri rýni i þjóðfélagsaðstæðurnar á
hverjum tima, i stéttabaráttuna og orsak-
ir hennar.
Enn er þó langt i land. Enn úthýsir
auðstéttin fátæklingum og neitar þeim um
brauð. Enn verður þrautpind alþýðan að
leggja á sig þungbært erfiði vegna alls-
kyns duttlunga valdhafanna. Enn eru
börnin lögð i jötur, stundum eru ekki einu
sinni til reifar að vefja um þau. En þrátt
fyrir allt miðar áfram i rétta átt. Þess er
gott að minnast um leið og fagnað er sigri
ljóssins yfir myrkrinu.
Ströyers dagbok
Þannig Htur Ströyer í Dagens Nyheter á átökin innan VPK.
Rudolf Meidner.
1 haust skýrði Þjóðviljinn ýt-
arlega frá tillögum Rudolfs
Meidners, hagfræðings sænska
Alþýðusambandsins, um aukið
vald sænskra launamanna i
fyrirtækjum.
Þessar tillögur voru þess efnis
i stórum dráttum að hluti af
gróða fyrirtækjanna skyldi
renna i sérstaka launafólks-
sjóði, seni siðan væru skuld-
bundnir til þess að kaupa hluta-
bréf i fyrirtækjunum. Þannig
átti sænskt verkafólk að geta
eignast meirihluta i fyrirtækj-
um, fyrst og fremst stórfyrir-
tækjunum á vissu árabili.
Þetta þóttu róttækar tillögur,
og þær hafa nú verið til umsagn-
ar innan sænska jafnaðar-
mannaflokksins, verkalýðs-
hreyfingarinnar og hjá sænsku
stjórninni. Innan verkalýðs-
hreyfingarinnar taka um 30
þúsund manns þátt i umræðunni
um tillögurnar. í lok janúar
verður ljóst hver útkoman
verður.
Hún liggur þó að verulegu
leyti fyrir, þvi að áhrifamiklir
ráðherrar i stjórninni, svo og
Gunnar Nilsson, forseti sænska
Alþýðusambandsins, hafa lagst
gegn hugmyndum Meidners.
Kosturinnvið aætlun Meidn-
ers er af sænskum krötum talinn
sá helstur, að peningar eru ekki
teknir út úr fyrirtækjunum,
heldur skipta þeir um eigendur.
Gallinn er hinsvegar af sömu
aðilum talinn sá helstur, að um
of er einblint á valda spurning-
una,en minna á fjárfestinguna i
iðnaðinum, sem þó er aðalatrið-
ið fyrir land sem byggir á fáum
stórfyrirtækjum i harðri alþjóð-
legri samkeppni.
Nýr AP-sjóður
Þeir sem þannig lita á málin
telja að valdaspursmálið i fyrir-
tækjunum megi leysa með laga-
setningu. Einn liðurinn i þvi að
styrkja stöðu verkafólks gagn-
vart auðmagninu væri að fella
niður grein 32 i vinnulöggjöf-
inni, sem felur i sér rétt at-
vinnurekenda til þess að ráða og
segja upp starfsfólki. Þetta var
einnig i tillögum Meidners. í
framtiðinni væri að mati
margra sænskra krata hægt að
láta valdajafnvægi ráða í
stjórnum fyrirtækja, sem þó
gæti verið breytilegt eftir þvi
hvort hlutur vinnuafls eða fjár-
magns er stærri i fyrirtækinu.
Tillögum Meid
ners hafnað
Meðal sænskra krata hefur
komið fram annað módel sem
passar iðnaðinum betur, en hef-
ur þó áhrif á eignamyndun i
þjóðfélaginu. 1 dag fær fjár-
magnseigandinn i sinn hlut alla
gróðaaukningu og getur hvort
heldur sem er ráðstafað henni i
fjárfestingu eða einkasóun.
Þessu mætti breyta með þvi að
þvinga gróðafyrirtækin til þess
að leggja i sérstakan fjárfest-
ingarsjóð launafólks, þar sem
það hefði meirihluta. Þetta yrði
nokkurskonar fimmti lifeyris-
sjóður allra landsmanna i Svi-
þjóð — Allmánna Pansion-
fonderna — AP-sjóðirnir. At-
vinnurekendurgreiða hlutfall af
launum verkafólks i þessa sjóði,
en I fimmta sjóðinn yrði
greiddur nokfcurskonar gróða-
skattur. Enn eru þessar tillögur
ekki fullmótaðar, og allsendis ó-
víst að samstaða sé milli launa-
fólks i gróðafyrirtækjum að
taka ekki út hærri laun, en láta
heldur gróðann i sjóð, sem yfir-
færði peningana til fyrirtækja
sem þurfa að fjárfesta til að
geta grætt.
Vafalitið verða sænskir krat-
ar lengi að ákveða hvernig eigi
að auka vald verkafólks eða
verkalýðshreyfingar yfir fjár-
magninu — og varlega munu
þeir fara að fjármagnseigend
um, en allt.um það er fróðlegt að
fylgjast með þessari umræðu i
Sviþjóð.
Klofningur
hjá sœnskum
kommum
Eins og frá var skýrt i grein-
argóðu yfirliti Gisla Gunnars-
sonar, sagnfræðings, um sósial-
iska flokka i Sviþjóð i Þjóðvilj-
anum á dögunum hafa „centr-
istar” i Vinstri flokknum —
kommúnistunum undir forystu
nýja flokksformannsins Lars
Werners, hafist handa um að
skapa þá reglu i flokknum, sem
forvera Werners, hinum vin-
sæla C.H. Hermansson, tókst
aldrei að skapa.
Mottó Werners i þessari við-
leitni hefur verið: „Állir flokks-
félagar verða skilyrðislaust að
hlýða þvi sem samþykkt er á
flokksþingum.”
Leiðtogar VPK i Norðurbotni
og héruðunum þar I kring, sem
hafa Norrskensflamman —
Norðurljósalogann — sem mál-
gagn hafa verið óhlýðnir, neitað
að framfylgja flokksþingsá-
kvörðunum dreifa upplýsingum
frá flokksstjórninni o.s.frv. Hér
er um gamla deilu að ræða, sem
hefur verið fylgifiskur VPK frá
þvi eftir uppgjörið austur i
Kreml við Stalin. Norðurbotna-
kommarnir eru af „gamla skól-
anum”, harðir i horn að taka i
verkfallsbaráttu, og hafa haft
Moskvustimpilinn á sér gegn
um árin.
Nú hafa Lars Werner og
„centristarnir” i VPK rekið
Gunnar Norberg, formann
, flokksdeildarinnar i Norður-
landi vestra — Vásternorrland,
— úr flokknum. Hann er áhrifa-
mikill maður og hefur þegar
boðið flokksstjórninni byrginn
ásamt fleiri „norðanmönnum”
og Norðurljósaloganum. Það
geta þvi orðið afdrifarik átök á
svæðisþinginu i Norðurlandi
vestra i febrúar. Tapi Werner
þar má gera ráð fyrir að þorri
„norðanmanna” klofni frá
VPK. Vinni hann slaginn við
Norberg gera menn þvi skóna
að honum takist að koma „reglu
á i flokknum”, þvi að þá muni
andstaðan i norðurhluta Svi-
þjóðar hjaðna.
—ekh
K ratasmyglið
enn
NU er peningasmyglið til
finnsku kratanna fyrir kosning-
arnar i Málmiðnaðarsamband-
inu að komast á dómsstig i Svi-
þjóð. Eins og menn muna voru
þrir finnskir toppkratar gripnir
á Arlanda flugvelli með 194 þús-
und sænskar krónur upp á vas-
ann, en þeim fjórða hafði tekist
að sleppa i gegn um tollskoðun
með 50 þúsund til viðbótar.
Peningum þessum var safnað
saman á „dularfullan” hátt af
Eugen Loderer, formanni i
v-þýska Málmiðnaðarsamband-
inu, og gjöfinni ætlað að duga
finnskum krötum i baráttunni
við kommana. Kollegar hans i
Sviþjóð og Finnlandi koma við
sögu i smyglmálinu svo og
gjaldkerar sænska og finnska
jafnaðarmannaflokksins, Nils-
Gösta Damberg og Pentti Ket-
ola. Sá siðarnefndi var gripinn á
Arlanda og hafa forystumenn
finnska flokksins skel't allri
skuldinni á hann
Nú hafa þessir tveir gjaldker-
ar skilað eiðsvörnum skýrslum
til dómstóls i Stokkhólmi, og
ber þeim ekki saman. Damberg
segist hafa skýrt Ketola frá
v-þýsku „gjöfinni” og hvernig
hann ætti að koma peningunum
frá Sviþjóð til Finnlands 29.
september, en Ketola kveðst
ekkert hafa fengið að vita fyrr
en 4. september.
Málið á þvi eftir að þvælast
fyrir dómstólunum eitthvað og
væntanlega fæst aldrei botn i
það hvaðan peningarnir komu.
Um leið verður ekki hægt að
svipta þeim grun af „gjöfinni”
að hún sé komin til að tilstuðlan
bandarisku leyniþjónustunnar
CIA.
Þegar þetta smyglmál var til
umræðu blandaðist Isl. Alþýðu-
flokkurinn inn i dæmið, vegna
þess að Sten Andersson, fram-
kvæmdastjóri bróðurflokksins i
Sviþjóð, kvaðst hafa skenkt Is-
lenskum krötum úr sjóði sinum
eins og öðrum sem ættu erfitt.
Gylfi Þ. lagði höfuð sitt að veði
fyrir að Alþýðuflokkurinn hefði
aldrei þegið erlendar peninga-
gjafir. Það hefði hann ekki átt
að gera.
—ekh.