Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Fyrir miöri mynd sést Skiítudalur, en þaöan fæst jaröhitinn sem nú yljar siglfiröingum. SIGLUFJÖRÐUR: J ólatrésskemmtun Félag járniðnaðarmanna heldur jólatrés- skemmtun föstudaginn 2. janúar i Tjarn- arbúð og hefst klukkan 15.30. Aðgöngu- miðar verða seldir á skrifstofu félagsins sunnudaginn 28. desember klukkan 15 til 17. Nefndin Hitaveita tekin í notkun Bœjarstjórn mótmœlir aðför stjórnarinnar að sveitarfélögum Hitaveita Siglufjaröar var formlega tekin i notkun 21. des. sl. þegar forseti bæjarstjörnar, Knútur Jónsson, opnaöi fyrir hitaveituna inn i fyrsta húsiö, aö Húvegi 14. Siöan bauö bæjar- stjórn öllum þeim, se unniö hafa viö leiösluna, tii kaffidrykkju aö Hótel Höfn, og var kaffiö lagaö úr hitaveituvatninu. Hitaveitan hefur verið i gerð i nokkurn tima, þótt framkvæmdir viö lögnina sjálfa hæfust ekki fyrr en á þessu ári. Unniö hafði verið að borun og rannsóknum i SkUtu- dal, þar sem lindirnar eru, slð-' ustu árin. Upphaflega hafði verið áætlað að hér yrði um varnaveitu að ræöa og yröi kyndistöö reist, en við boranirnar sl. sumar kom upp meira vatnsmagn en menn höfðu þorað að gera ráð fyrir, og breytir það öllum áætlunum og öllum rekstrargrundvelli. Gunnar Rafn Sigurbjömsson, fréttaritari Þjóðviljans á Siglu- firði, skýrði blaöinu svo frá aö siglfirðingar óttuöust samt sem áður að hitaveitan reyndist þeim ekki eins hagkvæm og oröiö gæti, oger það vegna þeirra lánakjara, sem stjórnvöld hafa boðið upp á. Frést hefur að lánin til hitaveitu- framkvæmdanna séu til sjö ára, aö hluta erlend og gengistryggö. Þetta þýðir óheyrilegan fjár- magnskostnað, ef rétt reynist. Siglufjarðarkaupstaður er aö endurvirkja I Skeiðfossi i Fljót- um, og mun vera um svipaða lánagreiðslu að ræða til þeirra framkvæmda. Siglfirðingar eru að' vonum óhressir yfir þessu. ekki sist með tilliti til þess að stjórnarvöld lofuöu að bæði hita- veituframkvæmdir og raforkuöfl- un skyldu hafa algeran forgang. Ef þaö, sem núverandi rikisstjórn kallar algeran forgang, er svona, þá frábiðja menn sér svoleiðis á Siglufirði. I bæjarstjórn Siglufjarðar var nýlega samþykkt svofelld tillaga viðvikjandi siðustu „efnahags- ráöstöfunum” rikisstjórnarinn- ar: „Bæjarstjórn Siglufjarðar mótmælir harölega þeim nýju álögum, sem rikisstjórn og Al- þingi hafa lagt á einstaklinga og sveitarfélög i landinu, i formi sér- staks álags á gjaldstofn útsvara. Einnig samþykkir bæjarstjórnin að mótmæla harðlega niðurfell- ingu á þátttöku rikisins i' stofn- og rekstrarkostnaöi dagvistunar- heimila” Fyrri hluti tillögunnar var samþykktur með átta atkvæðum, eneinn af þremur bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Sið- ari hluti tillögunnar var sam- þykktur með fimm atkvæðum gegn fjórum. A móti voru báðir framsóknarmennirnir i bæjar- stjórninni og tveir fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, 'en sá þriðji greiddi atkvæði meö stjórnarand- stæðingum. Sýnir þetta hve að- farir stjórnarinnar eru óvinsælar á Siglufirði, að jafnvel forustu- menn stjórnarflokkanna þar skuli ekki þora að standa einhuga með henni. Fyrirtækiö Húseiningar á Siglufirði framleiddi um 20 hús i sumar, að verðmæti um 100 miljónir króna. Siglóverksmiðjan Móðir okkar Magnea Einarsdóttir frá Bræðratungu Stokkseyri / andaðist á Borgarsjúkraluisinu 18. desember og verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju mánudaginn 29. des. klukkan 2. Börnin Otför mannsins mins. föður okkar og afa Jóns B Hjálmarssonar prentsmiðjustjóra Brúnavegi 12 fer Iram laugardaginn 2". des. kl. 10.30 frá Dómkirkjunni Laufey Karlsdóttir Aðalheiður Jónsdóttir Erlendur Björnsson Sigriður Erla Jónsdóttir lljálmar Jónsson og barnabörn hefur keypt um 5000 tonn af sild, sem ætti aö tryggja tiu mánaða vinnu á næsta ári. Tlðarfar hefur veriö gott á Siglufiröi undanfarið, en ry sjótt; fisk iri heldur tregt. At- vinnuleysis gætir ekki, og hafa siglfiröingar verið lausir við þá plágu siöan vinstristjórnin bætti upp á atvinnulifiö. Mega siglfirð- ingar þar muna tvenna timana, þvi að á timum viðreisnarstjórn- arinnar kom atvinnuleysið, sem var sjálfsagður fylgifiskur þeirr- ar stjórnar, harðar niður á á Siglufirði en flestum öðrum stöðum á landinu. dþ. Jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna verður haldin i Lindarbæ 3. janúar kl. 3 e.h. Miðasala á skrifstofu félagsins frá og með 29. des. 1975. Stjórnin. HÓTEL LOFTLEIÐIR BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐARNAR: Blómasalur Veitingabúö Hótel Loftleiöa Sundlaug Esjuberg Þorláksmessa 12:00—14:30 19:00—22:30 05:00—20:00 08:00—11:00 16:00—19:30 08:00—22:00 Aðfangadagur 12:00—14:30 05:00—14:00 08:00—11:00 08:00—14:00 18:00—20:00 Jóladagur 12:00—14:30 09:00—16:00 15:00—17:00 LOKAÐ 19:00—21:00 2. Jóladagur 12:00—14:30 19:00—22:30 05:00—20:00 08:00—11:00 16:00—19:30 08:00—22:00 Gamlársdagur 12:00—14:30 05:00—16:00 08:00—14:00 08:00—14:00 19:00—22:00 Nýársdagur 12:00—14:30 19:00—22:00 09:00—16:00 10:00—14:00 LOKAÐ GISTIDEILD HÓTEL ESJU VERÐUR LOKUÐ FRA HADEGI 24, DESEMBER TIL 08:00 DESEMBER TIL 08:00 2. 27. DESEMBER, JANÚAR. OG FRÁ HÁDEGI 31. r r r •• HOTEL LOFTLEIÐIR OG HOTEL ESJA OSKA OLLUM VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝARS OG ÞAKKA ÁNÆGJULEG VIÐSKIPTI VINSAMLEGAST GEYMIÐ AUGLYSINGUNA #HIVraL«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.