Þjóðviljinn - 24.12.1975, Page 10
10 SU)A
1'JoOVII .IINN Miðvikudagur 24. desember 1975.
Byggði sér íbúðarhús
í bílskúrnum
Byrjaö aö reisa
og loks eru sperrurnar komnar upp.
og reisti það á tveimur dögum
Húsiösem siniöaö var i bilskúr ogreistá tveiniur dögum.
kvöldvöku með blönduðu efni.
Þetta þróaðist siðan uppi það að
til varð leikrit, samansett úr ein-
þáttungum sem tengdir voru
saman með tónlist. Þessi dagskrá
fjallar um stéttarlega stöðu
vinnustaði og fjölskyldulíf. Nú
hafa þau Arnar Jónsson, Hildur
Þorleifsdóttir og Þráinn Karlsson
hætt hjá Leikfélagi Akureyrar og
þegar þau voru á lausu var i al-
vöru farið að hugsa um Alþýðu-
leikhúsið og nú er ákveðið að það
taki til starfa eftir áramótin. Það
hefur verið ákveðið að þessi þrjú,
auk Kristinar ólafsdóttur verði á
föstum launum hjá leikhúsinu og i
ráði er að fá fimmta mann á föst
laun en ekki hefur verið ákveðið
enn hver það verður. Æfingar
hefjast eins og áður sagði eftir
áramótin og við vonumst til að
leikhúsið geti tekið til starfa i
febrúar eða mars.
— Nú bjóst þú i allmörg ár i
Reykjavik, er mikill munur á að
búa þar og hér á Akureyri?
— Já, það er allmikill munur.
Ég kann mun betur við mig hér á
Akureyri, mér liður alltaf betur
Uti á landi en i Reykjavik, enda er
ég alinn upp i litlu bæjarfélagi,
Neskaupstað. 1 minni bæjarfélög-
um finnur maður svo vel hvað
hver einstaklingur er miklu
meira virði en i borg eins og
Reykjavik. Þar við bætist svo að
Akureyri er einstæður bær, þar
sem maður nýtur bæði þess besta
sem dreifbýli og þéttbýli hefur
uppá að bjóða, auk þess sem
Akureyrier miðpunktur fyrir allt
Norðurland. Bærinn er ekki of
stór til að verða þreytandi eins og
Reykjavik og ekki of litill til þess
að menn finni fyrir þeirri ein-
angrun og þeirri fábreyttni sem
getur átt sér stað i litlum bæjum.
Ég get þvi vart hugsað mér betri
stað til að búa á en Akureyri.
— Ég hef orðið var við það,
Helgi, að menn hér tala mikið um
hið svokallaða Reykjavikur-vald,
finnið þið mikið fyrir þvi?
— Ég skal ekki segja, en hins
vegar er ljóst að aðstöðumunur-
ég á eftir að reikna mina vinnu og
fleira i sambandi við þetta, en
timburhús hafa ekki verið byggð
hér á Akureyri að neinu ráði,
þannig að margir sem hugsa sér
til að fara að byggja biða spenntir
eftir þvi hver útkoman verður hjá
mér. Ég vinn svo að þvi að ljúka
húsinu i vetur, þar sem ég verð að
geta flutt i það i júni nk.
— Hvernig er annars atvinnuá-
stand hjá byggingarmönnum á
Akureyri um þessar mundir?
— útlitið er ekki gott. Það er
þegar einn trésmiður kominn á
atvinnuleysisskrá og menn spá
þvi að allt að 20 smiðir verði at-
vinnulausir i vetur og annað eins
af byggingarverkamönnum.
Ástæðan fyrir þessu ástandi er
einfaldlega sú, að byrjað hefúr
verið á mun færri byggingum i ár
en undanfarin ár og þær sem
byrjað hefur verið á, fóru mun
seinna af stað en áður. Þar við
bætist svo að margir byggingar-
menn hafa i sumar og haust haft
atvinnu utan bæjar, svo sem við
Kröflu og viðar. Þegar þeir svo
koma heim hlýtur mikið atvinnu-
leysi að blasa við.
— 1 verksmiðjunum er vinnan
aftur á móti mun jafnari og ég á
ekki von á neinu atvinnuleysi hjá
iðnverkafólki, ekki í bráð að
minnsta kosti. Eins er örugg
vinna við fiskinn meðan togar-
arnir eru gerðir út.
— Mig langar aðeins að minn-
ast á félagsmálin hér á Akureyri,
Helgi, þú ert einn af stofnendum
Alþýðuleikhússins er ekki svo?
— Jú það er rétt. Upphaf þess
að leikhúsið var stofnað var, að
fyrireinu ári eða svo fór fræðslu-
nefnd Alþýðubandalagsins á
Akureyri þess á leit við listamenn
i okkar röðum að þeir önnuðust
hér er verkið komiö
nokkuð áleiöis......
inn er mikill. 1 Reykjavík eru all-
ar þær stofnanir sem menn þurfa
að leita til, þar er fjármálavaldið
allt, auðvaldið hefur allt safnast
þar saman og það er einmitt vald
þess sem verið er að tala um þeg-
ar rætt er um Reykjavíkur-vald-
ið. Þar er ekki átt við verkafólkið,
heldur peningamafiuna sem öllu
ræður. Hún hefur óneitanlega
dregið öll völdin til Reykjavíkur
þar sem hún situr. Og svo þegar
talað er um aðstöðumuninn milli
landsbyggðarinnar annars vegar
og Reykjavikursvæðisins hins
vegar, þá má nefna sem dæmi að
útvarp og sjónvarp sést ekki eða
ilia á Austurlandi, margar byggð-
ir hér eru alveg nýbúnar að fá
rafmagn. Allt Norður- og Austur-
land býr við mikið óöryggi i raf-
magnsmálum, og svona mætti
lengi telja, þannig að það er ekk-
ert skrýtið þótt fólk tali um
Iteykjavikur-vaidið, þeir sem
hafa reynt að finna verulega fyrir
þvi.
—S.dór.
Þarna er svo hluti hópsins sem reisti húsiö kominn i skjól.
Mér var sögð sú saga
norður á Akureyri að Helgi
Guðmundsson trésmiður
hefði byggt sér ibúðarhús
inni bílskúr, flutt það síðan
i pörtum á þá lóð sem hann
á og reist það ásamt vinum
og kunningjum á aðeins
tveimur dögum. Mér
fannst sagan heldur ótrú-
leg svo ég spurði Helga um
sannleiksgildi hennar.
Spjallað við
Helga Guð-
mundsson
trésmið
— Þetta er dagsatt. Þannig
var, að ég fékk lóð undir ibúðar-
hús i einu af nýju hverfunum hér
útfrá. Þá fór ég að brjóta heilann
um hvernig ég gæti byggt húsið á
sem hagkvæmastan hátt, þar sem
ég er lærður húsasmiður. Ég
hafði séð hvernig þeir i Trésmiðju
Austurlands fóru að þvi að byggja
húshlutana úr timbri inni á verk-
stæði og flytja þá svo á staðinn og
reisa á stuttum tima. Ég ákvað
þvi að reyna þetta og skipulagði
húsið sjálfur og hófst siðan handa
við að smiða húshiutana hér inni
bilskúr hjá mér 21. júli i sumar.
Ég tel mig hafa sameinað þarna
handverk og verksmiðjuvinnu
með góðum árangri þvi að húsið
verðúr mér ódýrara en ef ég hefði
byggt það á einhvern annan
máta. Nú, eftir aðég hafði smiðað
hliðarnar, gluggana og sperrurn-
ar, flutti ég þetta að grunninum
og félagar minir komu og hjálp-
uðu mér við að reisa húsið og það
tók okkur aðeins tvo daga. Siðan
klæddi ég þakið og setti plast i
glugga og þar með var það orðið
fokhelt. Ég get ekki sagt þér ná-
kvæmlega hvað þetta kostar mig,