Þjóðviljinn - 24.12.1975, Side 13

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Side 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. desember 1975. Miðvikudagur 24. desember 1975. 1>.I • OVILJINN — SÍÐA 13 Þið eigið umfram allt að forðast útlenska þjálfara" i gærmorgun flaug frá íslandi í fimmta sinn hinn heimsfrægi júgóslavneski handknattleiksmaður, Hrvoje Horvat, sem margir segja besta handknattleiksmann i heimi og allir viðurkenna sem einn af þeim allrabestu. Hann hefur unnið það afrek—einn allra, að vera þrisvar sinnum valinn í heimsliðið og tvisvar sinnum verið fyrir- liði þess. Æðri heiður veitist engum handboltamanni og engum dylst, að Horvat er vel að þessari vegsemd kom- inn. Júgóslavneska landsliðið staldraði nokkuð lengi við hérlendis i þessari síðustu heimsókn sinni hingað. Leik- menn þess höfðu rúman tíma til skemmtana og jólainn- kaupa, sem margir notfærðu sér til hins ýtrasta. Það sama var þó ekki uppi á teningnum hjá Horvat þegar hann var sóttur heim af blm. Þjóðviljans sl. föstudag. Hann kúrði þar yfir skólabókum og sagðist aðspurður vera að búa sig undir lokapróf til þess að öðlast réttindi sem hæstaréttarlögmaður í landi sínu. Þrátt fyrir dræmar undirtektir þjálfara liðsins féllst Horvat fúslega á að ræða í smástund um handboltaferil Markviss og skipuleg vinnubrögö hafa skapað þennan góöa árangur — Ég held að árangur iH okkar sé fyrst og f remst að þakka skipulaginu, sem júgóslavneskur handbolti gengur eftir, sagði Horvat þegar rætt var um hand- boltann í heimalandi hans. — Við leikum eins og aðrar þjóðir í 1., 2. og 3. deild, skiptum í riðla og annað þess háttar eins og aðrir, en allt gengur þetta eftir mjög nákvæmri áætlun, sem gerð er í upphafi hvers vetrar. Landsliðinu er ávallt gefinn rúmur tími, hlé gerð á deilda- keppnum á meðan það fær að undirbúa sig í lengri eða skemmri tíma fyrir átök við aðrar þjóðir. Með okkur i heimsókninni hing- að er „höfuðið” i allri skipulagn- ingunni, Ivan Snoj. Hann hefur nú i tuttuguogtvö ár séð um skipu- lagningu handboltavertiðarinnar hjá okkur. Reynsla hans er okkur afar dýrmæt, allt gengur eftir hans ákvörðunum og það er eng- inn leikur að hnika þeim til. Ég efast ekki um að hans þáttur er meiri en flestra annarra i vel- gengni okkar. — Eru þjálfarar og forráða- menn á fullum launum? — Nei, yfirleitt ekki. Við höfum að visu menn á launum við yfir- stjórn handboltans. beir leggja á- kveðna linu fyrir félagsliðin til þess að æfa eftir, sjá um að sinn og þessa vinsælu íþrótt í Júgóslaviu og á islandi. Annars mun Horvat lítið fyrir blaðasamtöl, en júgóslav- neskumælandi túlkuþ Irena Kojic, var með í förinni og Horvat sló til. „Smástundin" varð áður en upp var staðið að f jögurra klukkustunda samtali þennan föstudagseft- irmiðdag. Horvat gaf sér nægan tima og þessi einkar geðþekki og yfirvegaði júgóslavi kom víða við í spjalli sinu. Hann svaraði fyrst spurningum um júgóslavneskan handknattleik, sagði frá uppbyggingu hans og landsliðs- æfingum. Síðan var farið út í spurningar um hann sjálf- an, líf fyrsta flokks handboltamanns í Júgóslavíu, at- vinnumennsku o.þ.h. Þá var rætt um viðhorf hans til handboltaheimsins í dag, kaup og sölur leikmanna milli landa o.fl. Að lokum var síðan rætt um íslenskan handbolta. Hor- vat gjörþekkir hann eftir fimm heimsóknir hingað á undanförnum árum og hefur ákveðnar skoðanir um hvað sé okkur fyrir bestu í þeim málum. mennta þjálfara, auka þekkingu á handbolta o.s.frv. Sú stjórnstöð er i Belgrad og þar vinna þrir menn. Einnig er u.þ.b. helmingur góðra handboltaþjálfara atvinnu- menn, þ.e. gera ekkert annað en að þjálfa einstök félagslið. t miriu liði, Partizan Bjelovar, höfum við þó t.d. aldrei haft atvinnuþjálf- ara. Engir útlendingar i handboltanum — Er mikið af útlenskum þjálf- urum i Júgóslaviu? — Nei, það er sáralltið, ég held bara enginn. Við leggjum þó að sjálfsögðu áherslu á að einangr- ast ekki. Til þess að fylgjast með þvi, hvað er aö gerast i hand- boltaheiminum sendum við t.d. á- vallt mikinn mannskap á alþjóð- lega ráðstefnu þjálfara, sem haldin er á hverju sumri við Adriahafið. bar vinna flestir fær- ustu þjálfarar heimsins saman i a.m.k. einn eða tvo mánuði, kynna nýjungar fyrir öðrum o.s.frv. bað eru stöðugt að bætast fleiri þjóðir i hóp þeirra sem sækja þetta þing svo að mér þykir framtið Iþróttarinnar björt. Annars held ég að það sé eitt æfingakerfi öðrum vinsælla um þessar mundir. A.m.k. veit ég til þess að það hefur mjög viða verið reynt aö einhverju leyti. bað er komið frá okkur og gefið út I bók, sem landsliösþjálfarinn okkar skrifaöi og heitir „Hvernig náð- um við i gullið?” bar er rakin nákvæmlega hver ein og einasta æfing landsliösins i undirbún- ingnum fyrir s>'öustu Olympiu- Ieika. bað var geysilega gaman að taka þátt I þeim undirbúningi, hver æfing var hnitmiöuð og gjör- nýtt,enda varð uppskeran rikuleg — gullverðlaunin á Ol-leikunum. bessi bók hefur verið þýdd yfir á rússnesku, þýsku og fjölmörg önnur tungumál, og vissulega þykir manni þetta vera falleg fjöður i hatt handboltans i Júgó- slaviu. — Takið þið mikið mið af öðr- um þjóðum? — Ég held að það sé ekki hægt að segja það. Við höfum reynt aö skapa okkar eigin handknattleik en þó kemur alltaf fyrir að eitt- hvað sé tekið annarsstaðar frá og endurbætt, en það er ekki mikið. begar ég byrjaði að leika með landsliðinu stóð það á svipuöu stigi og islendingar fyrir ca þremur árum, en þá áttuð þið að minu áliti besta landsliðið ykkar. Við höfum síðan lagt mikla vinnu i endurbætur, gjörbreyttum um æfinga- og leikkerfi, tókum vörn og sókn til gagngerrar endur- skoðunar og erum núna i hópi fjögurra bestu handknattleiks- þjóða heims. bað er okkar eigin vinnu að þakka, ekki uppgötvun- um annarra góðra handbolta- þjóða. — Er atvinnumennska i'Júgó- slaviu? Litlir peningar og engin atvinnumennska — Nei, ekki á nokkurn hátt. Leikmenn, sem vilja eða hafa náð langt eru að visu i vinnu, þar sem þeir eru tiltölulega lausir við og geta tekið sér fri til ferðalaga eða æfingabúöadvalar. Handbolta- menn eru gjarnan i skólum, i rikislaunaðri vinnu eða þá með einkaatvinnurekstur, þar sem þeir eru sjálfs sin herrar og taka sér fri að vild. En atvinnu- mennska er ekki heima, menn lifa sinu einkalifi án nokkurrar i- hlutunar félags sins eða þjálfara, eru engum skuldbundnir nema sjálfum sér og sinum nánustu. Mér finnst raunar að það séu hvergi lagöir miklir peningar i handboltann heima. Styrkur frá rikinu er litill sem enginn og það eina sem landsliðsmenn fá greitt er þóknun fyrir að taka þátt i undirbúningi fyrir Ol-leika. Fyrir það voru núna greiddir 600 dener- ar (um 6 þúsund krónur isl.) og það er svona rétt til málamynda. önnur þóknun er ekki greidd. — Hvaö um vinnutap vegna æf- ingabúða eða langra ferðalaga? — bað er ekki gert ráð fyrir greiðslum vegna þess. Friöindi, eins og farmiði fyrir eiginkonur i skemmtileg feröalög meö okkur og þess háttar, er sú umbun, sem við fáum, en þó er það samnings- atriöi hverju sinni hvernig for- ráðamenn geta komið til móts viö þá, sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að vera langdvöl- um I burtu frá vinnu sinni. — Hvernig er landslið ykkar undirbúið? Félagsþjálfurum er treyst — Landsliðsþjálfarinn er i nokkuð góðu sambandi við þá fé- lagsþjálfara, sem eru með lands- liðsmenn „innanborðs”. beim er treyst til þess að halda þeim i lik- amlegu formi og þegar landslið er siðan kallað saman til undir- búnings er hugsað um litið annað en leikkerfi og samvinnu i vörn og sókn. Litill timi fer i þrek- eða skrokkæfingar. Við æfum yfirleitt saman i 15—20 daga fyrir stórá- tök, lengur ef.um langa keppni er að ræða en skemur ef aðeins „Atvinnumennska er að minu viti óþekkt fyrirbæri i júgóslav- neska handboltanum. Menn eru hins vegar gjarnan i vinnu, sem þeir geta án mikillar fyrirhafnar losnað úr, þegar þess gerist þörf.” „Ég á ákaflega bágt með að sjá ljósu hliðarnar á atvinnumennskunni eins og hún tiðkast i dag — ég kann a.m.k. ágætlega við að stunda hand- knattleikinn sem tómstundagaman framar öllu öðru,” segir Ilorvat. Mynd: gsp Júgóslavneski handboltasnill- ingurinn Hrvoje Horvat í einkaviðtali við Þjv. um hinn stórkostlega handboltaferil sinn, uppbyggingu hand- knattleiks í Júgóslavíu, álit hans á þessari íþrótt á íslandi og margt fleira ■■ \ ,,Það eru nú ekki meiri friðindi i boði fyrir landsliðsstöðuna en það, að einn besti og leik- reyndasti maður okkar, Karalic, var að leika sinn siðasta landsleik hér á landi i þessari heimsókn. Fjölskylduástæður koma í veg fyrir að hann geti haldið þessu áfram og e.t.v. spila þar Iíka inn i einhverjir fjárhagserfiðleikar. Við fáum að visu allt vinnutap greitt þegar við förum i ferðalög eða æfingabúðir og dagpeningar i útlöndum eru fjórir dollarar. Um aðrar þókn- anir er ekki að ræða og vissulega þykir mörgum að betur mætti gera við okkur.” einn landsleikur er framundan, sem við teljum okkur ekki eiga I erfiðleikum með. bess er að minu viti gætt, að þreyta mannskapinn aldrei. A meðan landslið æfir eru engar fé- lagsliösæfingar hjá þeim mönn- um sem þar eru.og deildakeppnin liggur alveg niöri. — Ertu ánægður með ykkar ár- angur undanfarið, tvisvar númer þrjú i Heimsmeistarakeppninni og einu sinni Olympiumeistarar? — Auðvitaö var gaman að vinna Ol-titilinn siðast, og ég er fyllilega ánægöur með bronsverö- launin á HM. Eitt af þremur efstu liðum á svona mótum er aö minu áliti nánast sama og meistaratit- ill, samkeppnin er svo hörð og efstu liðin svo áþekk að það er nánast tilviljun hvernig þau raða sér á verðlaunapallinn. En við undirbúum okkur á nákvæmlega sama hátt fyrir báðar þessar stóru keppnir.og þaö verður gam- an aö verja titilinn i Montreal á næsta ári. — Er landsliöshópurinn ykkar stór? — bað voru i september valdir þrjátiu menn til æfinga fyrir 01- leikana. beir eru allir að meira eöa minna leyti „volgir” i sam- bandi við landsliðiö,en 16 hafa nú veriðvaldir til sérstaks undirbún- ings og þeir fara með landsliðinu út um allt fram að leikunum. beir verða að gefa ákveðið og bindandi svar um hvort þeir treysti sér til þess arna, og svo sannarlega er álagið nokkuð mikið á lokasprett- inum, sem raunar stendur yfir al- veg frá þessum áramótum. þeir hafa gefið bindandi svar um þátttöku. En að öðru leyti er mönnum ekki settur stóllinn fyrir dyrnar; við skikkum engan til þess að hafna peningatilboð- um eins og þeim sem berast frá þjóðverjum. Fjölskyldu- lífið er ævinlega í öndvegi Við erum búin að af- greiða júgóslavneska handboltann og ákveðum að snúa okkur næst að Hor- vat sjálfum, lífi hans og starfi siðustu árin. Við biðjum hann að búa sig undir persónulegar spurn- ingar og láta okkur endi- lega vita ef honum finnst fulllangt gengið. Hann seg- ist kankvis ekki hafa neitt að fela,og við byrjum: — Aldur? — 29 ára, þritugur i mai á næsta ári. — Starf? — Lögfræðingur að mennt og vinn núna að undirbúningi fyrir lokapróf, sem gefur réttindi til málflutnings fyrir hæstarétti. — Giftur? — Já, hamingjusamlega mjög og á tvær yndislegar dætur, fjög- urra og sjö ára gamlar, segir Horvat og kann að þvi er virðist vel að meta þetta spurningaform, sem hann þekkir svo vel úr starfi sinu. — Hvernig liður vinnudagur þinn? — beir eru allir ákaflega svip- aðir. Ég vakna klukkan tæplega sex á morgnana og er mættur til vinnu minnar klukkan hálfsjö i dómshúsi bæjarins Bjelovar, en þar er ég búsettur. Ég vinn siðan að meira eða minna leyti i einni loftu til klukk- an hálfþrjú, en þá fer ég heim i mat og siðan á æfingu klukkan fjögur til sex á hverjum virkum degi nema miðvikudögum, — þá er algjört fri frá iþróttum. Að þessum föstu liðum loknum geri ég nákvæmlega ekki neitt .... ,,Þið eigið að leggja höfuðáherslu á að mennta ykkar eigin þjálfara. tslenski handboltinn er að sumu leyti nokkuð sérstæður og það yrði erfitt fyrir ókunnan og útlenskan mann að ætla sér að ná árangri hér á skömmum tima”. Blóðtaka fyrir landsliðið — Hafið þiö misst mikið af mönnum i atvinnumennsku er- lendis? — Ætli það séu ekki svona tuttugu júgóslavar i býskalandi um þessar mundir, tveir eru á Spáni og einn eða tveir i Sviss. Ég man nú ekki eftir fleirum.enda er þetta alveg nóg. Við misstum t.d. þrjá menn úr siðasta Olympiuliði til þjóðverja, og það var nokkuö mikil blóðtakka. — En það er öllum frjálst að fara úr landi i atvinnumennsku? — Já, að öllu leyti nema þvi, að þeir sem valdir hafa verið til undirbúnings fyrir Ol-leika eða HM-keppni mega ekki fara fyrr en að keppninni lokinni, þ.e.a.s. ef nema vera heima hjá mér. Fjöl- skyldulifið skipar stóran sess hjá mörgum júgóslövum og ég reyni aö sinna þvi algjörlega þegar ég er ekki á ferðalögum vegna i- þróttarinnar. Júgóslavar fara gjarnan snemma i háttinn, á minu heimili er gengið til náða klukkan 10 á hverju kvöldi nema ef eitthvað sérstaklega stendur á. — Og svo er spilaö um helgar. — Já, á laugardögum er leikið en sunnudagur eru alltaf friir. Svona gengur þetta frá viku til viku, frávik eru nánast engin vegna landsliðsins; þegar það tekur við er frl frá öllum öðrum æfingum og leikjum. — Ertu oft að heiman? Aldrei þreyttur á ferðum — Já, vissulega er nokkuð mik- ið um ferðalög og æfingabúðir fjarri heimili manns. Ég get þó ekki sagt að maður þreytist á þessu, það er alltaf gaman að sjá ný lönd og ný andlit, kynnast breyttum viðhorfum og lifsvenj- um, Sjálfur hef ég ferðast mjög viða, komið til margra staða i Af- riku og Asíu, i nær hvert land i Evrópu, og Austurlöndin hafa einnig verið sótt heim að meira eða minna leyti. Hingað til Is- lands hef ég svo komið fimm sinnum, en það er dálitið merki- legt að ég hef aldrei komið til Búlgariu, sem liggur þó við landamæri okkar júgóslava. Mér tekst þó vonandi að bæta úr þvi innan tiðar; það er skömm að þurfa að játa þetta upp á sig. — Hvernig tekur heimilið þess- um ferðalögum? — bað þarf vitanlega að koma til mikill skilningur allra fjöl- skyldumeðlima, til þess að svona nokkuð sé framkvæmanlegt. Konan min var nú lengi i aðalliði Bjelovar sjálf og hefur þvi fullan skilning á þessu,og við hjálpumst að við að sætta börnin við þetta lika. En vissulega hvila lika á manni skyldur þegar maður er heima, þá kemst ekkert annað að heldur en kyrrð og ró með fjöl- skyldunni. — Onnur áhugamál? — Nei, ég hef haft meira en nóg út úr handboltanum og skólanám- inu meðfram vinnunni. Ég held að það tvennt hefði orðið hverjum manni nægilegt, a.m.k. hef ég ekki séð ástæðu til þess að bæta neinu við. Plássfrekt tómstundagaman Annars á fjölskyldan öll eitt á- hugamál sameiginlegt. bað er að visu nátengt handboltanum og er orðið æði plássfrekt tómstunda- gaman. bar á ég við söfnun allra þeirra verðlaunapeninga, minnispeninga, fána og merkja sem mér hafa áskotnast i gegnum iþróttirnar. Hverrar heimkomu er beðið með mikilli eftirvænt- ingu og ég þarf að byrja á þvi að draga fram úr pússi minu allar gjafir sem ég hef fengið i ferðinni. Ef ég kem sæmilega færandi hendi er ég lika undir eins tekinn i sátt fyrir fjarveruna og sem betur fer haldast yfirleitt i hendur gjafamagnið og timinn sem ferðalagið stendur yfir, þannig að ég slepp yfirleitt vel frá þessu, segir Horvat brosandi. „Allt í öllu" i byrjun iþróttaferilsins — Hvenær hófst þinn iþrótta- ferill? — Eins og flestir aðrir byrjaði ég sem smástrákur að sparka i bolta, synda, hlaupa, kasta og kýla, allt eftir þvi hvernig á manni lá. I Bjelovar, sem er ekki nema tuttugu þúsund manna bær, var hins vegar um litið ann- að aö velja en handbolta þegar fram liðu stundir, framtiðin var hvergi annars staðar. Ég byrjaði siðan að leika með aðalliði Bjelovar 1964 og hef verið þar siöan. betta var vissulega erfitt fyrst, maður þurfti að æfa látlaust til þess að ná sér upp.en siðan tók maður þetta föstum en reglulegum tökum, skammtaði sér ákveðinn tima og lagði á- herslu á það framar öðru að halda þessu innan skynsamlegra tak- marka. — Ertu farinn að hægja á þér? — Nei, en þú spyrð trúlega vegna þess hve litið ég beiti mér sem langskytta nú orðið. bað er þó ekki vegna minnkandi snerpu eða ellimerkja, heldur finnst mönnum aö með landsliöinu nýt- ist ég betur i þvi hlutverki að binda saman spilið og reyna aö mata félaga mina á tækifærum. Mér finnst sjálfum að ég hafi aldrei verið betri heldur en núna og i fyrra; ég nota höfuðið meira en áður við spilamennskuna, og það er ekki minni Iþrótt heldur en að skora mörk. Góð uppskera — Ertu ánægður þegar þú litur til baka, hefurðu fengið þaö sem þú vildir? — Já, ég held að það sé ekki sanngjarnt að biðja um meirá heldur en það sem ég hef fengið út úr handboltanum. Ég hef nú náð þvi marki að vera leikjahæsti landsliðsmaður júgóslava og með þessum fimm mörkum sem ég skoraði i fyrsta leiknum hér núna hef ég einnig náð markaskorara- metinu og hef samtals i 178 lands- leikjum skorað 476 mörk, eða einu fleira en sá næsti á eftir. Ef mað- ur reiknar árangur sinn út I stig- um, mörkum og leikjafjölda hlýt ég að vera ánægður. — En áttu til fleiri mæli- kvarða? — Mér þykir a.m.k. vænna um fleira heldur en mörkin. Mér finnst það mikið traust að hafa haft svo lengi fyrirliðastöðu i júgóslavneska landsliðinu, eða frá þvi 1968. Einnig þykir mér vænt um að hafa verið valinn i öll þau þrjú heimslið, sem leikið hafa i handboltanum og þá ekki siður að hafa verið þar fyrirliði tvö seinni skiptin, fyrst árið 1974 og siðan i byrjun þessa árs, sem nú er að liða. Fyrsti leikur heims- liðsins var hins vegar i Tékkó- slóvakiu árið 1968. Svo var ég kos- inn besti leikmaður siðasta HM- móts og það er mikil viðurkenn- ing. „Þar hófst frægöin" — Er þér einhver sérstakur leikur minnisstæður? — (Löng þögn og mikið hugs- að) Ætli það sé þá ekki leikur frá þvi 1967 i Sviþjóð. bá lékum við gegn pólverjum og ég var þá enn þá hálfgert smástirni. Ég var hálfóánægður með sjálfan mig á þessúm tima, fannst árangurinn litill þrátt fyrir mikið álag og fannst að ég væri að missa kjark- inn. Mér tókst hins vegar vel upp i þessum leik, skoraði 10 mörk og endurheimti traustið. bað má trúlega segja að þarna hafi minn ferill byrjað fyrir alvöru, ég mun a.m.k. lengi minnast þess leiks sem mikils sigurs fyrir sjálfan mig. Ég gleymi heldur aldrei leik við Gummersbach sem félag mitt, Partizan Bjelovar lék árið 1972. bá sigruðum við þetta fræga lið með fimm marka mun og þrettán þúsund áhorfendur gerðu sitt til þess að auka á stemmninguna þótt leikurinn væri háður i býska- landi. — Hvaða þjóð á svo besta landslið heims i dag? — bað er ekki hægt að taka eina út úr. bað kemst varla hnifur á milli fjögurra þjóða að minu á- liti þegar litið er á frammistöðu siðustu ára i heild sinni. bar á ég við Rúmeniu, A-býskaland, Rússland og Júgóslaviu. — En hver er besti leikmaður i heimi? — bað er sama sagan þar, ég get ekki gert upp á milli nokk- urra. Rússar eiga einn þeirra, a- þjóðverjar tvo, rúmenar einn og júgóslavar tvo. — Áttu mikið eftir ennþá i þessari erfiðu iþrótt? — bað vona ég. Ég er a.m.k. á- kveðinn i þvi að leika á fullu fram yfir næstu Olympiuleika og sjá svo til hvað ég geri. begar mér finnst ég fara að dala ætla ég að hætta með landsliðinu, en er á- kveðinn i að leika með félagslið- inu eins lengi og þeir hafa gagn af mér. — Ert þú annar þessara tveggja bestu júgóslava? — „Segiðaekki”. Lítill ávinningur af meiri peningum fyrir handboltann Okkur langar til þess að for- vitnast um álit Horvats á framtið handboltans, peningaflóðinu, sem svo margir segja að renni til þessarar iþróttar og hvað honum finnist um atvinnumennskuna, i þeirri mynd, sem hún hefur þekkst til þessa. — Júgoslavar leggja ekki sér- staklega mikla peninga i hand- boltaiþróttina, segir Horvat. — Ég hef heyrt að þjóðverjar geri það i slauknum mæli en að öðru leyti get ég ekki sagt að ég verði var við f járaustur i handboltann. Ég held enda að það muni ekki gera mikið gagn. Ég er á móti at- vinnumennskunni, mér finnst einhverra hluta vcgna að menn eigi að lita á iþróttir sem auka- starf eða tómstundir. bau lönd sem eru að kaupa leikmenn ann- ars staðar frá eru að minu viti á villigötum, þau eiga að reyna að byggja upp sjálfstætt, smiða úr þeim efniviði sem fyrir hendi er envera ekki að seilasttil annarra landa eftir ungum og efnilegum strákum. bjóðverjum dugar enda þessi stefna skammt. Fyrir 7-8 árum voru þeir algjörir ofjarlar okkar júgóslava. beir byrjuöu þá að Framhald á bls. 18 Það þurfti nærfærni og samningslipurð allrar fjölskyldunnar til þess að sætta sig viö þau ferðalög, sem handboltanum fylgja, segir Horvat, sem hér er I faðmi fjölskyldu sinnar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.