Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 17
Miövikudagur 24. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17
Sigurjón Jóhannsson og sviðsmaður dytta að leikmyndinni.
Sveinn Einarsson, Stefán Baldursson, leikstjóri og Sigurjón Jóhanns-
son, ieikmyndasmiður.
Góða sálin
í Sesúan
Eitt af viðameiri verkum Bertolts
Brecht er jólaleikrit Þjóðleikhússins
Góða sálin i Sesúan heitir jóla-
leikrit Þjóðleikhússins. Höfund-
urinn, Bertold Brecht, nefnir það
dæmileik. Er hér á ferð eitt af
viðameiri leikritum hans og var
það frumsýnt árið 1943 i Zúrich i
Sviss.
Góða sálin i Sesúan hefur ekki
verið sýnd eða flutt áður hér á
landi en af stærri verkum Brechts
hefur þjóðleikhúsið áður sýnt:
Mútter Courage, Púntila og
Matta og Túskildingsóperuna en
það siðastnefnda hefur einnig
verið sett upp i Iðnó og á Akur-
eyri. Ýmsir styttri þættir eftir
Brecht hafa einnig verið sýndir
viða um land og útvarpið flutti
okkur Galilei fyrir nokkrum jól-
um.
Sögusvið Góðu sálarinnar er i
kinversku borginni Sesúan sem
að sögn Brechts hefur orðið fyrir
talsverðum evrópskum áhrifum,
þegar leikurinn gerist. Enda er
andi leiksins sá að hann gæti
gerst i hvaða stórborg sem væri i
heiminum.
Þráður leiksins er sá að þrir
guðir hafa verið gerðir út af
örkinni til að kanna
siðferðisástand jarðarbúa.
Ástæða ferðarinnar eru sifelldar
kvartanir sem borist hafa um að
ekki sé lengur lift á jörðinni
vegna útbr. mannvonsku og
siðleysis. Koma þeir við i Sesúan
og hitta götustúlkuna Sén Te sem
þeim list vel á. Ef hún stenst
prófið eru guðirnir hólpnir og
geta snúið með þær fregnir að
þeir hafi þó alltént fundið eina
góða sál. Meginefni leiksins er
hvernig Sén Te bregst við
grimmd umhverfisins.
Stefán Baldursson leikstjóri
kvað hlutverk Sén Te vera
eitt það erfiðasta i leikbók-
menntunum, m.a. vegna þess að
hún þarf að breyta sér i gervi
tilbúins frænda sins til að fleyta
sér yfir erfiðustu hjallana. Hlut-
verkið er i höndum Margrétar
Guðmundsdóttur. Guöina þrjá
leika þeir Þorsteinn 0. Stephen-
sen, Rúrik Haraldsson og Ævar
Kvaran. Tiu ár eru liðin frá þvi
Þorsteinn birtist siðast á sviði
Þjóðleikhússins og 7-8 ár siðan
hann lék siðast á sviði en það mun
hafa verið i Dúfnaveislu
Laxness. önnur helstu hlutverk
eru i höndum Árna Tryggva-
sonar, Þórhalls Sigurðssonar,
Guðbjargar Þorbjarnardóttur,
Róberts Arnfinnssonar, Brietar
Héðinsdóttur, Kristbjargar
Kjeld, Guðrúnar Stephensen og
Erlings G Gislasonar en alls
koma um 30 manns fram i
leikritinu.
Tónlistin sem flutt er i leik-
ritinu er eftir Paul Dessau en Atli
Heimir Sveinsson hefur útsett
hana. Atli stjórnar lika þriggja
manna hljómsveit sem annast
undirleikinn úr annarri stúkunni.
Sviðsmynd og búningar eru
verk Sigurjóns Jóhannssonar.
Sviðsmyndin er gerð úr kassa-
fjölum og afgangstimbri sem er
nokkuð óvenjulegur efniviður.
Kvaðst Sigurjón hafa reynt að
gefa umhverfinu alþjóðlegan blæ
frekar en sérkinverskan — Þetta
er albióðlegt slömm.
Þorsteinn Þorsteinsson þýddi
texta leikritsins, en bundið mál og
eftirmála þýddi Briet Héðins-
dóttir. Þorsteinn hefur kynnt sér
Brecht mjög náið og hefur áður
þýtt Púntila og Matta,
Túskildingsóperuna, Smá -
borgarabrúðkaup og e.t.v. fleira
eftir hann.
Stefán sagði að Góða sálin væri
eitt af vinsælli verkum Brechts
og hefði verið sýnt viða um heim.
Ástæðan fyrir vinsældum
verksins gæti verið hversu
aðgengilegt það er, i þvi er létt-
leiki og lýrik svo vitnað sé i Stefán
Hér er sýnd leikgerð Berliner
Ensamble og er hún nokkuð stytt.
Upphaflega tók verkið hátt i
fimm tima i sýningu en hér er
það rúmir þrir timar.
Góða sálin i Sesúan verður
frumsýnd annan dag jóla, 2.
sýning verður daginn eftir og sú
þriðja 30. desember. Þann 28.
veröur Allt milli himins og jarðar
sýntvkl. 15 i Kjallaranum en um
kvöldið verður 20. sýning á
Carmen á aðalsviðinu.
\<lá l<
Að vanda reyna eig-
endur kvikmyndahúsa
höfuðstaðarins að gera
vel við áhorfendur sína
um jólin þótt eflaust séu
skiptar skoðanir um
hvort vel tekst til. Að
þessu sinni ber svo við að
amk. fjögur bió ,,þjóf-
starta" með jólamyndir
Chaplin svíkur
engan
Hafnarbió viðheldur þeim
ágæta sið að sýna reykviskum
biógcstum helstu stórvirki
Charles Chapiins með reglulegu
millibili. Mega aðdáendur
Chaplins hugsa með hiýhug tii
hinnar umdeildu sænsk-dönsku
kynlifsmyndar, Táknmál ástar-
innar, en gróðinn af henni gerði
eigendum Hafnarbiós kieift að
endurnýja Chapliniagerinn eftir
að sá gamii varð eidinum að
bráð.
Chaplin gerði Gullæðið árið
1925. I henni dregur hann upp
mynd af þeim ömurlegu kjörum
sem ameriskir ævintýra- og
gullleitarmenn bjuggu við. Fer
þar litið fyrir hetjuskapnum
sem aðrir heimildarmenn um
sömu atburði hafa einblint á.
Það er þó langt i frá að hér sé
um að ræða eitthvert svarta-
gallsraus sem hrekur menn út
fyrir hlé. Sá var einmitt galdur
Chaplins að hann gat lýst
átakanlegum atburðum á raun-
sæjan hátt um leið og menn
veltust um af hlátri eða voru
gráti næst af innlifun i
hörmungar söguhetjunnar.
En semsagt: það ætti að vera
óhætt að mæla með þvi að menn
bregði sér i Hafnarbió um
hátiðarnar.
Mannát og
eignaréttur
Fimm manns étnir I Laugar-
ásbiói'. Þessi fyrirsögn æpti
framan i lesendur Dagblaðsins
einn daginn i siðustu viku og
hefur eflaust mörgum orðið bilt
við. Mönnum létti þó þegar
niður i fréttina kom þvi þá kom i
ljós að hún fjallaði um frum
sýningu bandarisku kvik-
myndarinnar Jaws eða Ókindin
eins og hún heitir á islensku en
sú er einmitt jólamynd Laugar-
ásbiós.
Jaws er gerð eftir sögu Peters
nokkurs Benchleys en hún var
gefin út hér á landi i islenskri
þýðingu Hersteins Pálssonar
um siðustu jól. Bókin náði fljótt
feiknaútbreiðslu og sat lengi i
efstu sætum bókasölulista vest-
anhafs. Og þá er ekki að sökum
að spyrja^ kvikmyndaiðnaður-
inn rann á bragðiö.
t stuttu máli sagt fjallar Jaws
um risahákarl sem tekur upp á
þeim óskunda að éta bað-
strandargesti i smábæ einum i
Bandarikjunum. Af þvi spinnast
deilur um það hvort loka eigi
baðströndinni eða ekki, sjoppu-
eigendur og aðrir þeir sem gert
hafa sér túrismann að féþúfu
mega ekki heyra á það minnst
en allur almenningur fyllist
hryllingi. Þess má geta að Fidel
Castro, hinn kúbanski hrósaði
þessari bók mjög i eyru banda-
riskra blaðamanna sem sóttu
hann heim. Þótti honum hún af-
hjúpa vandamál þau sem
spretta af einkaeignarréttinum
einkar vel.
Mynd þessi hefur hlotið mesta
aðsókn allra mynda sem sýndar
hafa verið i Bandarikjunum á
þessu ári og hefur hún fyrir
löngu skilað framleiðendum öll-
um kostnaði til baka og vel það.
Leikstjóri er Steven Spielberg
en með aðalhlutverk fara Roy
Scheider. Robert Shaw og
Richard Dreyfuss.
sinar og hef ja sýningar á
þeim nokkrum dögum
fyrir jól en ekki á 2. í jól-
um eins og virtist vera
lögbundiö til skamms
tíma.
Hér veröur ékki lagður
dómur á hvort uppskeran
er mikil éða lítil að vöxt-
Líf °g fj°r'
lagadeild
Jólamynd Nýja biós að þessu
sinni heitir á frummálinu, ame-
risku, The Paper Chase, en
islenskur þýðandi hcnnar hefur
nefnt hana Skólalif i Harvard.
Utan á prógrammi er myndinni
likt við „saknaðarmyndir” á
borð við Garduatc og Last
Picture Show.
Samkvæmt sömu heimild
fjallar myndin um daglega önn
laganema við Harvard háskóla i
Bandarikjunum. Fléttast þar
inn i kröfuharöur prófessor sem
alla ætlar að drepa með yfir-
gangi og miklum yfirheyrslum.
En hann á lika dóttur sem sögu-
hetjan, Hart, fellur fyrir. Lýsir
myndin baráttu Harts og félaga
hans við prófkröfur skólans,
áðurnefndan prófessor og svo
auðvitað eigin brokkgengni.
Leikstjóri þessarar myndar .
er James Bridges en með aðal-
hlutverk fara Timothy Bottoms,
Lindsay Wagner og John
Houseman.
Bronson
enn á ferð
Stone Killer er hið ókristilega
nafn jólamyndar Stjörnubiós og
hefur þýðandi ekki lagt i að
snara þvi. Virðist hér vera á
ferð glæpamynd um harðsoðna
bandariska skúrka sem lög-
reglumaðurinn Lou Torrey
glimir við.
Torrey þessi er leikinn af
Charles Bronson sem sagður er
tekjuhæsti leikari heims um
þessar mundir enda þekkja
reykviskir biógestir rúnum rist
andlit hans úr fleiri myndum en
tölu verður á komið. Oftast hef-
ur hann leikið annað hvort
skúrk eða hetju sem kemur
skúrknum undir lás og slá.
Að þessu sinni hendir hann
það atvinnuslys aðskjóta 17 ára
um um þessi jóbtilþess
vantar þá frumforsendu
að undirritaður hafi séð
myndirnar. Sú forsenda
er þó til staðar hvað eina
mynd áhrærir og henni er
hiklaust hægt að gefa
bestu meðmæli: Gullæði
Chaplins í Hafnarbiói.
ÞH
ungling til bana og hrekst fyrir
bragðið frá New York til Los
Angeles. Þar þefar hann uppi
gamian kunningja frá New
York sem á yfir höfði sér morð-
ákæru þar eystra. Er maðurinn
framseldur og Torrey látinn
fylgja honum rétta boðleið.
Morðinginn reynir að fá Torrey
til að sleppa sér i staðinn fyrir
upplýsingar um glæp sem á að
fara að drýgja. Ekkert verður
þó úr viðskiptunum en Torrey
flækist samt inn i málið sem
morðinginn hafði ýjað að og veit
ekki fyrr en hann er kominn i
hörkuslag við Mafiuna...
Blues og heróín
Háskólabió sýnir um þessi jól
bandariska mynd sem er ailrar
athygli verð. Nefnist hún á
frummálinu Lady Sings the
Blucs og fjailar um feril Billie
Holiday sem er ein þekktasta
bluessöngkona sem Bandarikin
hafa átt.
Billie var blökkustúlka sem
ólst upp i Harlem. Móðir hennar
útvegaði henni starf við
ræstingar i hóruhúsi einu i
hverfinu en fyrr en varði fékk
hún önnur hlutverk i þvi húsi.
Ekki var hún þó lengi þar þvi
hún hafði áhuga á söng og fékk
tækifæri til að spreyta sig i
kjallaraholu við sömu götu og
hórukassinn.
Hún verður fræg á svipstundu
og kemst að sem söngkona hjá
þekktri hljómsveit. Fer hún i
hljómleikaferð með hljómsveit-
inni þar sem skiptust á skin og
skúrir. t þeirri ferð glepst Billie
á að reyna að vinna bug á þreyt-
unni og taugastrekkingnum
með heróini. Kemst hún fljótt
upp á bragðið og fer þá frægðar-
sól hennar að siga. Eftir það
skiptast á stórir sigrar og eymd
heróinistans. Sá siðarnefndi
hefur siðasta orðið og Billie
Holiday deyr af of stórum
skammti aðeins 44 ára gömul.
Leikstjóri þessara myndar er
Sidney J. Furie en Billie Holli-
day er leikin af bandarisku
söngkonunni Diana Ross sem
gerði garðinn frægan með aðild
sinni að blökkustúlknatrióinu
Supremes.
Danskur
Mafiufarsi
Tónabió liyggst skemmta
gestum sinum um þessi jól og
eitthvað frameftir næsta ári
með dönskum farsa sem nefnist
Mafian — það er lika ég. Aðal-
hlutverkið leikur sá frægi
danski grinisti Pirch Passer.
Mynd þessi mun vera fram-
hald af annarri sem Tónabió
sýndi ekki alls fyrir löngu.
Mafian og ég, einnig með Pass
er. Fjallar hún um frekari ævin-
týri bragðarefsins Viktors
..Viffers” Hansens sem i upp-
hafi myndar nýtur álits æðstu
manna itölsku Mafiunnar og
þa&.svo að sjálfur „guðfaðirinn”
ætlar að gifta hann dóttur sinni.
Viktor lýst hins vegar ekkert
á konuefnið, ma. fær hann
gæsahúð þegar hún þenur radd-
böndin. Hann hyggst þvi gera
gott „kúpp”, laumast frá borði
með væna fjárfúlgu. En þá
rekur hann sig á að Mafian
sleppir ekki svo glatt þeim sem
hún hefur einu sinni náð tangar-
haldi á...