Þjóðviljinn - 24.12.1975, Síða 20

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Síða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. desember 1975. ■ ; HHHHnÍ . . . ■ ....... ■ ' ,.;... ■ ;• ■ ...- V ... W3<& '-' -:■ - - ■■'>, >•• v "'i- Guðsorð og mikil músík Rikisútvarpift bregst ekki hlustenduni og sjáendum sinum um þessi jól hvað snertir guðs- orðið. Ekki færri en sex prestar konia við sögu, þá.m. sjálfur biskupinn sem menn geta bæði heyrt i hljóðvarpi og séð i sjón- varpi að kvöldi aðfangadags kl. 22.20. Annað sem að vanda ein- kennir dagskrá hljóðvarps er hve sigild tónlist, einkum þó kirkjutónlist, er mikil að vöxt- um. Á aðfangadagskvöld geta menn hlýtt á slika tónlist i hálfa þriðju klukkustund, ber þar hæst jólatónleika Sinfóniu- hljómsveitarinnar að loknum aftansöng en hún flytur verk eftir Mozart, Haydn og tvo menn af Bach ættinni. Á jóladag stöldrum við fyrst við dagskrárlið i hljóðvarpi kl. 15 sem nefnist Frá sjöunda himni að ránarrönd. Verður þá endurflutt dagskrá sem Björn Th. Björnsson tók saman á aldarafmæli Einars Benedikts- sonar skálds árið 1964. Klukkan 19.20 um kvöldið minnist Hjörtur Pálsson annars skálds, H.C. Andersen, en 100 ára ártið hans var i sumar. Dagskránni lýkur svo á jóladag með flutn- ingi þátta úr Messiasi eftir Handel. Dagskrá sjónvarps á jóladag hefst kl. 17 á endurflutningi myndar þeirrar sem sjónvarpið gerði til minningar um Hall- grim Pétursson. Sálin i útlegð heitir hún. Að henni lokinni er jólaskemmtun fyrir börnin i sjónvarpssal. Eftir kvöldfréttir birtist svo viðamesta framlag sjónvarps- manna til jóladagskrárinnar að þessu sinni. Þá verður sýnd rúmlega klukkustundarlöng kvikmynd sem þeir gerðu i Gimli i Manitoba á sl. sumri þar sem vestur-islendingar héldu upp á 100 ára landnám þar um slóðir. Kl. 21.50 er svo á dagskrá 1. þáttur leikritsins Benóni og Rósa eftir norska skáldið Knut Hamsun en alls verða þættirnir sex. Klukkan 13.15 á annan dag jóla verður fyrri hluti jólaleik- rits hljóðvarpsins á dagskrá. Að þessu sinni verður ráðist i flutn- ing á verki Henriks Ibsen, Pétri Gaut i þyðingu Einars Bene- diktssonar, og er óþarft að kynna það nánar. Leikstjóri er Helgi Skúlason en með helstu hlutverk fara Gunnar Eyjólfs- son, Guðrún Stephensen, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Kristbjörg Kjeld. Seinni hlutinn er á dag- skrá kl. 13.25 sunnudaginn 28. desember. Dagskrá sjónvarps hefst þennan dag kl. 20 með fréttum en að þeim loknum verða fluttir dansar úr Coppeliu sem mynd- aðir voru á sviði Þjóðleikhúss- ins i haust. Koma þar fram Helgi Tómasson og Auður Bjarnadóttir. Að þvi loknu, eða kl. 20.40, verður sýnd heimildar- kvikmynd sem sjónvarpið lét gera um sjávarþorp. Varð Ólafsvik fyrir valinu, en ætlun sjónvarpsmanna er að bregða upp svipmynd af dæmigerðu is- lensku sjávarþorpi. Umsjón með gerð myndarinnar hafði Sigurður Sverrir Pálsson. útvarp Miðvikudagur 24. desember Aðfangadagur jóla 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tiikynningar. Tónleikar. 13.10 Sólskrikjan okkar Asgeir Guðmundsson iðnskóla- kennari flytur stutt erindi. 13.20 Jólakveðjur til sjómanna ■ á hafi úti Margrét Guð- mundsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir lesa kveðjurnar. 15.25 „Gleðileg jól”, kantata eftir Karl O. RunóIfssonRut L. Magnússon, Liljukórinn og Sinfóniuhljómsveit Is- lands flytja undir stjórn Þorkels Sigurbjörnssonar. 15.45 ,,Ást á jólanótt”, smá- saga eftir Eirik Sigurðsson Sigmundur Orn Arngrims- son leikari les. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir Jólakveðj- ur til islenzkra barna 17.15 (Hlé). 18.00 Aftansöngur i Dómkirkj- unni Prestur: Séra Þórir Stephensen. Organleikari: Ragnar Björnsson. 19.00 Jólatónleikar Sinfóniu- hljómsveitar islands i út- varpssal 20.00 Organleikur og einsöng- ur i Dómkirkjunni Sólveig Björling og Erlingur Vig- fússon syngja við orgel- undirleik Ragnars Björns- sonar. Dr. Páll ísólfsson leikur orgelverk eftir Bach, Pachelbel og Buxtehude. (Af hljómböndum útvarps- ins frá fyrri árum). 20.30 Jólahugleiðing Séra Gunnar Arnason flytur. 20.45 Orgelleikur og einsöngur I Dómkirkjunni— framhald 21.05 ,,Þau brostu i nálægð, min bernskujól” Helga Þ. Stephensen og Þorsteinn ö. Stephensen lesa jólaljóð og kvennakvartett leikur jóla- lög. 21.35 Þættir úr jólaóratorlu eftir Johann Sebastian Bach Gundula Janowitz, Christa Ludwig, Fritz Wunderlich og Franz Crass syngja með Bach-kórnum og hljóm- sveitinni i Munchen, Karl Richter stjórnar. 22.15 Veðurfregnir 22.20 Jólaguðsþjónusta i sjón- varpssal Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einars- son, predikar og þjónar fyr- ir altari. Kór Menntaskól- ans við Hamrahlið syngur undir stjórTr Þorgerðar Ingólfsdóttur. Organ- leikari: Hörður Áskelsson. Guðsþjónustan er flutt sam- timis i sjónvarpi og útvarpi. —■ Dagskrárlok um kl. 23.10. Fimmtudagur 25. desember Jóladagur 10.40 Klukknahringing. Litla lúðrasveitin leikur jóla- sálma. 11.00 Messa i Hallgrimskirkju Prestur: Séra Ragnar Fjal- ar Lárusson. Organleikari: Páll Halldórsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tónleikar. 13.00 Jól I SviþjóðKristinn Jó- hannsson lektor i Gautaborg tekur saman þátt, sem fjall- ar m.a. um sænska jólasiði fyrr og nú. Einnig verða leikin nokkur lög og rætt við Brittu Gislason. 14.10 Miðdegistónleikar: Frá tónleikum i Háteigskirkju sunnudaginn 7. þ.m. 15.00 ,,Frá sjöunda himni að ránarrönd” Dagskrá á aldarafmæli Einars Bene- diktssonar skálds. Umsjón: Björn Th. Björnsson (Áður útv. 1964) 16.15 Veðurfregnir. Við jóla- tréð: Barnatími I útvarps- sal Stjórnandi: Sigrún Björnsdóttir. Hljómsveitar- stjóri: Magnús Pétursson, sem einnig stjórnar telpna- kór Melaskólans. Séra Arni Pálsson ávarpar börnin. Kristin Ölafsdóttir les sögu eftir Guðrúnu Helgadóttur og Erlingur Gislason les sögu eftir Odd Björnsson. Jólasveinninn Kjötkrókur kemur i heimsókn. Enn- fremur verður gengið kringum jólatréð og sungin jóla- og barnalög. 17.45 Miðaftanstónleikar a. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.20 Sonur skósmiðsins og þvottakonunnar i Óðinsvé- um Hjörtur Pálsson raöar saman nokkrum myndum frá bernskuslóðum H. C. Andersens á Fjóni i tilefni af hundruöustu ártið hans 4. ágúst siðastliðinn. Lesarar með honum: Broddi Jó- hannesson og Valgerður Dan. Tónlistin i dagskránni er eftir Carl Nielsen. 20.20 Samleikur I útvarpssal Blásarasveit Sigurðar Inga Snorrasonar leikur lög eftir Beethoven og Mozart 21.00 Spjallað um gömui jól og fleiraJónas Jónasson ræðir við Guðmund H. Guð- mundsson fyrrverandi sjó- mann og Gunnar Vagnsson framkvæmdastjóra. 21.40 Jólalög frá ýmsum lönd- um Kammerkórinn syngur undir stjórn Rutar L. Magnússon. Andrés Björns- son kynnir. 22.15 Veðurfregnir. „Nóttin helga”, jólasaga eftir Selmu Lagerlöf i þýðingu Sigriðar Einars frá Munaðarnesi. Sigriður Þorvaldsdóttir leikkona les. 22.35 Þættir úr óratoriunni „Messias” eftir Georg Friedrich Handel Flytj- endur: Joan Sutherland, Grace Bumbry, Kenneth McKeller og David Ward ásamt kór og Sinfóniu- hljómsveit Lundúna. Sir Adrian Boult stjórnar. 00.15 Dagskrárlok. Föstudagur 26. desember Annar dagur jóla. 9.00 Fréttir. 11.00 Messa i Laugarnes- kirkju. Prestur: Séra Garð- ar Svavarsson. Organleik- ari: Gústaf Jóhannesson. 13.15 Jólaleikrit útvarpsins: „Pétur Gautur”, leikrit i ljóðum eftir Henrik Ibsen. Fyrri hluti. — Þýðandi: Einar Benediktsson. Leik- stjóri Helgi Skúlason. Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor flytur inngangs- orð. Persónur og leikendur: ■ Pétur Gautur: Gunnar Eyjólfsson, Asa, móðir hans: Guðrún Stephensen, Sólveig: Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Dofrinn: Jón Sigurbjörnsson, Sú græn- klædda: Kristbjörg Kjeld, Brúðguminn: Þórhallur Sigurðsson, Áslákur, smið- ur: Sigurður Karlsson, Aðr- ir leikendur: Valdimar Helgason, Þóra Borg, Margrét Guðmundsdóttir, Pétur Einarsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jón Aðils, Klemenz Jónsson, Guðmundur Pálsson, Hrafnhildur Guðmundsdótt- ir, Nina Sveinsdóttir, Harald G. Haralds, Sigurð- ur Skúlason, Hrönn Steingrímsdóttir, Halla Guðmundsdóttir og Rand- ver Þorláksson Sögumaður: Helga B ach- mann. 15.00 Óperukynning: „Ido- meneo” eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytjend- ur: Nicolai Gedda, Anne- sjónvarp Miövikudagur 24. desember aðfangadagur 14.00 Fréttir og veður 14.15 Björninn Jógi.Bandarisk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 14.40 Kaplaskjól Breskur myndaíiokkur byggður á sögurh eftir Monicu Dickens. Verðlaunin. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 15.05 Tumi þumalL Tékknesk teiknimynd. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 15.50 Jólasaga. Bresk teikni- mynd gerð eftir sögu Charies Dickens: A Christmas Carol. Þýðandi Jón Skaptason. 16.35 Hlé 22.20 Jólaguðsþjónusta I s j ón v a r p s s a 1. Biskup tslands, herra Sigurbjöm Einarsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Menntaskólans i' Hamrahlið syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Organleikari Hörður Askelsson. Guðsþjónustan er flutt samtimis i sjónvarpi og hljóðvarpi. 23.10 Tónleikar. Erling Blöndal Bengtsson og Arni Kristjánsson leika saman á selló og pianó. 23.30 Dagskrárlok Fimmtudagur 25. desember jóladagur 17.00 „Sálin I útlegð er....” Sjónvarpið lét gera þessa mynd sumarið 1974 um séra Hallgrim Pétursson. Leiðsögumaður visar hópi ferðafólks um helstu sögu- slóðir skáldsins, svo sem Suðurnes og Hvalfjarðar- strönd, og rekur æviferil hans eftir tiltækum heimild- um, en inn á milli er fléttað leiknum atriðum úr lifi hans. Höfundur myndarinn- ar eru Jökull Jakobsson og Sigurður Sverrir Pálsson. Kvikmyndun Sigurliði Guð- mundsson. Hljóð Jón A. Arason.. Kvikmyndin var frumsýnd 27. október 1974. 18.15 Stundin okkar. Jóla- skemmtun i sjónvarpssal með leikurunum Þorsteini O. Stephensen, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Sólveigu Hauksdóttur og Sigurði Karlssyni. Einnig koma fram börn úr Barna- músikskólanum i Reykjavik og hljóðfæraleikararnir Arni Elfar, Árni Scheving og Reynir Sigurðsson. Umsjónarmenn Hermann Ragnar Stefánsson og Sigriður Margrét Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.15 tslendingadagurinn Kvikmynd, sem sjónvarps- menn tóku sl. sumar á Gimli i Manitobafylki i Kanda, er þar fór fram árleg hátiö Vestur-íslendinga, en dagskráin var að þessu sinni mun viðhafnarmeiri en almennt gerist, þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá upphafi land- náms tslendinga á strönd Winnipeg-vatns. Kvik- myndun örn Harðarson. Hljóðupptaka og tónsetning Oddur Gústafsson. Klipping Erlendur Sveinsson. Stjórn og texti Ólafur Ragnarsson. 21.20 Lofsöngur Ballett eftir Barry Moréland um atburði Ur lifi og starfi Krists. Tónlist Peter Maxwell Davies. Dansarar William Louther og dansflokkur úr „London Contemporary Dance Theatre”. 21.50 Benóní og Rósa. Leikrit i sex þáttum, byggt á skáld- sögum eftir Knut Hamsun. 1. þáttur. A undan þessum fyrsta þætti verður flutt sér- stök dagskrá, sem norska sjónvarpið hefur gert til kynningar á Hamsun og verkum hans. Aðalleikend- ur I myndaflokknum eru Knut Husebö, Ingolf Rogde og Unni Evjen. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision —- Norska sjón- varpið) Annar jóladagur 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Dansar úr Coppellu Helgi Tómasson og Auður Bjarnadóttir dansa. Tónlist- in er eftir Delibes. Upptakan var gerð á sviði Þjóðleikhússins sl. haust. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 20.40 Sjávarþorp Fyrir tveim ur árum ákvað Sjónvarpið að láta gera heimildarmynd um sjávarpláss, sem gæti talist samnefnari hinna mörgu fiskiþorpa á strönd- inni, þar sem afkoma fólks og örlög eru bundin sjónum. Ólafsvik varð fyrir valinu og umsjón með gerð myndarinnar hafði Sigurður Sverrir Pálsson. Kvik- myndataka Þórarinn Guðnason. Hljóð Marinó Ólafsson. Klipping Erlendur Sveinsson. 21.10 Dansleikur i sjónvarps- sal. Hljómsveit Ingimars Eydals leikur fyrir dansi. Söngvarar með hljómsveit- inni eru Grimur Sigurðsson, Helena Eyjólfsdóttir og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.45 Sagan af Jakobi og Jósef Ný, bandarisk biómynd. tekin á söguslóðum Gamla- testamentisins. Leikstjóri er Michael Cacoyannis, en aðalhlutverk leika Keith Mitchell, Tony Lo Bianco, Colleen Dewhust og Herschel Barnardi. Tónlist Mikos Theodorakis. Myndin hefst, er Jakob nær frum- burðarréttinum frá Esaú bróður sinum og segir sögu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.