Þjóðviljinn - 21.01.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. janúar 1976.
byggðalinunni. fœst ódýrasta orkan.
Svo virðist vera, þrátt
fyrir náttúruhamfarirnar
umhverfis Kröflu, að hald-
iðséáfram með virkjunar-
framkvæmdir þar svo sem
ekkert hafi i skorist. Ekki
verður hjá þvi komist á
landi sem islandi að taka
oft nokkra áhættu, þegar
náttúruöflin eru annars-
vegar. Hinsvegar virðist i
þessu tilviki vera unnið
meíra af kappi en forsjá.
Við okkur blasa eftirfar-
andi staðreyndir:
orku og er þvi væntanlega hag-
kvæmast að gefa þessari fram-
kvæmd algjöran forgang varð-
andi fjármagn og vinnuafl, og
væri ekki vafasamt að vera með
tvær svo miklar framkvæmdir
samtimis fyrir norðan?
®Með hitaveitu á
Akureyri mun losna veru-
legt rafafl, um 8 mega-
wött, og mundi þetta gera
Með því að bygging
Járnblendiverk-
smiðjunnar tefst
verður nœg orka i
bili til þess að miðla
frá Sigöldu
Laxárvirkjun mun öruggari en
ella gagnvart rekstrartruflunum
á byggðalinu, en byggðalinan
mundi hinsvegar veita mikla
tryggingu gegn rekstrartruflun-
um i Laxárvirkjun.
Nokkur óvissa er enn
bundin við það að Kröflu-
®virkjun taki til starfa
þegar á þessu ári, jafnvel
þótt náttúruhamfarir
trufli ekki framkvæmdir. Hér hef
ég i huga, að enn hefur ekki verið
séð með djúpborunum, nema
fyrir broti af þvi magni af gufu,
sem nauðsynlegt verður Gufuafl
er vafalaust nóg þarna, en ávallt
er allmikil óvissa um árangur
borana einstakra hola. Með
heppni getur árangur náðst
skjótt, en það getur lika dregist i
langinn.
I stað þess að hraða
óvissuframkvœmdum
við Kröflu mœtti
með litlum aukam
kostnaði hraða
Hitaveituframkvœmd-
ir fyrir Akureyri
verða að hafa
algjöran forgang,
þvi að á Laugalandi
®Vart verður hjá þvi
komist að framkvæmd
sem byggingu raforku-
vers við Kröflu verði tölu-
vert dýrari en ella þyrfti að vera,
með svo miklum framkvæmda-
hraða sem nú er stefnt að. Þetta
gildir enn frekar um framkvæmd,
þar sem takmörkuð reynsla er
fyrir hendi varðandi veigamikla
þætti, eins og hér er um að ræða.
Þegar allt þetta er skoðað i ljósi
þess, að verðmæti fyrir þúsundir
miljóna geta vegna náttúruham-
fara verið bundin i óarðbærri
framkvæmd um lengri eða
skemmri tima, jafnvel tapast að
allverulegu leyti, knýr það okkur
ekki til að endurskoða frá grunni
áætlun þessara framkvæmda og
meta samtimis aðra valkosti.
Ég tel að sterk rök hnigi að þvi
að rétt sé að slá virkjun Kröflu á
frest þar til náttúruhamfarirnar
eru yfirstaðnar, en þess i stað
verði fé, framkvæmdageta og
djúpborar notað til að koma hita-
veitu i öll hús á Akureyri og til að
ljúka byggðalinu á áætluðum
tima. Bygging orkuvers við
Kröflu má ekki verða kappsmál
vegna þess eins að verk þetta er
þegar hafið, heldur verður að
endurskoða vandlega stöðuna i
ljósi breyttra viðhorfa. Margir
biða þess vafalitið að Kröflunefnd
eða aðrir ábyrgir aðilar geri
grein fyrir máli þessu. Ég tel að
spurningar, sem eðlilega vakna i
sambandi við mál þetta, séu svo
áleitnar, að almenningur eigi
heimtingu á þvi að gerð sé opin-
ber grein fyrir málinu.
Sigölduvirkjun er á
©lokastigi og þar verður
gnægð raforku aflögu svo
lengi sem fyrirhuguð
málmblendiverksmiðja hefur
ekki hafiö rekstur. Akureyri, og
þar með veitusvæði Laxárvirkj-
unar, mun tengjast Landsvirkjun
á þessu ári um byggðalinuna og
ekki þarf að styrkja þessa linu
míkið til aö hún geti strax frá
upphafi flutt næga orku norður.
Vegna þess að framkvæmdum við
Grundartanga hefur verið slegið
á frest, virðist brýnt að reyna að
tryggja sölu á þessari raforku.
Með hinum óvænta
©■árangri af borun eftir
heitu vatni vegna hita-
veitu fyrir Akureyri nú
nýlega má segja að grundvöllur
fyrir þetU arðvænlega fyrirtæki
sé tryggður. Nú er virkjað afl til
húshitunar á Akureyri i jarð-
varma mun ódýrara en með raf-
Blaðamannafélagið um Dagblaðsmálið:
Atvinnuöryggi stefnt í hœttu vegna
baráttu um fjármagn og aðstöðu
Ályktun almenns félags-
fundar i Blaðamanna-
félagi íslands í fyrrakvöld
vegna Dagblaðsmálsins:
„Almennur fundur í
Blaðamannafélagi
íslands, haldinn 19. janúar
1976, lýsir yfir áhyggjum
sinum yfir þeirri þróun í
blaðaútgáf u hér á landi, er
atvinnuöryggi blaðamanna
er stef nt í hættu vegna bar-
áttu um fjármagn og að-
stöðu.
Fundurinn harmar, að
samkomulag það, er tekist
hefur með útgáfufélagi
Vísis, Reykjaprenti hf. og
útgáfufélagi Alþýðublaðs-
ins skuli hafa leitt til þess,
að útgáfu Dagblaðsins er
stefnt í tvísýnu.
Blaðamannafélag
íslands telur ákvörðun
meirihluta stjórnar Blaða-
prents um að hætta setn-
ingu og prentun Dagblaðs-
ins með stuttum fyrirvara
harðneskjulega og and-
stæða starfshefðum
islenskrar blaðamennsku.
Fundurinn skorar á
stjórn Blaðaprents að
endurskoða þessa afstöðu
Blaðamannafélag
(slands minnir útgefendur
á, með tilliti til hinnar
auknu samkeppni á blaða-
markaðinum, að þeir hafa
í sinum höndum stór fyrir-
tæki með fjölda starfs-
manna.
Fundurinn leggur
áherslu á, að atvinnu-
öryggi þessara starfs-
manna sé tryggt, og heitir
þeim fulltingi sínu til að
svo megi verða.
í samræmi við það lýsir
fundurinn yfir fullum
stuðningi við þá 18 félags-
menn, sem við Dagblaðið
starfa og heitir þeim öllu
því liðsinni, sem félagið
getur veitt til að tryggja
megi atvinnuöryggi
þeirra."
Peningar,
peningar
Allt lifið er bundið peningum.
Hvernig var Jjað hjá Jesú
Kristi? Tók hann nokkurn tima
peninga fyrir að lækna menn,
fræða og styrkja? Hvað gera
prestarnir núna? Þeir sem segj-
ast vera kristnir? Þeir taka
peninga fyrir að blessa yfir
börnum og leiða þau á guðs
vegu. Allt eru það peningar,
peningar.
I verkum þeirra er ekki hægt
að sjá að þeir trúi neitt á gjaf-
mildi föðurins. Sagði hann þó,
frelsarinn: Biðjið og yður mun
gefast. Knýið á og þá mun upp
lokið verða. Þetta get ég fylli-
lega sannaö að er rétt. Þetta
lesa prestarnir yfir okkur á
hverjum sunnudegi. Nei, það er
aðeins peningar, peningahug-
sjónin sem situr i fyrirrúmi.
Enda lika eru margir prestar
efnaðir. Eiga mikið fé i' bönkum.
Hvað hefði kristur sagt við slika
menn? Áreiðanlega að þetta
væri ekki rétt liferni. Það eru
ekki peningar sem gera menn
sæla. Það er frekar andlega
sambandið við guð sem gerir
mann sælan. Ég get sannað það
af reynslunni.
—Tryggur.
Verum bæði í
NATO og
Varsjárbanda-
laginu
Ég vil setja fram þá hug-
mynd að við islendingar göng-
um i Varsjárbandalagið og
verðum bæði i NATO og Var-
sjárbandalaginu, með þvi móti
einu getum við gulltryggt fiski-
mið okkar og öryggi. Það hefur
nefnilega komið fram i þvi
þorskastriði sem við nú i 3. sinn
á 17 árum eigum i við breta að
okkur er engin vörn i þvi að vera
i NATO, nema sú að þar með
erum við gulltryggðir ef Var-
sjárbandalagsriki ræðst á okk-
ur, þá verðum við varðir i blóð
og merg, eða svo segir NATO að
minnsta kosti.
Aftur á móti er hverjum hinna
14samherja okkar i NATO gefið
frjálst val um það að drepa okk-
ur ef þeim sýnist svo. Og meðal
þessara 14 aðildarrikja, eru
bretar, eina þjóðin sem á okkur
hefur ráðist siðari aldirnar, eða
allt frá dögum Jörundar hunda-
dagakonungs og ekki bara einu
sinni, heldur fjórum sinnum og
þjóðverjar, sem sett hafa af
stað tvær siðustu heimsstyrj-
aldir, mestu ribbaldar siÖari
tima. Okkur er þvi engin trygg-
ing i þvi að vera i NATO einu
hernaðarbandalaga.
En með þvi að ganga lika i
Varsjárbandalagið þá tryggjum
við okkur fyrir innrás Varsjár-
bandalagsrikja. Betri tryggingu
getum við ekki fengið. Og hugs-
ið ykkur, sá styrkur sem okkur
er að þvi að vera i NATO eins og
Geir augnastrangi, segir myndi
þar með tvöfaldast, það væri
sko ekki litill styrkur fyrir okk-
ur að geta lika fengið mál okkar
rædd innan Varsjárbandalags-
ins og ég dreg ekki i efa að þar
yrði málið einnig litið alvarleg-
um augum eins og hjá NATO og
þegar eitt mál hefur verið litið
tvöfalt alvarlegri augum en
fyrr, ja, hvaða mál stenst slikt
augnatillit, mig grunar að það
þurfi meira mál en þorskastrið-
ið til þess.
Ráðamenn þjóðarinnar, takið
þetta til ALVARLEGRAR at-
hugunar og litið á þessa hug-
mynd með alvarlegum augum.
Ilúsmóöir i austurbænum.