Þjóðviljinn - 21.01.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.01.1976, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓDVILJINN DMVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA,- VERKALÝÐSEININGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjöðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ilitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. SAMNINGAR YÆRU SIGUR BRETA - ÓSIGUR ÍSLENDINGA Rikisstjórn tslands er nú ber að ein- hverjum þeim óheiðarlegustu vinnu- brögðum sem um getur i sögu islensks stjórnarfars. 1 fyrsta lagi hefur forsætisráðherra, samkvæmt frétt i Morgunblaðinu i gær, sem er höfð eftir utanrikisráðherra breta, samþykkt að fella úr gildi útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 200 sjómilur gagnvart bretum og þar með að fella úr gildi islensk lög. Þetta hefur forsætisráðherrann gert með þvi að lýsa yfir að breski fiskveiði- flotinn fái óáreittur að stunda ránsskap sinn um hrið. í annan stað kemur það fram i fréttum gærdagsins — sem Jósep Luns viður- kenndi raunar sjálfur með'an hann var hér — að rikisstjórnin hefur falið aðalritaran- um samningsumboð i landhelgismálinu. Þar með er landhelgismálið komið i hend- ur Atlantshafsbandalagsins, i tröllahend- ur, eins og 1960—1961. í þriðja lagi bendir flest til þess að for- sætisráðherrann og rikisstjórnin öll hafi tekið ákvörðun um stjórnmálaslit við breta til þess eins að slá ryki i augu þjóðarinnar með stjórnmálaslitunum. í fjórða lagi kemur fram af fréttum sið- ustu daga að rikisstjórnin virðist öll reiðu- búin til þess að verðlauna breta fyrir of- beldisverkin með þvi að semja við þá um veiðar innan landhelginnar, jafnvel á tug- um þúsunda tonna fisks, sem þegar er of- veiddur og fiskistofnarnir þvi i stórfelldri hættu. Þessi tiðindi sem loks birtust lands- mönnum i gær eftir pukur nokkurra sólar- hringa eru til marks um undirlægjuhátt stjórnarinnar andspænis útlendingum. Strax og NATO-ritarinn kom hér, bliknuðu ráðamenn eins og druslur. Þeir þorðu ekki strax að játa aumingjaskap sinn fyrir þjóðinni vegna óánægju hennar með frammistöðu rikisstjórnarinnar. Þess vegna hafa þeir borið kápuna á báðum öxlum siðustu dagana; annars vegar hefur forsætisráðherrann atyrt þjóðina fyrir afstöðu hennar. Hins vegar hefur hann staðið að samþykkt um stjórnmálaslit við breta, sem hann vissi sjálfur fyrirfram að væru aðeins sýndarmennska. Geir Hallgrimsson er einhver óheiðar- legasti og óheilasti stjórnmálamaður sem setið hefur i ráðherrastól á íslandi og er þá langt til jafnað. En hann stendur með dyggum stuðningi samráðherra sinna úr Framsóknarflokknum jafnt og Sjálf- stæðisflokknum. Það er vitað að öll þjóðin er i fyllstu and- stöðu við undansláttarstefnu rikisstjórn- arinnar andspænis bretum og Nató. Þjóð- in vill ekki semja við breta eftir ofbeldis- verk þeirra hér. Þjóðin er reiðubúin til þess að verja landhelgina að fullu, aðeins ef hún fær að stunda hér löggæslu i friði fyrir fallbyssukjöftum Atlantshafsbanda- lagsins, Jóseps Luns og Geirs Hallgrims- sonar. En þrátt fyrir þessa skoðun yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar ætlar rikisstjórnin að fara sinu fram, enda hefur forsætisráðherrann lýst þvi yfir að þjóðin eigi að steinþegja nema á fjögurra ára fresti. Þingmeirihluti rikisstjórnarinnar sé svo stór að stjórnin þurfi ekki að spyrja landsmenn álits, enda stendur vigvél At- lantshafsbandalagsins að baki rikisstjórn- inni. Geir Hallgrimsson hefur lýst þvi yfir að lýðræði i landinu sé i rauninni bannað • og fordæmanlegt og að það þjóni ekki is- lenskum hagsmunum nema á fjögurra ára fresti. Þessi afstaða forsætisráðherra landsins breytir þó ekki þvi viðhorfi lands- manna að nú sé rikisstjórnin komin i slik- an minnihluta meðal þjóðarinnar að hún ætti að segja af sér og efna til kosninga. í kosningum nú kæmi i ljós hver er afstaða þjóðarinnar til stefnu stjórnar og stjórn- arandstöðu i landhelgismálinu. Það yrði þungur dómur fyrir rikisstjórnina. En þar sem rikisstjórn Islands i dag er ekki likleg til þess að bera þá virðingu fyrir lýðræðislegum viðhorfum sem hér hefur verið lýst verður þjóðin nú að ganga enn fastara fram i þvi að láta i ljós afstöðu sina til stefnu stjórnvalda i landhelgis- málinu. Þjóðin hefur sýnt það undanfarna daga að hún á ráð undir rifi hverju i þeim efnum. Nú þurfa landsmenn allir að standa á verði andspænis erkióvinum sinum: NATO og undirlægjuhugsunarhætti is- lenskra ráðamanna, ólýðræðislegum við- horfum rikisstjórnarinnar og óheilindum hennar i landhelgismálinu. Fjöregg þjóðarinnar er i tröllahöndum. Einörð af- staða getur enn bjargað frá glapræði samninga, sem skertu lifsbjörg islend- inga. Slikir samningar væru ósigur islend- inga, sigur breta. — s. KLIPPT.. Háskinn af hinum „góðu vetnis- sprengjum” Þrátt fyrir þá umræðu sem að undanförnu hefur orðið i blöð- um, um að hugsanlega kunni að vera geymd kjarnorkuvopn á Keflavfkurflugvelli, hefur isl. rikisstjórnin ekki séð ástæðu til þess að itreka þá stefnu, sem ætið hefur verið fylgt af öllum stjórnum, að á islensku lands- svæði skuli ekki vera kjarn- orkuvopn, né heldur i isl. loft- helgi. Þjóðviljinn hefur minnt á að Bandarikjastjórn hefur orðið uppvis að þvi að fara á bak við ..bandamenn” sina með kjarn- orkuvopn sin. Enn mælist geislavirkni i North Star flöa, skammt frá bandarfsku her- stöðinni i Thule á Grænlandi, þar sem bandarisk risaþota af gerðinni B-52 (m.a. kunn af hlutverki sinu i Vietnam) hrap- aði 21. janúar 1968. Fjórar kjarnasprengjur voru f vélinni og týndust þær i isauðninni. Þetta var þverbrot á opinberri stefnu dönsku stjórnarinnar og vakti mikla reiði f Danmörku, og ótta á Grænlandi. Þáverandi rfkisstjórn i Danmörku krafðist þess að Bandarikjastjórn tryggði það að ekki yrði flogið með kjarnavopn i danskri loft- helgi. Flest virðist þó benda til þess að kjarnorkuvopnabúinn flugfloti bandarfsku herstjórn- arinnar haldi enn uppi ögrunar- flugi sinu að landamærum So- vétrikjanna, norðanverðum og sunnanverðum. A þessum fiug- leiðum er flogið yfir mörg rfki og hörmulegustu atburðir geta leitt af óaðgæslu eða slysum sem henda flugmenn tortiming- arfarmsins. • A þingfundi 23. janúar 1968 vakti Magnús Kjartansson máls á hinni gifurlegu hættu sem stafar af sisveimandi flugflota Bandarikjanna með kjarnorku- vopn og minnti á að háskinn af sprengjunum vofði einnig yfir Islandi. Hann lagði áherslu á að isl. stjórnvöld yrðu að gæta þess i sffellu að háskanum af þessu kjarnorkuflugi væri bægt frá Is- landi og islensku þjóðinni. Þá gerði Magnús það að umræðu- efni að liklega hefði aldrei kom- ist upp um það hvernig Banda- rfkjastjórn vanvirti stefnu dönsku stjórnarinnar ef þetta slys hefði ekki orðið á Græn- landi. Jafnframt gat hann um atburðinn á Spáni 17da janúar 1966, þegar B-52 sprengjuvél hrapaði eftir árekstur við elds- neytisvél og fjórar sprengjur hennar, sem hver og ein jafn- gilti 20 miljónum tonna af TNT, féllu i nánd við fiskimannaþorp- iö Palomares i héraðinu Almeria. Ein þeirra féll i sjó og fannst ekki fyrr en eftir 13 vikur. Þetta gildir um hinn sisveim- andi flugflota bandarikja- manna. Nú er vitað áð kjarn- orkuvopn verða æ smágerðari og eru höfð sem vopn á sifellt fleiri flugvélategundum. Orion-vélar þær, sem hingað koma til reglubundinnar dvalar, gætu t.d. sem hægast verið út- búnar með þessum vopnum. Ekki þarf að lýsa þvi hvaða hætta felst i slíku skaki með gjöreyðingarvopn fyrir islenska þjóð. En varnaðarorð Magnúsar Kjartanssonar til þingheims þriðjudaginn 23. janúar fyrirsjö árum eru enn i fullu gildi. Hann sagði: ,,Af þessum ástæðum fer ég þess á leit við hæstvirta ríkis- stjórn, að hún ítreki enn, vegna atburðanna i Grænlandi, þá stefnu sfna að óheimilt sé að hafa kjarnorkuvopn á tslandi, að bannað sé að fljúga með kjarnorkuvopn yfir islenskt yfirráðasvæði, og að óleyfilegt sé að lenda á tslandi með slikan farm, hvernig sem á stendur. t annan stað fer ég þess á leit við hæstvirta ríkisstjórn aö hún taki þegar i stað upp viðræður við Bandarikjastjórn og geri stefnu islenskra stjórnvalda. Og I þriöja lagi fer ég þess á leit að hæstvirt rikisstjórn komi á eftirliti af sinni hálfu til trygg- ingar þvi að við þessa stefnu verði staðið I verki af banda- riskum valdamönnum, þvi að atburðirnir á Grænlandi gefa ó- tvlrætt til kynna að Bandarfkja- stjórn hefur ekki virt stefnu og yfirlýsingar dönsku stjórnar- innar um kjarnorkuna.” I svarræðu lofaði Emil Jóns- son, þáverandi utanrikisráð- herra, að itreka íslensku stefn- una við Bandarikjastjórn. • Það er ástæða til þess að rifja þetta kjarnorkuhneyksli upp og viðbrögðin hér heima fyrir sjö árum. Og að lokum skulum við gripa niður i Austra: „Morgunblaðið virðist taka þeim fréttum af furðu miklu jafnaðargeði að bandarisk her- þota með fjórum vetnissprengj- um hefur hrapað yfir nágranna- landi okkar, Grænlandi. Samt hafa Island og Grænland hlið- stæða stöðu gagnvart Banda- rikjunum; i báðum löndunum eru bandarfskar stöðvar, bæði orða Bandarikjastjórnar að kjarnorkuvopn skyldu ekki ná- lægt þeim koma — það þarf ekki mikið hugmyndaflug til þess að átta sig á þvi að það sem gerst hefurá Grænlandi hefði öldung- is eins getað gerst hér. Ekki virðst ritstjórar Morg- unblaðsins heldur ýkja upp- næmir fyrir þeim fréttum að vetnissprengjurnar kunni nú að liggja á hafsbotni og hafi ef til vill sundrast, svo að geislavirk efniberistmeðhafstraumum og geti haft ófyrirsjáanleg áhrif á dýralif, m.a. á fiskistofna. En hvað halda menn að hefði gerst ef herþotan sem hrapaði yfir Grænlandi hefði verið rússnesk og helsprengjurnar af sovéskum uppruna? Ætli fyrir- sagnir Morgunblaðsins hefðu þá ekki verið ögn stærri og hávær- ari i orðavali en þær hafa verið siðustu dagana? Ritstjórar Morgunblaðsins hefðu þá naum- ast talið eftir sér að skrifa á- hrifarfkar forystu'greinar með beinskeyttum siðferðilegum dómum. Blaðamönnum þessa forystumálgagns rikisstjórnar- innar hefði þá án efa verið falið að hringja i málsmetandi menn i tignarembættum og fá þá til að lýsa skoðunum sinum sem siðan hefðu verið birtar með stóru letri ásamt myndum. Og trú- lega hefðu verið haldnir fundir, send bréf og ályktanir — hver veit nema utanrikisráðherra Is- lands hefði meira að segja tekið eftir slikum atburðum af eigin rammleik. En það er ekki sama hver lifs- háskinn er, ef menn eru haldnir pólitiskri ofsatrú. Ritstjórar Morgunblaðsins virðast enn þeirrar skoðunar sem þeir lýstu einu sinni á minnisstæðan hátt, að til væru „góðar” vetnis- sprengjur og „illar” vetnis- sprengjur.”. • Það er sjálfsagt óhætt að gera ráð fyrir þvi, þótt sjö ár séu lið- in, að sannaðist það, að kjarn- orkuvopn væru á Keflavikur- flugvelli, myndu Morgunblaðs- ritstjórarnir telja þau til hinna „góðu vetnissprengja”. —ekh. OG SKORIÐ B-52 risasprengjuþota kröfu til þess að rikisstjörn löndin áttu að njóta þeirra lof- Bandarikjanna lýsi yfir þvi að hún muni I hvivetna virða þessa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.