Þjóðviljinn - 21.01.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.01.1976, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÖÐVrLJINN Miðvikudagur 21. janúar lí)76.' Nœrvera Jose Martí í kúbönsku byltingunni Haukur Már Haraidsson, formaður Vináttufélagsins, sýnir hér piakötin, sem eru tii söiu f Bóksöiu stiíd enta. Vináttufélag tslands og Kúbu hefur sett upp sýningu i anddyri Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut. Sýningin fjallarum „Nærveru Jose Martí I kúbönsku byltingunni.” og er hún haldin i samráði við „Vin- áttustofnun þjóðanna I Hav- anna. Á sýningunni er fléttað saman tilvitnunum i rit Marti's og myndum úr frelsisbaráttu kúbana og uppbyggingu iands- ins eftir byltinguna 1959 til þessa dags. t tengslum við sýninguua eru seld kúbönsk timarit, bækur og plaköt á hóflegu verði í Bóksölu stúdenta. Sýningin verður opin að minnsta kosti næsta hálfan mánuð frá kl. 9 til 18 daglega. Hver var svo Jose Marti. Vin- áttufélag tslands og Kúbu hefur gert eftirfarandi samantekt um skáldið. José Marti fæddist i Havana 28. janúar 1853, 16 ára að aldri er hann kominn i fangelsi fyrir skoðanir sinar á nýlenduherr- unum spönsku — en þá var hafið 100 ára striðið svonefnda 1868-’78) sem var upphafið að frelsisbaráttu Kúbumanna. Úr fangelsinu á Furueyju var hann sendur i' útlegð til Spánar, og l i * rí'M i .ý j 'ý <■ — ,:4 i p am r wm Myndum frá Kúbu og tilvitnunum I rit José Marti’s er smekklega komið fyrir á sýningunni. Vináttufélag Islands og Kúbu setur upp sýningu í Félagsstofnun stúdenta eftir það eyddi hann mestum hluta ævi sinnar i útlegð, ýmist i Evrópu eða Ameriku. Kúba var þó alltaf ættjörð hans og sjálf- staeðisbarátta Kúbumanna var honum mál málanna. Hann leit ekki á þessa baráttu sem einangrað fyrirbæri, heldur sem hluta af frelsisbaráttu rómönsku Ameriku, sem hann kallaði „Okkar Ameriku”. Jose Marti var með afbrigð- um fjölhæfur og afkastamikill maður. Hann var skáld gott og einn af brautryðjendum módernismans i ljóðagerð hins spönskumælandi heims. Bylt- ingarkenndum hugmyndum sinum um þjóðfélagsmál kom hann á framfæri i aragrúa blaðagreina, ræðum, bréfum, ritgerðum, sögum og ljóöum. Hann var skarpskyggn stjórn- málamaður og sá fyrir ihlutun- arstefnu Bandarikjanna i rómönsku Ameriku. José Marti féll i bardaga við spánska nýlenduherinn 19. mai 1895, þar sem heitir Dos Rios i Orientehéraði á Kúbu.Kenningar hans hafa jafnan fengið hljóm- grunn meðal frelsisunnandi Kúbumanna. Eftir árásina á Moncada-herbúðirnar i Santi- ago de Cuba 1953 lýsti Fidel Castro þvi yfir, að hugmynda- fræðingurinn á bak við árásina væri José Marti.Og siðan bylt ingin bar sigur af hólmi 1959 hefur vegur kenninga hans farið stöðugt vaxandi. Byltingin á Kúbu er bæði marxisk og „martisk”. Sýningu þessari er ætlað að sýna i máli og myndum tengslin milli hugmynda José Marti og þess sem verið er að gera á Kúbu i dag. Enn um stærð og afköst fiskiskipaflotans Lúðvik Jósepsson hefur bætt við tveimur greinum i Þjóðvilj- ann um stærð islenska fiskiskipa- flotans og afkastagetu hans. Þessar greinar birtust 20.12. 1975 og 4.1. 1976 og eru nokkurskonar framhald greinar frá 6.12. 1975, en þeirri grein hefur starfshópur Rannsóknaráðs rikisins um þróun sjávarútvegs svarað nokkuð ýt- arlega. Greinin frá 4.1. 1976 fjaliar að visu um mörg önnur at- riði, bæði skyld og óskyld. Þar sem Lúðvik er við sama heygarðs hornið i báðum umræddum grein- um og áður i grein sinni frá 6.12. 1975 og fjallar um málið á mjög aðfinnsluverðan hátt, gerist nauðsynlegt fyrir starfshópinn að láta fara frá sér þessa grein. t stuttu máli sagt, heldur Lúð- vik þvi enn fram, að islenski fiski- skipaflotinn sé ekki of stór nú, og halda beri áfram „endurnýjun’ hans. Hann ferenn á mis við aðal- atriði málsins, sem er ástand helstu fiskstofna við landið. Lúð- vik reynir á lúmskan hátt að byggja upp hugsunargang, sem fer út i breiddina og i hring um kjarna málsins eins og köttur um heitan graut! Meðölin, sem notuð eru, eru sumpart óvönduð og jafnvel ósvifin. Rangfærslur eöa þekkingarskortur 1. Lúðvik segir starfshópinn telja afkastagetu fiskiskipaflotans vera margfalda miöað við þarfir. — Þetta eru þarflausar ýkjur. 1 skýrslu starfshópsins er áætlað, aö afkastagetan sé rúmlega tvöfalt meiri en nauð- syn getur talist. Niðurstaðan er rökstudd. 2. 1 sömu setningu segir hann, að starfshópurinn skilgreini fiski- skipaflotann ekki á annan hátt en þann að nefna rúmlestatöl- ur og verðmæti á núgildandi verðlagi. — Annaðhvort eru þetta visvitandi blekkingar eða staðfesting á þvi, að Lúð- vik hafi enn ekki skilið skýrsl- una um þróun sjávarútvegs. Þessu atriði hefur starfshópur- inn svarað i blaðagrein um miðj- an desember siðastliðinn. Auk þess má geta þess, að „verðmæti á núgildandi verðlagi” á flotan- um var ekki notað beint til að meta afkastagetu hans. Hærri fjárfesting bak við hverja rúm- lest skipa nú miðað við eldri tima er eitt af mörgum atriðum, sem benda til þess, að gæði skipanna hafi farið vaxandi og gera megi svipaðar kröfur til afkasta fiski- skipanna nú og áour var þrátt fyrir vaxandi kröfur um aðbúnað fyrir sjómenn o.fi. 3. tslendingar áttu aldrei 60 tog- ara „fyrir nokkrum árum” eins og Lúðvik segir. Þeir urðu flestir fyrir aldarfjórðungi (árið 1951) en þá voru þeir 56. Meðal þessara togara voru 15 skip, sem smiðuð voru milli 1916—1929 og voru flest um 300 lestir, en þau eru ekki sam- bærileg við nýtisku skuttogara eða jafnvel gömlu siðutogar- ana, sem enn eru viö lýði. Skip þessarar stærðar eru ekki flokkuð sem togarar nú. Með þessari framsetningu er Lúð- vik að gera þvi skóna, að hin miklu skuttogarakaup undan- farið sé aðeins „endurnýjun” en ekki „aukning” á afkasta- getu” eins og starfshópurinn heldur fram. 4. „Það er iika jafnfráleitt að miða afla bátaflotans nú við aflann 1970 hjá þeim 15% bát- anna, sem þá veiddu mest og ályka siðan, að tæknilega ætti bátaflotinn i heild að geta aflað þess magns að meðaltali, ef fiskmergð i sjónum er nægileg o.s.frv.,” segir Lúðvik. Hér er að finna eina merki þess, að Lúðvik hafi litið á skýrsluna um þróun sjávarútvegs eftir blaðagrein starfshópsins um miðjan desember siðastliðinn. — Þetta er ekkert annað en ó- svifni. Með hluta af þvi orða- iagi, sem að ofan greinir, var starfshópurinn að velta fyrir sér efri mörkum tæknilegrar afkastagetu fiskiskipaflotans miðað við ákveðnar forsendur. Enda hefði niðurstaða starfs- hópsins um afkastagetu orðið miklu hærri en raun varð, ef byggt væri á þessu. — Það er raunar sárgrætilegt að sjá, hve sumir menn eru lauslátir i meðferð sinni á heiðarlega unnum skýrslum. Er- það nokkur furða, þótt margir is- lendingar haldi þvi fram, að skýrslur séu að verða gagns- lausar hérlendis. Óprúttnir stjórnmálamenn taka ekkert mark á þeim nema nota megi þær til að styðja eitthvað, sem þeir sjálfir hafa haldið fram áður. Hvenær skyldi að þvi koma, að það verði pólitiskur vegsauki fyrir stjórnmála- menn að viðurkenna, að þeir hafi haft rangt fyrir sér, t.d. vegna skorts á upplýsingum ef ekki annað. 5. Starfshópurinn gerði ekki „auðlindaskatt” að sinni til- lögu eins og Lúðvik heldur fram. Hins vegar taidi hópur- inn, að þessi aðferði hefði fæsta galla af þeim stjórn- unaraðferðum, sem fjallað var um i skýrslunni. Þegar sótt er i takmarkaðar náttúruauðlind- ir, endar það alltaf með ósköp- um nema virk stjórnun komi til. Slik stjórnun, sem hlýtur að hafa að markmiði takmörkun á sókn, verður ætið óvinsæl. Hjá þvi verður ekki komist. Það er aftur á móti ábyrgðar- leysi að leitast við að koma i veg fyrir stjórnun fiskveiða með þvi að gagnrýna bara ein- stakar leiðir, sem verða aldrei gallalausar, án þess að benda á nýjar og betri i staðinn. Það væri það eina, sem Lúðvik gæti lagt fram um þetta atriði tii þess að verða islenskum sjávarútvegi til góðs. Allt annað er niöur- rifandi en ekki uppbyggj- andi gagnrýni — Þeir, sem þekkja til sjávarútvegs, vita að sjávarútvegur hefur ver- ið skattlagður i gegnum ár- in umfram aðrar atvinnu- greinar með ýmsum dulbúnum hætti. Þetta gat orðið vegna yfirburða sjávarútvegs. Með þvf að halda þvi fram, að starfshópurinn vilji auka skattlagningu á sjávarútvegi er Lúðvik aðeins að reyna að gera skýrslu starfshópsins ó- vinsæla i augum sjómanna og útgeröaraðila án þess að gera minnstu tilraun til að bera saman valkosti og benda á þá bestu. — Að segja, að einhverj- ir séu reynslulitlir skrifborðs- menn eða saumastofuforstjór- ar eru aðeins litilfjörlegar til- raunir til að gefa högg fyrir neðan beltisstað. Hvaða lær- dóm hefur Lúðvik sjálfur dregið af reynslunni? Hvenær mun hann skynja ástand fisk- stofnanna islensku? Hvað snertir hugmvndina um auð- lindaskatt, upphaf hennar og feril, má benda Lúðvik á erindi Bjarna Braga Jónssonar, sem flutt var á ársþingi Félags is- lenskra iðnrekenda 1975 og fjölritað siðan. Hugmyndina má rekja til 1961. Hér verður látið staðar numið þótt af meiru sé að taka. Um rekstrarerfiðleika fiskiskipa og breyttar aðstæður. Lúðvik vikur mörgum sinnum orðum sinum að atriðum eins og eftirfarandi: „kröfum um gjör- breytta útgerðarhætti”, „þessi skip er erfitt að reka eins og nú er komið málum”, ,,á þau (skipin) fást ekki vanir menn”, „afköst þeirra (skipanna) verða litil”, „endurnýjun gamla bátaflotans er orðin knýjandi nauðsyn i mörgum fiskibæjum, ef þeir eiga ekki að dragast aftur úr og missa alla góða sjómenn og allt vant Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.