Þjóðviljinn - 21.01.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.01.1976, Blaðsíða 1
Síðustu fréttir: Boðið komið Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn aflaði sér í gærkvöldi, kom breski sendiherrann i utanríkisráðu- neytið laust eftir kl. 18 í gær og afhenti þar formlegt tilboð um að herskipin yrðu dregin til baka, og boð til Geirs Hallgrímssonar um að koma til viðræðna við Wilson starfsbróður sinn í Lundúnum. Ekki tókst að f á þessa f rétt staðfesta í gærkvöldi. Geir Hallgrímssyni stefnt til London Herskipin farin út fyrir En ný innrás boðuð verði hreyft við einum togara! Þær fregnir bárust til Islands í fyrrinótt, að breska ríkisstjórnin hafi ákveðið að kalla herskipin út úr íslenskri landhelgi, en jaf nf ramt var tekið f ram í yfirlýsingu, sem breski utanríkisráðherrann Callaghan gaf fréttamönn- um, að ný herskipainnrás verði gerð þegar í stað, ef íslensku varðskipin ,,áreiti" breska togara. Breski utanrikisráðherrann tók fram, að sér hefði hins vegar „skilist” á Luns, framkvæmda- stjóra NATO, að islensku varð- skipin myndu hætta að áreita breska togara, sem veiðar stunda við Island. James Callaghan, utanrikis- ráðherra breta tók einnig fram á fundinum með fréttamönnum, að að Geir Hallgrimssyni yrði boðið til L'ondon til viðræðna við Wilson, forsætisráðherra breta. Þjóðviljinn sér ástæðu til að vekja á þvi alveg sérstaka athygli, að þvi fer viðsfjarri, að bretar kalli herskipin heim án skilyrða. Fái breskir togarar, að stunda hér veiðar i friði fyrir islenskum varðskipum þarf að sjálfsögðu engan herskipaflota þeim til styrktar. Bretar lýsa þvi hins vegar afdráttarlaust yfir, að hafi NATOforstjórinn Luns, „misskilið” eitthvað i Reykjavik og togararnir fái ekki að veiða óáreittir, þá verði ný herskipa- innrás gerð þegar i stað. Og þetta kallar „Islandsvinur- inn” Luns hjá NATO „mjög rausnarlegt” boð af breta hálfu. Það sem bretar og Luns segja við islensku ráðherrana er þetta: Ef þið takið sjálfir að ykkurþað hlutverk herskipanna, að vernda bresku togarana fyrir varðskip- unum, þá skulum við kalla her- skipin út, annars ekki. Það eru ekki orð ráðherranna heldur reynsla næstu daga sem mun skera úr því, hvort Islenska rikisstjórnin hlýðir þvi kalli frá NATO og bretum eða ekki. Hætta á uppgjafarsamningum við breta er nú nær en áður. Með órofa samstöðu og virkum aðgerðum getur þjóðin hindrað slik svik. Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra: Engin breytt fyrir- mæli til gæslunnar Fyrirmæli okkar tii land- helgisgæslunnar verða i engu breytt, þótt bresku herskipin fari út fyrir 200 mílurnar. Ég heyrði sjálfur Geir, forsætisráð- herra, segja það að islenskum lögum yrði haldið uppi í 200 milna lögsögunni sem áður. Luns, framkvædastjóri Atlants- hafsbandalagsins, hefur afrit af öilum plöggum sem farið hafa á milli forsætis- og dómsmála- ráðuneytisins um þetta mál, þannig að hann ætti ekki að vera i vafa um afstöðu stjórnarinn- ar.” Þetta sagði ólafur Jóhannes- son, dómsmálaráðherra í gær, þegar hann var spurður álits á þeim ummælum Callaghans, að hönum hefði skilist eftir sima- viðtal Luns við Geir Hallgrims- son, að islendingar myndu hætta að áreita breska togara, ef bretar drægju herskipin út fyrir 200 milur. Minna má á orð Geirs Hallgrimssonar á blaða- mannafundinum sl. föstudag, en þá sagðist hann „vonast til að friðvænlegra yrði á miðunum eftir að herskipin væru farin þaðan”. Bíða við 200 mílna mörkin Uli Schmetzer fréttaritari Rauters um borð I bresku freigát- unni Bacchante sendi frá sér þá frétt um sjöleytið i gærkvöld að breski flotinn væri allur á leið út fyrir 200 milna mörkin austur af tslandi. Schmetzer sagði að heimsigl- ingin hefði hafist i dögun i gær. Þá hafi skipið tekið stefnu út fyrir landhelgina á fullri ferð en siðan staðnæmst i um 80 milna fjarlægð frá veiðisvæði þvi sem bresku togararnir halda sig á. Undir kvöld kom svo skipun um að flot- Sáttanefnd var tilkynnt á samningafundi 'ASf og atvinnu- rekenda siðdegis i gær. I nefnd- inni eru: Guðlaugur Þorvaldsson, háskólarektor, Björn Hermanns- son, tollstjóri, Jon Þorsteinsson, hrl. og Geir Gunnarsson alþiugis- maður. inn ætti allur að fara út íyrir 200 milna mörkin. Bjóst hann við að skipin yrðu komin út fyrir i nótt. Freigátan Bacchante fer beint til Bretlands en hin skipin — freigáturnar Naiad og Falmouth, birgðaskipið Alwen og dráttar- báturinn Rollicker — biða átekta rétt utan við 200 mílna mörkin, reiðubúin að sigla inn fyrir þau aftur ef bresku togurunum verður sýnd áreitni. Bresku togurunum sem eru 45 talsins var fyrirskipað að halda sig i hóp á afmörkuðu svæði und- an suðausturströndinni. Er nú gert ráð fyrir þvi að loks fari eitthvað að hreyfast i samn- ingunum, en litið hefur gerst til þessa. Fyrsti fundur með sáttanefnd verður á fimmtudaginn. Atli Heimir hlaut tón- listarverð- laun Norð- urlandaráðs Sjá baksíðu Sáttanefnd skipuð Sjá baksíðu Ekkert um að semja við breta Viðtal við Lúðvík Jósepsson viljanum 1 dag byrjar Þjóðviljinn að birta teikningar Mogens Juhl, sem hann hefur gert við hina sigildu unglingasögu Mark Twains um ævintýri Tuma litla. Sagan um Tuma litla verður i Þjóðviljanum næstu fjóra mán- uði. Fylgist með frá byrjun. Það er eins gott að vera vel búinn þessa daana; vetur konungur sýnir okkur veldi sitt af miklum myndarskap. Og það er heldur ekki amalegt að hafa skjól af henni mömmu sinni, hvað þá þegar maður fær lika að hvila lúin bein. (Ljósm. S.dór.) Sagan af Tuma litla í Þjóð- COPENHAGfN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.