Þjóðviljinn - 21.01.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Togarar
landi í
borginni
A fimmtudaginn var, degi
siðar en 312 manns var á at-
vinnuleysisskrá i Reykjavik —
216 karlar og 96 konur — sam-
þykkti borgarstjórn ályktun,
sem felur það i sér, að togarar
gerðir út frá Rvik landi afla
sinum I borginni en sigli ekki
með hann til útlanda.
Með tillögunni lýsti borgar-
stjórn áhyggjum sinum með
þróun atvinnumála i borginni
og þá óvissu sem i þeim mál-
um rikir. Til þess að tryggja
atvinnu i frystihúsum og
verkunarhúsum i borginni
skoraðiborgarstjórná togara-
útgerðarmenn að láta skip si'n
ekki sigla með afla og selja
erlendis.
Stutt er siðan togarar BÚR
seldu afla erlendis, en nú má
búastviðað breyting verði þar
Danskir
styrkir
t frétt frá danska sendi-
ráðinu segir að sjóðstjórn
Dansk-islandsk Fond hafi á
fundi i Kaupmannahöfn á-
kveðið að veita viðbótarfjár-
hæð til þess að styrkja menn-
ingar- og visindatengsl milli
tslands og Danmerkur.
Fjárhæðin nemur 45.600
dönskum krónum og verður'
henni skipt niður i náms- og
visindastyrki til ýmissa aðila.
Mjölframleiðendur hóta að segja sig á rikið
Stjórn Félags fiskmjölsfram-
leiðenda hefur rekið upp mikið
ramakvein. Stjórnar
kveinstafnum Sveinn nokkur
Benediktsson, sem margir
þekkja af ýmsu. Sungið er, að
vegna nýafstaðinnar
verðlagningar á loðnu, sem
stjórnin telur allt of háa, geti
svo farið að loka verði bræðsl-
unum Vegna hailareksturs!
Stjórnin kom saman i gær-
morgun og sámþykkti i einu
hljóði ályktun þar sem segir, að
eftir að stjórnin hafi litið augu
skýrslu þá, sem fulltrúar
kaupenda i yfirnefnd Verðlags-
ráðs hafði gert, hafi stjórninni
þótt bókun þeirra sömu fulltrúa
við verðákvörðun á loðnu rétt-
mæt, „þar sem gifurlegt tap er
fyrirsjáanlegt. Byrðar þær, sem
lagðar eru á verksmiðjurnar við
loðnubræðslu með umræddu
loðnuverði eru þeir meiri en svo
að unnt verði að standa i skilum
með greiðslur til loðnuflotans og
annarra viðskiptamanna.
Fundurinn telur þvi óhjákvæmi-
legt að úr þessu. verði bætt af
hálfu stjórnvalda þvi annars er
fyrirsjáanleg stöðvun verk-
smiðjanna af þessum sökum."
Eins og fram kemur i siðustu
málsgreininni er hér
um ódulbúna hótun að ræða þess
efnis, að verði rekstur fisk-
mjölsverksmiðjanna ekki rlkis-
styrktur muni „eigendur”
þeirra loka þeim og hætta
loðnubræðslu!
—úþ
Sambandið selur allt
fyrirfram til Japan
Sjávarafurðadeild Sambands
islenskra samvinnufélaga hefur
gengið frá fyrirframsölu á allri
loðnu, sem unntverðurað frvsta
S. Sambandsfrystihúsunum á
þeirri vertið, sem nú fer i hönd.
Er áætlað, að magnið geti orðið
a.m.k. 2000 tonn, en kaupendur
hafa skuldbundið sig til þess að
taka við hverju þvi viðbótar-
magni, sem framleitt kann að
verða.
Kaupandi er japanska fyrir-
tækið Mitsui & Co. Ltd. og voru
samningar undirritaðir i Tokyo
16. janúar s.l. Fyrir hönd Sam-
bandsins önnuðust samnings-
gerðina þeir Sigurður Markús-
son, framkvæmdastjóri Sjávar-
afurðadeildar, og Árni
Benediktsson, framkvæmda-
stjóri Kirkjusands h.f.
Samið var nú um nokkru
hærra verð en það sem gilti á
vertið 1975. Þá fengust og fram
nokkrar breytingar á gæðakröf-
um og vörulýsingu, sem ætla
má að leitt geti til aukinnar
framleiðslu. Svo sem kunnugt
er var mjög litið fryst af loðnu
fyrir Japansmarkað á vertið
1975 og var ástæðan m.a, þær
ströngu gæðakröfur, sem
kaupendur þá gerðu, t.d. að þvi
er varðar stærð loðnunnar og
leyfilegt átumagn.
Aðeins helmingur
innkaupa Rvíkur í gegnum
Innkaupastofnunina
Ekki einugis borgarfulltrúar
minnihlutaflokkanna i borgar-
stjórn Reykjavikur vittu það
ráðslag og töldu vekja grun um
óhreinindi. að aðeins um
helmingur innkaupa, sem
borgarstofnanir og fyrirtæki
gera, fari fram i gegn um Inn-
kaupastofnun Reykjavikur-
borgar, heldur og einn borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Munu það vera einstakir for-
stjórar og forstöðumenn, sem
ákveða upp á sitt eindæmi að
kaupa eitt eða annað án þess
Innkaupastofnunin fái að leita
eftir tilboðum. Telja nokkrir
borgarfulltrúar þessi vinnu-
brögð fullkomlega óeðlileg og að
þau kosti borgina meira fé en ef
stofnunin sæi um innkaup fyrir
borgarfyrirtæki og stofnanir i
rikari mæli.
-úþ
- _ " *
Ráðstefna um
sjávarútvegs
Þróun
Rannsóknaráð rikisins efnir
til ráðstefnu i dag að Hótel Loft-
leiðum, um þróun sjávarútvegs.
Til ráðstefnunnar hefur verið
boðið um 120 stjórnmálamönn-
um, embættismönnum, visinda-
mönnum og tæknimönnum, svo
og aðilum atvinnulifsins.
Inngangserindi munu flytja
Már Elisson, fiskimálastjóri, og
Bjarni Bragi Jónsson frá Fram-
kvæmdastofnun ríkisins. A ráð-
stefnunni munu starfa 10 um-
ræðuhópar og þar verða tekin
fyrir eftirtalin verkefni:
1. Stjórnun fiskveiða
2. Hvernig er unnt að auka
verðmæti islenskra sjávar-
afurða
3. Sala sjávarafurða og
markaðsathuganir
4. Framtiðarhlutverk
sjávarútvegs i islensku þjóð-
lifi
5. Rannsóknamarkmið i ljósi
nýrra viðhorfa.
Ráðstefnustjóri verður Guð-
mundur Karlsson frá Vest-
mannaeyjum.
Viötal viö
Steinunni
Sigurðardóttur,
eitt af
listaskáldunum
vondu
Ljóðalestur listaskáldanna
vondu i Háskólabiói sl. laugar-
dag tókst með afbrigðum vel;
það var fullt út úr dyrum og
mikil stemning.
Þjóðviljinn hefur átt stutt
viðtal við eitt af skáldunum,
Steinunni Sigurðardóttur, og
hún var fyrst spurð að þvi,
hvernig listaskáldum hefði
orðið við þegar þau sáu framan i
þennan manngrúa.
— Maður varð auðvitað ofsa-
kátur að sjá fólk drifa- að Há-
skólabiói úr öllum áttum eins og
þar hefði fundist gullnáma.
En ég held, satt að segja, að
þetta hefði getað farið á hvern
veg sem væri. Þvi þau lögmál
sem stjórna aðsókn fólks að
svona atburðum eru óþekkt. Ef
þau eru þá til. Ég get sagt fyrir
mina parta, að minar björtustu
vonir voru upp á 7-800 manns.
En spenningin.andrúmsloftið,
var enn gleðilegri en sjálf að-
sóknin. Þetta fór vel af stað og
hélt vel áfram, andrúmsloftið
magnaðist. Við vorum öll i sjö-
unda himni yfir þvi.
— En fylgir sjálfum fjöldan-
um ekki einhverskonar hópefli,
sem bætir móttökuskilyrðin,
opnar fyrir örbylgjusviðið?
— Það hefi ég ekki hugsað út i,
en i fljótu bragði finnst mér það
alllfklegt. Það hefði auðvitað
komið allt annað út, ef að þarna
hefðu ekki verið nema svo sem
200 manns.
En það kom fleira til en f jöld-
inn. Það var gott efni á boðstól-
um, að öðru jöfnu. Þótt ég segi
sjálf frá.
— Nú getur höfundur samið
jafngóða texta, sem eru inn-
byrðis ólikir að þvi leyti að þeir
eigi-misvel heima á slikri sam-
komu. Heldurðu að höfundarnir
hafi mjög haft aðgengileikann i
huga, þegar þeir völdu efni?
— Ég segi fyrir sjálfa mig.
að ég hefi varla hugsað nóg um
þetta sjónarmið. Ef þetta yrði
reynt aftur þá myndi ég fara
öðruvisi að. En ég get imyndað
mér að einhverjir af strákunum
hafi verið klárari i að spekúlera
þetta út.
— Hver er fjárhagsleg út-
koma svona ævintyris?
— Ætli við fáum ekki svona 14
þúsundir hvert þegar búið er að
greiða allan beinan kostnað.
Það er mikil vinna við að undir-
búa svona tiltæki og sjálfsagt
yrði útkoman skrýtin ef við
ættum öll að fara að reikna
okkur timakaup. En það var
heldur alls ekki ætlunin að
græða á þessu, það sést best af
lágu verði aðgöngumiða, það
kostaði aðeins 250 kr. inn.
— Hafið þið dregið nokkrar
langtimaáætlanir af þessari
ágætu reynslu?
— Stóra spurningin er þessi:
er hægt að endurtaka svona
nokkuð? Ég skal ekki ekki
segja. En kynnirinn sagði að
lokum: Sjáumst i Laugardals-
höll!
Sjáumst nœst í
Laugardalshöll