Þjóðviljinn - 21.01.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.01.1976, Blaðsíða 16
f/úúv/u/m Miðvikudagur 21. janúar 1976. PORTVGáL: Carvalho handtekinn Lissabon 20/1 reuter — Othelo Saraiva de Carvalho fyrrum yfir- maður öryggissveitanna COPCON var handtekinn i nótt eftir birtingu skýrslu frá hernum þar sem hann er sakaður um að hafa átt hlutdeild i valdaránstil- rauninni 25. nóvember sl. Fyrir 25. nóvember var Carval- ho álitinn einn valdamesti maður landsins og menn ræddu um hann sem „evrópskan Castro”. Hann var einnig helsti forsprakki her- foringjanna, sem gerðu uppreisn gegn fasismanum i landinu fyrir nærri tveimur árum. Eftir 25. nóvember var hann sviptur öllum völdum innan hersins en slapp þó við handtöku. 1 skýrslunni sem sairnn er af sérstakri rannsóknarnefnd sem herinn skipaði segir að Carvalho hafi verið ábyrgur fyrir þvi að fallhlifarhermönnunum sem gerðu uppreisn voru afhent vopn og skotfæri. Einnig segir að hann hafi verið viðstaddur i aðalstöðv- um COPCON þegar leiðtogar uppreisnarinnar fyrirskipuðu fallhlifarhermönnunum að taka flugstöðvar á sitt vald. TÓNSKALDA VERÐLA UN NORÐ URLANDARAÐS: Atli Heimir Sveinsson Á fundi dómnefndar um tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn í dag var ákveðið að veita Atla Heimi Sveinssyni verð- launin fyrir Konsert fyrir flautu og hljómsveit. Atli Heimir er fyrsta íslenska tónskáldið sem þessi verðlaun hlýtur. Verðlaunin nema 50 þúsund- um danskra króna. Fulltrúar fslands í dómnefndinni eru þeir Arni Kristjánsson og Páll Kr. Pálsson. Verðlaunaverkið var frum- flutt á sinfóniutónleikum hér i Reykjavik haustið 1973. Það var skrifað fyrir kanadiskan flautu- snilling, Robert Aitkin, sem hefur átt góða samvinnu við is- lenska hljómlistarmenn. Þetta samstarf hefur leitt til þess að konsertinn hefur þegar farið allviða. Atli Heimir Sveinsson er fæddur 1938. Að loknu námi hér heima var hann 5-6 ár við nám i Þýskalandi (i pianóleik og tónsmiðum) og kom þá m.a. við sögu i stúdiói Stockhausens. Seinna var hann eitt ár i Holl- andi við nám. Hann hefur samið fjölda verka fyrir sinfóniu- hljómsveit (Tengsli, Flower Shower, Fiðlukonsert), kamerverk, leikhúsmúsik, sönglög. Atli Heimir hefur um árabil verið atkvæðamikill framúrstefnumaður i islenskri tónlist og oftast nær verið þar nærstaddur sem eitthvað nýstárlegt bar á góma — hvort heldur sem höfundur, flytjandi eða skipuleggjandi. Atli Heimir Sveinsson er nú kennari við Menntaskólann i Reykjavik, formaður Tón- skáldafélags tslands, formaður Norræna tónskáldaráðsins. Hann hefur komið mikið við sögu i tónlistaruppfræðslu útvarpsins. Siðast á föstudaginn var var frumflutt i Norræna húsinu verk fyrir flautu og pianó eftir Atla Heimi sem farið verður með á norræna samkeppni i Helsinki. Atli Heimir hefur nú um skeið unnið að meiriháttar verki fyrir kór og hljómsveit, sem m.a. byggir á vöidum textum úr meiriháttar bókmenntum samtimans — og er þá stuðst við frumtexta i hverju tilviki. Vilja ekki Norglobal Siglfirðingar vilja ýa loðnuflutningaskip Bæjarráð Siglufjarðar sam- þykkti nýlega, að það vildi ekki loðnubræðsluskipið Norglobal aftur til landsins þar sem það tæki óhjákvæmilega vinnu frá verkafólki i landi. Samþykkt bæjarráðsins er svohljóðandi: „Bæjarráð Siglufjarðar sam- þykkir að skora á stjórn Sildarverksmiðja rikisins að út- vega þegar skip til flutninga á loðnu i verksmiðjur SR á Norðurlandi á komandi loðnuvertið. Jafnframt lýsir bæjarráð undrun sinni á þvi, að á sama tima og islenskar verksmiðjur standa verkefnalausar og islenskir verkamenn ganga at- vinnulausir skuli vera leigt til landsins erlent verksmiðjuskip ásamt erlendum verkamönnum til að vinna þau störf, sem auðveldlega væri hægt að leysa af hendi i landinu með flutningi á hráefni.” Það skal itrekað hér, að stjórn „eigenda” fiskimjölsverk- smiðja hefur lýst þvi yfir að fyrirsjáanlegur sé geigvæn- legur hallarekstur á verk- smiðjunum. Þessi yfirlýsing hlýtur að fela það i sér, að leigan á Norglobal verði aftur- kölluð, þvi vart fara bræðslu- menn að leigja sér erlendar verksmiðjur. hingað til að tapa á. Nóg er böl þeirra og byrði samt. —úþ FJÖGUR FENGU LOÐNU Fjögur skip tilkynntu um loðnu- afla i gær til loðnunefndar. Það voru Gisli Arni sem fór með 200 tonn til Seyðisfjarðar og Dagfari sem fór til sama staðar með 170 tonn, Vörður sem fór með 70 tonn til Vopnafjarðar og Ólafur Sigurðsson sem fór með 110 tonn til Eskifjarðar og er það fyrsta loðnan sem þangað berst á þessari vertið. Þar með er heildaraflinn orðinn 8 þúsund lestir. —S.dór Lúðvík Jósepsson: Yið breta er ekkert um að í tilefni nýjustu atburða í land- he1gisbaráttunni hafði Þjóðviljinn i gær tal af Lúðvik Jósepssyni, formanni þingflokks Alþýðubandalagsins, sem stadd- ur var austur á Egilsstöðum. Við spurðum Lúðvik um viðhorf hans i sambandi við þá nýju stöðu sem upp er komin. Lúðvik fórust orð á þessa leið: Það er skoðun okkar Al- þýðubandalagsmanna, að alls ekki eigi að fara i neinar semja samningaviðræður við breta. Það fær nú að sýna sig, hvort ætlunin er að leika sama skollaleikinn og 1973, að kalla herskipin út, en i staðinn hætti islendingar að hreyfa við bresku veiðiþjófunum. Það hefur sýnt sig nú i vetur að sé varðskipunum beitt, og herskipin ekki nálægt, þá er hægt að stöðva veiðar breska togara- flotans i islenskri landhelgi. Eigi hins vegar að láta vera að beita varðskipunum nú, þá er verið að London 20/1 rcuter — Fyrstu við- brögð forsvarsmanna breskrar togaraútgerðar við tilkynningu bresku stjórnarinnar um að hcr- skipin yrðu kölluð heim af ts- landsmiðum voru þau að stjórnin hljóti að hafa einhverja visbend- ingu um að ekki verði stuggað við breskum togurum á islandsmið- um. Roy Hattersley sagði i breska þinginu i dag að það væri „von og raunsætt mat.” (hope and judge- ment) stjórnar sinnar að bresku togararnir verði látnir i friði eftir að herskipin fara af miðunum. Ef sú von brygðist yrðu herskipin send aftur til tslands. Breskir embættismennsegja að HÞJ Yinningsnúmer Vinningsnúmer i Happdrætti og aðra velunnara blaðsins, sem Þjóðviljans verða birt i næsta enn hafa ekki lokið uppgjöri, að sunnudagsblaði. gera það i vikunni. Þjóðviljinn hvetur umboðsmenn stjómin sé reiðubúin að semja við isíendinga um minna en 100 þús- und tonna veiðiheimildir. Tals- maður breskrar togaraútgerðar sagði að ef gengið yrði að siðasta tilboði islensku stjórnarinnar um 65 þúsund tonna veiðiheimildir þýddi það að þúsundir manna misstu atvinnuna i Bretlandi. — Jafnvel þó samið yrði um 87 þús- und tonn — sem er sambærilegt við samningana við þjóðverja — þýðir það að leggja verður yfir tólf togurum, sagði hann. Hann varaði einnig við þvi að breskar húsmæður mættu búást við hærra þorskverði og að þær þyrftu jafn- vel að bera á borð fisktegundir sem bretar væru ekki vanir að éta. Tom Mielsen ritari samtaka yfirmanna á breskum togurum kvaðstvera andvigur þvi að flot- inn skuli vera kallaður heim. — Ég myndi ekki treysta islending- um vitundarögn. Það hefur engu verið lofað um að áreitni við breska togara verði hætt. Ef þeim (islendingum) væri alvara, hefðu þeir einnig farið með sin skip af miðunum. Mike Burton, forseti sambands togaraeigenda, sagði: — Ef is- lensk varðskip ráðast núna á tog- arana þýðir það að islendingar vilja ekki samninga. svfkjast að þjóðinni. 1 þessum efnum verður ekkert hægt að fela. Hér munu verkin, eða verkleysið tala, svo að ekki verður um villst. \Hð erum á móti öllum samningaviðræðum, vegna þess að i slikum samningum er ekki um eitt eða neitt að semja. Hvort sem fyrra tilboð islendinga eða tölur bretanna yrðu lagðar til grundvallar i slikum samningum, þá hlytu samningar að leiða slik vandræði yfir okkur sjálfa, að þau mega heita óleysanleg. Nú reynir á almenning i land- inu, að menn hafi vakandi auga með þvi, sem er að gerast, og geri stjórnvöldum ljóst að undanbrögð verði ekki þoluð. Viðbrögð í Bretlandi Kópavogur Blaðberar óskast í Lundarbrekku Vinsamlegast hafið samband við umboðs- mann í síma 42073 D/ODVIUINN BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum i eftirtalin hverfi Sogamýri Langagerði Fossvog Sólheima Höfðahverfi Mela Seltjarnarnes Vinsamlega hafið sam- band við afgreiðsluna simi 17500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.