Þjóðviljinn - 01.02.1976, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur !. febrúar I!I76.
Halldóra Sveinsdóttir
Þess vegna get
ég ekki þagað
Vilborg Haröardóttir.
Og svo er þab rómantlska
litgáfan: Nótt meö þér....
Fyrir rúmlega einu ári réöi ég
mig á spitala, en það kom mér
sannast sagna undarlega fyrir
sjónir þegar ég fékk fyrsta
launaumslagið, að ég hafði
verið sett á byrjunarlaun. Ég
gat ekki sætt mig við þetta og
geri það ekki enn.
Starf mitt felst i þvi að annast
konur á króniskrigeðdeild, — ég
vinn sem sagt öll venjuleg
heimilisstörf. Þessháttar störf
hafði ég unnið i 23 ár áður en ég
byrjaði i þessari vinnu, svo ég
dreif i þvi að fá mér meðmæli,
en ekki dugðl þaö, þótt með-
mælin væru frá manninum
minum.
Þegar ég fór að kynnast
vinnustaðnum betur komst ég
að þvi, að karlkyns starfsmenn
(gæslumenn við geðhjúkrun)
hafa 15% hærri laun en við
konurnar, þó að við vinnum hlið
við hlið algjörlega sömu störfin.
Mér þykir illt að kyngja þessu
og ætla mér alls ekki að gera
það. Til hvers er að hrópa hátt
um jafnrétti kynjanna, þegar
raunin er allt önnur i fram-
kvæmd? Hvers vegna getur
þetta gnegið ár eftir ár?
Ég hef verið að velta þessari
spurningu fyrir mér. Ef til vill
er ástæðan sú, að i Sókn eru full-
orðnar konur i miklum meiri-
hluta. Fyrst höfum við verið
settar á stall i móðurhlutverk-
inu og siðan, þegar við komum
út á vinnumarkaðinn, höfnum
við i störfum sem flokka má
undir liknarstörf og þar hefur
rikt sá andi, að það sé hreinlega
syndsamlegt að heimta hátt
kaup fyrir, hvað þá að ætla sér
út i verkfall til að knýja fram
okkar kröfur. Það er enn verið
að slá á strengi tilfinninganna.
En á þvi leikur enginn vafi að
Sóknarkonur hafa hrist af sér
slenið. Fyrir skömmu var hald-
inn fundur i félaginu. Hann var
mjög fjölmennur og samstaðan
algjör: Við erum ákveðnar i þvi
Halldóra Sveinsdóttir er I
Starfsstúiknafélaginu Sókn og
trúnaðarmaður þess á sinum
vinnustað. Hún hefur veriö við
ýmis störf um ævina, m.a. unnið
I verslun, i fiski og siðast en ekki
sist heimiiisstörf I yfir 20 ár, en
eins og fram kemur I grein
hennar er slikt ekki metið sem
starfsreynsla þegar hafin eru
sambærileg störf á spitala.
að rétta okkar hlut. Við Sóknar-
konur höfum, þegar allt kemur
til alls, sömu þarfir og annað
fólk.
finnst ykkur, karlar?
Ritstjóri „Sirene”, norska
jafnréttismálatimaritsins, er
einsog fleiri konur orðin yfir sig
leið á öllum auglýsingamynd-
unum með nöktum eða létt-
klæddum stúlkum sem eiga að
hjálpa til að selja stereótæki,
þakrennur, pappir, reiknivélar,
smokka, bíla, ofna, skrifstofu-
húsgögn og guð má vita hvað.
Hversvegna dettur auglýsingá-
fðlki (karlmönnum) aldrei i hug
að nota unga pilta til að sélja
konum hluti? spyr blaðið. Og
hversvegna eru karimenn
aldrei settir i tengsl við
vörurnar?
„Sirene” tók sig til, sneri
hlutunum við og bjó til nokkrar
auglýsingar... „ekki af þvi að
við óskum eftir slikum auglýs-
ingum i framtiðinni, heldur af
þvi að við viljum sýna, hvernig
þær verka." Hér eru þrjár
auglýsingar úr Sirene. Svona
finnst mörgum að allt sé i lagi
að nota konuna, en hvað finnst
fólki um þetta? Hvað finnst
ykkur sjálfum, karlar?
Hvenær gafstu honum siðast
blóm? Suma daga mun hann
lika gleðjast yfir blómum.
Einsog þegar uppþvottavélin er
biluð, sá yngsti er með tannpinu
og hann er leiður á sjálfum sér
og finnst hann ljótur....
— Þiðeruðsvo frekarog
húmorlausar, þessar kven-
réttindakellingar, að þið
kunniö ekki einu sinni að
taka venjulegri karlmann-
legri kurteisi og riddara-
mennsku!
Þessu var slengt framan i vin-
konu mina um daginn, og skyldi
maður þekkja tóninn! Bara af þvi
aö við klæðum okkur sjálfar i
kápuna i leikhúsinu (heima þykir
það ekki nema sjálfsagt) eða bið-
um ekki eftir að láta opna dyrnar
fyrir okkur. Neitum semsagt að
þiggja yfirborðskurteisi og úr-
elta, meiningarlausa riddara-
mennsku.
I rauninni er ekkert að svona
smáaðstoð eða „kurteisi” i sjálfu
sér cfhún er gagnkvæm og efhún
er hluti af gagnkvæmri hjálp og
tillitssemi sem rikir rriilli við-
komandi almennt, ekki bara i þvi
smáa til að sýnast.
Enda fer þettá ekki bara i taug-
arnar á ókkur konum af þvi að
yfirborðs riddaramennska er úr-
elt. E.r það ekki lika vegna þess að
þetta ér ein af þeim leiðum sem
meðvitað eða ómeðvitað eru not-
aðar til að láta okkur konur
sýnast varnarlausar og ósjálf-
stæðar verur, sem þarfnast
verndar hinna sterkaril — þ.e.
voldugri?
Um þetta atriði fjalla sænsku
kvenfrelsiskonurnar úr Grupp 8,
Maud Hagg og Barbo Werk-
máster, m.a. i handbók sinni fyrir
konur „Frelsi, jafnrétti, systra-
lag”. Þær benda á,- að með þvi að
opna fyrir okkur dyrnar, ganga
fyrst inn i bekkjaröðina i bió og
standa uppþegarvið komum inn i
herbergi, sé karlmaðurinn að láta
okkur finnast við þarfnast hans.
— Það er reynt að koma þvi inn
hjá okkur, að við getum þetta
ekki sjálfar — og ekki aðra hluti
heldur. Það er lika verið að læða
þvi að okkur, að við séum eitt-
hvað merkilegt, sem karlmaður-
inn dýrki.
Nei, konur. Við eigum ekki að
vera varnarlausar og eigum ekki
að fá neina yfirdrifna vernd segja
Maud og Barbara. Við eigum og
getum lika bjargað okkur sjálfar
og staðið á eigin fótum.Fyrst við
getum borið heim matvæli i
tonnatali á hverju ári hljótum við
lika að geta dregið fram stól. Og
fyrst við getum hlaupið fram og
aftur, upp og niður, til að búa um
rúm, leggja á borð, elda mat,
þrifa og þjóna öðrum, hljótum við
lika að geta opnað dyrnar.
Kurteisi ætti að byggjast á
gagnkvæmri virðingu og tillits-
semi. En til að ná þvi marki'erum
við tilneyddar til andspyrnu. Sýn-
un körlunum samskonar „kurt-
éis” og þeir viðhafa.
1 lok kaflans um kurteisi eru
gefin eftirfarandi ráð:
— Krefstu aldrei yfirdrifinnar
kurteisi af karlmanni bara af þvi
að þú ert kona.
— Vertu tortryggin gagnvart
slikri kurteisi.
— Þú átt ekki að ætlást til gjafa
eða neins sérstaks á mæðradag-
inn eða brúðkaupsdaginn.
— Sýndu fram á fáránleika
yfirborðskurteisi gagnvart
konum með að gjalda i sömu
mynt:
— hældu karlmanninum fyrir
útlit hans, fötin o.s.frv, það veitir
þér ákveðna yfirburði,
— opnaðu dyrnar og dragðu út
stólinn fyrir hann,
— og stattu upp i strætó og
bjóddu karlmanni sætið þitt.
Athugaðu áhrifin.
Fagrar linur — ending, þol og mikill sogkraftur eru einkunnirnar á
þessari auglýsingu.
LEKRE
LINJER-