Þjóðviljinn - 01.02.1976, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur I. febrúar 1976.
MÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSEININGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsbiaöi:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 Iinur)
Prentun: Biaðaprent h.f.
VERKFALLSBOÐUN
Alþýðusamband íslands setti fram til-
teknar kröfur i efnahagsmálum nokkru
fyrir áramót. Bentu talsmenn sambands-
ins á, að ef ríkisvald og atvinnurekendur
yrðu við þeim kröfum, gæti það orðið til
þess að kaupkröfur yrðu þeim mun lægri
en ella, enda væri aðalmarkmið alþýðu-
samtakanna að ná aftur og tryggja þann
kaupmátt sem var 1974: krónutalan væri
að sjálfsögðu ekki aðalatriðið.
Þegar þessar kröfur ASl komu fram var
þeim fagnað i stjórnarblöðunum: en
þegar til kastanna kom reyndist fögnuð-
urinn hafa verið eitt saman innantómt
orðagjálfrið. Rikisstjórnin beitti sér fyrir
þvi á alþingi að láta stjórnarliðið sam-
þykkja miljarðaálögur á almenning, sem
jafnframt höfðu i för með sér stórfellda
aukningu verðbólgunnar — þeirrar verð-
bólgu sem stjórnarherrarnir segjast helst
af öllu vilja stöðva. Þessar aðgerðir rikis-
stjórnarinnar voru eins grófar gagnvart
verkalýðshreyfingunni og frekast var
unnt að imynda sér. Þar með var augljóst
að verkalýðshreyfingin gat með engu móti
gert ráð fyrir þvi að rikisstjórnin kæmi til
móts við kröfur verkafólks nema þá helst
með þvi að draga til baka allar þær ráð-
stafanir sem hún samþykkti i skamm-
degismyrkrinu rétt fyrir jólin og þar með i
rauninni að falla frá efnahagsstefnu sinni!
Auk þess sem Alþýðusambandið gerði
kröfur um tilteknar aðgerðir i efnahags-
málum var gerð sú meginkrafa að tryggð
yrði full atvinna. Ekki er annað sýnna en
að einnig þessari aðalkröfu verkalýðs-
samtakanna hafi verið hafnað með stefnu
rikisstjórnarinnar, sem hefur i för með
sér stórfelldan samdrátt og yfirvofandi
hættu á atvinnuleysi og skerðingu lifs-
kjara sem þvi fylgir. Jafnframt þessari
markvissu samdráttarstefnu i atvinnu-
málum hefur rikisstjórnin nú um skeið
staðið i makki við breta um að heimila
þeim veiðar innan islensku landhelginnar,
en slikur samningur hefði ótvirætt i för
með sér atvinnusamdrátt og tekjutap
fyrir verkafólk um land allt ásamt þeim
pólitisku hættum sem þvi fylgdu. Þannig
er rikisstjórnin að grafa undan atvinnuör-
yggi i landinu og að koma i veg fyrir að
kröfur ASÍ verði framkvæmdar.
En framkoma rikisstjórnarinnar i garð
verkalýðshreyfingarinnar, sú sem hér
hefur verið lýst, er engin tilviljun.
Núverandi rikisstjórn hefur i efnahags-
málum nákvæmlega sömu meginstefnuna
og viðreisnarstjórnin forðum, þe. að hygla
gróðalýðnum á kostnað launafólks.
Núverandi rikisstjórn er þvi að fram-
kvæma stefnu sina þegar hún hafnar til-
lögum ASÍ i efnahags- og atvinnumálum
og þeirri stefnu stefnu hljóta verkalýðs-
samtökin nú að svara af fyllsta þunga.
Að undanförnu hafa staðið fyrir dyrum
samningaviðræður um kaup og kjör
verkafólks en skammt hefur miðað i þeim
viðræðum og kemur þar margt til. Fremst
ber þó að nefna þá ástæðu að atvinnurek-
endur hafa algerlega neitað að hreyfa sig
hænufet, enda hafa þeir stuðning rikisL
stjórnarinnar i þeim efnum. Þeirra stefna
fellur gjörsamlega saman við stefnu rikis-
stjórnarinnar. Sú stefna er fólgin i þvi að
gera ísland að láglaunasvæði sem er að-
gengilegt fyrir erlenda auðhringa, en
þessi stefna tryggir islenskri auðstétt um
leið aukinn gróða.
Þessi stefna rikisstjórnarinnar er
háskaleg fyrir efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar. Þess vegna er það nú brýn
nauðsyn að hækka kaupið til þess að koma
i veg fyrir enn skert lifskjör, sem aftur
hefðu i för með sér minni kaupmátt, minni
framleiðslu, atvinnuleysi, landflótta.
Launahækkanir handa félagsmönnum
Alþýðusamtakanna nú eru þvi ekki
einasta kjaramál: þær eru pólitiskt
viðfangsefni.
Nú efnir Alþýðusambandið til fundar
um helgina þar sem að öllum likindum
verður tekin ákvörðun um dagsetningu
verkfallsboðunar. Það er ljóst af
viðbrögðum stjórnvalda að undanförnu að
þau gegna engu öðru en verkfallssvipunni
og þess vegna verður enn að sveifla henni
yfir skilningslausum höfðum ráðamann-
anna, sem þessa dagana, láta sig það eitt
varða að knýja á um glapræðissamninga
við breska herveldið.
Rætt við Hörð Bjarnason húsameistara ríkisins
Eiga sögurnar enga stoð?
Eitt umdeildasta embætti hér á
landi er embætti húsameistara
rikisins og starfsemi þess. Hafa
meðal annars hér i blaöinu verið
bornar fram ákveðnar spurning-
ar um mannaráðingu við þetta
embætti og þeim verið svarað.
liúsameistari ríkisins bað um að
fá að gera grein fyrir starfsemi
embættisins almennt hér i blað-
inu og taldi blaðiö sjálfsagt aö
verða við þeirri ósk. Er þvi birt
hér meðfylgjandi viðtai við Hörð
Bjarnason húsameistara rfkisins.
En þar verður ekki látið staöar
numið, og meiri og fleiri fréttir
eru væntaniegar af þessum mál-
um á næstunni.
Framtiðarverkefni?
Rannsóknarstofnanir og
sjúkrahús. Byggingar á Landspi-
talalóðinni. P" jórðungssjúkrahús
fyrir Noröurland. Embættisbú-
staöir viða um land. G'æslufang-
elsi á Ártúnshöfða. Listasafn.
Húsnæði fyrir bifreiðaeftirlit rik-
isins. Aðalpósthús: t nýjum mið
bæ? Á flugvaliarsvæðinu? Skiptir
ekki máli. Það þarf að teikna það.
Ogeinnig allt það, sem að framan
er upp talið.
Þetta eru meðal annars þau
verk, sem starfsmenn embættis
húsameistara rikisins eru að
vinna að, en þar verða þessi
mannvirki teiknuð, mæld og met-
in áður en verklegar fram-
kvæmdir hefjast og sjálfsagt
einnig eftir það.
Eins og fram hefur komið i
blaðinu fór blaðamaður til fundar
við húsameistara, Hörð Bjarna-
son, á mánudaginn var. Leiddi
húsameistari blaðamann um sali
og sýndi fíðnum hvað menn voru
að fást við á teikniborðum sinum.
Þótt sanna megi án mikillar rök-
fimi að undirritaður hafi ekki
skilið til fulls allt það, sem fyrir
augu bar skai það þó fullyrt hér,
að timi sundurgerðar i bygging-
arlist á tsl. er enn ekki liðinn.
Þvi tilsönnunarskaTþaðnefnt, að
á landssvæði þvi, sem Land-
spitalinn fær til yfirráða, er enn
verið að teikna ný afbrigði i húsa-
gerðarlist til viðbótar við þau af-
brigði, sem komið hefur verið
fyrir á lóð spitalans, svo um
ókomna tið mun þessi lóð geyma
sýnishorn af islenskri byggingar-
list eins árhundraðs eða svo i fjöl-
breytileik þeirrar íábreytni, sem
af sýnishorninu má þegar sjá.
Fyrir það að gengið var með
undirritaðan um sali fór fram
viðrasða hans og húsameistara
um eitt og annað viðkomandi
stofnun hans. Spurningar blaða-
manns áttu sér grunn i þjóðsög-
um og sögnum af embættinu. Fer
samtalið hér á eftir, mikið stytt.
Margfalt eftirlit
— Hvemig er fylgst með þvi
hvort menn mæti til vinnu, og þá
hvort þeir séu að þann tima, sem
þeir eru sagðir i vinnunni, hvort
þeir séu að snatta fyrir sjálfa sig
eða vinna fyrir embættið?
— Símastúlkurnar fylgjast með
þvi, að menn stimpli sig inn. Það
nægir ekki að stimpla sig inn einu
sinni á dag ef menn bregða sér úr
húsi þvi þá þurfa þeir að stimpla
sig út og þá inn þegar þeir koma
til baka. Einnig þurfa menn að
iáta simastúlkurnar og/eða bók-
Höröur Bjarnason
ara vita af þvi ef þeir fara úr hús-
inu og þá hvert farið er.
En það er ýmislegt, sem fylgj-
astþarf með utan veggja hússins.
Td. þarf að fylgjast með opinber-
um framkvæmdum, byggingu og
viðhaldi embættisbústaða, skrif-
stofuhúsnæði hins opinbera,
stjórnarráðsliúsinu, alþingishús-
inu og fleiri slikum byggingum.
Fristundaarkitektúr
— Þú nefndir áðan, húsameist-
ari, að laun manna við stofnun-
ina væru lág og að þeir þyrftu þvi
að bæta sér það upp með auka-
vinnu. Er sú aukavinna unnin hér
á stofnuninni, eða er það auka-
vinna, sem unnin er i' vinnutima
manna við stofnunina?
— Hvorugt. Menn mega ekki
koma með sin einkaverkefni
hingað, og kemur ekki til greina,
enda væri það ósæmilegt. Hætt
var að greiða yfirvinnu hér fyrir
nokkru siðan. Aukavinnu taka
menn að sér og sinna i eigin fri-
tima.
En þótt launin séu lág hér vil ég
geta þess, að fjölmargir starfandi
arkitektar i bænum hafa fengið
starfsreynslu sina hjá þessari
stofnun.
Þjóðarbókhlaðan
— Hvers vegna var eða er ekki
Þjóðarbókhlaðan teiknuð hér?
- Við eigum ekki að taka að okkur
að teikna allar rikisbyggingar.
Við vorum aidrei beðnir um að
taka að okkur að teikna Þjóðar-
bókhlöðuna. Ég mælti meðal ann-
ars með þvi, sem einn þriggja
manna i byggingarnefnd hennar,
að þeir arkitektar fengju það
verkefni, sem það fengu.
Ekki út frá
stofnuninni
— Er eitthvað hæft i þvi, að
verkefni, sem byrjað er að vinna
hérhjáembættinu séu af þvi tekin
og látin i hendur einkaaðiljum?
— Það er gjörsamlega útilokað,
að verkefni fari út frá stofnuninni
eftir að byrjað er að vinna þau
hér. Enginn arkitekt mundi taka
viö eða halda áfram verki, sem
annar er byrjaður á.
Hins vegar kemur fyrir, að
byggjendur húss óska eftir þvi
sjáifir. að verk, sem við ættum að
hafa með höndum fari annað. En
slikt gerist ekki eftir að menn eru
byrjaðir á verkinu hér við stofn-
unina, nema með einni undan-
tekningu, þeirri, að við sjúkra-
húsið i Vestmannaeyjum var lok-
ið annarsstaðar en hér. Sá sem
verkiö vann hér við stofnunina.
var fluttur á milli ráðuneyta og
hóf störf við menntamála.ráðu-
neytið. Að ósk byggingarnefndar
rikisins hélt hann verkinu áfram
eftir að hann hætti hér.
Engir útvaldir
— Ef fleiri verkefni berast
stofnuninni að vinna en hún getur
sinnt, velur þú þá sjálfur ein-
hvern arkitekt úti i bæ til þess að
vinna verkið?
— Það berast ekki fleiri verk-
efni að núorðið en við getum
sinnt. Stundum höfum við þó
þurft að visa verkefnum frá. Þá
hef ég ekki stungið upp á að neinn
sérstakur fái verkið. Þó hafa um-
bjóðendur verka óskað eftir þvi i
örfáum tilvikum, að ég tiinefni
einhvern arkitekt til þess að
vinna merkið. Þá hef ég lika gert
það.
Tilverurétturinn
— Margir telja, að embætti
húsameistara eigi ekki rétt á sér
lengur. Telur þú að stofnunin hafi
sannað tilverurétt sinn?
— Það tel ég skilyrðislaust að
hún hafi gert, en hún hefur starf-
að sfðan 1904; og þá jafnframt, að
hún eigi jafn skilyrðislausan rétt
á sér þrátt fyrir talsverða fjölgun
arkilekta.
—úþ